Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. júnl 1978 íslendingar sœkja jarð- hitaþekkingu til útlanda þremur jarðgufuvirkjunum samtimis. Aætlanir á Filipseyjum um áfamhaldandi virkjun eru stórar i sniðum. Nú er áætlað að ljúka 1320 MW virkjun fyrir árslok 1985. Hawaii Sérfræðingarnir töldu eftir heimsóknina þangað, að margt væri sameiginlegt með Kröflu og Kilauea. Kilaula er eldfjall og er jarðhitakerfi i eystra gliðnunarbelti þess. Þar hefur aðeins verið boruð ein hola, sem framleiðir gufu. Vinnslueiginleikar hennar eru mjög svipaðir og sumra borhola i Kröflu. Og jarð- hitakerfið á Hawaii virðist vera i suðu, likt og neðra kerfið i Kröflu. Meginvandamálið á þeim svæðum sem heimsótt voru, reyndist vera skemmdir á fóðurrörum. Til lausnar á vandanum hefur hönnun fóðurröra verið breytt, gæði steypu aukin, holum haldið lóðrettum og aðferðum við að geyma holur, og koma upp blæstri i þeim, breytt. —BÁ. Þrír starfsmenn Orkustofnunar þeir Valgarður Stefánsson, Sigurður Benediktsson og Sverrir Þór- hallsson fóru nýlega í kynnisferð til nokkurra landa, þar sem könnuð var jarðhitastarfsemi. Þeir höfðu viðkomu á Nýja Sjálandi, en þar er fyrirhug- uð mjög umfangsmiki! aukning jarðhitastarfsemi. Stefnter aðþviað virkja um2000 MWaf jarðvarma á næstu 20-25 árum. Fyrirhugað er að gufuverð þar verði háð innlendu eldsneytisverði. Jarövatnshiti á Nýja Sjalandi er mestur 310 C og útfellingar af járni og klsil í borhölum eru óþekkt fyrirbæri þar. Kalkútfelling- ar verða þó i nokkrum holum, svipað og á Islandi. Filipseyjar. Þeir Sigurður og Sverrir fóru til Filipseyja, en þar var um 1970 tekin ákvörðun um viðtæka nýtingu jarðhita. Nú er unnið þar að Slurfsemin að Sogni stöðvast Starfsemin sem haldið hef- ur verið uppi ab Sogni i ölfusi siðast liðið hálft annað ár hefur stöðvast. Markmiðið með starfinu hefur verið að veita ungling- um, sem eiga við félagslega erfiðleika að striða, tima- bundna aðstoð eða aðhlynn- ingu. Sambýlið hefur verið fjár- magnað með mánaðarlegum greiðslum, með hverjum unglingi, frá félagsmála- stofnun eða sveitarfélagi. A starfstimabilinu hfur fengist nokkur rikisstyrkur. Forsenda þess, að unnt sé að hefja svipaða starfsemi aftur mun vera su að hentugt húsnæði finnist. Ætlunin var alla tið að geta stundað bú- skap i smáum stil, garðrækt eða trilluútgerð. Stefnt mun að þvi að hefjast handa að nýju næsta vor og verður tirpanum þangað til variö til undirbúnings. ________________—BA. Reiknistofn- un HÍ leigir forritasafn NAG-safn er heitið á yf- irgripsmiklu forritasafni á sviði hagnýtrar stærð- fræði. Reiknistofnun Há- skóla islands hefur nýlega tekið eitt slíkt á leigu. Hér er um að ræða tæplega 300 FORTRAN-undirforrit. Safnið hefur þróast i samvinnu reikni- meistara i sex breskum háskól- um, sem nú hafa sett á fót sér- staka stofnun til aö annast við- hald og þjónustu og vinnu að end- urbótum á safninu. NAG-safnið hefur verið sett upp á PDP-tölvu Reiknistofnunar, en við hana eru tengdir 9 skermgr og fjarritar, auk Salzomp-teiknara. "Reiknistofnunarmenn hafa hug á að fá til landsins svokallaða stafsetjara, þ.e. sérstök teikni- borð i beinni tengingu við tölvu, þar sem t.d. má rekja sig eftir ferlum á teikningu og fá hnitapör skráð sjálfvirkt með vissum millibilum inn á fiskskrá, en hér mun vera um dýrt fyrirtæki að ræða. —BA. ^0'8ILAST°\ ÞROSTUR 85060 Sjö fengu starfslaun: „Ælia að stunda söfnin" — segir Kristjón Davíðsson: Starfslaunum listamanna hefur veriðskipt og fengu sjö listamenn starfsiaun að þessu sinni. Eru þau miðuð við byrjunariaun menntaskó.la kennara og nema um tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Kristján Daviðsson myndlist- armaður fékk starfslaun i eitt ár og Bragi Ásgeirsson myndlistar- maður laun i niu mánuði. Þriggja mánaða laun voru veitt myndlistarmönnunum Nielsi Hafstein, ólafi Lárussyni og Þórði Hall. Einnig fengu þau Manuela Wiesler tónlistarmaður og Pétur Gunnarsson rithöfundur laun I þrjá mánuði. Formaður úthlutunarnefndar er Knútur Hallsson deildarstjóri og sagði hann á fundi með frétta- mönnum að 54 umsóknir hefðu borist um starfslaun að þessu sinni. ,,Sá á kvölina sem á völ- ina”, sagði Knútur og átti við aö erfittværiaðskipta 6,5 milljónum sem veittar voru á fjárlögum til starfslauna. Knútur lagði áherslu á að hér væriveriðað skipta fjárveitingu enekki úthluta styrkjum.Þetta væru laun til listamanna. „Það á aldrei að tala um styrki þegar listamenn eiga i hlut”, sagöi Knútur. Auk hans eiga sæti i nefndinni þeir Ólafur B. Thors og Thor Vil- hjálmsson og sögðu þeir að lang- flestar umsóknir hefðu borist frá myndlistarmönnum. Kristján Daviösson sagöi I samtali við Visi að sennilega myndi hann nota launin til að skoða söfn og sýningar erlendis sem hann hefði vanrækt að und- anförnu. Niels Hafstein kvaðst myndu setja upp höggmyndasýningu og Pétur Gunnarsson sagðist vera önnum kafinn við að skrifa bók sem kæmi út i haust. —SG. MEST SELDU [h| Husqvarna HANDSLATTUVELAR Á NORÐURLÖNDUM @Husqvama Hinar marg-viðurkenndu handsláttuvélar frá Husqvarna eru í stöðugri þróun og gera sláttinn að leik fyrir yður. Mótorsláttuvélin hefur sannað ágæti sitt síðastliðin 20 ár. BS 450: ★ Mótor amerískur, Briggs Stratton, 3.5 hestöfl. ★ Startari er niðurgíraður, sem auðveldar frúnni gangsetningu. ★ Hljóðlát. ★ Hækkun og lækkun með einu handtaki. BS 400: Sömu kostir og BS 450,-auk þess fylgir grassafnari og hringhníf ur. Akurvík Glerárgötu 20, Akureyri. Sími 96-22233. / mnai S^gohMon kf SUÐURLANDSBRAUT 16 — REYKJAVIK SIMI 91-35200 FÁST EINNIG HJÁ UMBOÐSMÖNNUNUM UM ALLT LAND okkur sjó um að smyrja bílinn reglulega Passat Auói OOOD Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLA Hl Smurstöð i.augavegi 172 -- Simar 21240 — 2124«.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.