Vísir


Vísir - 07.06.1978, Qupperneq 7

Vísir - 07.06.1978, Qupperneq 7
Anwar Sadat forseti Egyptalands hélt harðorða ræðu í garð israelsmanna. SADAT skammar fsraelsmenn hélt mjög horðorða rœðii í þeirra garð Ánwar Sadat, forseti Egyptalands, hefur varað hermenn sina við og sagt að vel gæti farið svo, að þeir þyrftu að heyja strið við ísraels- rild á nýjan leik. Ráða- menn þar i landi hafi ekki tekið nógu vel undir friðarumleitanir hans og ef þar verði ekki breyting á, megi búast við striði. Egypski forsetinn lét þessi orB falla i ræðu, sem hann hélt i Ismailia, bæ við Suez-skurðinn. Hann sagði, að Egyptar gætu ekki sætt sig við annað en það, að ísraelsmenn létu af hendi öll þau svæði sem þeir hefðu her- tekið i striðum. „Þið eruö þjálfaöir til að verja Egyptaland og að taka þátt i frelsun landsins”, sagði forsetinn. Hann sagðist vera reiðubúinn til að láta ísraels- menn fara i friði, en ekki með skika af landi Egypta. Sadat lét það koma skýrt fram, að hann mundi ekki taka þátt i viðræðum við Israels- menn nema þeir slökuðu eitt- hvað til og kæmu með eitthvað nýtt í stað þess að halda fast við fyrri skoðanir sinar. Ræða Sadats var hin harðorðasta i garð ísraelsmanna frá þvi i striðinu árið 1973. New York rambar á barmi gjaldþrots Þurfa að selja frelsisstyttuna Borgarstjóri New York borg- ar, Edward Koch, hefur fariö fram á aðstoð til að bjarga borginni frá gjaldþroti. Koch sagöi I gær, að ef ekki fengist hjálp gæti borgin oröið gjald- þrota 1. júli nk. Koch sagði, aö ástandið væri orðiðsvo slæmtað það gæti far- iðsvoaðráðamenn borgarinnar þyrftu að gripa til þess óyndis- úrræðis að selja sjálfa frelsis- styttuna. Ráðamenn borgarinnar hafa fariöfram á það við ríkiö aðþað láni borginni u.þ.b. tvær billjón- ir Bandarikjadala til langs tima. Er þá gert ráð fyrir að það verði jafnvel til fimmtán ára. New York borg hefur fengið aðstoö frá rikinu undanfarin ár. Siðast fóru ráðamenn fram á lán til þr iggja ára og nú er sá timi að renna út. Kostnaður við félagslega að- stoð ýmiss konar hefur hækkað svo mikið undanfarin ár, að það hefur gert borginni æ erfiðara fyrir. Þangað safnast einnig láglaunafólk, eða fólk sem ekki starfar neitt, en þiggur styrki frá borginni. Rekstur lögreglu og slökkviliðs er einnig stór liður I útgjöldum borgarinnar. Koch borgarstjóri lagði á- herslu á, að það mundi hafa ógnvænlegar afleiðingar ef borgin yrði gjaldþrota og það væri óhugsandi að rikið gæti horft upp á þaö án þess að haf- ast eitthvað að. CARTíR BODAR BITRI SAMBÚÐ VH> SOVÉT Carter forseti Bandarikjanna flutti ræðu i nótt þar sem hann lagði áherslu á að sambúð Bandarikj- anna og Sovétrikjanna yrði hnökralaus. Mikið hefur gengið á undan- farið og leiðtogar stórveldanna hafa sent hvor öðrum kaldar kveðjur vegna afskipta af mál- um Afriku. Bandaríkjamenn hafa ásakað Sovétrikin um að hafa afskipti af innanrikismál- um i álfunni. Þar var átt við málefni Zaire þar sem upp- reisnarmenn réöust inn i eitt hérað landsins. Sagt var að Sovétmenn og Kúbumenn stæðu að baki uppreisnarmönnum. Talsmenn Hvfta hússins hafa verið haröorðir i garð Sovét- manna til þessa, þar til Carter býður upp á slökun spennunnar milli ríkjanna og góða sambúð. Carter minntist á málefni Af- riku og sagði að Sovétmenn hefðu skemmt fyrir meö af- skiptum af máiefnum þar i landi. Forsetinn tók það fram að út- litið í sambandi viö viðræður um afvopnun væri gott en hann byggði ekki þessi ummæli sín á niðurstöðum fundar utanrikis- ráðherra landanna sem haldinn var fyrir tiu dögum. Eftir þann fund var fátt um kveöjur enda komust upp hleranir Sovét- manna i bandariska sendi- ráðinu i Moskvu um það leyti sem utanrikisráðherrann var i heimsókn i Bandarikjunum. Ræða Carters var mjög hóg- vær og langt frá þvi sem við mætti búast ef tekið er tillit til ummæla Brzezinski, talsmanns Hvita hússins fyrir skömmu. Brzezinski áfelldist Sovétmenn mjög og sagði að þeir færuekki eftir þeim reglum sem settar hefðu verið i sambandi við slökunarstefnuna sem bæði rik- in hefðu samþykkt að fylgja. Olíufurstar í Arabalöndum sækjast mjög eftir aö tá fálka til að temja til veiða. /nferpof varar við falkaþjófum Það er ekki aðeins islenska lögreglan sem eltist við grunaöa fálkaþjófa. Norska lögreglan og náttúruverndarmenn þar I landi hafa fengið boð frá Interpol um aö vera vel á verði þar i landi. Grunur leikur á að fálkaþjófar hafi umboösmenn i Noregi, sem útvegi þeim fálka til aö selia oliufurstum i Arabalöndum. I Aftenposten birtist auglýs- ing nýlega þar sem fimm hundruð norskar krónur voru boðnar fyrir fálkaunga. Þessi auglýsing hefur vakið mikla at- hygli náttúruverndarmanna i Noregi en fálkinn er friöaður þar i landi. 1 OG SPARIÐ YKKUR VINNU fe Woodex ii Reynslan\hefur sannað/ að Woodex Ultra er sér- staklega . endingargott fúavarnarefni yið is- lenskar aðstaéðúr# auk þess sem þáð ver viðinn vel gegrí veðrúrí, •A ÍAIOODEX VER VIDINN FÚA SKRISTJÁNÓ. SKAGFJÖRDHF Simi 24120 RAÐHERRA SEGIR AF SÉR ■ vegna Schleye rmólsins Iannanrikisráðherra Vest- ur-Þýskalands, Werner Maihof- er, hefur sagt af sér. Maihofer var einn af fjórum ráðherrum úr Frjálslynda flokknum i stjórn Helmuts Schmidt sem samanstendur af mönnum úr Sósialistaflokki og Frjálslynda flokki. Afsögn ráðherrans kom tveim dögum eftir að flokkur hans beið mikið afhroð I kosningum i Neðra-Saxlandi og Hamborg. Ráðherrann sagði af sér vegna Schleyermálsins. Hann tekur á sig ábyrgðina af mis- heppnuðum tilraunum lögreglu til að finna fylgsni ræningja Schleyers. Komið hefur i ljós að ekki var farið eftir öllum ábendingum, sem komu fram um hvar Schleyer var falinn. En vandræði Maihofer stafa ekki einungis af máli Schleyers. Þau byrjuðu löngu fyrr á máli sem snerist um hleranir hjá kjarnaeðlisfræðingi. sem var grunaður um að vera i sam- bandi við skæruliða. Stjórnmálamenn bæði úr hægri og vinstri armi, hafa ráðist að innanrikisráðherran- um. Þeir fyrrnefndu fyrir að hann sé allt of frjálslyndur og þeir siðamefndu fyrir að hann sé allt of ihaldsamur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.