Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 22

Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 22
22 Miðvikúdagur 26. júli 1978 VÍSIK „SÍLDARSTRIÐI" NÝLOKIÐ í KANADA Kanadamenn eru i dag helstu keppinautar islendinga hvað viðkemur sölu á saltsild. Til skamms tima bræddu Kanada- menn mest alla þá slid er þeir veiddu en eftir að Norðurlands- sildin svokallaða hætti að veið- ast haustið 1968 hófu Kanada- menn mikia söluherferð á salt- aðri síld á öllum helstu mörkuð- um „islandssildarinnar”. Kanadfsk stjórnvöld veittu salt- sildarframleiðendum stórfellda framleiðslustyrki I ýmSu formi og fersksildarverði til kana- diskra sjómanna hefir allt til þessa verið haldið ótrúiega lágu meðal annars til að auðvelda sölu á saltsildinni. Er uppbygging markaða fyrir islensku Suðurlandssildina hófst á ný árið 1975 eftir þriggja ára veiðibann með herpinót, uliu hin lágu saltsíldarverð Kanada- manna miklum erfiðleikum, auk þess sem þeir hafa til þess getað boöið stærri sild en ís- lendingar á þá markaði, sem sækjast sérstaklega eftir henni. Kanadamenn hafa þegar lagt undir sig st'óra markaði sem Is- lendingar áttu áður, má þar nefna sem dæmi Pólland en þangað fer engin sild lengur frá islandi. Veiðiskipin hér fengu 440% hærra verð en þau kanadisku Kandadiski sjávarútvegsráð- herrann sendi i fyrra fulltrúa sinn hingað til lands til viðræðna við Sildarútvegsnefnd. í viðræð- unum var geröur samanburður á fersksildarverðinu hér og á austurströnd Kanada. Við sam- anburð þennan kom I ljós, að meðalverð það sem islenskir saltsildarframleiðendur greiddu til veiðiskipanna árið 1976 var rúmlega 440% hærra pr. kg. en greitt var að meðal- tali til veiðiskipanna á austur- strönd Kanada á sama ári. Heildarsilarafli Kanadamanna á austurströndinni á árinu 1976 nam 225.461 smálestum. í fyrra gerðu Kanadamenn ýmsar ráðstafanir til að koma i veg fyrir að nokkuð af sildinni færi til bræðslu. Gerðu þeir meðal annars samning við Pól- verja þar sem þeim siðarnefndu var heimilað að kaupa 15.000 smálestir af fersksíld af kana- diskum veiðiskipum og salta hana um borð í pólskum skipum i kanadiskri iandhelgi Til þess að fá þessi friðindi urðu Pól- verjar að fallast á að kaupa af Kanadamönnum 45.000 tunnur af staltaðri sild. Kanadiskir sjómenn hafa risið upp Samtök kanadiskra sjómanna hafa hingaö til ekki verið sterk, en nú i vor fengu þeir uppgefið hvaða verð var greitt til is- lenskra veiöiskipa á siöustu sildarvertið. Það var fiskimála- stjóri Nýfundnalands, en þar hafa sjðmenn fengið einna hæst verð fyrir sildina, sem fékk þessar upplýsingar frá Sildarút- vegsnefnd. Þessar tölur vöktu strax mikla athygli og komu mikilli ókyrrð á meðal sjó- manna sem lauk með þvl, i april að alger ófriður var kominn á milli sjómanna og sildarfram- leiðenda. Samkvæmt upplýsingum frá Kanamönnum munu fréttirnar af þvi veröi, sem islensku vinnslustöðvarnar greiddu hafa haft úrslitaáhrif á sjómennina. Þetta var borið undir fram- kvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, sem staðfesti að hann hefði sent umbeðnar upplýsing- ar og þeim hefði vist verið dreift bæði til sjómanna á Nýfundna- Hrundu íslendingar því af stað? landi, kanadiska sjávarútvegs- ráðherrans og fleiri. Þegar farið var að bera sam- an verðið sem greitt var hér og á Nýfundnalandi á siðastliðnu ári, kom i ljós að verðið a Is- landi var fjórum sinnum hærra. Fiskimálastjðri Nýfundnalands birti þessar niðurstöður opin- berlega og þar með var striðið skolliö á. En þvi lyktaði siðan aðeins fyrir nokkrum dögum, með bráðabirgðalausn. Verðið var ákveðið fram til 1. septem- ber, en hvað þá tekur við veit enginn. Meðal verð til sildarsjo- mana á Nýfundnalandi var 5 kanadisk sent fyrir hvert enskt pund (453 grömm) en i fyrra voru greidd hér á landi að með- altali 20 kanadisk sent fyrir hvert enskt pund af fersksild. Sjómenn á Nýfundnalandi fengu hækkun með samkomulaginu á dögunum úr 5 kanadiskum sentum upp I 8 1/2. Kröfugerð þeirra hljóðaði upp á tæp 20s ent. A öðrum stöðum á Austur- strönd Kananda er hið nýja fersksildarverð aðeins 6 sent. Það fer þvi ekki á milli mála hvað þeir hafa til hliðsjónar viö kröfur sinar. —BA. (Þjómistuauglýsingar J rerkpallaleig sal umboðssala Stálverkp.illar til hverskonar viótialds og malmngarvmnu uti sem S. S , S, VIÐ MIKLATORG, SÍMI 21228 SJONVARPSVIÐGERÐIR Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Bergstaðastræti 38. Dag-, kvöld- og helgarsimi 21940. V" <0 Garðaúðun simi 15928 fró kl. 13-18 og 20-22 O Húsaviðgerðir simi 71952 og 30767 Tökum aö okkur viögeröir og viöhald á húseignum t.d. járnklæðum þök, plast og álklæðum hús. Gerum við steyptar rennur — setjum upp rennur. Sprungu- og múrviðgerðir. Girðum, málum og lagfærum lóöir. Hringið i sima 71952 og 30767 -<> Loftpressur - ÍCB grafa Leigjum út: loftpressur. Hilti naglabyssur hitahlásara, hrærivélar. \ý tæki — Vanir menn REYKJAVOGUR NF. Afmúla 23. Slnu 81565, 82715 og 44697. V" > BVCCINGflVORUH Simi 35931 Tökum aö okkúr þaklagnir á pappa I heitt asfalt á eldri hús jafnt sem nýbyggingar. Einnig alls konar viö- geröir á útisvölum. Sköffum allt efni ef óskaöer. Fljót og góö vinna sem fram- kvæmd er af sérhæföum starfsmönn- um. Einnig allt I frystiklefa. Er stiflað — Þarf að gera við? Fjarlægjum stiflur úr wc-rörum, niðurföllum, vöskum, baðkerum. Notum ný og fullkomin tæki raf- magnssnigla, loftþrýstitæki o.fl. Tök- um aðokkur viðgerðir og setjum niöur, hreinsibrunna vanir menn. Simi 71793 og 71974. SKÓLPHREINSUN ÁSGEIRS HALLDÓRSSONAR Húsaþjónustan JárnMæöum þök og hús, ryöbætum og málum hús. Steypum þakrennur, göngum frá þeim eins og þær voru I út- liti, berum i gúmmíefni. Múrum upp tröppur. Þéttum sprungur I veggjum og gerum viö alls konar leka. Gerum viö grindverk. Gerum tilboö ef óskaö er. Vanir menn.Vönduð vinna. Uppl. I sima 42449 m. kl. 12-1 og e.kl. 7 á kvöldin. o Hóþrýstislöngur og fittings Rennismiði, framleiðsla og þjónusta. Hagstæð verð. Fjöltœkni, Nýlendugötu 14, s. 27580 Er stiflað? Stifluþjónustan Kjarlægi stiflur úr vöskum. wc-rör- uin, baökerum og niöurföllum. not- •um ný og fullkomin tæki. rafmagns- snigla, vanir menn. l'pplýsingar i siiua 43879. Anton Aöalsteinsson i „■ Húiaviðgerðir íSpÆSínii 74498 PEk'1: Leggjum járn á þök og ryð- bætum, málum þök og glugga. Steypum þakrennur og fleira. Einnig rennuuppsetning Garðaúðun Fjarlægi stiflur lír niöurföllum, vösk- um, wc-rörum og baökerum. Nota fulíkomnustu tæki. Vanir menn. Hermann Gunnarsson Simi 42932. Bolta- og Naglaverksmiðjan hf. Naglaverksmiðja og af- greiðsla Súðarvogi 26 — Sími 33110 Garðhellur 7 gerðir Kantsteinar 4 geröir Veggsteinar < Tek aö mér úöun trjágarða.Pantan- ir i sima 20266 á daginn og 83708 á kvöldin. Hjörtur Hauks- son, Skrúðgarða- meistari -A. Hellusteypan Stétt Hyrjarhöföa 8. Simi 86211 Traktorsgrofa tíl leigu Vanur maður. Bjorni KarvtUson simi 83762 < yv Sólaðir hjólbarðar Allar stœrðir á fólksbíla Fyrsta fflokks dekkjaþjónusta Sendum gegn póstkröffu Ármúla 7 — Simi 30-501 J.C.B. Traktorsgrafa til leigu. Uppl. i síma 41826 y ---------—s Setjum hljómtœki og viðtœki í bíla Allt tilheyrandi á staðnum. Fljót og góð þjónusta^^. Miðbæjarradió Hverfisgötu 18 — S. 28636

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.