Vísir - 07.06.1978, Side 3

Vísir - 07.06.1978, Side 3
VISIR Miðvikudagur 7. júni 1978 3 CNG/R ÍÞRÓTTAKíNNAR- AR ÚTSKRIFAÐIR f VOR KENNARAR LEGGJA NIÐUR VINNU VEGNA LAUNAGREIÐSLU ,,Við erum ekki sáttir viðað fá ekki afgreiðslu fyrr en guð má vita hvenær og þess vegna höf- um við ákveðið að leggja niður vinnu og sjá til þess að iþrótta- kennarar verði ekki braut- skráðir fyrr en full leiðrétting hefur komið til á launamálum kennara við Iþróttakennara- skóla tslands.” Þetta segja þeir Páll Ólafsson og Torfi Rúnar Kristjánsson, kennarar við íþróttakennara- skóla Islandsji greinargerð sem þeir hafa sent frá sér. Er haft var samband við Pál Olafeson vegnaþessamáls sagði hann að málið ætti sér aðdrag- anda allt frá þvi 1974, er ákvæði komst i aðalkjarasamning BSRB frá 14. mai 1974 um að „...Kennslustundir æfingakenn- ara þegar kennaraefni kenna undir beinni leiðsögn þeirra skuli metnar með 25% álagi” Akvæði þetta komst ekki til framkvæmda gagnvart kenn- urum 1K1 fyrr en á árinu 1976 og þá eftir itrekaðar tilraunir til að fá Aðalheiði Tómasdóttur full- trúa f launadeild til að afgreiða launaútreikninga eftir gildandi samningum. Páll sagði að það hefði siðan gerst i aðalkjarasam ningi BSRB 1976 að iþróttakennarar við Kennaraháskóla Islands, sem kennarar við 1K1 vilja bera sig við, hefðu hlotið lektorsnafn- bót og kennsluskylda þeirra hefði lækkaði 18 stundir og þeir jafnframt fengið launaflokka- hæk kun. Það hefði hins vegar ekki ver- ið fyrr en með aðalkjarasamn- ingi BSRB og rikisins i október 1977 sem það hefði fengist fram með kennara 1K1 að kennsla kennaraúema skyldi metin með sama hætti og kennsla iþróttá- kennara við Kennaraháskóla íslands, og þarna hefðu verið fleiri atriði varðandi kennsluna. En Páll vildi vekja athygli á þvi að kennsluskylda kennara við 1K1 hefði verið og væri 27 stundir á viku. Þrátt fyrir ákvæði kjarasamningsins hefði ekki bólað á launagreiðslum i samræmi við hann, og sagði Páll að þeir hefðu i upphafi talið að þetta stafaði af þvi að ekki hefði verið raðað i launaflokka fyrr en með sérkjarasamningi 12. janúar 1978. Þar var kennur- um IKÍ lægstskipað i 17. launa- flokk BSRB en iþróttalektorum KH i 109 launaflokk BHM og nam mismunur um 2 launa- flokkum. Sigurður Helgason og Indriði H. Þorláksson deildarstjórar i menntamálaráöuneytinu reikn- uðu út yfirvinnu hvers kennara við IKI samkvæmt hinum nýja samningi og sendu launadeild Fjármálaráðuneytis 7. febrúar. Vangreidd yfirvinna nemur hundruðum þúsunda. Eftir að útreikningar höfðu verið sendir gerðist ekkert sem benti til þess að afgreiða ætti málið. Páll sagði að málið heföi margsinnis komið til kasta samstarfsnefndar sem fjallar um ágreiningsmál vegna túlk- unar á kjarasamningnum. 2. mai hefði Þorsteinn Geirs- son í fjármálaráðuneytinu siðan ritað bréf til launadeildar þar sem afstaða var tekin til kennsluskyldu kennara IKI. Hún skyldi vera 21.25 kennslu- stund, örlitið lengri en hjá kenn- urum við KHI vegna stjórnun- arastarfa lektora og mismunar á lengd kennslustuada. vongóðir að þetta mál yrði af- greitt, en það er liðinn mánuður og við höfum gefið fjármála- ráðuneytinu frest til næsta föstudags en ef það gengur ekki þá verða iþróttakennarar ekki útskrifaðir”, sagði Páll ólafs- son, sem sagðist viija leggja áherslu á þátt Aðalheiðar Tómasdóttur i þessu máli. Þeir hefðu itrekað reynt, mánuðum saman, að ná tali al henni þar sem hún virtist ráða lögum og lofum i launadeild, en án árang- urs. „Ég visa þessu máli til yfir- manns mins, ráöuneytisstjór- ans, og vil ekki tjá mig frekar um þetta”, sagði Aðalheiður Tómasdóttir, en Höskuldur Jónsson er fjarverandi,og Þor- stein Geirsson, sem er settur fyrirhann, reyndistekkiunnt að ná sambandi við. —BA. „Okkur var sagt að málið myndi fá forgang og vorum þvi Belgísku sjónvarpsmennirnir: Vinna að heimildar- mynd um hvalveiðar „Við eigum von á bclgisku sjónvarpsmönnunum i kvöld og gerum fastlega ráð fyrir þvi að leggja af stað snemma I fyrra- málið”, sögðu skipverjar á skútunni Spirit Of Labrador, þegar Visir leit inn til þeirra i gærdag. „Annars vjtum við ekki mikiö um fyrirætlanir sjónvarpsmanna”, sögðu þeir, ,,og við höfum aldrei séð þá.” Ahöfnin á þessari glæsilegu skútu telur fjóra menn og kváð- ust þeir hafa hreppt vonskuveð- ur á leið sinni til landsins, en skútan hefði reynst afburðavel og þeir hefðu ekki lengt i nein- um erfiðleikum, svo orð væri á gerandi. Skipverjar sögðu bel- gisku sjónvarpsmennina hafa leigt skútuna til þriggja vikna og þann tima hyggðust þeir nýta til að mynda hvalaveiðar Is- lendingar með þvi augnamiöi aö gera heimildarkvikmynd um það efni. Sögðust þeir halda að Greenpeace-aðgerðirnar yröu aðeins hluti þeirrar myndar. Spirit Of Labrador þykir ákaflega fagur farkostur og vakti hún sýnilega áhuga margra, sem áttu leið um höfn- ina i gær. Skútan er 75 feta löng, búin tveimur stórum möstrum og miklum seglum. —Gsal. Um beinar útsendingar sjónvarps: Með „link" í láni Það vakti athylgi lands- manna á laugardaginn að rsjónvarpið var með beina útsendingu úr Laugardals- höllinni á hljómleikum Oscars Peterson — og gaf þannig þjóðinni allri kost á að fylgjast með snilling- unum um leið og áhorf- endum i Höllinni. Astæðan fyrir þvi að sjónvarpið getur gert þetta nú er sú að það hefur i láni sérstakan útbúnað frá norska sjónvarpinu, svokallaðan „Link”, sem þarf til að bein út- sending frá stað utan stúdios sé möguleg. Otbúnaðurinn var fenginn að láni til að nota i Austurbæjarskól- anum á kosninganótt, eins og menn muna, og hann verður hér á landi fram yfir þingkosningarn- ar. Aö sögn Péturs Guöfinnssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsins, er óráðið um frekari „beinar út- sendingar”. „Þetta er alltaf svolitið við- kvæmt samningsatriði við þá aðila sem aö viðburðum standa og eiga einkaréttinn á þeim”, sagði Pétur. „Þar kemur meðal annars inni að ef sagt er frá þvi með fyrirvara að um beina út- sendingu sé að ræða er hætt við að ekki fáist jafn margir áhorfendur og ella”. Pétur sagðist vona að ekki liöi langur timi þar til islenska sjón- varpið gæti eignast sinn eigin sendibúnað, kostnaðurinn væri ekki mjög mikill, spurningin væri hvort annað ætti ekki að ganga fyrir. „Beinar útsendingar af at- burðum sem gerast utan við stúdió sjónvarpsstöðva eru ekki algengar, þannig að ekki er vist að útbúnaður sem þessi yröi mik- iðnotaður. Það yröu helst iþrótta- viðburðir sem þannig færu i loft- iö”, sagöi Pétur. —GA NÝTT Á ÍSLANDI \S°ft SOKKABUXUR SEM PASSA ,li^e^}merióka " Tunguhálsl 11, R. Síml 82700 HVAÐ ER ? Þægilegustu sokkabuxur sem völ er á. l&w falla fullkomlega að fótleggjum þínum. Engar sokkabuxur passa betur. Bæði um ökla og mjaðmir. liw passa þér, hvort sem þú ert þybbin eða grönn. SÉRSTAKAR BUXUR: CONTROL TOP: Halda öllu á sínum stað. SHEER ENERGY: Nudda fótleggina frá morgni til kvölds. HNÉSOKKARNIR: Með breiðu stroffi, sem hindrar ekki blóðrásina 2 pör í einu eggi. ÞAÐ ER SAMA HVAÐA GERÐ ÞÚ REYNIR. FALLA EINS OG FLÍS VIÐ RASS. SÖLUSTANDINN FINNUR ÞÚ I EFTIRTÖLDUM VERZLUNUM: S.S. búðunum Glæsibæ, Háaleitisbraut 68, Laugavegi 116. Vörumarkaðinum Ármúla Víði Starmýri og Austurstræti. Holtsapóteki Vestubæjarapóteki Breiðholtskjöri Straumnesi. Kjörbúö Árbæjar Kf. Kjalarnesþings Mosfellssveit. Fjarðarkaup Hafnarfiröi Víkurbæ, Keflavík. Vöruhús KEA Akureyri

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.