Vísir - 07.06.1978, Qupperneq 10
10
Miðvikudagur 7. júni 1978 VISIR
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davió Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson .
Ritstjórnarlulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8.
simar866lf og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Jlitstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur
í SÖMU VCRÐ-
BÓLGUSPORUM
Vinstri stjórnin kom á einhverri mestu
efnahagsringulreiö sem um getur í íslandssögunni.
Núverandi ríkisstjórn tók við um það bil 50% verðbólgu,
og eftir f jögurra ára puð stendur hún enn í sömu sporun-
um að þvi er varðar þessa mestu meinsemd
ef nahagslífsins. Og það er ekki bara ríkisstjórnin heldur
öll þjóðin, sem stendur í þessum verðbólgusporum.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að spyrna
við fæti, en þær hafa ekki borið tilætlaðan árangur.
Reynt hefur verið að draga úr f járfestingarkapphlaup-
inu, en þó ekki nægjanlega til þess að skapa svigrúm til
aukinnar einkaneyslu. Inn í þá mynd koma alvarleg
opinber f járfestingarmistök eins og Kraf la, sem reist er
með skammtima vörukaupavixlum.
AAarkverðasta tilraunin er gerð hefur verið til þess að
höggva að rótum verðbólgumeinsemdarinnar, er vaxta-
kerfisbreytingin, sem gerð var fyrir ári. En sem
einangruð aðgerð dugar hún skammt eins og komið er í
Ijós, og nú hefur rikisstjórnin nýlega hopað á hæli með
því að f resta vaxtahækkun sem að réttu lagi hefði átt að
koma til framkvæmda um síðustu mánaðamót.
Á Alþingi hef ur ekki verið meirihluti f yrir því aðhaldi í
opinberum framkvæmdum og þjónustu að unnt haf i ver-
ið að reka ríkissjóð án halla og koma í veg fyrir skulda-
söfnun hans í Seðlabankanum. Seðlabankinn hefur ekki
haft taumhald á peningamagninu í umferð og þannig
kynt undir verðbólgubálinu.
Rikisstjórnin hef ur f ylgt núll stef nu ef nahagsráðgjafa
vinstri stjórnarinnar. AAeð öllu hefur því verið útilokað
að skapa sjávarútvegi og fiskvinnslu þau rekstrarskil-
yrði að unnt hafi verið að nota Verðjöfnunarsjóð til
sveiflujöfnunar vegna verðbreytinga á erlendum
mörkuðum.
Verkalýðsforystan sýndi í byrjun valdatímabils
núverandi stjórnar nokkurn áhuga á launapólitík, er
samræmst gæti því markmiði að draga úr verðbólgu.
Þessi áhugi er úr sögunni. Verkalýðsforystan rekur nú
mjög harða verðbólgupólitík. AAarkmið hennar er að
koma á sjálfvirkri fjölgun verðlausra krónupeninga í
launaumslögunum.
Verkalýðsforystan hefur upp á síðkastið ekki sýnt
minnsta áhuga á launapólitík, sem leitt gæti til þess að
krónurnar ykjust að verðgildi. Það er þó eina leiðin til
þess að bæta lífskjör fólksins i landinu í raun og veru.
Hærri laun með verðlausum krónum eru einungis blekk-
ing.
Þannig er umhorfs í þjóðfélaginu þegar ganga á til
þingkosninga. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar tilraunir í þá
veru að draga úr verðbólgu hefur aldrei tekist að koma
fram samræmdum aðgerðum á öllum sviðum
efnahagslífsins í einu. Reynslan ætti þó að hafa sýnt
mönnum að tilraunir, sem gerðar eru á einstökum svið-
um, eru dæmdar til að mistakast.
Kjarni málsins er sá, að verðbólguhugsunarhátturinn
er sá sami og fyrir f jórum árum. Og einu gildir í því efni
hvort horft er inn í þingsali, til verkalýðsforystunnar,
inn á heimilin eða til fyrirtækjanna. Það eru allir í
kapphlaupi við að eyða peningunum áður en þeirra er
aflað.
I málflutningi forystumanna stjórnmálaflokkanna og
leiðtoga verkalýðsfélaganna hefur engin vísbending
komið fram um að veruleg breyting sé í vændum. Eins
og sakir standa er því ekki fyrirsjáanlegt að komandi
þingkosningar marki nokkur þáttaskil í þessum efnum.
Við stöndum enn í sömu verðbólgusporunum og enginn
sýnist hafa hug á að stef na í aðra átt.
Askriftargjald erkr. 2000 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 100 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
ÞJÓPVLJINW
OG SAMTÖKIN
Þjóðviljinn hefur blaða mest
haft horn I siöu Samtakanna allt
frá stofnun þeirra, aðallega þó
fyrir kosningar. Samtökin buðu
fyrst fram til þings vorið 1971,
og skrif Þjóðviljans um þaö
framboð eru ærið skopleg í ljósi
reynslunnar. Þjóðviljamenn
töldu framboð flokksins
dauðadæmd, og þegar ákveðiö
var (eftir nokkrar væringar i
Reykjavikurfélagi Sámtak-
anna), að Hannibal byði sig
fram á Vestfjörðum, var
Þjóðviljinn kampakátur og
sagði i' leiðara 11. mai: ,,Eftir
þessa atburöi eru framboð á
vegum Samtakanna fremur til
marks um tregðuiögmálið en
pólitiska dómgreind. Samtökin
eru viðs fjarri að geta nokkurs
staðarkomið manniað.”Og 19.
maí segir i leiðara að starfsemi
Hannibalista taki fram öllum
skáldskap: miðaðvið Samtökin
væri starfsemi Framboðs-
flokksins sösialrealistisk. 1
kosningadagsleiðara 13. jUni
segir ,,að framboð Hannibalista
hafi veriðhugsaðsem einskonar
baktrygging fyrir viðreisnar-
stjórnina....”
Ekki þarf að segja þessa sögu
frekar. Samtökin fengu 5 menn
kjörna felldu viðreisnarstjórn-
ina og sköpuðu grundvöll fyrir
vinstra samstarf. Það reyndist
því miður skammvinnt vegna
óheilinda nokkurra einstakl-
inga, sem notuðu Samtökin til
heimferðar i Alþýðuflokkinn.
Þing var þvi rofið og boðaö til
kosninga. Um þær mundir
gengu Möðruvallahreyfingin og
nokkrir einstaklingar úr
Samtökum jafnaðarmanna tíl
liðs við SFV, og þessir aðilar
buðu fram undir merkjum
F-listans um land allt. Og ekki
voru kveðjur Þjóðviljans
'----------v" \
Sölvi Sveinsson
kennari skrifar:
Samtökin telja
raunhæfa mögu-
I e i k a á
kjördæmakjöri
AAagnúsar Torfa
og uppbótarsæti
Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur,
sem yrði þá
fyrsta konan úr
verkalýðsstétt til
þessaðná kjöri til
alþingis.
vandaðar fremur en fyrri dag-
inn. I kosningaviðtali við
Magnús Kjartansson 19. júni
segir hann tvo tígulkónga vera í
Samtökunum, menntamálaráð-
herra og Karvel Pálmason, og
Ólafur Ragnar Grímsson hafi
bæstí hópinn.,, Eru vinstrimenn
•á tslandiekki búnir aölæra nóg:
er ástæða til að viðurkenna nýja
leikara i hlutverki þeirra
Hannibals Valdimarssonar og
Björns Jónssonar?” Nokkrum
dögum siðar er F-listafólki gefið
heitið „tætingslið” og Samtökin
eru sögð „galopin i báða enda”.
Þó er þess jafnframt getið, að
sumir þessara mann eigi sam-
leið með Alþýðubandalaginu.
Kosningadaginn 30. júni eru
vinstrimenn varaðir við að
kasta atkvæði sinu á glæ meö
þvi að sfyðja Samtökin. Þessi
áróður hreif aö nokkru marki,
þvi i kosningunum töpuðu Sam-
tökin þremur þingmönnum
fengu aðeins tvo kjörna.
Kosningar fara fram til
Alþingis eftir nokkrar vikur og
enn er Þjóðviljinn byrjaður
sama sönginn og telur nú vig-
stöðusina harla góða eftir stór-
sigur i borgarstjornarkosning-
unum. 1 Dagskrárgrein 1. júni
segir Reynir Ingibjartsson allt
benda til þess, ,,að þeir sem
kusu Samtökin 1974 hafi kosið
Alþýðubandalag og Alþýðuflokk
núna. Þvi skyldu þeir ekki gera
það í alþingiskosningunum
lika?... Hér má fólk ekki láta
persónulega velviid til Magnús-
ar Torfa villa sérsýn. Samtökin
voru i reynd dauð 1974 og bjóða
nú fram af þráhyggju einni
santan.” Þvi er til að svara, að
Samtakamenn hafa engan
áhuga á að kjósa Vilmund
Gylfason á þing, telja það ekki i
þágu jafnaðar- og samvinnu-
hugsjónarinnar. Og þótt
Alþýðubandalagið sé ótvirætt
stærstí vinstriflokkurinn, er það
enn sem komið er ekki „ótvirætt
einingarafl til vinstri”. Alþýðu-
Raddir úr
niflheimi
Alexander Solzhenitsyn (ed)
,,From under the Rubble”, Font-
ana/ColIins 1976, 308 bls.
Flokkaskipting andófs-
mannanna
Skoðanir mannanna eru jafn-
margar þeim. Hver maður er
sinnar gerðar, hann er ein-
staklingur. Af þessari staðreynd
vita þeir einlyndu skipulags-
hyggjumenn ekki, sem vilja
þrælaskorða mannlifið. Og vegna
þessarar staðreyndar er ekki við
þvi að búast að andófsmennirnir i
austri — sem eru að
minu viti merkilegustu menn
þessa andlausa timabils — séu á
einu máli um annað en andófið.
Þeim má til hægðarauka skipta i
þrjá flokka: t einum flokk eru
þeir, sem kenna sig við Marx, en
gagnrýna Kremlverja fyrir að
framkvæma ekki kenningu hans.
Þeir hafna vestrænu lýðræðis-
skipulagi án þess að velja aust-
rænt alræðisskipulag, þá dreymir
um „mannúölegt sameignar-
skipulag”. thonumerumenn eins
og Medvedeff-bræðurnir. Kenn-
ing þeirra er órökrétt að mínum
dómi, því að sameignarskipu-
lagið getur ekki farið saman við
mannúð. t öðrum flokk eru þeir
sem hafna alræðisskipulaginu, en
velja vestrænt lýðræðisskipulag
eru raunsæir umbótamenn. i hon-
Gengið á reka
í Hannes Hólmsteinn 1
^Gissurarson skrifar: J
V r ” *
um er maður eins og kjarneðlis-
fræðingurinn og Nóbelsverð-
launahafinn Andrei Shakaroff
sem fórnaði forréttindum, sem
hann naut með „hinni nýju stétt”
samvizku sinnar vegna.
Iþriöja flokknum eru þeir sem
hafna bæði vestrænu lýðræðis-
skipulagi og austrænu alræðis-
skipulagi en velja þjóðlega,
kristílega ihaldsstefnu aö rúss-
neskum sið. t honum er maður
eins og rithöfundurinn og Nóbels-
verðlaunahafinn Alexander
Solsjenitsyn. Og það er til marks
um samfellda sögu Rússlands
hins mikla um lögmál þess þjóð-
lifs sem til varð á mörgum öldum
á sléttunum austan Norðurálfu
(Evrópu), að ágreiningi hinna
frjálslyndu og hinna ihaldssömu
andófsmanna nútimans svipar til
ágreinings umbótamanna og
þjóðernissinna á nitjándu öldinni.
Eftir tómið sem kúgunarstjórn
Lenins og Stalins skildi eftír sig,
skiptast menn i sömu flokkana
um sama efnið: afstöðuna til
vestræns skipulags. Aaö taka það
til fyrirmyndar eða ekki?
Arið 1976 kom út bók á ensku
eftir Solsjenitsyn og nokkra aðra
Rússa Raddir úr niflheinii
(„From under the Rubble”) safn
ritgerða um vanda rússnesku
þjóðarinnar, allrasaminnai anda
þessarar kristilegu þjóðlegu
ihaldsstefnu þótt skoðanamunur
sé auðvitað á höfundunum. Til-
efni til bókarútkomunnar er þaö
að brestir eru i alræðisbákninu,
austræna. Hvenær fellur það?
Fyrir nitján hundruð áttatiu og
fjögur, svaraði stærðfræðingur-
inn Andrei Amalrik i' bók sinni
Vcrða Ráðstjórnarrikin til árið
nitján hundruð áttatiu og fjögur?
(„WiU the Soviet Union Survive
until 1984?”) Bókarhöfundarnir
svara þessari spurningu reyndar