Vísir - 31.08.1978, Side 2
2
SPURT t REYKJAVÍK:
HEFUR ÞU UNNIÐ í
HAPPDRÆTTI?
Gunnar Gunnarsson: Nei aldrei
nokkurn tima, og þó hef ég spilaö
i ein fimm til sex ár. Ég hugsa
samt aö ég hætti þvi ekki i bráð.
Maður hefur alltaf vonina.
Kolbeinn Kolbeinsson : Nei aldrei,
enda tek ég ekki þátt i happ-
drætti, nema kannski til að
styrkja eitthvaö. Annars eru
möguleikarnir hverfandi á þvi að
fá vinning og ef annað væri gætu
happdrættin ekki þrifist.
Sigurður Vilhelmsson: Ég hef
náttUrulegaaldrei unniö þvi að ég
hef aldrei átt happdrættismiða.
Ég veit nú ekki hvort maöur f er
nokkuð að spila reglulega i happ-
drætti, nema maður færi að gera
sér vonir um bil. Þá gæti veriö aö
ég keypti miða hjá styrktarhapp-
drættum.
Guðrún Halldórsdóttir: Það kom
einu sinni vinningur, aö visu ekki
stór, á miöa sem ég átti að
helmingi. Ég hef þvi bara fengið
hálfan vinning, þrátt fyrir það aö
ég hef átt miða i ein 10 ár.
Birgir Sigurðsson: Ég hef aldrei
unnið enda aldrei átt happ-
drættismiða. Ég býst ekki við þvi
að fá mér miða strax.
mammwm
Fimmtudagur 31. ágúst 1978
■■■■■■■■■■■■■■■■■!
„Stunda lax-
veiði og
rjúpnaskytt-
í frí-
stundunum"
— segir Kjartan Lárusson, nýskipaður
forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins
,,Var það ekki einn hinna ungu þingmanna sem sagöi um daginn,
að hann væri orðinn svo gamail, að hann ætti engin áhugamái leng-
ur? Ætli ég segi þá ekki að ég sé ekki nógu gamall og þroskaður til
að eiga nokkur áhugamál!’’.
Sá sem þetta segir er Kjartan Lárusson, nýskipaöur forstjóri
Feröaskrifstofu rikisins, en við heimsóttum hann fyrir stuttu gagn-
gert til þess að kynnast manninum ,,á bak við starfiö” ef svo má að
orði komast.
„Mitt helsta áhugamál er að ferðast”, segir Kjartan, ,,en þó ferð-
ast ég liklega ekki meira en gengur og gerist. Einna helst vil ég
feröast hér innan lands, og er mér þá nokkurn veginn sama hvert ég
fer. Aöalatriðið er að finna fallegan stað, og ef veöur er gott get ég
verið hvar sem er langt eöa skammt frá bænum.”
„Þið ráðið þvi hvort ég sit hér við skrifborðiö eða stend fyrir utan
húsið! — En ef ég fer út þá sést nafnið á fyrirtækinu og þá er þar
komin ókeypis auglýsing!” sagði Kjartan um leið og Ijósmyndari
VIsis GVA, smellti af.
— Ferðastu þá einn eða
i stórum hópi ef þú vilt
njóta ferðarinnar?
„Best kann ég við mig með
fjölskyldunni eða i hópi fárra
vina, að fara út i náttúruna og
gera bara mest litið.
Þá kemur það einnig fyrir að
ég skrepp á veiðar, einkum
rjúpnaveiði og örlitiö laxveiði.
En þaö skal tekið fram aö sá
veiðiskapur er á ákaflega frum-
stæðu stigi, og ekki eru nein
stórafrek til að gorta sig af á
þessu sviði.
Ég vona bara að þetta hljómi
ekki allt of „viðskiptalegt”,
þetta um ferðalögin innanlands,
þvi mér finnst raunverulega
gaman að þvi að fara út i
náttúruna, þó svo ég vinni við að
selja ferðir hér um landið!
Þá finnst mér einnig gaman
að koma til útlanda, sérstaklega
til Grænlands, sem að mörgu
leyti likist íslandi, og svo er að
sjálfsögðu einnig gaman að
koma til gjörólikra staöa.
Varðandi önnur áhugamál
veitég varla hvaðég á aö nefna,
ég les ekki sérlega mikiö, en þó
hef ég gaman af að gripa niður i
bók og lesa kafla og kafla —
Frekari bóklestur veröur aö
biöa elliáranna!
Þá kemur það fyrir að ég fer á
völlinn, og horfi á iþróttakapp-
leiki, en ég hef aldrei verið fé-
lagsbundinn i neinu félagi,
hvorki iþróttafélagi, stjórn-
málafélagi eða flokki né nokkru
öðru. Þegar ég fer á völlinn vil
ég helst halda með þvi liðinu
sem vinnur, en á pólitik hef ég
vissulega minar ákveðnu skoö-
anir. En ástæða þess að ég hef
ekki gengið I nein félög, er sjálf-
sagt sú, að ég hef ekki viljaö
deila alfariö sorg eða gleði meö
neinum aðila hvaö þetta varð-
ar.”
geti ekki beinlinis talist til
skemmtiferða. En það er alltaf
fróðlegt og skemmtilegt a&
fara utan og kynnast sjónarmiö-
um og þankagangi nágranna
okkar.”
— Fylgja mikil ferða-
lög starfi þinu?
„Já talsvert. Við erum að
selja ferðir til útlendinga um Is-
land, og aðallega byggist þetta á
þvi að selja ferðirnar að vetrin-
um, og þarf þá oft aö fara utan
til samningagerða. Ég hef gam-
an af þessum feröum, þó þær
Varðandi starfið sagöi Kjart-
an, að það væri að mörgu leyti
spennandi verkefni sem hann
hefði með höndum, og leitast
væri við að reka Ferðaskrifstofu
rikisins eins og hvert annað fyr-
irtæki. „Það er mikilvægt að fá
sem mest út úr þessari iöngrein,
ef kalla má ferðamálin þvi
nafni, enda gengur okkur is—
„Veröur þaö ekki illa séö ef forstjóri rikisfyrirtækis losar um bind-
ishútinn og sest upp á borö til myndatöku?”
lendindum ekki of vel að afla
okkur gjaldeyris. Við eigum að
leggja áherslu á að efla ferða-
málin hér á landi, alveg eins og
aðrar þjóðir leggja nánast allt i
sölurnar til að fá okkur til sin”,
sagði Kjartan.
— Að lokum Kjartan.
Ertu ekkert hræddur um
að þessi stofnun, Ferða-
skrifstofa ríkisins verði
lögð niður á næstu árum,
eins og margir virðast
telja eðlilegt?
„Ég held að ferðamönnum
brygöi mjög i brún ef ekki væru
Edduhótelin og ýmis önnur
starfsemi sem rekin er af
Ferðaskrifstofunni. Þá eru
einnig margir þeirrar skoðunar
að meö þessu fyrirkomulagi fá-
ist góð nýting á húsnæði rikis-
ins, og vist er að þetta fyrirtæki
skilar til baka þvi fjármagni
sem kemur frá hinu opjnbera.
En það er alveg rétt að innan
tiltölulega fárra ára kann sú
staða að vera komin upp, aö
einkafyrirtæki geti vel annast
þá þjónustu sem við veitum, og
þá er það bara allt i lagi og ekk-
ert við það að athuga að aðrir
taki við af okkur”.
Þar með kvöddum við Kjart-
an Lárusson, en þess má geta að
hann gaf sér ekki tima til aö
fara heim með okkur og taka
mynd af honum með fjölskyld-
unni eins og við hefðum þó helst
kosið. En Kjartan er kvæntur
Rut önnu Karlsdóttur, og eiga
þau einn son, Þór, sem er sjö
ára.
—AH.
Björgunarsveitamenn a œfingu á Siglufirði:
svið flugslys
Settu á
Fjölmennt æfinga-
mót björgunarsveitar-
manna á Norðurlandi
var haldið á Siglufirði
um helgina. Sett var á
svið flugslys og voru
b j örgunarsveitarmenn
látnir leita að flugvél-
inni.
Á mótið mættu 14 björgunar-
sveitir Slysavarnafélags Is-
lands á svæði númer 6 en það
nær frá Hrútafirði að Ljósa-
vatnsskarði. Auk þess komu
flugbjörgunarsveitir frá
Varmahliö og Akureyri og
hjálparsveitir skáta frá Blöndu-
ósi og Akureyri. Þátttakendur
voru alls um eitt hundrað
manns.
Æfðar voru björgunaraðgerö-
irásjó oglandi og meöferðátta-
vita og fjarskiptatækja, enn-
fremur skyndihjálp á slysstaö
og fleira. Mótið tókst mjög vel
að sögn, og gekk vel að finna
týndu flugvélina þrátt fyrir
þoku og súld og erfitt leitarveð-
ur.
Aðalbækistöð æfinganna var á
Hóli. Þaðan var æfingunum
stjórnað og þar var upplýsinga-
miðstöð til hjálparsveitanna.
Björgunarsveitarmenn héldu
siðan fund með sér að afloknum
æfingum eftir hádegi á sunnu-
dag.
Björgunarsveitin Strákur á
Siglufirði sá um þetta æfinga-
mót og undirbúning þess. For-
maður hennar er Helgi Antons-
son vélstjóri.
—ÞRJ, Siglufirði/—KS