Vísir - 23.06.1978, Síða 7

Vísir - 23.06.1978, Síða 7
7 ,,Mig hryllir viö þeirri tilhugsun þegar Geir mætir i umræftur grænn eins og Kermit, Ólafur bleikur eins og Piggy, Lúftvik fjólublár eins og Gunnsi, Benedikt brúnn eins og Fossi björn og Magnús Torfi eins og sænski kokkurinn,” segir bréfritari. Geir grœnn nœst? Þórarinn Hafsteinsson skrifar: Þaö er svosum skiljanlegt aö litleysi fslenskra stjórnmála- manna hafi ekki fariö framhjá starfsfólki föröunardeildar sjónvarpsins, frekar en öörum ■ landsmönnum. En er þaö ekki frekleg ósvifni að bæta þá bara við bleikum lit i faröann, eins og gert var i sjónvarpsumræöun- um á miövikudagskvöldið siö- asta? Þaö var sama hvernig ég sneri tökkunum á tækinu minu, þarna sátu þeir og rifust, hver öðrum bleikari. Fyrst taldi ég auðvitað aö eitthvaö heföi mis- farist i stillingu en þegar liöa tók á, sá ég aö litirnir í kringum Geir, ólaf, Lúövik, Magnús og Benedikt voru eins og þeir áttu að sér. Það var einkum Ólafur sem varö fyrir barðinu á þess- um prakkaraskap — þó ekki verði hann sakaöur um litleysi. Hann var fagurbleikur i framan. Ég vil benda förðunardeild- inni á aö hætta sér lengra útá þessa braut. Stjórnmálaum- ræðu og stjórnmálamönnum hérlendis hefur hvað eftir annaö, og af alvarlegum mönn- um, veriö likt við prúöuleikar- ana. Ég get vel skilið aö föröun- armenn vilji leggja sitt af mörk- um til að minnka litleysi hinnar pólitisku umræöu, en mig hryllir viö þeirri tilhugsun þeg- ar Geir mætir i umræður grænn eins og Kermit, Ólafur bleikur eins og Piggy, Lúövik fjólublár> eins og Gunnsi, Benedikt brúnn eins og Fossi björn og Magnús Torfi eins og sænski kokkurinn. Þegar þannig verður komiö málum er aöeins eitt eftir: Sjónvarpið hættir að kaupa prúöuleikara að utan og fer aö nota sina eigin. Hœttið að styðja óróður gegn hvalveiðum Vilmundur Jónsson á Akranesi, fyrrverandi verkstjóri I Hvalverksmiftjunni, hringdi: Alveg finnst mér ófært, að þess- um mönnum, sem komnir eru hingaö til lands til aö reyna aö hefta hvalveiðar, sé veittur eins mikill stuðningur og gert er meö þvi að vera sifellt aö tala um þá i blööum, sjónvarpi og útvarpi. Aö minu áliti væri langbest aö þagaö yrði algerlega um þessa menn, og þeir einfaldlega látnir alveg afskiptalausir. Það er alveg nóg aö birtar séu fréttir sem land- helgisgæslan telur þörf á aö birta i sambandi viö veru þessara manna i islenskri landhelgi. Þessir menn eru ekki aö gera neitt annað hingað til tslands en aö vekja athygli á málstaö slnum. Þeir geta ekki gert neitt úti á reginhafi i gúmbátunum sem þeir eru aö skottast um i, þvi aö þeir mundu þá drepa sig eins og skot. Sjóarnir eru svo krappir, að þeir myndu ekki einusinni geta haldið sér inni i bátunum. Afskipti þeirra hafa þvi engan tilgang annan en að reka áróöur fyrir málstaöinn, og fjölmiölarnir hafa svo sannarlega hjálpað þeim viö að ná þeim tilgangi. Hva Iveiðiskipstjórum kennt um hugsanlegt manntjón Ef enginn nefndi þessa menn á „Framferfti þessara manna, sem eru aft reyna aft hefta hvalveiftar I islenskri landhelgi, gæti stofnaft lifi þeirra i hættu, og yrfti hvalveifti- skipstjórum liklega kennt um ef eitthvaft kæmi fyrir” segir Vil- mundur. nafn myndi þetta bara lognast út af af sjálfu sér. Auðvitað er ég ekki aö mæla með þvi aö hvalur- inn sé drepinn gegndarlaust, en á meðan hvalveiöunum er vel stjórnaö af Islendingum er engin ástæöa til aö láta einhverja út- lendinga vera með svona læti i islenskri landhelgi. Eins og Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals, hefur bent á, gæti framferði þessara manna á miö- unum valdiö þeim sjálfum tjóni, og stofnað lifi þeirra 1 hættu. Ef manntjón yröi á miðunum er lik- legast að fólk erlendis og stór hluti tslendinga mundi kenna hvalveiöiskipstjórunum um, en ekki vitleysingjunum sem sjálfir ana út i hættuna. Óskor eftir pennavini Okkur hefur borist bréf frá ungri stúlku I Suöur-Afriku sem óskar eftir pennavinum á tslandi. Hún er 16 ára, dökkhærft og brúneyft, og vill skrifast á vift ungt fólk á aldrinum 16-20 ára af báftum kynjum. Utanáskriftin er: Laura Allais P O. Box 142 Bredell Transvaal 1623 South Africa Tel: 975-6711 Tíeírí gleðistundir Húsmóftir skrifar: Ég vil þakka útvarpinu fyrir þáttinn Gleöistund, sem hefur verið á dagskrá út- varpsins annanhvern föstu- dag. Þessi þáttur hefur veriö mjög skemmtilegur. Finndist mér nú, aö út- varpiö rriætti hafa svona þátt miklu oftar á dagskrá. Þaö væri lika vel þegiö ef sjónvarpið tæki fleiri þætti i þessum dúr til sýningar. Dagskrá sjónvarpsins er oft ósköp fátækleg, og ég held aö þaö ætti aö athuga sem fyrst meö að kaupa þætti af sama tagi og gleðistund, til dæmis hjá norska og sænska sjónvarpinu. HREINLÆTISTÆKI ný deild í Vatnsvirkjanum Vatnsvirkinn Armúla 21 sími 86455 1 1 1 Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 53— Sími 42360 Dömur athugið! Nýtt 4ra vikna nómskeið i leikfimi hefst 3. júlí. Kvöldsimar, núdd, sauno og Ijós. Pantanir i síma 86178. 10 tíma nuddkúrar eða stakir nuddtímar. ■ á 86178-86178-86178 SKYNDIMYNMR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir " AUSrURSTRíTI 6 SÍMI12644 KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Magnús V. Pétursson, knattspyrnudómari. EG SPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþýðubandalag rr 13 Alþýðuflokkur 5 10 Framsóknarflokkur 17 13 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 1 Sjálfstæðisflokkur 25 22 Aðrir flokkar og utanflokka 0 1 Samtals 60 60 Svona einfalt er aö vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR A.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.