Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 9
„Svo er talað um
unglinga vandamálið''
Tveggja barna móðir
hringdi:
Lengi hefur mig nú langað til
að koma minu hjartans máli á
framfæri en það er i sambandi
við heimavinnandi húsmæður,
sem samkvæmt minni reynslu
eru hvorki metnar mannverur
eða þjóðfélagsþegnar, nema
svona rétt fyrir kosingar. Til
hvers eigum við yfirleitt aö
kjósa hvort þær Utivinnandi fái
dagheimilispláss fyrir börnin
sin eða hvort það eigi að skatt-
leggja þær að engu eða hálfu
leyti, svo ég tali nú ekki um
þennan fæðingarstyrk sem þær
einar njóta, burtséð frá þvi
hvort nauðsyn ber til eða ekki og
á ég þá að sjálfsögðu við
hversu mikið fólk hefur úr að
spifa.
Ég minntist á þetta við fyrr-
verandi alþingismann og svo
vitlausa taldi hann mig vera, að
hann bar það fyrir sig að þetta
væru tekjur íír Ferðasjóði.
t fyrsta lagi borgar hver vinn-
andi maður i þessa sjóði þar á
meðal maðurinn minn og ég þá
um leið.
1 sambandi við skattlagninu
hjóna, þá verðum við að borga
fulla skatta á öll okkar laun, á
meðan hinir eru með skattlagn-
ingu til hálfs. Og hver er það
sem brúar þetta bil? Það eru jú
við sem heima erum, og eigin-
menn okkar sem varla koma
heim til annars en að sofa.
Það er langt frá þvi að ég vilji
neyða konur til þess að vera
heima, ef þær af einhverjum
ástæðum kjósa heldur að vera i
vinnu annars staðar, ég veit að i
mörgum tilfellum er það nauðs-
yn en það er lika i mörgum til-
fellum sem þær halda að þær
missi sjálfstæði sitt að ein-
hverjuleytiefþærfara að vinna
heima. Það má kannski til
sanns vegar færa þegar litið er á
það sem á undan er sagt.
En svo er það „þriðji hópur-
inn” sem ég vildi minnast hér
aðeins á. Þær konur nenna ekki
að vera hangandi heima yfir
börnum, eins og þær sjálfar
segja. Eftir minni reynslu er
það eitthvert mest þroskandi
starf sem maður hvort heldur er
karl eða kona, getur valið sér.
Ég er ekki að segja að það geti
ekki verið þreytandi á stundum.
Ég er viss um að ef okkur,
sem heima erum, væri gefinn
kostur á þvl sama og hinir njóta,
þá værumunfleirikonurheima.
Þetta ástand hefur verið að
þróast 1 þjóðfélginu i mörg ár.
Eftir að dagvistunartlma lýkur
ganga mörg þessi blessuð börn
með lykla um hálsinn — pabbi
og mamma eru i vinnunni. Ég
veit dæmi þess að barn niður i
sex ára þurfti að sjá um sig
sjálft frá klukkan 9 til 5 á dag-
inn. Svo er talað um unglinga-
vandamálið.
Ég spyr: Hvernig á annað að
vera? Börnin hafa ekkert á að
treysta og þekkja naumast for-
eldrana og öfugt. Er nú ekki
kominn timi til þess að okkur —
og þá á ég við okkur húsmæð-
urnar sé gert kleift að vera
heima með okkar börn.
Ég geri varla ráð fyrir að það
verði margir sem vilja svara
þessu og á ég þá við þá sem við
völdin sitja. En ef einhver
skyldi hafa áhuga langar mig til
þess að sá hinn sami segi mér
hvort og hvað húsmóðir með tvö
börn spari rlki og bæ á árs-
grundvelli. Ég veit að það er dá-
góð summa.
Nú vilja kannski sumir halda
að ég sé ólærð og ég öfundi þá
sem hafa betri menntun á bak
við sig. Ég vil svara þvi strax:
Ég hef haldgóöa menntun sem
ég gæti notað hvenær sem væri,
en mln trú ersúað það gætieng-
inn gengið minum börnum I
móður eða föður stað og annaö
hvort okkar verði að verað
heima og þar vil ég vera. Ég
vona að mér verði og gert kleift
að vera þar.
Þaö eru fleiri hópar I þessu
þjóðfélagi sem eru vanræktirog
beittir misrétti, þá á ég m.a. við
einstæða foreldra og ekkjur.
Um leið og fyrirvinnan — eins
og eiginmaðurinn er oft nefndur
— er fallin frá eða ekki til taks,
þá er farið að skattleggja þetta
fólk á fullu jafnvel þó það sé
með fullt hús af börnum.
. Þetta er jafnréttið á íslandi
1978 — ég á ekki annað orö yfir
þetta en svlvirðu.
Staðreyndir um notkun Vega-
gerðarinnar á bílaleigubílum
Vegna lesendabréfs i
Visi fyrr i þessum
mánuði hafði Gunnar
Gunnarsson starfs-
mannastjóri hjá Vega-
gerðinni samband við
blaðið:
„Ég vil láta það koma fram
að Vegagerð rlkisins notar ekki
bilaleigublla nema til þess að
mæta álagstoppum. Arið 1977
var bilaleigubilum ekið 86 þúsund
kílómetra i þágu Vegagerðar
rikisins á öllu iandinu. Námu
greiðslur vegna þessarar notk-
unar 9.5 milljónum króna.
Guðmundur Guðmundsson skrif-
ar:
Ég skora á nýja ráðamenn 1
Reykjavlk, og væntanlega
vinstristjórn, að láta kanna rekst-.
ur þeirra stofnana sem tvisvar
eða jafnvel þrisvar á ári hverju
krefjast slfelldra hækkana.
Þar á ég helst viö Rafmagns-
veitur Reykjavíkur og rlkisins,
einnig er full ástæða til að kanna
rekstur Hitaveitunnar, sem
ásamt áöurnefndum Rafmagns-
veitum er sl og æ að fara fram á
hækkanir á afnotagjöldunum.
Þá er núOrkustofnunineinn að-
ilinn, sem mætti taka til athugun-
ar, ásamt Vegagerö rfkisins.
Þessar tvær stofnanir hafa gert
sig seka um óhóflega notkun
„bnaleigubfla” t.d. voru margir
bllaleigubllar I stööugri notkun
við Kröfluog jafnvel látnir standa
þar, meöan starfsfólkiö fór I
páskafrl, I 4-5 daga. Engum datt I
hug að skila bllunum til bllaleig-
unnar.
Vegageröin notar bilaleigublla
9
Félagsmólastofnun Reykja-
víkurborgar auglýsir
eftirtaldar lausar stöður:
í.Staða deildarfulltrúa i fjölskyldudeild. Félagsráögjafa-
menntun skilvrði.
2. Staða ritara I rekstrar- og fjölskyldudeild.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri.
!8í Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
| É f Vonarstræti 4 sími 25500
_
^ BÍLAVAL Laugavegi 90-92 viö hliðina á Stjörnubíó
1 1 ( \ Möfum opnað aftur ril sölu: 3lazer K5 árg. 74 3ronco sport 74 Datsun 100 A 74 Datsun diesel árg. 71 -iat 127 árg. 74 -iat 128 árg. 74 og 71 3olf L árg. 77 /auxhall Victor árg. 70
L BÍLAVAL Símar 19168, 19092