Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1978, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 12. júnl 1978 VISIR Dubliners fíuttu 4 log af plötum okkar — segir Ellert Borgar Þorvaldsson „Þetta voru mjög skemmtilegir hljóm- leikar, enda fluttu þeir fjögur lög af plötum okkar”, sagði Ellert Borgar Þorvaldsson i Randver, þegar Visir ræddi við hann um Dubliners hljómleik- ana. „Maður hafði það á tilfinning- unni þarna í Laugardalshöll aö þaðhefði veriðalgjör vitleysa af okkur að yfirgefa Dubliners-lín- una, sem var rikjandi á fyrstu plötu okkar. Það var óskap- lega þægilegt að hluta á tónlist þeirra”. Ellert sagði, að það eina sem skyggt hefði á gleðina.hefði ver- ið slæmur hljómburður, og það væri miður gott á svona hljóm- leikum að trufla listamennina með væli og öðrum óæskilegum hljóðum. „Éghef nú séð þá i sjónvarpi oghlustaðmikiðá plötur þeirra, svo ég vissi nokkurn veginn að hver ju ég gekk. En ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þetta var mjög gaman. Að vísu datt stemmningin niður á stundum Helgi Pétursson Ellert Borgar Þorvaldsson og kannski fyrst og fremst þeg- ar þeir léku bara á hljóðfærin. Það er eins og margir haldi að það sé bara tónlist sem sungin er, Dubliners þekkja margir af drykkjusöngvum og hressileg- um tilþrifum i söng, svo þar er skýringuna kannski að finna.” Ellert sagði að Dubliners hefðu eingöngu haldið sig við lög af heimaslóðum, frá Irlandi, Bretlandi og Shetlands-eyjum og gert þeim frábær skil. Hann benti á að það færi ekki milli mála að þrir þeirra væru af- burða hl jóðfæraleikarar. „Margir textanna eru ortir und- ir rós, eins og þeir bentu litillega á, og segja meira en sýnist svoan af orðanna hljóðan. Oft skemmtileg tviræðni”, sagði Ellert. „Dubliners virkuðu afslapp- aðir þótt stemmningin færi svo- litið i bylgjum. Þetta eru auðsjáanlega þrælsviðsvan- ir náungar”, sagði hann að lok- um. —Gsal. ,Einstakt að sjá alla taka undir í lögunum' — segir Helgi Pétursson „Sem gömul þjóð- lagahetja hef ég hlust- að á þessa gæja I f jölda - ■ ■ KOMIÐ OG SKOÐIÐ Hringió eöa skrifiö eftir myndalista ára, en að sjá þá á sviði friskaði upp á þá mynd, sem maður hefði gert sér af þeim”, sagði Helgi Pétursson i Rió, þegar við inntum hann álits á hljómleik- um Dubliners. „Það kom mér á óvart”, sagði Helgi, „hvað flutningur þeirra er i raun og veru vandaður. Hér fyrr á árum þegar við vorum að leika lög . þeirra, var iðulega bætt við bassa og fleiri hljóðfær- um til fyllingar—enégsénúað þetta hefur verið reginmisskiln- ingur hjá okkur”. Helgi kvað hinn nýja liösmann Dubliners hafa sett ferskan svip á hljómsveitina og benti á að hinir væru eðlilega orðnirnokkuð slitnir eftir sextán ára samstarf. „Ég var lika hissa á þvi hverslu góðir hljóö- færaleikarar þetta eru, einkum þó fiöluleikarinn og banjóleik- arinn.” „Það kom mér ennfremur mjög á óvart hvað þeim tókst auðveldlega að fá áheyrendur til þess að taka undir í lögunum. Ég hef ekki vanist þessu og það tók t.d. Rió langan tima til þess að fá áheyrendur til að syngja. En áheyrendur kunnu greini- lega vel að meta Dubliners og að sjá fólk á öllum aldri syngjandi i Laugardalshöll, — það er einstakt.” Helgi Pétursson sagði, að þau atriði Listahátiðar sem miðuð væru við það að heilu fjölskyld- urnar gætu farið saman á, gæfu besta raun. „Það hefur of mikið verið miöað við óskir litilla þrýstihópa og fengnir heims- frægir menn til að leika listir sinar fyrir hálftómum húsum. En húsin fyllast þegar menn eins og Dubliners koma, sem höfða til allra og gera griðar- lega lukku”, sagði Helgi að lok- um. —Gsal. SKEIFUNNI 8 REYKJAVÍK SÍMAR: 335 90 & 3 5110 Hvað ffannst íslenskum þjóðlaga- mönnum um Dubliners-hljómleikana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.