Vísir - 31.08.1978, Qupperneq 5
vism Fimmtudagur 31. ágúst 1978
5
NEYTENDASAMTOKIN:
Mjólkurafurðir standist sömu
kröfur og önnur matvœli
„Stjórn Neytendasamtak-
anna vill koma á framfæri
þeirri skoöun sinni aö mjólkur-
samlög og verslanir eigi aö
haga starfsemi sinni eftir gild-
andi mjólkurreglugerö, en ekki
eigin duttlungum" segir i álykt-
un Neytendasamtakanna og
vilja samtökin itreka aö neyt-
endur hafi fulla kröfu á aö
mjólkurafuröir sem og önnur
matvæii standist þær kröfur
sem til þeirra eru geröar og aö
mjólkursamlög landsins hagi
geröum sinum f samræmi viö
reglur þær sem þeim eru settar.
Stjórn Neytendasamtakanna
beinir þvi til Heilbrigöiseftirlits
rikisins, að það hafi forgöngu
um að þeir aðilar sem hér eiga
hlut að máli sjái svo um að neyt-
endum sé ætiö tryggð góð vara.
Heita Neytendasamtökin Heil-
brigðiseftirlitinu allan stuðning
sem þeimerunnt að veita.
— GA —
Þangslóttur gefur
800 þús. á mán.
Þangslóttumenn fyrir Þörunga-
vinnsluna hafa haft um 800 þús-
und krónur á mánuöi i sumar.
Þangsláttur hefur gengiö vel og
eru um 8700 tonn af blautu þangi
komin á iand sem gerir um 2200
tonn af þangmjöli. Prammarnir
hafa nær eingöngu veriö notaöir i
sumar.
Mjölgeymslur eru aö veröa
fullar og biöa um 1500 tonn út-
fiutnings. Gert er ráö fyrir aö
framieiöslan standi fram i októ-
ber.
—KS
Hrossakaup
Blönduósi
r
0
Opinbert hrossauppboð verður
haldið á Blönduósi n.k. laugar-
dag. Það er Sölufélag Austur-
Húnvetninga sem gengst fyrir
þessu uppboði. Búist er við aö þar
verði á boðstólum 15-20 hross, öll
tamin og nokkur ágætis reiðhest-
ar. Uppboðið hefst laust eftir há-
degi og verður haldiö viö
tamningastöðina á Blönduósi.
_ —KS
Loftur Guðmunds-
son látinn
Loftur Guömundsson, rithöfund-
ur og biaöamaöur, andaöist I
Reykjavik 29. ágúst s.l. Loftur
hefur ritaö fjölda bóka, skáld-
verk, viötalsbækur, leikrit, ljóö
og dægurlagatexta. Loftur þýddi
einnig margar bækur úr erlend-
um málum. Hann starfaöi um
nokkurt skeiö á Visi.
Loftur fæddist árið 1906 i
Kjósarsýslu.
— KS
Stefán, ásamt þeim Ara og Ævari, fyrir framan mótorinn, sem
keyptu.
Tíu þúsund hestöfl utanborðsmótora
þeir
Fyrir skömmu seldi Seifur —
Vélar og tæki h/f sitt tíu þúsund-
asta hestafl af Chrysler utan-
borösmótorum. Alls hafa veriö
seldir á fimmta hundrað slikir
mótorar frá þvi Seifur, Vélar og
tæki tók viö Chrysler Marine um-
boöinu i ársbyrjun 1974.
Þeirsem keyptu tiu þúsundasta
hestaflið voru þeir Ari Bergmann
og Ævar Guðmundsson, en þeir
keyptu 55hestafla mótor. 1 tilefni
af þessu fengu þeir 100 þúsund
króna viðurkenningu frá fyrir-
tækinu, sem þeir geta ráðstafað
aö eigin vild.
Starfsmenn Seifs — Véla og
tækja h/f eru 4, en framkvæmda-
stjórar Stefán G. Stefánsson og
Magnús Pétursson.
Hlemmur
opnaður i dag
Aningarstaðurinn á Hlemmi
verður opnaður almenningi 1.
september n.k. kl. 7. Verður hann
opinn alla virka daga frá kl. 7 að
morgni til kl. 23.30, á sunnudög-
um frá kl. 10 að morgni.
1 dag fer fram formleg afhend-
ing áningarstaðarins. Borgarbú-
um gefst tækifæri á að skoða hús-
næðið á milli kl. 17 og 19 i dag.
—KS
Pílagrímaflugið
hefst í haust
Flugleiöir hafa gengiö frá
samningum um pilagrimaflug viö
Garuda#ríkisflugfélag Indónesiu.
Flogiö veröur á milli Surabaja á
Jövu og Jeddah I Saudi-Arabiu,
sennilega meö viökomu á Ceylon.
Douglas DC 8-63 vél Flugleiöa
veröur I förum og veröa farnar
um 25 feröir fram og til baka meö
rúmlega 12 þúsund farþega.
Flugiö verður I tveim lotum frá 8.
október til 7. nóvember og siöan
frá 17. nóvember til 16. desember.
—KS
Dagný selur í Hull
Skuttogarinn Dagný frá Siglufiröi
seldi 141 lest af fsuöum fiski I Hull
i gær. Meöalverö á kfló var 265
krónur, miðaö viö siöasta skráöa
gengi, en heildarsalan var um
37,4 milljónir.
—KS
HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI
SÍMI (96)22600
Góð gistiherbergi
Verð frá kr.: 5.000 — 9.200.: &
Morgunverður kr.: 1050 L E ST'rTTnyj 'L ,«rrr^r»
Næg hilastæði (i
Er i hjarta bæjarins 1
Lausar stöður
lœkna:
Lausar eru til umsóknar stoður lœkna
við eftirtaldar heilsugœslustöðvar:
Patreksfjörður
2 stöður, þar af er önnur þegar laus, en hin
frá og með 1. október 1978.
Flateyri
1 staða, laus frá og með 1. október 1978.
Blönduós
1 staða laus frá og með 1. október 1978.
Ólafsfjörður
1 staða laus þegar i stað
Egilsstaðir
1 staða laus frá og með 1. október 1978.
Djúpivogur
1 staða laus þegar i stað.
Höfn i Hornafirði
1 staða laus frá og með 1. október 1978.
Vik i Mýrdal
1 staða, laus frá og með 1. október 1978.
Vestmannaeyjar
1 staða laus þegar i stað.
Umsóknir um ofangreindar stöður sendist
ráðuneytinu fyrir 25. september 1978
ásamt upplýsingum um fyrri störf.
Heilbrigðis- og tryggingamólaróðuneytið
29. ógúst 1978
Nýr framkvœmda-
stjóri Stjórnunar-
félagsins
Þórður Sverrisson, viöskipta-
fræðingur, hefur tekið við fram-
kvæmdast jórastööu hjá
Stjórnunarfélagi Islands.
Þórður er stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlið, og við-
skiptafræðiprófi lauk hann frá
Háskóla tslands árið 1977. Síðan
hefur hann verið við nám i há-
skólanum i Gautaborg i Sviþjóö,
um eins árs skeið, þar sem hann
las rekstrarhagfræði.
Þórður Sverrisson, er Hafn-
firðirgur, 26 ára gamall. Kvænt-
urerÞórður Lilju Héðinsdóttur.
Frá árinu 1972 hefur Friðrik
Sophusson veriö framkvæmda-
stjóri Stjórnunarfélagsins, en
hann tekur nú i haust sæti á Al-
þingi sem kunnugt er, og óskaði
þvi að láta af störfum hjá
Stjórnunarfélaginu.
Formaður Stjórnunarfélags Is-
lands er Ragnar Halldórsson.AH
blaöburóarfólk
óskast!
Rauðárárholt II
Frá 5/9
Laugavegur 166-170
Skipholt — Stórholt o.fl.
Þórsgata
Frá 1/9
Freyjugata — Þórsgata o.fl.
Safamýri II
Frá 5/9
Fellsmúli — Safamýri —
Siöumúli, o.fl.
Lindargata
Frá 1/9
Klapparstigur — Lindargata
Skúlagata 4-34 o.fl.
Seltjarnarnes III
Frá 1/9
Sörlaskjól — Tjarnarstigur
Selbraut o.fl.
VÍSIR
Leifsgata
Frá 5/9
Eiriksgata — Leifsgata o.fl.
Skipholt
Frá 1/9
Hjálmholt -
Skipholt o.fl.
I.A.
Kóp. Aust.
Frá 1/9
Alfhólsvegur — Digranesvegur
Hamraborg o.fl.
Garðabær
Flatir frá 1/9 og
Lundir frá 1/9
Tjarnargata
Frá 1/9
Bankastræti — Suðurgata
Tjarnargata o.fl.
Afgreiðslan:
Stakkholti 2-4
Sirni 86611
CSI
Kl
ca
ca
ca
ca
ca
C3
ca
ca
ia
ca
ca
E3
ca
la
la
la
la
HIÐ ALSJÁANDI AUGA
nótt sem nýtan dag!
ITCZ
IKEGAMI
Sjónvarpsmyndavélarnar cru viðurkennd
gæðavara.
Yfir 20 gerðir véla og tilheyrandi búnaðar
fyrir hinar ýmsu aðstæður til alhliða eftir-
lits í hverskonar atvinnurekstri.
Önnumst uppsetningu,
og varahlutaþjónustu.
RADIOSTOFAN
ÞÓRSGÖTU 14 -
viðhald
SIMI: 14131