Vísir - 07.06.1978, Side 8
8
fóík
Rod Stewart og nýja vinkonan i London.
Rod lœtur ekki deigan síga
Söngvarinn kunni Rod
Stewart hef ur ekki verið
við eina f jölina felldur i
kvennamálum eins og
flestum er víst kunnugt.
Ekki er langt siðan slett-
ist upp á vinskap hans
og sænsku leikkonunnar
Britt Ekland.
Enn er Rod kominn á
stúfana nú með nýja
konu. Það er leikkona og
heitir Alana Hamilton.
Hún var áður gift söng-
varanum George
Hamilton.
Þau Rod sáust saman
á flugvellinum i London
þegar þau voru á leið til
Skotlands þar sem hann
ætlaði að horfa á skoska
landsliðið leika.
Aðspurð sagði Alana
að Rod hefði sagst ætla
að kvænast henni, en
hún tæki nú ekki mark á
því nema rétt I meðal-
lagi. Þetta segði hann
við þær allar. Sennilega
skýrasta stúlka.
—SE
MIA FARROW I NÝJUSTU MYND
JAN TROELLS
Sænski leikstjórinn Jan
Troell er nú tekinn til við
upptökur á nýjustu
mynd sinni er nefnist á
íslensku Hvirf ilvindur-
inn. Það er stórfram-
leiðandinn Dino de
Laurentiis sem stendur
fyrir gerð þessarar
myndar, sá hinn sami og
fjármagnaði á sínum
tíma King Kong, eina af
dýrustu kvikmyndum
sem gerðar hafa verið i
seinni tið. Upphaflega
stóð til að Roman
Polanski leikstýrði
myndinni, en sökum
vandræða þeirra er
hann lenti i við banda-
risk yfirvöld út af
nauðgunarmáli varð
ekkert úr því. Jan Troell
varð þá f yrir valinu sem
leikstjóri og til liðs við
hann var fenginn Berg-
man — myndatökumað-
urinn Sven Nykvist. Þá
er það einnig einvalalið
sem leikur í mynd þess-
ari. Troell fékk því ráðið
að Max von Sydow léki
annað karlaðalhlutverk-
ið, en þegar hann vildi
einnig sænska leikkonu i
aðalkvenhlutverkið setti
de Laurentiis hnefann i
borðið. Var leitað til Miu
Farrow og tók hún hlut-
verkið að sér. Lítið hef-
ur sést til Miu undanfar-
ið á hvíta tjaldinu. Sið-
asta kvikmynd hennar
var stórmyndin The
Great Gatsby sem sýnd
var hér fyrir nokkrum
árum. Það verður því
forvitnilegt að sjá
hvernig henni tekst til
nú. Þriðja aðalhlutverk-
ið í myndinni leikur Ja-
son Robards, sem hefur
fengið Óskarsverðlaun-
in tvö síðastliðin ár,
fyrir leik sinn i myndun-
um All the President's
Men og Julie.
—ÞJH
Miftvikiiriagur 7. júnt 1878
vtsra
Stuttu siöar kom
Jim aö kletta'
beltinu. „fariö á
undan ViÖ kom-
um þegar þiö
gefiö merki”
sagöi hann.
irmŒsrjsi
Helduröu aö þau séu Þaö er aö~|
minnsta kosti
Ég hélt aö þessi frlmerki
myndu endast i ár aö
minnsta kosti.
W r
JME-
>IJ
Hvaö er oröiö af öllum
Komdu elskan og segöu bless
viö Fred og Betty. i>au eru
hnin aö nakka niöur oc eru
— Ekki ef
(ég get komiö
f I veg fyrir)
þaö ~
—G