Vísir - 26.08.1978, Side 2

Vísir - 26.08.1978, Side 2
2 mmmmmmmmmnawimmmuwinmammmmmmwammmmnmmmwmmm mm mummmmmuu j Ávarp formanus _ Góöan daginn! g Nýtt rally er runnið upp. — Vísisrallyið sem nú fer i ■ hönd er það lengsta, sem | haldið hefur verið til I þessa, bæði í tíma og ; vegalengd. ® Bifreiðaíþróttaklúbbur ■ Reykjavíkur færir sig g stöðugt upp á skaftið og «er ákveðinn I að linna ekki látum fyrr en island ■ öðlast alþjóðlega viður- ■ kenningu sem rallyland. Bílaíþróttir voru orðnar vinsæl dægrastytting á meginlandi Evrópu upp úr síðustu aldamótum og þar þykir bílasport i ýms- um myndum sjálfsagður fylgifiskur menningar- innar. íslendingar aftur á móti hafa um langt árabil gert litið annað i frístundum sinum en að lepja úr glös- um á skemmtistöðum innan um mismunandi aðlaðandi mannsöfnuð. Stofnun bif reiðaíþrótta- klúbbsins er því stór þátt- ur í því að auka fjöl- breytni í frístundastarfi og veita athafnaþrá útrás í heilbrigðri keppni. Rally eins og Visisrallyið kosta óhemju vinnu margra iðinna handa og hausa og undirbúningur getur staðið mánuðum saman. Núna, þegar undirbúningi er að mestu lokið, er mér efst í huga að þakka öllum þeim ótölulega fjölda fólks, Arni Arnason, formaöur Bifreiöaíþróttaklúbbs Reykja- víkur. sem lagt hefur hönd á plóginn og þó sérstaklega samstarfsfólki minu í stjórninni, sem átt hefur margar vökunætur í rallyundirbúningi. Að lokum langar mig að bera fram þær óskir að keppnin megi fara vel fram, að keppendur sýni sama keppnisanda og drengskap i keppni, og að áhorfendur sýni þá tillit- semi að vera ekki i vegi keppenda. Til allra keppenda og annarra segi ég: ,,Góða skemmtun"! Hér eru hjónin Sverrir og Rainer ólafsson að æfa sig fyrir Visisraliyið á Rally-Skodanum. MyndJens. Þeir eru verklegir á þessari mynd félagarnir Garð- ar Eyland og Gunnar Gunnarsson á „flóttamanna- leiðinni” i Skeifurallyinu nú i vor. Saga og keppnisgreinar Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur Myndin er af stjórn Bifreiöaiþróttaklúbbs Reykjavfkur. A myndinni eru frá vinstri Arni Arnason, for- maöur, Höröur Mar, Ólafur Guömundsson, Birgir Halldórsson, Guöjón Jónsson, Dröfn Björnsdóttir og Alexander Bridde. Bifreiöaiþróttaklúbbur Reykjavikur var stofnaöur um mánaöamótin september/ októ- ber 1976, og voru stofnendur bilaáhugamenn og rallyöku- menn úr þeim tveim rally- keppnum, sem haldnar höföu verið fram aö þvf af FIB. Sú fyrri, og jafnframt fyrsta rallykeppni á tslandi var haldin um vorið 1975 og I henni tóku þátt rúmlega 50 bilar. Sigurveg- arar voru þeir Halldór Jónsson og Úlfar Hauksson á Fiat 128. Þeir veröa meö I keppninni núna og á sama bil. Annaö rallyiö sem haldið var af F.t.B. var ári seinna og þá sigraöi af rúmlega 30 keppendum Magnús Heigason á BMV 1600. Keppnir BÍKR Eftir stofnun BtKR elns og klúbburinn er nefndur i daglegu tali, hafa verið haldnar þrjár railykeppnir á hans vegum. Strax eftir stofnun klúbbsins var efnt til sparaksturs, sem þótti takast mjög vel, en isakst- urskeppni sem klúbburinn hélt eftir áramótin ’76-’77 gekk aftur á móti ekki eins vel, mest vegna þess að hún var ekki byggö upp á réttan hátt, þ.e. hraðinn var ekki nægur. Fyrsta rallykeppni klúbbsins var svo um páskana 1977, og kepptu 24 bilar. Sigur- vegarar i þeirri keppni voru bræöurnir ómar og Jón Ragn- arssynir. Þeir sigruðu einnig i næstu keppni, sem klúbburinn hélt, en það var næturrallyiö svokallaða og stóö yíir dagana 1. og 2. októ- ber 1977. Þá kepptu 17, þar á meðal eldgamall Ford Galaxy, sem Halldór Úlfarsson ók, og þótti þaö hin mesta frægöarför. Skömmu eftir næturrallyiö hélt klúbburinn aðra sparakst- urskeppni meö mjög góðum ár- angri. Þar kepptu 53 bilar i 5 flokkum. Komu þær tölur, sem fram komu i eyðslu bila i keppni þessari mjög á óvart, en það er aö athuga, aö bilunum var ekiö miklu varlegar en i vanalegum akstri, þannig aö þessar tölur fengjust varla i almennum akstri, en hlutfalliö milli bila ætti að vera nokkuð rétt. Kom- ust sparneytnustu bilarnir 96,10 km á 5 litrum af bensini, pg gerir þaö 5,20 1. á hundraðið. Klúbburinn hélt þvi næst aðra isaksturskeppni sina, seinni hluta janúar I ár. Var þá formi keppninnar breytt frá þvi sem hafði verið i keppninni árið áð- ur, og tókst keppnin með ágæt- um. Sigurvegari var Bragi Þ. Haraldsson á Austin Allegro. Helgina 18. og 19. mars i vetur var svo haldin rallykeppni. Þar var Skeifurallyið og voru kepp- endur 28. Þessi keppni átti upp- haflega að vera i hálku og snjó, en nokkrum dögum fyrir hana fór að rigna, og hélst þ;iða fram yfir keppni. Sigurvegarar voru Halldór Úlfarsson og Jóhannes Jóhannesson á Vauxhall Che- vette. Um mitt sumarið eða siðast i júli gerði klúbburinn fyrstu til- raun hér á landi með rally- cross. Þetta var nokkurs konar kynning og þótti takast mjög vel. Atta bilar tóku þátt i kynn- ingunni, en aðeins tveir voru ökufærir eftir atganginn, svo harður var hann. Meiningin var að halda rally-crosskeppni fyrir Visisrallyið, en fallið frá þvi vegna þess að nauðsynleg leyfi fengust ekki i tæka tið. Fyrsta Ira.lly-c'ross keppni veröur þvi haldin fljótlega eftir Visisrallyið. 1 bráðabirgðastjórn klúbbsins við stofnun hans voru kosnir þeir Arni E. Bjarnason, Karl H. Sveinsson og Magnús Helgason, ená framhaldsstofnfundi i janú- ar 1977 voru þeir Ragnar Gunn- arsson, Karl H. Sveinsson og Jó- hann P. Jónsson kosnir. Þeir voru jafnframt i keppnisstjórn fyrstu rallykeppninnar sem klúbburinn hélt^uk þeirra Arna Arnasonar og Ólafs Guðmunds- sonar. í lögum klúbbsins var svo kveðið á, að aðalfund skyldi halda i ágúst, svo að þá var kos- ið á ný, auk þess að lögum var breytt á þann veg að aðalfund skyldi halda i febrúar. Þá var jafnframt fjölgað i stjórninni úr 3 i 5. Ragnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér og var Arni Arnason kosinn formaður i hans staö en aðrir i stjórn voru kosnir Jóhann P. Jónsson, Karl H. Sveinsson, Ólafur Guðmunds- son og Gunnar P. Gunnarsson, og skipuðu þeir næstu keppnis- stjórn, þe. i næturrallyinu. Sá háttur hefur verið hafður á i klúbbnum fram að þessu, aö stjórnin hefur séð um fram- kvæmd rallykeppna, en það hafa verið kosnar nefndir i hin- ar greinarnar. Á aöalfundi klúbbsins i vetur var svo enn fjölgað i stjórninni og þá i 7. Var Arni Arnason endurkjörinn for- maður, en aðrir i núverandi stjórn og jafnframt keppnis- stjórn þessarar keppni sem nú fer fram eru þau ólafur Guö- mundsson, Birgir Halldórsson, Dröfn Björnsdóttir, Alexander H. Bridde, Hörður Mar og Guð- jón Jónsson. Formenn þeirra keppnisnefnda sem starfað hafa siðastliðið ár voru i sparakst- ursnefnd Jón R. Sigmundsson,i isakstursnefnd Sverrir ólafsson og i rally-cross-nefnd Halldór Úlfarsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.