Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 6
6 blaöburöarfólk BERGÞÓRUGATA Furugrund Frakkastigur Kárastigur Langabrekka. ÞÓRSGATA SAFAMÝRI I Freyjugata Ármúli Njarðargata Safamýri Suðurlandsbraut Lokastigur Afleysingar SÓLVELLIR Ásvallagata LEIFSGATA Brávallagata Fjölnisvegur Sólvallagata Mimisvegur Þorfinnsgata VOGAR I Barðavogur BÚÐIR II GARÐABÆ Eikjuvogur 4/8 — 10/8 Langholtsvegur. Asparlundur Hliðarbyggð KÓR AUST.I-B Birkigrund Þrastarlundur VÍSIR Afgreiðslan: Stakkholti 2-4Simi 86611 Wi ————/ ^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆•j! ASKUR Atvinna «■ «• s- «- «■ ri- ASKUR vill ráða starfsfólk i afgreiðslu og sal. Upplýsingar á ASKI Laugavegi 28 b. ■» -a -» -» -tt -» -ft -tt -ft •ft Okkur vantar GÓÐAN BRONCO 6 CYL, 73-74 2 milljónir út —< o \ /ÍÖ> ^ f Oj ío /° <\ oj . *\ I Sýningarhöllinni — Bildshöföa Sfmar 81199 — 81410. O Smurbrouðstofan BJORNIIMIM Njólsgötu 49 - Simi 15105 Miövikudagur 26. júli 1978 VISIR Umsión: Guömundur Pétursson óif m* , Þrír af hverjum fjórum blindum hefðu aldrei þurft að missa sjónina WHO — alþjóða heil- brigðismálastofnunin — telur, að um fjörutiu milljónir manna i heiminum séu blindar i dag og lifi i algjöru myrkri. Dapurlegt hlutskipti þessa fólks hlýtur að renna mönn- um til rifja og þvi frek- ar sem sérfræðingar telja að þrir af hverjum fjórum hefður aldrei þurft að missa sjónina. Lækning á blindu, og blindra- vörn, var eina málið á dagskrá þings alþjóðlega blindravarnar- ráðsins (ÍAPB), sem haldið var i fyrsta sinn i Oxford nú á dög- unum. Þingið sóttu þrjd hundr- uð sérfræðingar frá fjörutiu og fjórum þjóðum. Þetta ráð hefur hrundið af stokkunum tiu ára áætlun til að- stoðar við þær fjörutiu milljónir sjónleysingja sem lifa sinu lifi i myrkri og til þess að aðstoða aðra, sem bjarga má frá þvi hlutskipti. „Við teljum, að nú sé tiðar- andinn hentugur til slfks átaks”, sagði dr. M.L. Tarizzo, fram- kvæmdastjóri blindraverndar WHO, i viðtali við einn frétta- manna Reuters, Lloyd Timber- lake, sem lesendur Visis munu kannast við af greinum sem birst hafa hér á siðunni. Trizzo framkvæmdastjóri segir, aö hugarfarsbreyting hafi orðið hjá þorra rrianna, sem breytt hafi afstöðu þeirra til blindu og blindra á siðustu ár- um. „Það sem áður var álitið von- laus harmleikur er rændi fólk allri bjargarvon, sem að naum- ast þótti taka þvi að rétta þvi nokkra hjálparhönd, er nú viða orðinn þáttur i félagslegri að- stoð með tilheyrandi endurhæf- ingu, menntun og margvislegri hjálp”, sagði doktorinn. „En mikilvægast af öllu er þó sá skilningur, sem vaknað hefur til þess að koma má i veg fyrir sjónleysi og jafnleg lækna það”. Það kom samt skýrt fram á þinginu, að til þess að lækna milljónir manna af blindu og koma i veg fyrir að enn fleiri milljónir misstu sjónina, þarf gifurlegt fjármagn. Fjórir sjúkdómar, sem geta leitt til blindu en eru þó annað hvört læknanlegir eða fyrir- byggjanlegir, eru þekktastir. Þeir eru: — Trachoma, en um fjögur hundruð milljónir manna eru sagðar þjást af þeirri veiki i dag. — Catarracts, sem oft má laga með einf aldri og ódýrri aðgerð, en á Indlandsskaga einum biöa samt um sex milljónir manna þess að fá þá meöferð. — Fljótablindan (onchocercias- is), sem talin er þjá um fjörutiu milljSnir manna, aðallega I Vestur-Afriku. — Næringarskortsblinda (xer- opthalmia), bölvun milljón barna I þriðja heiminum, sem afstýra má með a-vítamíni eöa hæfilegum grænmetisskammti I daglegu mataræði. Þess gætti I umræðum sér- fræðinganna á þingi IAPB, þeg- ar rætt var um kostnað fyrir- byggjandi aðgerða og lækningar að i krónum talið mætti reikna út stórkostlegan hagnað til handa þeim rikjum, þar sem þessir sjúkdómar eru landlægr plágur. Með aukningu þjóðar- tekna, þar sem fleiri verða vinnufærir, og með þvi að fækka þeim, sem þurfa að vera á framfæri annarra vegna blindu sinnar. Með fáum undantekn- ingum (sem likjast sumar kraftaverkum) getur blint fólk ekki framfært sig sjálft og er upp á aðra eða það opinbera komið. Stjórnvöldum þróunarrikja, sem keppa að hraðri iðnvæðingu var bent á það á þinginu, að þessu verða þau að gefa nánan gaum i uppbyggingu sinni. — „Sjóndepra háir bóndann ekki svo mikið en getur verið hinn versti þrándur I götu iðnverka- manninum i nákvæmnisvinnu hans”, segir sir John Wilson forseti IAPB. Hann sagði, aö um 4% ibú- anna i Austurlöndum nær ættu við svo mikla sjóndepru að striða, að þeir gætu ekki unnið fyrir brauði sinu. En um 70% ibúa þessa heimshluta eru þjak- aðir af einhverjum sjóngöllum. Mikill hluti þessarar sjóndepru eöa blindu á þessum slóðum verður rakinn til trachoma, en þvi veldur örsmár sýkill, eins- konar millibil bakteriu og vir- uss, sem leiðir til hrakandi sjón- ar. Smitberinn er fluga og má að miklu leyti stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins með þvi að hefta viðkomu flugunnar. Sir John upplýsti i vitalínu við Tiberlake, að þriggja til fimm ára áætlun i Austurlöndum nær til fyrirbyggjandi aðgerða gæti kostað jafngildi 150 Islenskra króna á hvert mannsbarn þar. Astralia og Sovétríkin (i Mið- Asiuhluta Sovétrikjanna) hafa nær útrýmt þessum siúkdómi. Ahduliah Al-Ghanim, sjeik frá Saudi Arabfu stofnandi og for- seti fimmtán landa ráðs I Austurlöndum nær, sem fjallar um málefni blindra, studdi þessa útreikninga sir John og taldi þá láta mjög nærri. Abdullah sjeik er sjálfur blindur. Hann segist hafa vonir um, að samþykkt verði á fundi heilbrigðisráðherra rikjanna I Austurlöndum nær (næsta októ- ber) fjárveiting til tíu ára áætl- unar um baráttu gegn trachoma i löndunum við Persáflóa. Gert er ráð fyrir að veita tiu milljón- um Bandarikjadala til þessara áætlunar árlega. Blindravarna- menn ala með sér góðar vonir urp, að þetta starf verði öðrum Arabalöndum hvatning til dáða. Baráttan gegn Trachoma felst ekki einvörðungu i þvi að úða með skordýraeitri úr flug- vélum yfir uppeldisstöövar hinnar skaðlegu flugu. — „Það verður að upplýsa fáfrótt fólkið. Kenna mæðrunum hreinlæti og vekja fólkið til umhugsunar um hirðu á sjálfu sér. Ennfremur að vinna bug á tregðu til þess að leita til lækna”, sagði Abdullah sjeik. Trachoma og þrir aðrir sjúk- dómar sem leiða til blindu, læknanlegrar þó eöa alla vega fyrirbyggjanlegrar, eiga sök á 80% alls sjónleysis i þróunar- löndunum segja sérfræðing- arnir. En framtiðarsýnin er þó öllu alvarlegri, ef ekki verður að hafst. Hættan I augnveikindun- um eyskt eftir þvi sem einstakl- ingurinn eldist. Skammlifi er hvergi eins mikið og þvi er hlut- fall barna og ungra þar I ibúa- fjöldanum mjög hátt. Þvi reikn- ast sérfræðingunum á þingi IAPB svo til, að blinda geti allt að þvi fimmfaldast i þróunar- löndunum á næstu fimmtiu ár- um, ef ekki verður gripið til rót- tækra ráðstafana. Dr. Hafldan Mahler, aöal- framkvæmdastjóri WHO sagði á þinginu, að blindravarnir væru eitthvert mest hvetjandi verkefni heilbrigðismálanna. — „Þvi hvað sem líöúr kostnaði af blindravörnum, þá er hann samt i mörgum tilvikum næst- um hlægilega litill, og hreint hverfandi þegar tekið er miö af þvi sem reikna má beint út, að kostnaðurinn af aðgeröarleys- inu verður talinn I billjónum.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.