Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 26.08.1978, Blaðsíða 19
VISIS-RALLY 19 KYNNING ÁHAFNA Á BIFREIÐUM í VÍSISRALLYNU.... 8. ökumenn á áttunda bllnum eru þeir Garðar Eyland I vinstra sæti og Gunnar Gunnarsson I hægra sæti. Þeir hafa keppt i öllum rallykeppnum sem haldnar hafa verið hér. Garðar er 33 ára. Hann starfar sem sölumaður hjá Sveini Björnssyni&Co. Gunnar er jafnaldri Garðars. Hann starfar sem bökari hjá sama fyrirtæki. ökunnar er jafnaldri Garðars. Hann starfar sem bókari hjá sama fyrirtæki. Ökutæki þeirra er af gerðinni Saab 96 árgerð 1971 og er hann búinn 110 hestafla vél með slag- rými 1740 cc. Mynd:GVA ökumaður. Þeir ha fa báðir keppt I rally áður og náð ágætum árangri. Meðal annars urðu þeir i 4-5. sætil Skeifurallyinu. Sigurður er 29 ára og Ólafur38 ára og vinna þeir báöir við sitteigið fyrirtáæki, Gallia. Þeir félagar aka á Fiat 131, árgerð 1978, á vegum Davlðs Sigurðssonarh.f. Vélin er 1584 cc, 70 hestafla. 12. Númer 12 eru þeir Jóhann Hlöð- versson ökumaður og Jóhann Sæ- berg Helgason aðstoðaröku- maður. Þeir hafa aðeins keppt einu sinni áður. Jóhann H. er 22 ára og starfar sem húsasmiður. Jóhann Sæberg er tvitugur og starfar sem vélvirki. Þeir aka á Ford Escort ’73. Búið er að setja stærri vél I hann og er sú vél með slagrými 2000 cc,af- kastar 100 hestöflum. 14. Rásnúmer fjórtán bera þeir Sigurjón Harðarson ökumaður og Sigurður Jörundsson aðstoðar- ökumaður. Þeir hafa keppt I nokkrum keppnum áður. Þeir urðu sigurvegarar I Húsavikur- rallyinu sem haldið var I sumar. Sigurjón er 26 ára og starfar sem þjónustustjóri hjá Jöfur h/f. Sigurður er tvitugur og er nemi I bifveiavirkjun hjá Jöfur h/f. BIU þeirra er af gerðinni Alfa Romeo — Alfasud, árgerð 1978 með 83 hestafla vél og slagrými 1298 cc. Billinn er búinn Biistein gas-dempurum og undir hann Arni E. Bjarnason og Sigbjörn Björnsson eru I niunda bflnum. Árni gegnir ökumannsstarfinu en Sigbjörner ihægrasæti ogsér um leiðarútreikninga. Þeir hafa báð- ir tekið þátt í rallykeppnum áöur. Arni er þritugur og hann starfar sem blaðamaður hjá Bilablaöinu. Sigbjörn er 22 ára og stundar hann nám I búvisindafræðum. Billinn sem þeir eru á er af gerð- inni Lada 1600 station. Þessi bill var áður 1200 cc, en fyrir þessa keppni var sett I hann 1600 vél. Einnig voru settir I hann Koni-demparar. Tiundu i röðinni koma svo Þór- hallur Kristjánsson ökumaður og Einar Ivar Eiriksson aðstoðar- ökumaður. Þórhallur hefur keppt tvisvar áður, en þetta er frum- raun Einarsikeppni sem þessari. Þórhallur og Einar starfa báðir sem bifvélavirkjar. Þeir aka á Ford Escort af árgerð 1973. Vélin I honum er að slagrými 1599 cc og er 84 hestöfl. EUefta sætið skipa þeir Sigurður B. Jóhannsson sem ökumaður og Ólafur M. Asgeirsson, sem annar Með rásnúmer þrettán eru þau hjónin Sverrir ólafsson og Rainer Ólafsson. Sverrir hefur tekið þátt i öllum rallykeppnum, sem haldnar hafa verið en með mis- jöfnum árangri. En nú hefur hann fengið konu sina sem aðstoðar- ökumann ásamt sérsmiöuðum rallybil, og hyggst gera stóra hluti. Sverrir er þritugur. Hann - starfar sem myndlistarmaður en er iærður kennari. Rainer er aðeins eldri en Sverrir. og starfar hún sem kennari á Keflavikurflugvelli. Þau aka i sérhönnuðum Rally— Skoda, árgerð 1978. Vélin er byggð úr áli, slagrými 1286 cc og 120 höDIN. Yfirbygging biisins er öll úr áli og fiber enda vegur bill- inn aðeins 730 kg. Mynd: JA fRIIÐUM í VÍSISRALLYNU hefur verið sett hlifðarpanna úr 10 mm hertu áli. 15. Bragi Þór Haraldsson og Þor- steinn Friöþjófss'jn bera rásnúm- er fimmtán. Þeir hafakeppt einu sinni áður, það var I næturrally- inu. Bragi er 25 ára og er nemi. Þorsteinn er 22 ára og er einnig nemi. Þeiraka á Lada 1600 árgerð 1978, með 86 hestafla véi, slagrými 1570 cc. Undir bilnum eru Bilstein-demp- arar og einnig hefur drifhlutfallið verið lækkað. 16. Með rásnúmer 16 eru þau Jónas S. Astráðsson ökumaður og Erna Gunnarsdóttir aðstoðaröku- maður. Þau hafa keppt einu sinni áður, það var i Skeifurallyinu. Jónas er 37 ára og er vélvirki, en á og rekur Bilablaðið. Erna er 22 ára og starfar sem skrifstofustjóri hjá Bilablaðinu. Þess má geta að Erna er mág- kona Jónasar. Þau aka á Skoda 110 LS árgerð 1974. Vélin er 62 hestöfl og slag- rými 1107 cc. 17. Númer sautján eru þeir Hrafnkell Guðmundsson, ökumaður,og Þor- valdur Guðmundsson. Þeir hafa tekið þátt i tveimur keppnum áður. Hrafnkell er 27 ára og starfar sem bifvélavirki hjá Sveini Björnssyni & Col Þorvaldur er 28 ára og er vél- virki. Þeir aka á Saab 96 árgerð 1973. Vélin I þeim bil er 110 hestöfl með slagrými 1740 cc. 18. Halldór Sigurfinnsson og Einar Óskarsson hlutu rásnúmer átján. Halldór tók þátt i Skeifurallyinu áður. Halldór er 23 ára og er bifreiöa- smiöur. Einar er 19 ára og er nemi. Þeir félagar aka á Peugeot 504 með 87 hestöfl. 19. Með rásnúmernitján eru þeir örn R. Ingólfsson ökumaður og Guð- mundur S. Stefánsson aðstoðar- ökumaöur. örn keppti áður á Páskarallyinu. örn er 41 árs og er bóndi með meiru. Billinnsem þeiraka er sá minnsti og jafnframt aflminnsti sem tek- ur þátt i keppninni. Það er Trabant fóiksbill, tveggja cylindra með slagrými 594 cc. Hann er af árgerðinni 1967. 20. Jón S. Halldórsson veröur með rásnúmer 20. Hann hefur tekiö þátt I tveimur keppnum, sem þessari áður. Það var I Nætur- rallyinu og Skeifurallyinu. Þá keyröihanná Toyota árgerð 1965. Jón er tvitugur að aldri og er nemi. 21. Guðmundur H. Jónsson og Geir Arnason aka með rásnúmer 21. Þessi keppni mun vera frumraun þeirra i þessari Iþróttagrein. Guðmundur er 25 ára og starfar sem rafvéiavirki. Geir starfar sem kennari. ökutæki þeirra er Simca 1100 S, árgerð 1970 með slagrými 1240 cc. 22. Númer 22 eru þeir Jón Sigþórs- son, ökumaður,og Ásgeir Sigurðs- son, aðstoðarökumaður. Asgeir hefur tekið þátt i rally áður, þá sem ökumaður, en hyggst núna sitja i hægra sæti og sjá um leiðsögn og útreikninga. Jón er liins vegar nýr af nálinni i rally. Jón er 22 ára og starfar sem trésmiður. Asgeir er 25 ára og er skrif- stofumaður hjá Tryggingu h/f. Þeir aka á Ford Cortina, árgerð 1968, hestaflaorka er 63 og slag- rými 1297. 23. Þá er komið að yngstu kepp- endunum. Það eru þeir Þorsteinn S. McKinstry, ökumaður og Mikael Hreiðarsson Alfonso og eru þeir nýliðar i röðum rallyöku- manna. Þorsteinn er 19 ára og starfar sem eftirlitsmaður við Dofra, bor Orkustofunar. Mikael er 18 ára nemi. Bill þeirra er Lada 1200 meö 18 hestafla vél með slagrými 1452 cc, árgerö 1974. 24. Birgir Þ. Bragason og Magnús Arnarsson er tuttugustu og fjórðu i röðinni. Þeir eru i hópi nýlið- anna. Birgir er 21 árs, rafvirkjanemi. Magnús er 21 árs, sölumaöur. ökutæki þeirra er Datsun 1200 coupé árgerð 1973. Vélin er 69 hestöfi og slagrými 1171 cc. BIll- inn er standard að öðru leyti en þvi, að á vélina hefur verið settur tvöfaldur blöndungur. 25. Rásnúmer 25 bera þeir Björn Leósson, ökumaður og. Friðrik Kristjánsson, aðstoðarökumaður og eru þeir byrjendur i raily. Björn er 19 ára. Friörik er 22 ára og starfar sem trésmiður. Þeir aka á VW 1302 og er vélin 60 hest- öfl og slagrými 1285. 26. Bíl 26 aka þeir Þórður Þór- mundsson, ökumaður og Bjarni Haraldsson, aðstoöarökumaður. Þórður hcfur aðeins komið ná- lægt rallykeppni áður og var það á llúsavik. Ekki er Bjarni heldur alveg óreyndur i rally, þvi hann keyrði með Sigurjóni Harðarsyni i Páskarallyinu. Þórður er 24 ára og starfar sem bifvélavirki. Bjarni er 21 árs, nemi. Þeir aka Skoda 110 RS árgerö 1973. Vélin er 63 hestöfl og slag- rými 1107 cc. 27. Jón Hjartarson er ökumaður á bil 27, en þegar þetta er ritað var óráðið með aöstoðarökumann. Jón er 31 árs. Ökutæki hans er af geröinni Fiat 125P. 28. Siðastir i rásröðinni koma þeir Eiríkur Hjartarson, ökumaður og Jóhann G. Magnússon, aðstoðar- ökumaður. Þeir eru nýliðar I rallykeppni. Eirikur er 37 ára og Jón 33 ára. Þeir aka á Datsun árgerð 1978 af Pic-Up gerð og er hann 73 hest- öfl. KYNNING ÁHAFNA Á BIFREI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.