Vísir - 15.06.1978, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 15. júni 1978
17
1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosn
JALFS TÆDISMA NNINN ?
sjávar siftan og flestir viömæl-
enda Visis i kjördæminu töldu
aö staðan væri allt önnur nú aö
loknum sveitarstjórnarkosning-
unum.
Eiður öruggur inn?
Margir voru þess fullvissir að
Eiður væri öruggur inn sem
kjördæ m ak jörinn á kostnað
annars manns Sjálfstæðis-
flokksins.
En inn i þá baráttu gæti þö
annar maður Framsóknar-
flokksins dregist og flækt mynd-
ina töluvert.
Þetta stafar af þvi að sé litið
til úrslita sveitarstjórna-
kosninganna töpuðu Fram-
sóknarmenn t.d. miklu fylgi á
Akranesi.
Sjálfstæðismenn töpuðu einn-
ig fylgi á nokkrum stöðum en
bættu hins vegar stöðu sma á
Snæfellsnesr til dæmis.
Forskot Framsóknarmanna i
sveitunum er þó almennt talið
svo mikið að dugi þeim tii að
lialda sinu.
Alþyðubandalagið virðist og i
sókn i kjördæm inu ef ráða má af
s veitarstjórnarkosningunum.
Þeirra þingsæti virðist þviekki
■ hættu.
Alþýðubandalagið hefur lagt
mikla áhersluá bændafylgið og
haldið fjölmenna fundi um mál-
efni bænda i vetur. Sagt er að
það geri sér jafnvcl vonir um
annað þingsæti kjördæmisins og
að fá uppbótarsæti.
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna bjóða nú fram i
þriðja skiptið. Fyrst buðu þau
fram 1971 og fengu 9% atkvæða
fylgi þeirra hrapaði niður i 3.5%
1974 og fæstir búast við mikilii
fylgisaukningu hjá þeim núna.
Hjá Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna cr Guðrún
Lára Asgeirsdóttir i fyrsta sæti i
stað Haraldar Ilenrýsonar sem
var þar siðast.
Jónas Arnason er efsti maður
á lista Alþýðuhandalagsins.
Akranes er stærsti kaupstaður i Vesturlandskjördæmi.
bjóðenda Alþýðubanda-
lagsins, hvar sem við er-
um i framboði, sé það að
skapa grundvöll fyrir
breytta stjórnarstefnu.
Það er frumskylda okk-
ar að sjá til þess að ó-
sigurstjómarflokkanna i
þingkosningunum verði
ekki minni, og helst
meiri en i sveitar-
stjórnarkosningunum”.
Þannig komst Jónas Arnason
að orði, en hann skipar fyrsta
sætið á lista Alþýðubandalagsins.
Jónas sagði einnig að kjósendur
mættu ekki slaka á frá sveitar-
stjórnarkosningunum. Þá gæti sú
hætta skapast að áframhald yrði
á setu „einhverrar óvinsælustu
rikisstjórnar sem setið hefði að
völdum”, eins og Jónas komst að
orði.
,,t einu stórmáli,sem vissulega
snertir þetta kjördæmi meira en
önnur kjördæmi”, sagði Jónas:
„höfum við Alþýðubandalags-
menn algera sérstöðu. Það er i
Grundartangamálinu.
Við Alþýðubandalagsmenn á
Vesturlandi höfum, alveg frá þvi
aðathuganirhófust á þvi að reisa
járnblendiverksmiðju, barist ein-
Jónas Arnason
arðlega gegn þessu máli og við
höldum þvi áfram. Stjórnarflokk-
arnir og Alþýðuflokkurinn hafa
tekið fulla ábyrgð á Grundar-
tangamálinu sem er eitt argasta
hneyksli fslenskrar stjórnmála-
sögu.
Barátta okkar i þessu máli
beinist ekki eingöngu að þvi fjár-
málahneyksli sem þetta er. HUn
sprettur og af þeirri mannlifs-
röskun sem við sjáum fram á, að
ekki sé talað um mengunina”.
Um máiefni kjördæmisins til-
tók Jónas þaðaðvegakerfið væri i
megnasta ólestri. Leysa þyrfti Ur
hUsnæðisvanda skólanna, og bæta
dreifikerfi rafmagnsins. Þá þyrfti
að reisa feitfiskimjölsverksmiðju
á Snæfellsnesi.
„Þá hefur ihaldsstjórnin ekki
sinnt vandamálum landbUnaðar-
ins. HUn er fjandsamleg bændum
eins og raunar öllu launafólki”,
sagði Jónas.
Um baráttuna sagði Jónas:
„Það er ekki hugmyndin á þess-
um framboðsfundum að einn til-
tekinn maður sé með allar stóru
ræðurnar. Til þeirrar baráttu
verður að kveðja sem flesta af
framboðslistanum.
Arangur sé sem vinnst i þessun
kosningum byggist á framlagi
hinna fjölmörgu virku einstakl-
inga Alþýðubandalagsins i þessu
kjördæmi. Þeir eru virkir i þvi
öllum stundum að boða stefnuna
og hafa áhrif á fólk.
„Ræður geta verið góðar”,
sagði Jónas: ,,og góðar ræður
náttUrulega betri en vondar ræð-
ur. Menn geta lika skrifað góðar
greinar i' blöö. En þetta framlag
einstaklinganna er það sem
mestu máli skiptir”.
„Menn hafa miklu oftar farið
flatt i pólitik á of mikilli bjartsýni
heldur en svartsýni”, sagði Jónas
um stöðuna: „Maður á ekki aö
ganga að neinu gefnu i þessum
efnum.
—H.L.
Það gerist auðvitað á kostnað
hihna flokkanna en ég læt ósagt
um það hver það verður. Um það
snýst baráttan og við stefnum
hiklaust að þvi að ná þvi tak-
marki.”
Eiður vildi hinsvegar ekkert tjá
sig um stjórnarsamvinnu flokka
aðloknum kosningum. Framtiðin
yrði að leiða það i ljós.
—H.L.
„Höfuð-
verkefnið
Eiður Guðnason
lista Alþýðuflokksins i
Vesturlandskjördæmi.
Um innanhéraðsmálin sagði
Eiður að þótt kjördæmið hefði
haft samgöngu- og simamála-
ráðherra undanfarin fjögur ár
hefðu einmitt þau mál verið van-
rækt.
er breytt
stjórnar-
stefna#/
— segir Jönas
Arnason
„Þó að BorgarfjarðarbrUin sé
auðvitað nauðsynleg fram-
kvæmd,” sagði Eiður, ,,þá á hUn
ekki að vera á kostnað allra ann-
arra samgöngumála i héraðinu,
vegna þess að hún er hluti af þjóð-
vegakerfi landsins og þjónar þvi
öllum landsmönnum. HUn er ekk-
ert innanhéraðsmál.
,,Ég lit svo á að höfuð
verkefni okkar fram
Simamálin eru i slikum ólestri
að Ur Reykjavik er gjörsamlega
vonlaust að ætla sér að hringja í
sjálfvirka simann vestur á Hellis-
sand, svo aðdæmi sé tekið. NU, og
hér vestur á Snæfellsnesi tekur
það fólk kannski á annan klukku-
tima að ná sambandi suður. til
Reykjavikur. Þaö er augljóst að
þetta gengur ekki.
Þá er pottur brotinn i raf-
magnsmálum viöa. einkum á
Snæfellsnesi”.
Um tilhögun kosningabarátt-
unnar hjá þeim Alþýöuflokks-
mönnum á Vesturlandi, sagði
Eiður:
„Við höfum haldið fundi vitt og
breitt um kjördæmið og hafa þeir
verið vel sóttir. 1 þessari viku
hefjast siðan sameiginlegir fram-
boðsfundir og sjálfur er ég hér á
ferðinni og reyni að hitta sem
flesta. Það er heillavænlegasta
starfsaðferðin”.
Um möguleika framboðsins
sagði hann: „Við erum svona hóf-
lega bjartsýnir. Alþýðuflokkurinn
vann verulega á i sveitar-
stjórnarkosningunum. Við stefn-
um að þvi að halda þeirri stöðu og
bæta við hana.
Okkar barátta snýst um það,
hélt Eiður áfram, „að fá kjör-
dæmakjörinn mann. Hiklaust.
G-listi
1. Jónas Arnason
2. Skúli Alexandersson
3. Bjarnfriður Leósdóttir
4. Guðmundur Þorsteinsson
5. Kristján Sigurösson
A-listi
1. Eiöur Guðnason
2. Bragi Nielsson
3. Gunnar Már Kristófersson
4. Rannveig Edda llálfdánar-
dóttir
5. Skirnir Garöarsson
F-listi
1. Guðrún Lára Asgeirsdóttir
2. Hermann Jóhannesson
3. Herdis ólafsdóttir
4. Kristin Bjarnadóttir
5. Garöar Halldórsson
D-listi
1. Friðjón Þóröarson
2. Jósef H. Þorgeirsson
3. Valdimar Indriðason
4. óðinn Sigþórsson
5. Anton Ottesen
B-listi
1. Halldór E. Sigurðsson
2. Alexander Stefánsson
3. Dagbjört Höskuldsdóttir'
4. Steinþór Þorsteinsson
5. Jón Sveinsson
1978 - Alþingiskosníngar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningarnar 1978 - Alþingis
ingar 1978 - Alþingiskosningar 1978 ■ Alþingiskosningarnor 1978 ^ Alþingiskosningarnar 1978 - Alþingiskosningarnae 1978 - Alþingiskosnin