Vísir - 23.06.1978, Blaðsíða 16
20
Föstudagur 23. júni 1978 VISIR
„Geit i hvern húsgarö” var kjörorö ykkar i borgarsljörnarkosningunum. Kokk inn á hvert heimili
verður væntanlega kjöroröiö i aiþingiskosningunum. — Eöa hvernig fyndust ykkur: „Bændur
allra landa sameinist.” þiö hafiö engu aö týna nema ullinni.”
Kraftaverk(ir) Al-
þ ýðubandalagsins
Mottó: „Skjótvirkasta leiöin til
að kollvarpa einu þjóöfélagi er
aö grafa undan gjaldmiöli
þess”.
V.I.LENIN
I.
Hvers konar flokkur er Al-
þýöubandalagiö?
Þetta kann aö þykja fávlslega
spurt. Snurfusuö áróöursimynd
flokksins ætti að vera farin aö
siast inn i vitund þina. Og hefur
vafalaust gert, a.m.k. I
Stór-Reykjavik, ef marka má
úrslit borgarstjórnarkosning-
anna. Og vist er myndin fögur
til aö sjá: „Spegill, spegill,
herm þú mér...” Þiö kannst viö
rödd stúpunnar úr (mann-
kyns)sögunni?
Alþýðubandalagið er hvorki
meira né minna en málsvari
verkalýðs, þjóöfrelsis og sósíal-
isma. Til aögreiningar frá öör-
um, sem ekki eru þaö. T.d. til
aögreiningar frá málsvörum
auövalds, landráöa og ófrelsis.
(Viö gætum lika valiö þeim aör-
ar nafngiftir, þvi af nógu er aö
taka: Kalliö þá t.d. aröræn-
ingja, heimsvaldasinna, auö-
valdsleppa o.s.frv.)
Alþýöubandalagiö vill m.ö.o.
vera flokkur hinna fögru nafn-
gifta. Þaö er líka flokkur hinna
stóru oröa. Þaö er aö visu ókurt-
eislegt, sérstaklega þessa dag-
ana, meöan sigurviman er ekki
runnin af þeim, aö vekja athygli
á, aö stundum vill þaö vefjast
fyrir oröhákunum, aöstanda viö
stóru orðin, þegar á reynir.
Skyldi vera allt sem sýnist um
svo friðan flokk?
II.
Eitt er þaö enn, sem aögreinir
Alþýöubandalagiö frá öörum
dauölegum flokkum. Þaö eitt á
sér hugsjón — og hana háleita.
Þaöeitt hefur markvissa stefnu
aö leiöarljósi, sem visar hinum
trúuöu veginn, handan viö
dægurþras og rig.
Alþýöubandalagið vill breyta
„sjálfri gerö þjóöfélagsins”.
Meö þvi aö koma á sósialisma.
Sá sósialismi er alveg sér á
parti og á sér ekki hliöstæöu
annars staöar á jaröarkringl-
unni. Hann á t.d. ekkert skylt
viö sovét-afbrigöiö. Hann er
miklu háþróaöri en A-Evrópska
tilbrigöiö. Hann finnst ekki i
Kina. Þaö er helzt hann finnst
sunnan Alpafjalla, á risekrum
Pó-dalsins. M.ö.o. hann er
soldiö likur Italska afleggjaran-
um.
Annars greinir fræöimenn á
um, hvort þeir i Flórenz fengu
sinn evró-kommúnisma frá
Fróni, eöa öfugt. Allavega þrffst
fyrirbæriö vel bæöi hjá Fiat og
viö Faxaflóa. — En einkaleyfiö
er nú samt skráö i Moskvu.
Að visu hefur enginn af æðstu
prestum safnaöarins gert
utan-safnaöarfólki skiljanlegt,
hvaö nákvæmlega felst i
þessum séríslenzka sósialisma.
I þvi er styrkur hans einkum
fólginn. Já, einmitt i þvi. Hann
er svo viöfeömur, óhöndlan-
legur... Nægir aö segja aö hann
er eitthvað fallegt, eitthvaö
menningarlegt, eitthvaö lýö-
C
Jón Baldvin Hanni-
balsson skrifar:
... y
ræðislegt, og — allavega eftir-
sóknarvert. Utansafnaöarfólk
ber ekki skynbragö á svo
(fagur)fræöilega hluti.
III.
Utansafnaðarfólk á eiginlega
ekki skáliö að eiga svona and-
lega uppréttan flokk háleitra
hugsjónamanna. En lausnarinn
má ekki vera aö þvi aö biöa
lýösins. heldur leysir hann sjálf-
ur. Fólkiö kann ekki gott aö
meta, enda uppfullt afófrómum
efasemdum vantrúarmannsins.
Þaö er t.d. alltaf aö spyrja:
Hvernig stendur á þvi, I svo
lýöræöislegum flokki, aö safn-
aöarfólkiö fær ekki sjálft aö
velja sér frambjóöendur?
Treysta æðstuprestarnir ekki
sinum söfnuöi?
Hvernigstendurá þvi, um svo
(þjóö) frelsaöan flokk, aö hann
hefur I tvigang setiö i rikis-
stjórn, og I bæöi skiptin gleymt
aöláta herinn fara? Fyrirgefiö:
þaö var auðvitaö 'hinum að
kenna. En samt: Hvers vegna
lét þjóðfrelsisfylkingin kyrrt
liggja, og sat áfram á valdastóTi
i skjóli hers heimsvaldasinna?
Hvernig stendurá þvi, um svo
verkalýössinnaðan flokk, aö
hann kann ekki aöra verkalýös-
pólitik en aö heimta hærra kaup
I krónutölu, vitandi vits um að
krónan sigur, gegniö fellur og
kaupmátturinn eyöist I eldi og
brennisteini veröbólgunnar?
Hvernig stendur á þvi um svo
verkalýössinnaðan flokk, aö
alltaf, þegar hann stendur upp
frá kjarasamningum fyrir sin
félög, þá er þaö hátekjufólkiö
innan hreyfingarinnar, sem hef-
ur hrifsaö til sin bróöurpatrinn,
en láglaunafólkiösitur eftir meö
sárt enni stéttvisinnar aö loknu
löngu verkfalli.
Hvernig stendur á þvi, meö
flokk, sem einn allra, á sér
djúpfrysta fræöikenningu frá
öldinni sem leið aö vopni, aö
hann vill tel ja öðrum trú um, aö
flókin efnahagsfyrirbæri, eins
og t.d. verðbólga stafi bara af
illu innræti og vondri hegðun
nokkurra braskara? Hafa
mennirnir aldrei lesiö „Das
Kapital”? — Aldrei heyrt
minnzt á Marx?
Eöa, ef þeir trúa þessu sjálf-
ir, hvernig stendur þá á þvi, aö
eldur verðbólgunnar á tslandi
hefur aldrei i sögu lýöveldisins
logaö.jafn glatt um fjármuni
hins fátæka manns og á valda-
tima Alþýðubandalagsins?
Nánar tiltekiö: Þegar núver-
andi formaöur þess var viö-
skipta (les: veröbólgu-
mála)ráöherra? — Dugðu þá
ekki stóru oröin? Hvaö dvaldi
þá kraftaverkin? Kannski
kraftaverkir?
Hvernig stendur á þvi aö
lækkun vaxta 140% veröbólgu er
Alþýöubandalaginu sálu-
hjálparatriöi? Erþaövirkilegai
anda hins „visindalega sósia-
lisma” aö ræna unga sem aldr-
aöa sparifé sinu, og flytja þaö
gefins I sjóöi atvinnurekenda
(les: auövaldsins)? Er þaö
virkilega svo?
Hvernig stendur á þvi að
flokkur hins alþjóölega bræöra-
lags (maöur er ekki þjóðfrels-
aöur nema stundum) boöar eitt-
hvaö sem heitir „islenzk at-
vinnustefna?” Viö nánari at-
hugun reynist þaö vera sú teg-
und einangrunarstefnu sem
boöar framleiöslu fyrir heima-
markaö. Þaö er aö visu þjóö-
legt, en ákaflega vitlaust. Og
kemur hastarlega viö pyngju
hins vinnandi manns. Vegna
þess aö láglaunafólk hefur hag
af þvi aö kaupa innflutta vöru,
sem er ódýrari en viö getum
framleitt. Og vegna þess aö
dýra, innlenda vöru, sem ekki
er samkeppnisfær á erlendum
mörkuöum, veröum viö aö
styrkja meö niöurgreiöslum eöa
tollvernd, sem er sami hlutur-
inn. Slik framleiöslustarfsemi
heldur niöri kaupgetu almenn-
ings. Gerir Island að láglauna-
landi. Fiskur borgar sig, af þvi
að hann er útflutningsvara.
Þess vegna er hátt kaup á skut-
togara, en lágt i kexverksmiöju.
Hvers vegna, góöir þjóöernis-
sósialistar? Eru nú týnd hin
fornu fræöi? Hvar er alþjóöa-
hygpjan?
„Geit i hvern húsagarð” var
kjörorö ykkar i borgarstjórnar-
kosningunum. „Rokk inn á
hvert heimili” veröur væntan-
lega kjöroröiö i alþingiskosn-
ingunum — Eöa hvernig fyndist
ykkur: „Bændur allra landa,
sameinizt.Þiö hafiö engu að
týna nema ullinni”.
Eöahvernig stendur á þvi, aö
Alþýöubandalagið er fariö aö
boöa landbúnaöarpólitik, sem
er ennþá vitlausari en þaö sem
gengur undir sama nafni hjá
Framsóknarflokknum — og er
þá langt til jafnað.
Oft er flagð undir fögru
skinni, kennir þjóötrúin af lifs-
reynslu sinni. Fagurt skal
mæla, enflátthyggja, og gjalda
lausung viö lygi — stendur á
öörum staö. Og þá minnist ég
þess, þegar ungur nemandi
minn stóöupp á framboðsfundi i
Alþýöuhúsinu á Isafiröi 1974 og
spuröi frambjóöanda sinn af
hrekklausri einlægni: „Hvað er
sóslalismi, Kjartan?” Og
hugmyndafræöingurinn svaraöi
af yfirvegaöri rósemi þess
manns, sem ekkert fær haggað
— orörétt: „Sósialismi, ungi
maður, já, — þaö er nú þaö.”
— Já, þaö er nú þaö, Kjartan
minn.
J.B.H.
OKEYPJS MYNDAÞJONUSTA
opið til kl. 7
Opið í hódeginu og d laugardögum kl. 9-6
Chevrolet Nova árg. 74, ekinn 53 þús.
km, 6 cyl, sjálfskiptur, powerstýri og
bremsur, útvarp, segulband, sumar-
dekk. 2ja dyra skoðaður 78. Vínrauð.
Gott lakk. Verð kr. 2.650 þús. Fæst
einnig á skuldabréfi.
Maverick Crabber árg. 71, 6 cyl. sjálf-
skiptur, 2ja dyra, gulur. Gott lakk.
Sumardekk. útvarp. Powerstýri. Skoð-
aður 78. Verð kr. 1550 þús. Fæst einnig
á skuldabréfi.
Cortina 1600 árg. 74, ekinn 65 þús. km.
2ja dyra, blasanseraður. Gott lakk. Út-
varp, segulband. Skoðaður 78. Verð kr.
1.5 millj. Skipti á 8 cvl. sjálfskiptum.
Mercury Comet árg. 73, ekinn 50 þús.
km. 6 cyl. grænsanseraður. Gott lakk.
4ra dyra. Sumardekk og vetrardekk.
Skoðaður 78. Vill skipti á Mözdu. Verð
Þr 1800 þús.
Escort 1300 árg. 74. Ekinn 36 þús. km.
Blár. Gott lakk. 2ja dyra. Sumardekk.
Verð kr. 1170 þús.
Peugeot404station árg. '67, ekinn 8 þús.
km. á vél. Verð kr. 550 þús. Fæst á góð-
um kjörum.
Opel Rekord 1700 árg. 70, vélarlaus.
Drapp. Gott lakk. Sumardekk. Tilboð
óskast.
Höfum kaupendur að nýlegum
ameriskum, helst 2ja dyra.
BILASALAN SPYRNAN
VITATORGI
milli Hverfisgötu og Lindargötu
Simar: 29330 og 29331