Vísir - 23.06.1978, Side 13
VISIR Föstudagur 23. júni 1978
13
FLEIRI OG FLEIRI ÁnA SIG
Jónas Elíasson skrif-L
ar: Sjálfstæöismenn
hafna miðstýringu
framleiðslugreinanna
og innflutningshöftum
og dæmin út um allan
hinn sósíalistíska heim
sanna að þeir hafa rétt
^fyrir^ér^^^^^^
Fleiri og fleiri átta sig
1 dag gætir óánægju i röðum
Sjálfstæðismanna sem úrslit
borgarstjórnarkosninganna
glögglega sýna. Fleiri og fleiri
sjálfstæðismenn eru hinsvegar
að átta sig á þvi að það er engin
lausn að kjósa aðra flokka þvi
Sjálfstæðisflokkurinn og sjálf-
stæðisfólk eru þeir einu sem
þeir eiga hugsjónalega sam-
stöðu með.
Óánægðir með stefn-
una
Margir sjálfstæðismenn eru
óánægðir með stefnu flokksins i
rikisstjórn. Þeir telja flestir að
stjórnarsamstarfinu hefði átt að
slita miklu fyrr og efna til þing-
kosninga miklu fyrr. Þeir telja
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
komið of mikið á móts við fram-
sóknarflokkinn i að viðhalda
miðstýrðu fjármálakerfi og
látið undir höfuð leggjast að efla
einkaframtakið og styrkja efna-
hagslifið i samræmi við eigin
stefnuskrá. Þeir benda á hið
öfluga rikisbákn máli sinu til
sönnunar og kenna forustu
Sjálfstæðisflokksins um litinn
árangur i viðleitninni við að
koma bákninu burt.
Eflum Sjálfstæðis-
flokkinn
En flestir átta sig nú á þvi að
baráttann gegn opinberum af-
skiftum af athafnalifinu verður
ekki háð nema af sjálfstæðis-
mönnum. Og enn fleiri eru að
átta sig á þvi að óánægja með
stjórnarstefnuna er ekki ástæða
til að skorast undan merkjum
Sjálfstæðisflokksins. Sjálf-
stæðisflokkurinn er flokkur ein-
staklingsfrelsis og frjálsrar
skoðanamyndunar en það eru
aðrir flokkar ekki. Aðrir flokkar
hafa allir sinar kreddukenning-
ar sem eru skoðunum flokks-
manna æðri. Fleiri og fleiri eru
að átta sig á þvi að með þvi að
taka þátt i starfi Sjálfstæðís-
flokksins, tala þar fyrir sinum
skoðunum, þá munu þeir i Sjálf-
stæðisflokknum finna sina
samherja og hvergi annars-
staðar. Sjálfstæðisstefnan kem-
ur frá sjálfstæðismönnum sjálf-
um og hvergi annarsstaðar frá.
Með starfi innan Sjálfstæðis-
flokksins geta menn unnið
skoðunum sinum fylgi og styrkt
flokkinn um leið. Flokknum er
mikill styrkur i ef allir kjós-
endur flokksins láta skoðanir
sinar í ljós innan flokksins hvort
sem þær eru með eða móti rikis-
stjórninni. Þetta er ekki hægt i
öðrum flokkum. Þar er kreddan
kjósendum æðri.
Höfnum haftastefnu
Sjálfstæöismenn hafa marg-
sinnis rekið sig á það áður að
það er erfitt að vinna gegn verð-
bólgu styrkja atvinnulifið og
efla einstaklingsfrelsið þegar
öllum reglum lýðræðis er fylgt.
Vinstri flokkarnir eiga hinsveg-
ar til einfalt en áhrifarikt ráð til
að vinna gegn verðbólgu. Það er
einfaldlega að lögbinda verðlag,
en takmarka siðan vörufram-
boð með miðstýringu fram-
leiðslugreinanna og skilyrðis-
lausum innflutningshöftum.
Sjálfstæðismenn hafna þessari
stefnu og dæmin út um allann
hinn sósialistiska heim sanna að
þeir hafa rétt fyrir sér. Enginn
vafi er hinsvegar á að ef vinstri
flokkunum vex nægilega fiskur
um hrygg þá verður þessi stefna
framkvæmd, fyrst hægt og bit-
andi en siðan með fullum hraða.
Eina ráðið til að hafna þessari
stefnu er að efla Sjálfstæðis-
flokkinn. Vöxtur og viðgangur
Sjálfstæðisflokksins mun
þjappa andstæðingum hans
saman og stuðla að tveggja
flokka kerfi þar sem stefna
stendur gegn stefnu. Sjálf-
stæðismenn eru ekki i neinum
vafa um að þeir hafna hafta-
stefnu vinstri aflanna og það
verður best gert með þvi að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu
eru fleiri og fleiri að átta sig á.
.■
:
'
ER VERÐBOLGAN
ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL?
- NEI EKKI FYRIR OKKUR
Lousnin er að nota AGFACOLOR litfilmu,
því vegna hagstœðra samninga við
Agfa-Gevaert er okkur kleift að
fromköllun og stœkkun ó 20%
Sparið 20% - Notið AGFACOLOR filmu
Austurstrœti
Sími 10966