Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 07.06.1978, Blaðsíða 6
6 Bangladesh: — um fimm þúsund monns fura yfir iandamœrin dagiega FRABURMA m . Miðvikudagur 7. júni 1978 VISIR Umsjón: Katrín Pálsdóttir ÞÚSUNDIR FIÓT TAMANNA Mikill flóttamanna- straumur hefur verið til Bangladesh frá ná- grannaríkinu Burma. Á siðustu vikum hafa um tvö hundruð þúsund manns farið yfir landa- mærin til Bangladesh. Þetta hefur að vonum mælst illa fyrir i landinu, þar sem vart er á bæt- andi, þar sem Bangla- desh er þéttbýlasta land veraldar. Þar eru milljónir manna atvinnu- lausir. F ló 11 a m e n n i r n ir eru múhameðstrúar og þeir halda þv; fram að yfirvöld i Burma of- sæki þá fangelsi og pynti. Matur er af skornum skammti i búðum flóttamanna og mörg börn hafa látist af næringarskorti undanfarnar vikur. matarlaust. Börn þjást úr næringarskorti og mörg hafa dáið nú siðustu vikur. Blaðamenn fóru nýlega um búöirnar og þar sáu þeir börnin standa i löngum biöröðum sem vorumargarhverjarhátti kiló- metra að lengd. Þau biöu eftir að fá dálitinn mjólkursopa og kexkökur. Steikjandi hiti var þarna þegar blaðamenn fóru um og sólin ætlaði allt lifandi að drepa. Blaöamenn fengu þær upp- lysingar i búðunum að það vantaði tilfinnanlega mat og hver og einn fengi aðeins hálfan skammt á dag eða miklu minna. Kólera breiðist út. Hreinlætisaöstæður eru mjög bágbornar i flóttamannabúðun- um. Þegar hafa sjúkdómar breiðst út svo sem kólera. Fólk sem býr i búöunum segir hrottalegar sögur af aðförum hermanna Burmastjórnar. Einnig heyrist sagt frá þvi að margir karlmenn hafi verið teknirtil fanga og fluttir i vinnu- búðir á vegum Burmastjórnar. Yfirvöld hrædd við mú- hameðstrúarmenn Utanrikisráðherra Bangla- desh Tobarrak Hussein hefur látið hafa eftir sér að Burma- stjórn vilji losna viö múhameðs- trúarmennina vegna þess aö hún er hrædd við aö þeir verði til vandræða I landinu. Stjórnin er hrædd um að múhameðstrúar- menn verði of valdamiklir i Arakan héraði þar sem þeir hafa verslunina i sinum hönd- um. Brottför múhameðstrúar- mannanna úr landinu hefur mælst vel fyrir hjá búddistum sem hafa yfirtekið eignir þeirra i landinu. Skotbardagi á landamær- um ríkjanna. Það hefur þegar komið til átaka á landamærum rikjanna. Báöir aðilar hafa gripið til skot- vopna en ekki fara sögur af falli hermanna i hvoru liði um sig. Bangladesh hefur lýst þvi yfir að rikið geti ekki tekiö við flóttamönnum. 1 landinu búa um átta milljónir manna og þar eru milljónir atvinnulausra. Það er þvi ekki við bætandi. Talsmenn stjórnarinnar i Bangladesh segja að Burma veröi að taka við flóttamönnun- um aftur þeir séu ibúar Burma og landið taki ábyrgð á þeim. Það er ljóst að málið er I sjálf- heldu hvorugur aðilinn vill taka við flóttafólkinu. Þetta mál gæti orðið upphaf að hörðum átökum milli rikjanna sem alls ekki er hægt að gera sér i hugarlund hvernig lykti. —KP Sérstök áætlun til að flæma fólk úr landi Flóttafólkið hefur sett upp búðir rétt hjá bænum Cox Bazaar sem er rétt við landa- mæri Burma og Bangladesh. Þeir halda þvi fram að stjórn- völd i Burma hafi sett upp sér- staka áætlun um að flæma þá úr landi. Hermenn hafi rekið þá burt af heimilum sinum tekiö suma fasta og sent i þrælkunar- búðir. Konum hafi verið nauðgað og misþyrmt. Stjórnvöld i Burma hafa neitað þessum ásökunum flótta- fólksins. Þau segja aö flótta- fólkiö hafi komiö i leyfisleysi inn i landið en sé i rauninni að fara heim til sin aftur. Flóttamenn sem eru eins og Flóttamenn streyma nú frá Burma til Bangladesh þar sem þeir koma sér fyrir I flóttamannabúðum. áður segir eru múhameðstrúar- menn segjast vera afkomendur araba og persa, sem hafi sest að i Arakan i Burma á sjöundu öld. Flestir ibúar Burma eru búdda- trúar. Rohingyas eins og flóttamenn eru nefndir hafa ráðið yfir verslun i Arakan i aldaraðir. Þeir ráða einnig yfir miklu landi og hafa stundaö landbúnað. Deilur milli þeirra og búdda- trúarmanna i Arakan eiga sér langa sögu. Fimm þúsund flóttamenn á dag Tiu flóttamannabúðir hafa verið settar upp rétt viö landa- mæri Burma um fimmtiu kiló- metra frá bænum Cox Bazaar. Flóttamenn streyma nú þangað og er áætlað aö um fimmþúsund komi á degi hverj- um. Astandið er vægast sagt hörmulegt i búðunum. Komið hefur verið upp skýlum úr ban- bus þar sem fólkið hýrist \ KORRÆNA HÚSIO POHJOLAN TALO NORDENS HUS LISTÁHATÍÐ í NORRÆNA HÚSINU: í kvöld7. júnikl. 20:30 GRIEG-DÚÓIÐ leikurverk eftir MOZART, FERUCCIO og SCHUBERT Annað kvöld 8. júni kl. 20:30 STROKKVARTETT KAUPMANNAHAFNAR leikur verk eftir HAYDN, VAGN HOLMBOE (frum- flutningur), og BEETHOVEN. Sunnudag 11. júni kl. 20:30 TÓNLEIKAR Tónleikar til heiðurs JÓNI ÞÓRARINSSYNI 1 sýningarsölum i kjallara: SEPPO MATTINEN Og HELLE-VIBEKE ERICHSEN málverk og grafikmyndir opið 14-19 I bókasafni: VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR vatnslitamyndir opið 14-19, sunnud. 14-17. Listahátíð - Verið velkomin í NORRÆNA HÚSIÐ , AÐALFUNDUR Sölusambands islenskra fiskframleiðenda verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. júni n.k., og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrú samkvœmt félagslögum Logabreytingar Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.