Vísir - 15.06.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1978, Blaðsíða 6
( Fimmtudagur 15. júni 1978 VISIR ——i ;m | ■ —— Umsjón: Katrin Pálsdóttir OPEC-rikin: HÆKKA ÞAU OIÍUNA Á NÆSTA ÁRI? — fundað um olíuverð í Genf Oliumálaráðherrar OPEC-ríkjanna funda í Genf í Sviss á laugardag og sunnudag. Áfundinum verður fjallað um oliu- verð, en mörg ríki hafa látið það í Ijósi að þau vilji hækka verð á oliu. Einnig hefur verið rætt um að taka upp annan gjaldmiðil en dollara, þegar verðið er ákveðið. Stafar þetta af slæmri stöðu dollarans undan- f a r i ð* Saudi-Arabía og iran eiga helming allrar olíunnar Ýmsar getgátur hafa verið fram settar um þær ákvarðanir sem teknar veröa á fundinum i Genf. Þar koma saman alls 13 fulltrúar frá oliuútflutningsrikj- um. Talið er að Saudi-Arabía og Iran vilji halda verðinu óbreyttu og halda áfram i dollarann þeg- ar verðiö er ákveðið. Þessi tvö riki eiga heiming allarar oliunn- ar sem kemur frá OPEC-rikjun- um. Þvi eru atkvæði þeirra þung á metunum. Utanrikisráðherra Saudi- Arabiu, Saud Al-Faisal prins, lét hafa það eftir sér i Paris fyrir nokkru að hann áliti ekki grundvöll fyrir hækkuðu olíu- verði eins og sakir standa. Hann telur að ekki sé hægt að selja oliuna á hærra verði en 12.70 dollara hverja tunnu, eins og framboðið er nú. Það kveður við annan tón hjá Yamani oliumálaráöherra Saudi-Arabíu. Hann sagði ný- lega að OPEC-rikin yröu aö koma sér saman um verðiö og ef meirihlutinn væri hlynntur hækkun, þá yrði aö taka tillit til þess. Yamani hafði lýst þvi yfir fyrr á þessu ári að enginn grundvöllur væri fyrir hækkun oliuverös næstu tvö árin en nú hefur hann skipt um skoðun. Hann telur veröhækkun vel koma til greina. Olíuskortur fyrirsjáan- legur Þrátt fyrir þær yfirlýsingar sem Yamani oliumálaráöherra Saudi-Arabiu hefur gefið telja menn að riki hans muni ekki beita sér fyrir hækkun oliuverðs á þessu ári. Hvaö svo sem verð- ur 4 árinu 1979. Vegna þess hve framboö hef- ur veriö mikið á oliu undanfarið er talið liklegt að OPEC-rikin tali sig saman og dragi úr út- flutningi sinum. Það hefur þeg- ar sýnt sig aö frá áramótum hafa OPEC-rikin ekki sent eins mikiö á markaðinn og á sama tima i fyrra. Taliö er aö löndin hafi dregið saman útflutning sinn um 3.4 milljónir tunna á dag fyrsta ársfjóröung þessa árs. Nú hefur Iðnþróunarstofnun íslands gefið út islenskan staðal um afköst og efnisgœði stólofna IST 69. 1/ISO 40HMOUNM«TOrMINÍI WtAHO* ;1 Hf. Ofnasmiðjunni er það sönn ónœgja að tilkynna viðskiptavinum sínum að ALLIR ofnar sem framleiddir eru hjó verksmiðjunni uppfylla ströngustu kröfur um gœði og VARMAAFKÖST Húsbyggjandi áður en þú kapir ofna í húsið kannaðu hvort ofnarnir uppfylla kröfur IST 69 .1/ISO það skilar sér síðar í lœgri hitakostnaði, og mundu „merkið sem |f§l trY99*»* gœðin" Leitaðu tilboða hjá okkur og láttu verðið koma þér þœgilega á óvart. HF. OFNASMIÐJAN Háteigsveg 7 - Reykjavík — Simi 21220 w Gert er ráð fyrir þvi að eftir- spurnin eftir OPEC-oliu verði um 42-48 milljónir tunna á dag árið 1985, en á siöasta ári sendu OPEC-rikin 31,5 milljónir tunna á markaðinn daglega. Talið er að oliuútflutningsrikin muni ekki senda miklu meira magn af oliu á markaðinn árið 1985 en þau gera nú. Þvi verður greini- lega oliuskortur, ef ekki verður framboð frá öðrum löndum. Þessi þróum mála verður til þess að oliuverð fer hækkandi með hverju árinu. Líkleg hækkun á næsta ári Yamani oliumálaráöherra Saudi-Arabiu hefur gefið i skyn að framboðið á oliunni myndi þegar á árinu 1980 minnka tölu- vert. Þvi þurfi að hækka verðið á næsta ári til þess aö komast hjá þvi að það myndi hækka margfalt, eins og gerðist árið 1973 þegar oliuverð fimmfald- aðist. 1 viðtali við blaðið Chicago Tribune sagði Shahinn af Iran að hann hefði ekki i huga að beita sér fyrir hækkun oliuverðs á þessu ári, en ekki væri búiö að ákveða hvort hækkun yröi á þvi næsta. Talið er að mörg riki innan OPEC muni beita sér fyrir þvi að oliuverð veröi hækkaö á þessu ári. Þaö eru Alsir, Lýbia og írak sem hafa lýst þvi yfir aö að þau vilji hækka veröiö þegar i stað. Þessi riki halda þvi fram að ef oliuverð verði áfram mið- að við dollara haldi þau áfram að tapa stórum upphæöum vegna slæmrar stöðu banda- riska gjaldmiðilsins. Tap þeirra segja þau að hafi numiö um 15 prósentum af útflutningsverð- mæti á siðasta ári. Þessi riki munu ekki gefa neitt eftir á fundinum i Genf og ekki er vitaö hve langt þau komast, eöa hvort Iran og Saudi-Arabia verða að láta undan þrýstingi. Talsmaður traks hefur ráðist harkalega að stóru oliufram- leiðslurikjunum og sagt að þau stuöli að þvi að þjóðunum sé mismunaö. Hann sagði aö doll- arinn heföi falliö um þriðjung á siöustu árum og þvi væri oliu- verö þriöjungi lægra nú en það var árið 1973 eftir hækkunina. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.