Vísir - 11.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 11.08.1978, Blaðsíða 5
5 VÍSIR Föstudagur 11. ágúst 1978 Myndin var tekin slöastliöiö miövikudagskvöld á „opnu húsi”, hjá Bifreiöalþróttaklúbbi Beykjavikur. Þar skiluöu sér siöustu keppendurnir I Vlsisralliö sem fram fer 26. — 27. ágúst og hafa þá alls 27 keppnisliö látiö skrá sig. Þaö gefur góöa hugmynd um þann mikia áhuga sem rlkjandi er fyrir Vlsisrall- inu sem veröur lengsba og erfiöasta rallkeppnisem hérlendis hefur fariö fram. 00 00 Vlsismvnd: JA STRANGUR ORYGGISKROFUR ERU GERÐAR TIL ÖKUTÆKJ ANNA Uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli: Tvöári f ramkvœmd- ir við flugstöðina Eins og skýrt var frá i VIsi i gær hefur fjölda starfsmanna Islenskra aöalverktaka á Kefla- vikurflugvelli veriö sagt upp störfum, og blasir atvinnuleysi við hjá þeim flestum. Uppsagnir þessar koma sér enn verr fyrir viökomandi starfsmenn en ella, vegna þess að nú eru frystihúsin flest hver á Suðurnesjum lokuö, Visir leitaöi einnig til Páls Asgeirs Tryggvasonar hjá Varnarmáladeild Utanrikis- ráöuneytisins vegna þessa máls. Páll Asgeir sagöl, aö þau verkefni sem unnin væru fyrir Varnarliöiö væru breytileg frá ári til árs, jafnvel milli mánaöa. Núna væri nýlokið vinnu viö ibúðabyggingar fyrir Varnar- liðið, og þvi væri um samdrátt aö ræða. F^áll Asgeir sagði ennfremur, að búast mætti við að það tæki allt a ) tvö ár að ganga frá teikn- ingum og annarri undirbúnings- vinnu fyrir flugstöðvarbygging- una, en siðan væri áætlað aö þaö tæki um tvö ár að ljúka sjálfum byggingaframkvæmdunum. Páll Asgeir sagöi að þetta mál væri allt i deiglunni núna, en beðið væri endanlegs svars frá Bandarikjastjórn, sem þó hefði tekið mjög vel i máliö. En eftir væri þó aö fara með beiöni um fjárveitingu til Bandarikja- þings, og enn væri ekki ákveöið hve mikill hlutur Bandarikja- manna yrði. Páll Asgeir kvaðst ekki geta kallaö málefni flug- stöðvarbyggirtgarinnar óvissu- ástand, þar sem stöðugt væri unnið að málinu. En það tæki langan tima að undirbúa verkið svo að útboð gætu fariö fram eða að samið yrði við tslenska aðalverktaka um aö taka byggingaframkvæmdirnar að sér. —AH. Siðari frestur til þess að skrá sig til keppni i Visisrallinu rann út á miðnætti i fyrrakvöld. Þá voru 27 keppnislið búin að ganga frá sinum málum varðandi keppn- ina, þannig að i Visis- rallinu sem fram fer sið- ustu helgina i þessum mánuði munu taka þátt 27 bilar. Það er óneitanlega nokkuð stór hópur og ætti að gera keppnina mjög spennandi. Næsta skrefið i sambandi við Vísisrallið verður fundur með keppendum og starfsmönnum á mánudagskvöld klukkan 20.00 og það skal tekið fram að þangað eru allir þeir sem áhuga hafa á að starfa við keppnina beðnir um að mæta. Sem sagt, allir áhugamenn um Visisrallið mæti á Hótel Loft- leiðum nk. mánudagskvöld. Um helgina verður rásröðin reiknuð út og er það gert sam- kvæmt fyrri árangri væntanlegra keppenda, en úm þá sem nú taka I fyrsta sinn þátt i þessari keppni gildir hlutkestið. Þá verður geng- ið frá hraða og kilómetraútreikn- ingum nú um helgina, á sérleið- um og ferjuleiðum. Þess skal ög getið að á miðviku- dögum er „opið hús”, hjá Bifreiðaiþróttaklúbbi Reykjavik- ur, sem er framkvæmdaaðili keppninnar og hittast þar félags- menn, sem og aðrir áhugamenn, i húsnæði klúbbsins i Hafnarstræti 18. Mikill áhugi er ríkjandi meðal þeirra fyrir starfseminni, og þeir biða Visisrallsins með óþreyju. Þess skal getið að þær kröfur sem gerðar eru til ökutækjanna I Visisrallinu eru öryggishjálmar, allar tryggingar séu i lagi, billinn sé skoðunarhæfur, og samkvæmt islenskum umferðarlögum og reglugerð um gerö og búnað öku- tækja. Þá verða menn að hafa slökkvitæki meðferðis, vera með framrúðu úr öryggisgleri (eða plast neyðarrúðu), hafa velti- grind i bilnum, einnig tvo endur- skinsþrihyrninga og vera með viðurkennt fjögra punkta öryggisbelti sem skylt er báðum ökumönnum að nota. Einnig er skylt að vera með viðurkenndan sjúkrakassa og að öðru leyti upp- fylla allar kröfur keppnisstjórn- arinnar. Það er því algert frumskilyrði að menn séu með öryggistækin i lagi og notkun þvi leiðin verður vist ábyggilega þannig að eins gott er að fara að öllu með Itrustu gát og nákvæmni. —HL eo OPIIUM f DAG...0PHUM í DAG...OPNUMí DAG.. KL.16:00 Landbúnaðarsýningin á SELFOSSI1978 Rúmlega 200 sýnendur á 32000m2 sýningarsvæði Vélasýning Búfjá rrækta rsýning Jarðræktarsýning Þróunarsýning Afurðasýning NÝIUNG Blómasýning Heimilisiðnaðarsýning G a rðyrkjusýn in g Tækjasýning Byggðasafn Sýningartorg með sérstökum kynningaratriðum. Dómhringur fyrirbúfé. Hestaleiga fyrir unglinga. \ Vam Glæsilegar tískusýningar á hverjum degi. Sérstök dagsskrá með fræðslu- og skemmtiefni hvern dag. Veitingasalir. Sérstakt húsvagnastæði. K vikmyndasýningar. Tjaldstæði. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978. 11.-20. ÁGUST Ævintýri fyrir alla Ijölskylduna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.