Vísir - 12.06.1978, Page 2
2
Mánudagur 12. júní 1978 VISIR
Bilió miiii Marx
og Mili styttra
en margir haida"
— raettt við Ólaff Rognar Grímsson um ritið
„Frjálshyggja og alrœðishyggja"
„Það er bæði þakkar- og
virðingarvert að Ólafur skuli
hafa sett saman þessa bók. Og
það skipar honum i sérflokk
meðal islenskra stjórnmála-
mannaog fræðimanna. tJtkoma
bókarinnar er timamótavið-
burður vegna þess að þaö er
sjaldgæft að út komi bækur sem
stuölaðgeta að alvarlegri heim-
spekilegri uinræðu,” sagði Ólaf-
ur Kagnar Grimsson prófessor,
er rætt var við hann um útkomu
bókarinnar „rjálshyggja og ein-
staklingshyggja” eftir ólaf
Björnsson prófessor.
Ertu ánægður með
bókina sem slika?
Þaö eru einkum tvær athuga-
semdir sem ég vil gera við bók-
ina. I fyrsta lagi tekur hún fyrst
og fremst til meöferðar vanda-
mál sem voru á dagskrá fyrir
30-40 árum. Ólafur skilgreinir
andstæðurnar á þeim grund-
velli. I öðru lagi tel ég aö
.uppsetning og samanburður á
andstæöum sé rangur.
Telurðu þá að bókin
geymi fyrst og fremst
sögulegan fróðleik?
Rauöi þráöurinn i bókinni er
þaö að Ólafur ber saman hag-
kerfi einstaklinga og rikiskerfi
grundvallað á allsherjar þjóö-
nýtingu. Hann ræðir mjög litið
meginþróunareinkennið á hag-
kerfum iðnrikja siöustu áratug-
ina. Hvort sem þau eru byggö á
kapitaliskrihugmyndafræði eöa
sósialiskri. Einkenni þetta er til
dæmis gifurlegur vöxtur stofn-
anavalds á öllum sviðum
framleiöslu hagstjórnar og
stjórnsýslu. Max Weber, sem
Ólafur fjallar að nokkru um,
taldi aö þessi stofnanauppbygg-
ing, — þróun regluveldanna
(bureaucracy) væri i senn höf-
uðeinkenni og meginvandi 20.
aldar. bróunin felst i þvi að æ
stærri hluti hins þjóöfélagslega
valds færist i hendur atvinnu-
stjórnenda sem reka fyrirtæki i
framleiðslugreinum, stjórn-
sýslu og þjónustustarfsemi
rikisins.
A siöustu 20 árum hefur þess-
arar þróunar farið aö gæta að
marki á íslandi. Má i þessu
sambandi minna á, að i frétt af
ráöstefnu Stjórnunarfélags
Islands um framtiðarþróun var
aðalfyrirsögnin i einu dag-
blaðanna „Stétt atvinnustjórn-
endakomin upp á Islandi: Einn
helsti vandi Islands er forræði
þessarar atvinnustjórnenda yfir
framleiöslu og rikisvaldi. Og
kjörnir fulltrúar fólksins, hvort
heldur kjósendur i alþingiskosn-
ingar eða hluthafar i
hinum
flókna
stjóra
ins i
landa.
þess i
Dr. ólafur Ragnar Grímsson er ekki sammála ólafi Björnssyni um hverjir
séu hinir raunverulegu valdhafar í nútímasamfélagi.
framleiðslufyrirtækjum eða
félagar i sveitarfélagi, ráöa i
raun mjög litlu.
í»ú ert þá ekki
sammála ólafi
varðandi valkosti nú-
tímasamfélags?
Valið stendur i raun ekki á
milli hagkverfis einstaklinga
eða þjóðnýtingar heldur milli
forræöis fólksins á öllum
sviðum þjóðfélagsins og hins
vegar forstjóraveldis i
framleiðslu og stjórnsýslu.
Þótt Ólafi Björnssyni sé aö
nokkru ljós þessi vandi, þá f jall-
ar hann mjög litið um hann. I
stað þess ber hann saman kenn-
ingar frjálshyggjumanna og
þjóöskipulagið i Sovétrikjunum.
Hann viðurkennir hins vegar að
kenningar Marx um rikisvaldið
séu i raun og veru i andstöðu við
stjórnkerfiSovétrikjanna. Marx
hafi boðað afnám rikisvalds og
frjálst samfélag manna, þar
sem framleiðslan væri á sam-
vinnugrundvelli.
Þú ert óánægður með
það hvernig ólafur
stillir upp annars vegar
frjálshyggju og hins
vegar alræðishyggju:
Þessi túlkun á Marx sem
ég vék að hér að framan er
miklu réttari en rikisrétttrún-
aðurinn sem iðkaður er f Sovét-
rikjunum en fellur ekki að ætlun
höfundar. Þess vegna hafnar
hann þvi að byggja saman-
burðinn á ritverkum Marx. Hins
vegar tekur hann hugmynda-
fræðileg ritverk frjálshyggju-
manna eins og Hayek og notar
þau til samanburðar. Kannski
er ástæðan sú aö i raun og veru
er ekki til neitt stjórn- eða hag-
kerfi sem samræmist kenning-
um Hayeks. Hér fellur Ólafur
og reyndarfleiri i þá gryfju sem
þeir álasa öðrum fyrir, þ.e. aö
gerast „bókstafstrúarmenn og
túlka frjálshyggjuna út frá
„guðspjöllunum” i stað þess að
skoða raunveruleikann i hag-
kerfi Vesturlanda. Athugun á
þeim raunveruleika sýnir, að
það eru ekki einstaklingar sem
ráöa framþróun eöa markmiös-
setningu heldur eru það félags-
einingar eins og fyrirtæki,aðal-
lega stórfyrirtæki og hags-
munasamtök af ýmsu tagi.
Sá samanburður sem
þú vilt að ólafur hefði
gert myndi væntanlega
hafa gerbreytt bók-
inni?
Ef Ólafur heföi byggt bók sina
á raunhæfum samanburði hefði
hún annað hvort fjallaö um
samanburð á ólíkum hagkerf-
um, sem til eru i raunveruleik-
anum eða umræöum um ritverk
hugmyndafræðingaá borð við
Marx og Hayek.
Hverja telurðu
ástæðuna fyrir þvi að
Ólafur hagar saman-
burðinum á þennan
hátt?
Liklegasta skýringin er sú, að
ýmsir fylgjendur frjálshyggj-
unnar og markaðskerfisins hafa
á síðustu árum haft tilhneigingu
til að flýja frá greiningu á
miskunnarlausa og
veruleika for-
og embættisvalds-
hagkerfum Vestur-
Þeir hafa búið sér
stað til draumsýn um
markaðskerfi einstaklinga, sem
þeir álita að sé veruleikinn en er
hins vegar hvergi að finna nema
i fræðibókum. Þessi flótti er að
minum dómi alvarlegasta
pólitiska og fræðilega skyssa
sem boðendur frjálshyggjunnar
gera á okkar dögum.
A hinn bóginn veröur það að
teljast helsta aðalsmerki sósial-
iskrar umræðu á siðasta áratug
aðhafatekið rikis- og forstjóra-
valdið í framleiðslu til misk-
unnarlausrar gagnrýni. Og leit-
aö hefur verið nýrra leiða til að
tryggja raunverulegt pólitiskt,
efnahagslegt og menningarlegt
frelsi einstaklinga. Skapa sam-
félag þar sem allir eru jafnrétt-
háir en enginn herra yfir hinum,
hvorki i krafti auðs né valda-
stöðu.
Hvernig telurðu að
hægt sé að sporna við
skrifræðinu?
Fr j álshygg jum enn og
sósialistará tslandi eigaað taka
höndum saman i umræðum og
greiningu á þvi vaxandi stofn-
anaveldi, bæði i framleiöslu og
stjórnsýslu, sem er að minum
dómi að verða eitt stærsta
vandamál islensks samfélags.
Þá kunna menn að komast að
raun um það að bilið milli Marx
og Mill er styttra en margir
hafa haldið.
Ólafur telur að hugtök-
in hægri og vinstri séu
gersamlega úrelt. Ertu
sammála þvi?
Nei, þaö er ég ekki. Hugtökin
hægri og vinstri eru merkimiðar
á ákveðnum stefnum. Á siðari
áratugum hafa þau veriö notuð
til að aðgreina ólikar áherslur á
þátt rikisins og samfélagslegum
stefnum i hagstjórnar- og
framleiðslumálum. Hitt er
nauðsynlegt að hafa i huga, að
margir aörir þættir en skoðanir
á efnahagsmálum skipta fólki i
stjórnmálaflokka, svo sem trú-
mál, afstaða til utanrikismála
og i reynd er skiptingin i hægri
og vinstri i efnahagslegri merk-
ingu þeirra orða aðeins ein af
ýmsum átakalinum i stjórn-
kerfinu. Það er þvi rétt hjá Ólafi
að örlög þessara hugtaka eins
og margra annarra, t.d.
lýðræðis,hafa orðið þau aö vera
ofnotuð og misnotuð i almennri
umræðu. Þrátt fyrir slika galla
geta þau enn haft sitt gildi, eða
hver vill hætta að nota lýöræöis-
hugtakið þótt það hafi óljósa
merkingu?
—BA—