Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 26.07.1978, Blaðsíða 23
23 vism Miðvikudagur 26. júli 1978 óformlegasti matstaður í borginni... Vísismyndir— GVA Það skal tekið fram að þetta er ekki blaðamaður ÞEOAR MEMMA Þegar blaðamenn nenna ekkert aö gera, sem ekki er óal- gengt, stinga þeirgjarnan upp á þvi að þeir fari i bæinn, ásamt ljósmyndara, til aö finna eitt- hvert efni. Ritstjórar taka jafnan vel í slikar tillögur. Þeim er um- hugað um að blaðið sé i snert- ingu við mannlifið, eins og það er kallað, og sjá fyrir sér frétta- hauka sina á harðaspretti fram og aftur um bæinn, I leit að stór- fréttum. Sannleikurinn er raunar sá að það er sjaldan farið meira en fetið, sérstaklega ef veðrið er gott. Og það eru ljósmyndar- arnir sem öll vinnan lendir á. Það er jafnan farið á þeirra bflum og þeir eru á hlaupum fram og aftur. Blaðamennirnir sitja hins- vegará grasflöt einhvers staðar og einbeita sér að þvi að lita gáfulega út, sem að visu getur verið töluvert átak. —O- En það er eiginlega sama hvað menn eru latir, það er alltaf hægt að finna eitthvað i Reykjavik til að horfa á, hugsa um, ljósmynda og jafnvel skrifa um. Það eru að visu ekki allt stórfréttir, en allt heyrir það undir mannh'f og mannlíf er jó það sem blöðin lifa ó. Bæjar- ferðir eru þess vegna alltaf dá- litið skemmtilegar. Það er til dæmis alltaf dálitið skemmtilegt að borða hádegis- mat. meö stórum hópi manna sem maöur hefur aldrei séð áður, við bæjarins besta pylsu- vagn. Raunar erhægt að reikna með þvi að hitta þar að minnsta kosti einn kunningja og boröa með honum einhvern óform- legasta hádegisverð sem hægt er að fá i Reykjavik. —O- Það getur lika verið ágætt að sitja smástund niðri við höfn og öfunda fólkið sem á tjáldvagn- inn sem er veriðað hifa um borð i Selá. Selá. var að fara til Skandinaviu klukkan niu I gær- kvöldi og með henni fer einhver heppin fjölskylda sem eyðir næstu vikum i að tjalda hér og þar i Skandinaviu. Það er alveg hægt að þola það að öfunda þetta fólk pinulitið, þegar maður á sjálfur eftir allt sumar- friið sitt. Og þá er lika allt i lagi að öfunda pínulitið, fólkið sem er á flakki með skemmtiferðaskip- inu „World Discoverer”, sem lá i Reykjavikurhöfn i gær. Frá þvi lá stööugur straumur af fólki inn i miðbæinn, og við bárumst með honum. það var alitof mikil áreynsla að fara að tala útlensku, en hins vegar var allt i lagi með að fylgjast með fólkinu, sjá hvað það skoðaöi og gerði. Með föðurlegri velþóknun.... Og tróðu sér í lopapeysur.... Það vakti athygli okkar að gömlu húsin i miöbænum vöktu athygli þess: „Oh, Brian, lock at that beautiful old house”. Það vermdi hjartað i gömlum húsafriðunarmanni að það skyldu vera gömlu húsin sem vöktu þessa athygli. Þaö stoppaði enginn við nýja gler- höll til að sýna Brian hvað þetta væri bjútifúlt hús. Kannske má læra eitthvað af þvi. Austurvöllur er orðinn dálitið snjáður. Þar er gras horfið af stórum blettum. En þótt Birgir sé farinn frá virðist einhver hafa áhuga á að halda grænu byltingunni áfram, enda bylt- ingamenn við borgarstjórnvöl- inn. Það er þvi búið að girða af verstu blettina og sá i þá. Það prýöir lika Austurvöll að þar er nú alla daga hópur af blómarósum að hlúa að blóma- beöunum. Jón Sigurðsson horfir á þær með fööurlegum velvilja, og það gera raunar fleiri. Túristarnir úr „World Dis- coverer” höfðu uppgötvað Thorvaldsens basarinn i Austurstræti og fyllt hann út úr dyrum. Inni stóðu menn kóf- sveittir við að troða sér i ullar- peysur, sem þeir hengdu gjarnan rúnastafa-hálsfestar utaná, áöur en þeir héldu aftur út i' milt sumarveðrið. Maður sem var með uppbrettar skyrtu- ermar, eins og Einar Agústsson þegar hann heyrði úrslitin i borgarstjórnarkosningunum, hristi höfuðið yfir þessu liði, þar sem hann stóð og þvoði glugg- ana hjá Agli Jacobsen. —O- A leiðinni inn I Siðumúla hittum við tvo menn sem voru dálitið hátt uppi. Þeir voru að mála ljósastaura og sögðust klára þrjátiu á dag. Það skal tekið fram, vegna nýja borgar- Þrjátíu staura á dag. stjórnarmeirihlutans, að staurarnir eru ekki málaðir rauðir. Hins vegar skal ekkert sagt um þá fullyrðingu að úr þvi sem komið er, sé þetta eina leiðin til að Reykvikingar hafi fallegan og vel upplýstan borgar- stjórnarmeirihluta. —ÓT. islenskir vinstri mennta- ;; menn segjast vera sérstakir málsvarar þess að hér á landi verði við lýði ritfrelsi i sem viðustum skilningi. Var i þvi skyni meðal annars stofnaður svonefndur máifrelsissjóður, sem frægt er orðið. Nú kann hins vegar svo að fara að sjóður þessi snúist gegn skapara sinum á i óvæntan hátt, vegna skrifa þingmannsins Ingvars Gísla- ■ I sonar i Timannn. Hefur frétta- ■ ■ stjóri Rikisútvarpsins, Mar- ■ .1 grét Indriðadóttir, sem hingað ■ ■ til hefur þótt frekar vinstri | ■ sinnuð, hótað þingmanninum | g málshöfðun vegna skrifa hans | _ um það sem hann kallar g _ „fréttamafiu”. 5 Verði Ingvar sekur fundinn, ■ eftir máishöfðun Margrétar, g E þá er raunverulega ekkert _ sjálfsagðara en Ingvar sæki _ ® um styrk úr Málfrelsissjóði. _ ■ Þar myndi maður Margrétar ■ Thor Vilhjálinsson, rithöf- jí ■ undur væntanlega taka þátt i ■ ■ afgreiðslu málsins. Varla " ■ verður þvi trúað að vinir hins ® ■ frjálsa orðs láti Ingvar Gisla- ® ■ son ganga bónleiðan til búðar, ■ ■ heldur veiti honum einhverja “ ■ likn. En fari svo, þá er Thor ■ | Vilhjálmsson raunverulega ■ gfarinn að styrkja þingmann- ■ g inn i málaferlum hans við ■ gj eiginkonu sina. ■ Varla hefur blessaða menn- ■ m ina órað fyrir þessum mála- ■ a lokum þegar Múlfrelsis- | r» sjóðurinn var stofnaður, og g _ má eiginlega segja að hér hafi y andskotinn hitt ömmu sina, g "eins og stundum er haft að gg “ orðatiltæki! ■ —AH . Margrét Ingvar Markús Nýr morgunn? ‘ Þótt flokksblöðin séu dálitið ■fúl út I siðdegisblöðin má sjá ®þess nokkur merki að vel- “gengni hinna siðarnefndu Hhefur oröið þeim fyrrnefndu • nokkuð umhugsunarefni. ■ Þauerufarin að taka upp að .nokkru leyti ýmsa þá „pósta’ Isem hjálpa til við að gera sið- ■degisblööin vinsæl. Þá hefur ■frést að Morgunblaðiö hafi ■hug á nokkuö miklum breyt- ■ingum og hefur blaðamönnum Bþess verið falið að koma með ■tillögur þar um. ■ Jafnframt hefur heyrst að gtil greina komi að ráða þriðja gritstjórann. Morgunblaðið er Sstærsta blaö landsins og álag á þeim tveimur sem fyrir eru er ggeysimikið. Markús örn gAntonsson, hefur heyrst "nefndursem þriðji ritstjórinn. —ÓT. Thor Sjóðvitleysa?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.