Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 5
ISIS-RALLY
5
HVAÐ ER AKSTURS-
ÍÞRÓTTÁRAÐ?
Akstursíþróttaráð var
stofnað af F.í.B. fyrir
tveim árum. Ástæðan
fyrir stofnuninni var sú
að F.Í.B. hefur um árabil
verið handhafi F.I.A.,
sem er alþjóðasamband
eigenda ökutækja og á-
hugamanna.
Starf F.I.A. er mjög viötækt
og er sambandinu skipt i deild-
ir, sem meðal annars sjá um
ferðamál, umferðar- og
öryggismál og fara viðtækar
rannsóknir fram á vegum þess.
Einn af stærstu þáttum F.t.A.
eru akstursiþróttir og um allan
heim er sambandið viðurkennt
sem æðsta vald á þvi sviði.
Akstursiþróttaráð var stofnað
til að hafa með höndum fram-
kvæmdavald F.I.A. á tslandi.
Hlutverk þess er að sjá um að
keppnir i akstursiþróttum 'fari
fram samkvæmt þeim reglum
sem i gildi eru hér innanlands
og að þær reglur séu i samræmi
við alþjóðlegar reglur, en það
gildir jafnt um búnað ökumanna
og ökutækja. Starfsmenn ráðs-
ins sjá siðan um að reglum
þessum sé framfylgt.
Þá hefur ráðið á hendi útgáfu
keppnisskirteina og er eini aðil-
inn á tslandi sem getur veitt
leyfi til þátttöku i keppni erlend-
is fyrir Islands hönd. Ráðið
hefur talsverða samvinnu við
hin Norðurlöndin og eru flestar
innanlands- reglur i samræmi
við þeirra reglur. Þá er ráðið
aðili að Norrænu bilsportnefnd-
inni.
Hér sjást þeir úlfar Hinriksson og Siguröur Sigurösson á Raliy-
Cross-braut B.I.K.R., sem var notuð sem sérleið i Skeifurallyinu I
vor. Þeir luku keppni í 3.sæti.
Aðild að ráðinu eiga nú sex
klúbbar viðsvegar um landið.
Ráðið er nú samansett þannig
að i þvi eru fimm menn, for-
maður, gjaldkeri, ritari, full-
trúi bifreiðamanna og fulltrúi
bifhjólamanna. Skrifstofa ráðs-
ins er að Skúlagötu 51 og eru
fundir haldnir að jafnaði einu
sinni i viku.
Þá er ráðinu ætlað að koma
fram fyrir hönd klúbbanna
gagnvart þvi opinbera.
■■■■■■■■«■
FORD FIESTA
býður upp á eftlrfarandi kosti: "
Framhjóladrif
Frábæra aksturseiginleika
Litla bensíneyðslu 6,01 /100 km.
utanbæjar8.8 I innanbæjar
Rúmbott farþegarými
Kraftmikla vél 53 hö. din.
3 dyr, farangursrými á við stationbíl:
Hallanleg sæti með tauáklæði og
höfuðpúóum
Upphituð afturrúða með rúðuþurrku
Minni reksturskostnaður — Eftirlits-
þjónusta á aðeins 10.000 km. fresti.
Sveinn Egi/sson hf.
FORDHÚSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100
Hér brjótast þeir Siguröur Grétarsson og Björn Olsen áfram á leiö f
annað sætiö i Næturrallyinu 1. og 2. október i fyrra. Þessi mynd er
tekin viö Sandkiyftavatn fyrir ofan Þingvöll.
Leitið upplýsinga. Látið ekki
bílinn eyðileggjasi vegna vanrcekslu,
notið þetta einstceða tcekifceri.
Steindýna - Hvað er nú það?
Jú! nýtt efni frá Glasurit til varnar steinkasti.
Efninu er sprautað á viðkvcemustu staði bílsins
áður en sprautað er og eykur endingu lakksins.
Tilraunir hafa sýnt mjög góðan
árangur þessarar meðferðar.
BÍLAMÁUININ
Skeljabrekku 4. Kóp. Sími 44070.