Vísir - 15.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 15.06.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. júni 1978 félk Dýrlingurinn flýr skattona Það er víðar en á Is- landi sem menn bera sig illa yfir sköttunum. I Englandi flytur fólk af landi brott i löngum bunum vegna skattpín- ingar. Aðallega eru það þó kvikmyndaleik- arar og popphljóm- listarmenn sem hafa yfirgefið föðurlandi sitt. Einn þeirra leikara sem eru i þann veginn að flytja búferlum er Roger Moore sem frægur varð fyrir leik sinn í myndaflokknum um Dýrlinginn og hefur einnig leikið James Bond. Hann segist vera að gefast upp á að borga 87% tekna sinna í skatt og ætlar að stinga af til Kaliforníu. Og lái hon- um hver sem vill. —SE. John Wayne hættir John Wayne, sem I mörg ár var ein skær- asta stjarnan jjeirra I Hollywood, þráaðist lengi vel við að hætta að leika í kvikmyndurr\ þrátt fyrir háan aldur. Nú er leikarinn gamli hins vegar far- inn að þreytast nokkuð og vafi er á að hann eigi nokkurn tíma eftir að koma fram á hvita tjaldinu aftur. Wayne var lagður inn á sjúkrahús I Massachusetts til hjartarannsóknar. Læknar hans hafa ekk- ert viljað tjá sig um ástand hans en að sögn vina hans er viðburða- rikum leikferli hans að öllum llkindum lokið. SE. M Ó R I [7 ólafur Ragnar var"y lalltaf aö veifa einhverr' bók i siónvarpinu og sagöi aöihenniværu / Nema hvaö! \ elduröu aöMao /Nú, bara þaö, aö „Islenskuri sósialismi” er búinn aö / eignast sitt Rauöa kver J Bob Hope enn á fleygiferð Aðdáendur leikarans Bobs Hope geta andað rólega enn um sinn þvi kempan gamla hefur ekkert i hyggju að draga sig í hlé á næst- unni. Hann er ákveðinn i að halda áfram að skemmta meðan hann tórir. Hann segir að það sem haldi í sér líf- inu sé hlátur áhorf- enda. Það er því eins gott að fólk haldi áfram að hlæja. Bob er sannfærður um að ef hann hætti að koma fram sem skemmtikraftur þá geti níu sálfræðingar fengið nóg að gera bara við það að sál- greina hann. Hann sé svo margbreytilegur. Og hann geti alls ekki slappað af. Bob sagði að læknar hefðu einu sinni rekið sig til sjós, en hann hefði fljótlega gefist upp af því að vonlaust var að fá f iskana til að klappa að bröndurum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.