Vísir - 05.08.1978, Blaðsíða 14
VTSIR
„Astandið í efna-
hagsmálnm lagast
ekki á meöan hald
ið er áfram með
sömu
,,Þegar menn eignast f jármuni, eitthvað umfram
það venjulega, eru þeir kallaðir ríkir, en það er auð-
vitað ekkert annað en hliðarkrókur af vel unnu
starf i. Og það er eins með alla hluta í náttúrunnar
riki — þeiMeita skjóls. Þeir leita þangað sem þeir
fá best skjól og öryggi og það er eins með f jármuni.
Ef þú sýnir f jármunum nógu mikla alúð falla þeir
þér í fang, oft af sjálfdáðum. Það má eiginlega
líkja þessu við ástir kvenna. Konur eru hægt að
vinna best og varanlegast með ástúð og umhyggju
en fæla þær frá sér með andstæðum aðferðum,
hrottaskapog nauðgun. Þetta er líklega skýringin á
því að f jármunir leita frekar til Sviss en ekki til ís-
lands".
Sá sem þetta mælir er Sveinn Valfells, forstjóri
Vinnufatagerðar Islands h/f. Sveinn er kunnur fyr-
ir störf sín á viðskipta- og f jármálasviðinu og er
einn þeirra manna sem með störfum sínum hefur
haft áhrif á þróun íslenskrar verslunarsögu s.l.
f immtíu ár. Skoðanir hansog þeirra sem ráðið hafa
ferðinni i efnahagsmálum hafa ekki alltaf farið
saman og í eftirfarandi spjalli ræðir Sveinn opin-
skátt og tæpitungulaust um ýmislegt sem honum
hef ur þótt miður fara i þeim efnum. Auk þess f létt-
ast inn \ samtalið þróun islensks viðskiptalífs í
hálfa öld.
„óraunhæfar kaupkröfur
orsök efnahagsvandans"
i upphafi samtals okkar barst
talið að núverandi ástandi I efna-
hagsmálum þjóöarinnar en
Sveinn hefur mjög ákveðnar
skoöanir á orsökum þess—
„Þegar rætt er um ástandiö i
efnahagsmálum er mikilvægt að
gera sér grein fyrir aö allt of lengi
hafa kaupkröfur fariö langt fram
úr aukningu verömætasköpunar
þjóöfélagsins og undan þessum
kröfum hefur verið látiö i algjöru
skilningsleysi á þvi, aö uppfylling
slikra kaupkrafna virkar
neikvætt á hag alls almennings.
Þetta er kjarni málsins. Þaö
liggja fyrir viötækar rannsóknir,
sem ná yfir meira en hundraö ára
timabil, á þvi, aö engu þjóöfélagi
hefur tekist aö auka framleiöni
sina og verömætasköpun sem
nemur meira en 3% á mann á ári
aö meöaltali. Þess vegna eru all-
ar kauphækkanir sem fara fram úi
þessari tölu einungis til þess
fallnar.aö kynda undir veröbólgu
sem færir engum aöilum bætt
lifskjör heldur hiö gagnstæöa.
Allar kauphækkanir umfram
þessi 3% eru þvi tilgangslausar
og af hinu verra. I launaumslag-
inu eru að visu fleiri pappirsseöl-
ar, en þeir eru einskis viröi og
raunar bara vindur.
Heildaráhrifin verða svo nei-
kvæö þvt að þessi ruglingur á
skilningi verömæta veldur óreiðu
,Allar kauphækkanir umfram 3%
eru tilgangslausar og bara vindur
i launaumslaginu...”
og jafnframt sóun verömæta þvi
menn missa virðingu fyrir hlut-
unum og virðingu fyrir sparsemi.
Og sóun verömæta virkar nei-
kvætt á allar framfarir. Viö þetta
má bæta, aö meira að segja hag-
fræöingur Alþýðusambandsins
hefur viðurkennt aö á tslandi hafi
ekki orðiö raunveruleg kjarabót
sem nemur meira en 2.6% á ári
þótt kauphækkanir hafi numið
hundruðum prósenta. Samt halda
menn endalaust áfram að gera
þessar óraunhæfu kaupkrofur og
ástandið i efnahagsmálum þjóð-
arinnar lagastekki á meöan hald-
iö er áfram með sömu vitleys-
una”.
„Það ætti að setja verð-
miða á alla þjónustu rikis-
ins"
„En það er ýmislegt fleira sem
hér kemur til og eitt er gengdar-
laus eyðsla og sóun sem á sér staö
af hálfu rlkisvaldsins undir yfir-
varpi félagslegra umbóta. Það
ætti aö setja verðmiöa á alla
þjónustu rikisins svo að menn
vissu hvaö þeir væru aö kaupa og
á hvaöa veröi. Ég er hræddur um,
að margir þeir sem nú heimta alls
konar þjónustu af hálfu rikisins
mundu ekki vilja sjá aö kaupa
hana ef þeir ættu sjálfir aö borga
hana þvi verði sem hún er boöin
á. En af þvi að þetta heitir félags-
leg þjónusta er hún falin, sóunin
og vitleysan.
Gjaldeyrismálin og verðlags-
mál almennt eru einnig nátengd
þessu ástandi sem nú rikir i efna-
hagsmálum. 1 þvi sambandi vil
ég benda á nauðsyn þess, aö gefa
gengiö frjálst — þ.e. sölu á gjald-
eyri. Þá finnur gengiö sitt jafn-
vægi undireins og verður hverju
sinni jafngildi kaupmáttar
þjóöarinnar og þeirra peninga
„Fyrirtækjunum var slatrao tyrir
algjöra heimsku.”
sem hún hefur meö höndum.
Þá er ég lika sannfærður um, aö
ef allt verðlag yrði gefið frjálst
myndi þaö verka til hagsbóta
fyrir hinn almenna neytanda á
hvaða sviöi sem er. Og það gildir
ekki aöeins um smjör, ost eða ýsu
heldur einnig um hvers konar
þjónustu, sem nú er reyrð i okur-
kerfi.
Einokunarmyndun verkar
alltaf neikvætt á hagsmuni al-
mennings og þess vegna þarf að
koma frjálst markaðskerfi á sem
flestum sviðum. Verömyndun
Ff
hlutarins gerist fyrir frjálst
markaösframboð en ekki fyrir
einokunartaxta, hvort sem það er
pipulagningamaður, tannlæknir
eða hvers konar þjónustumaöur
sem getur skapað sér aöstööu til
aö taka óeölilega hátt gjald fyrir
þjónustu sina. Markaðurinn
verður að fá aö njóta sin á sem
flestum sviöum þvi það er besta
tryggingin fyrir réttu veröi. Og
þegar ég segi réttu verði þá á ég
viö, aö þaö sé ekki of hátt og ekki
of lágt.”
„Það er þjóðin sjálf sem
skráir gengið — ekki
embættismenn"
Á timum efnahagsöröugleika er
stundum talað um þá lausn, að
fjármálamenn og menn með
reynslu á viöskiptasviðinu, taki
við stjórn efnahagsmáia. Hvað
myndir þú gera ef þú værir
fjármálaráðherra i dag?
„Það fyrsta sem þarf að gera er
að gera þjóöinni ljóst aö hún
skráir gengið sjálf en ekki em-
bættismennirnir. Þaö er mikill
misskilningur aö halda, að em-
bættismannalýðurinn og hinir
pólitisku valdhafar skrái krón-
una. Það er fiskurinn i sjónum og |
„öllu valdi verður aö fylgja
hlutfallsleg ábyrgö...”
hegðun fólksins sem að skráir
krónuna. Þess vegna er það bara
vitleysa aö tala um aö þessi eöa
hin rikisstjórnin hafi gripið til
gengisfellingar. Þegar til slikra
ráöstafana er gripiö er krónan
löngu fallin og embættismennirn-
ir gera ekki annaö en aö setja
gúmmistimpil á orðinn hlut og
yfirleitt allt of seint.
Einnig þarf aö glæöa skilning
þjóðarinnar á þvi, að þaö eru
möguleikar á að fá jafngott lif
meö færri krónum ef þær hafa
meiri kaupmátt og jafnframt að
ef hún vill hafa það gott má hún
aldrei gera meiri kaupkröfur en
sem nemur 3% á ári. Einhver
mestu mistök sem gerð hafa verið
i efnahagsmálum hér á landi urðu
viö stofnun viðreisnarstjórnar-
innar 1960, aö gera þá þjóöinni
ekki ljóst aö hún skráöi gengið
sjálf og að hún gæti valiö á milli
þess aö fylla launaumslagið meö
verðlitlum krónum eöa aö fá færri
„stabilar” og réttar krónur meö
fullum kaupmætti.
En hvað um framtiöarþróun i
efnahagsmálum eins og þetta
blasir við okkur i dag. Er einhver
von um að þetta breytist til hins
betra að þinum dómi?
„Ekki nema aö það veröi breytt
algjörlega um kerfi og aö stjórn-
málamenn, — mér liggur viö aö
segja heimskir stjórnmálamenn,
hætti aö blanda sér i viöskiptalög-
málin og láti hin eðlilegu
„ökonómisku” lögmál ráöa ferö-
inni. Ég held aö þaö þurfi bara aö
koma ný kynslóð, með nýtt upp-
eldi og meiri menntun og skiln-
ing á efnahagsmálum og þá megi
lagfæra hlutina eins og alla aðra
hluti. En til þess þarf kynslóða-
skiptingu þvi að gamla kynslóðin
getur þaö aldrei úr þvi sem komiö
er.
Þarna þarf að koma til hugar-
farsbreyting sem felst m .a. i betri
skilningi á hegðun manna hvers
gagnvart öörum i viöskiptalegu
eöa efnahagslegu tilliti. Og kerfið
veröur að vera þannig, aö þaö feli
i sér hvata til þess að hver og einn
einstaklingur leggi sig sem mest
og best fram i verðmætasköpun.
Slikur hvati er nauðsynlegur þvi
aö þaö er aldrei hægt meö
nauðgun og valdboöi aö reka
menn til aö leggja sig alla fram.”
„Já, þaö voru mikil mistök aö
gefa gengið ekki frjálst árið 1960.
Ég lagði þá eindregiö til aö þaö
yröi gert svo og að vextir yrðu
gefnir frjálsir. Þá heföi lánsfé
fylgt hagkvæmislögmálinu og
fariö i þær framkvæmdir sem
voru arövænlegastar fyrir þjóöfé-
lagiö. Einungis arðvænlegar
framkvæmdir geta staðið undir
aö borga hæstu vextina en
vitleysan ekki.
Þá áætlaöi ég einnig gengi
dollarans fram i timann og sagöi
aö hann mundi verða á milli 210
og 220 krónur á árinu 1980. Þá
sögöu allir að ég væri geggjaður
og aö dollarinn færi aldrei upp i
þá upphæö. En þvi miður var ég
ekki nógu raunsær, — hann er nú
kominn miklu hærra. Ég varaði
mig ekki á þvi að heimskan var
ennþá verri og meiri en ég hélt.”
„Kreppan 1931 var hégómi
hjá þeirri fátækt..."
Við vikjum nú talinu aftur I
timann og ég spyr Svein hvernig
VISIR Laugardagur 5. ágúst 1978
15
það atvikaöist aö hann haslaöi sér
völl á sviöi verslunar og viö-
skipta.
„Þaö kom nú eiginlega af sjálfu
sér þvi daginn eftir ferminguna
var mér boöiö starf viö verslun i
Borgarnesi þar sem ég óst upp.
Ég haföi aö visu kynnst
verslunarstörfum litilsháttar
áöur, þvi aö faöir minn rak íshús
sem seldi frosinn mat, en þaö var
algjör nýjung þá.
Eg vann þarna i fimm ár
áöur en ég fór i
Verslunarskólann en þaðan út-
skrifaðist ég vorið 1921. Um
haustiö þaö ár hóf ég svo störf viö
heildverslun Garöars Gislasonar.
Þaö má þvi segja, aö þetta hafi
komiö af sjálfu sér aö ég fór út i
verslunarstörf en ekki eitthvaö
annaö.
Þegar ég byrjaöi hjá Garöari
Gislasyni voru miklir erfiöleikar i
viðskiptalifinu hér, — einhver sú
mesta kreppa sem dunið hefur
yfir þjóðina á þessari öld”
En hvaö meö kreppuna sem
skall á 1931, — var hún ekki verri?
„Nei, hún var hégómi hjá þeirri
fátækt sem þjóðin fór i gegnum á
árunum eftir fyrri heimsstyrjöld-
ina. Þá skall á mikið verðfall úti i
heimi og allar vörur féllu i verði,
þar á meöal islenska fram-
leiöslan, sem auk saltfisks var aö
verulegu leyti sild. tslendingar
höfðu haldiö sildarverðinu svo
háu að hún seldist ekki og fyrir
bragöiö var henni mokað fyrir
milljónir i sjóinn.
Þetta ástand varði til ársins
1924 en þá kom gósenár, eftir aö
búið var aö „stabilisera” gjald-
miöil Þýskalands. Þjóðverjar
höföu þá um skeiö búiö viö slikt
hörmungarástand i efnahags-
málum að þess eru engin dæmi
hvorki fyrr né siðar. Markiö féll
þar til það varö svo til aö engu.
Laun voru þá borguö tvisvar á
dag, — fyrir hádegi og eftir há-
degi og menn urðu að nota timann
fyrir hádegisverð til þess aö finna
eitthvað til aö kaupa, þvi aö pen-
ingarnir féllu svo yfir daginn, að
á kvöldin voru komnir nýjir
„prisar” — og allt hækkaö I
verði.”
En þetta hefur ekki oröiö eins
áþreifanlegt hér?
„Nei, aö visu var ástandiö ekki
alveg eins slæmt hér. En verö-
fallið var þaö mikiö aö sumar
vörur féllu um 80%. Sem dæmi
skal ég nefna, að fyrir jólin 1920
þurfti ég að kaupa mér nýja skó
sem kostuöu 70 krónur hjá Lárusi
G. Lúðvikssyni, — en sex mán-
uðum seinna keypti ég mér eins
góöa skó fyrir 10 krónur. A
þessum tima fóru allar vefnaöar-
vöruverslanir i Reykjavik á haus-
inn aö undantekinni verslun
„Verömyndun hlutarins gerist
fyrir einokunartaxta...”
Björns Kristjánssonar, sem var
sú eina sem liföi þetta af heil-
steypt og blómstrandi, en þeir
höföu haft vit á aö halda útsölu og
losna þannig við vörubirgöir sin-
ar fyrir tiltölulega gott verð.”
„Þetta kenndi þjóðinni að
spara"
„Ariö 1924 var enduruppbygg-
ing vel á veg komin i Evrópu og
þá komu glæsilegir timar meö
stórkostlegum verðhækkunum á
islenskum afuröum. Var þaö
jafnvel svo, að saltfiskur steig um
100% og þetta ár varð eitthvert
hagstæðasta viðskiptaár sem yfir
tsland hefur komið. Þá gerðist
þaö sem er einsdæmi i Islands-
sögunni, aö Islenska krónan tók
aö stiga en erlendur gjaldmiöill
aö falla i veröi.
Eftir aö tsland haföi öölast
sjálfstæöi og aöskilnaöur varö
milli rikissjóös tslands og Dan-
merkur varð islenska krónan sér-
stakur gjaldmiöill en féll I fyrstu
svo, aö á árunum 1922—23 var
gjaldeyrisþurrö svo til algjör. En
i lok ársins 1924 snerist þetta viö
og þætti þaö saga til næsta bæjar i
dag ef svo snögg umskipti yrðu,
aö islenska krónan stigi i veröi en
erlend „valúta” félli.
Gjaldmiöillinn miöaöist þá all-
ur við sterlingspundiö og þaö féll
svo, aö 1926 var þaö komið niöur i
22 krónur og 15 aura en haföi
gengiö kaupum og sölum allt upp
I 40 krónur þegar gjaldeyris-
skorturinn var mestur. Þetta
kenndi þjóöinni aö spara en þaö
er aö veröa óþekkt fyrirbrigöi hér
nú.
Þegar ég fór aö vinna hjá Garð-
ari Gislasyni var Þýskaland aö
komast inn á viöskiptasviðiö eftir
striöiö og vöruverð var mjög lágt
þar i landi. Garöar haföi aldrei
átt nein viöskipti viö Þýskaland
og ég réöst eiginlega til þess aö
vinna að uppbyggingu viöskipta
viö Þýskaland.
Hjá Garöari var ég i tiu ár og
siöustu árin annaöist ég mestan
hluta innkaupa á hvers konar
varningi fyrir heildverslunina. I
þvi sambandi sigldi ég til útlanda
og var oft erlendis þrjá til fjóra
mánuöi á árinu. Ég var þvi i aö-
stööu til aö kynnast ýmis konar
framleiöslu i iðnaöi og varö beint
og óbeint til þess að ég fór út i
framleiöslu iðnaöarvarnings
þegar ég hóf sjálfstæðan atvinnu-
rekstur.”
//Og svo kom kreppan til
Islands"
„Ariö 1931 er komin hér mikil
og slæm kreppa sem breiddist út
frá Ameriku yfir til Evrópu en
kom seinna hingað til Islands þvi
aö áriö 1930 var hér mikið viö-
skiptagóðæri. Þaö var reyndar
allt byggt á holklaka og lánum
þvi að áriö eftir kom kreppan til
Islands og hófst meö þvi aö
sterlingspundiö féll gagnvart
dollaranum á heimsmarkaöi.”
Bar þaö brátt aö hér á landi?
„Þaö kom nokkuö hratt meö
gifurlegu veröfalli á útflutnings-
vörum Islendinga og þá komust
öll meiriháttar útflutnings- og
framleiðslufyrirtæki landsins i
greiösluþrot. Hér varö mikill
gjaldeyrisskortur og erfiðleikar á
öllum sviöum.
Þá varð mér ljóst, aö það mætti
búa til ýmsa hluti á Islandi sem
þá voru fluttir inn erlendis frá og
þannig spara gjaldeyrinn og öör-
frjálst markaösframboð en ekki
um þræöi veita atvinnu handa
fólki hér sem þá bjó viö gifurlegt
atvinnuleysi. Og þaö réöi þvi, aö
ég fór aö snúa mér aö iönaöi og
stofnaöi Vinnufatageröina sem aö
hóf störf áriö 1932.
Ég valdi vinnufötin á grundvelii
þess aö þar var um svolitla mögu-
leika á fjöldaframleiöslu að ræöa
auk þess sem þetta var algjör
nauðsyr, javara. Tiltækið fékk góð
ar móttökur og sérstaklega var
mikil efíirspurn eftir vinnu þvi aö
ég borgaði svolitiö hærra kaup en
almennir kauptaxtar sögöu til
um. Ég hafði akkorðs-fyrirkomu-
lag á þessu og stóö þvi til boða úr-
vals fólk sem haföi áhuga á þvi að
afla sér sem mestra tekna.”