Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 31.08.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjári: Davlö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritst jórnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónssor Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan k. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun': Jón Oskar Hafsteinsson, Magnúsólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Verð i lausasölu kr. 100 Símar 86611 og 82260 eintakiö. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Frelsi heima í stað feluleiks erlendis Sú undarlega staðreynd, að verslunarálagning á innf luttar vörur fer að miklu leyti fram erlendis, ætti aðverða mönnum alvarlegt umhugsunarefni. Á þessu hefur fengist staðfesting með könnun verðlagsstjóra á innkaupsverði innfluttra vara til Norðurlanda, þar sem meðal annars kom f ram, að f jórðungi hærra verð er greitt fyrir vörur, sem hingað eru keyptar en fyrir þann varning, sem frændur okkar kaupa. Verslunarráð íslands hefur lýst yfir því, að lengi hafi tíðkast að hækka innkaupsverð vissra vöruteg- unda erlendis, þegar leyfileg álagning hér sé i engu samræmi við innlendan dreif ingarkostnað. Hækkunin séfærð innf lytjendum til tekna og greidd þeim í formi umboðslauna, sem síðan séu notuð til þess að standa undir verulegum hluta af dreifingarkostnaði heild- verslunarinnar. Margt bendir til þess að þau verðmyndunarhöft, sem beitt hefur verið hér á landi síðustu áratugina, hafi neytt innf lytjendur til þess að fara þessa óeðli- legu leið. Tilraunir stjórnvalda til þess að lækka vöru verð með því að lækka álagningu, hafa þannig haft þau áhrif að vöruverðið til neytandans hefur hækkað vegna umboðslaunaálagningarinnar erlendis. Könnun verðlagsstjóra er góð svo langt sem hún nær, en nauðsynlegt er að hann geri grein fyrir ýms- um þáttum þessara mála nánar en hann hefur gert. Neytendur vilja til dæmis að fá að vita til hvaða varnings og vöruflokka könnunin náði og hvort hún veiti þverskurðarmynd af öllum innf lutningi til lands- ins. Einnig þarf verðlagsstjóri að birta samanburð á innkaupsverðinu annars vegar og smásöluverðinu á sömu vörum hins vegar, bæði hér og á öðrum Norður- löndum. Talsmenn stórkaupmanna og verslunarráðs hafa upplýst að erlendu umboðslaunin séu öll f lutt heim og lögð inn í íslenska banka, en er ekki ástæða til að gera á því sérstaka athugun? Væri ekki hægt eftir verð- samanburð milli landa á einstökum vörutegundum í könnuninni að óska eftir nákvæmum skýringum á mismuninum hjá viðkomandi aðilum. Ef i Ijós kæmi, að hann væri eingöngu í formi umboðslauna, yrði að kanna sérstaklega, hvað um þau hefur orðið. Rannsóknir hafa verið gerðar á minni málum en þessu og grunsemdir um að ekki komi allt þetta fé til landsins, heldur sé það að hluta til lagt inn á reikninga erlendis, ættu að vera hvatning til þess að hið sanna verði leitt í Ijós. Vonandi tekur þessi feluleikur í innf lutningsmálum brátt enda. Miklu hreinlegra er að leyfa hærri álagn- ingu hér heima eða gefa hana frjálsa í áföngum eins og fyrirhugaðer. Álagningin, sem laumað er á vöruna erlendis verður til þess að söluverðið til neytenda hér á landi verður mun hærra en það þyrfti að vera. Ofan á umboðslaunahækkunina reiknast alls kyns gjalda- liðir í gegnum allt innf lutningskerfið og margfaldast því þessi grunnhækkun á meðan varan er á leiðinni til neytandans. Þetta er einn af þeim þáttum, sem valda fólki f járhagserf iðleikum við heimilisreksturinn og magna verðbólguna. Rúmur þriðjungur þess kostnaðar, sem vísitölufjölskyldan greiðir, er vegna innfluttra nauð- synja og er því augljóst, að leiðrétting þessara mála gæti orðið heimilunum góð búbót. Fimmtudagur 31. ágúst 1978 VÍSÍR Opinberír aðilar og skipafélög Samskipti opinberra aöila og skipafélaganna eru aöallega meö tvenns konar hætti. Annars vegar er það flutningur fyrir opinbera aðila þ.e. riki, stofn- anir, rikisfyrirtæki, bæjar og sveitafélög. Hins vegar er það svo hafnaraðstaöan og aöbún- aður i landi. Flutningar hins | opinbera með skipum fara aðal- lega fram með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi er flutt i gegn um innkaupastofnanir svo sem Innkaupastofnanir rikisins og Reykjavikurborgar. Ef um | einhverja stórflutninga er að ræða, sem Innkaupastofnun rikisins hefur milligöngu um, þá kannar hún venjulega með [ óformlegum hætti hvar lægstu flutningsgjöld er aö fá og skiptir við þann, sem best býður. Þegar magnið sem flutt er i einu er það litið að ekki tekur að leita tilboða er flutningsaöilum skammtað eftir nokkurs konar heimatilbúnum kvóta. I öðru lagi flytja svo einstakar opin- berar stofnanir all mikið með skipafélögunum án milligöngu Innkaupastofnunarinnar. Reyndin hefur verið sú, að obb- inn af þeim flutningum fer fram með Eimskip. Astæður þess geta verið margvislegar, en benda má á að Eimskip sat nokkurn veginn eitt að stykkja- vöruflutningum til skamms tima, og þvi vart öðrum til að dreifa til að annast tilfallandi flutninga fyrir opinberar stofn- anir. Það getur enn fremur ver- ið eitthvað að i sölumennskunni hjá Hafskip sem veldur þvi, að þeir hafa ekki náö betri árangri i viöskiptum sinum við opinber- ar stofnanir. Þegar rætt er um hafnarað- stöðu skipafélaganna er fyrst og fremst horft til aðstööu þeirra i Reykjavikurhöfn. Eimskip hef- ur þar langsamlega bestu aö- stöðuna og má fullyrða, aö þeesi aðstöðumunur gefi félaginu mikið forskot i samkepninni um stykkjavöruflutningana. Bæði er það að kostnaöarlega séð standa þeir betur aö vigi þvi aö þeir geta geymt vörur með mun minni fyrirhöfn en t.d. Hafskip. Og siðan bætist það lika viö, að innflytjendur geta treyst Eim- skip mun betur fyrir vörunni vegna þessarar betri aðstööu. Þegar þessi aðstöðumunur er metinn sést, að það er verulegt átak að ætla sér að hefja sam- keppni um stykkjavöruflutn- inga við Eimskip og vart gerlegt nema flutningsgjöld hafi veriö riflega skömmtuð. Þannig er það gefið mál, að ef Eimskip heföi fengið þá lóð sem það sótti um i Sundahöfn nú fyrir skömmu, þá væri endanlega búið aö sjá til þess aö t.d. Haf- skip gæti ekki keppt við félagiö um stykkjavöruflutningana. En það er lika athyglisvert i þessu sambandi, aö markvissar lóða- úthlutanir geta gert miklu meira til að halda niðri flutn- ingsgjöldum og auka sam- keppni en ströngustu verölags- ákvæöi. En veröi Hafskip út- hlutað þessari lóð, sem um er bitist, þá veröur auðvitaö aö krefjast þess af félaginu, að það byggi þar skála á svipaðan hátt og Eimskip hafði áætlað að gera. Það er alveg ófært að heimta það, að Reyjavikurhöfn reisi þessi mannvirki. Um afstöðu borgarfulltrúa til þessara mála er töluvert rætt og fólk hvislar: Albert — uppskip- unarkranar — með Eimskip. Guömundur J. — mötuneyti — með Eimskip. Ólafur B. Thors — Almennar Tryggingar — með Hafskip. En það verður að vona að borgarfulltrúar reyni með afstöðu sinni að stuðla að sem mestri samkeppni og þar meö sem lægstu vöruverði. Samkeppnin I heild má segja, að nokkuö virk samkeppni sé á skipaflutn- ingamarkaðnum nema i stykkjavörunni, þar sem ástandið stendur þó til bóta, og væri hægt að gera það þolanlegt meö markvissum lóðaúthlutun- um. Hvað varðar útflutning, þá er samkeppni mikil i mjöli, skreiðog lýsi. Samkeppni i freð- fiskútflutningi er óbein að þvi leyti, að gerist Eimskip of kröfuhart, er ætið unnt fyrir Sölumiðstöðina og þá aðila að taka flutningana i sinar hendur. 1 umræðum um skipafélögin og samkeppni milli þeirra og einokun Eimskips á ýmsum flutningum kemur oft fram, að menn telja Eimskip vera mjög óbilgjarnt og finna þvi allt til forá tt u. Það verður hins vegar í IV Aðaláhyggjur m.anna þessa dagana eru þó vegna hins gifurlega styrks Eim- skips. Aðstaða þess er það miklu betri en annarra, og hagsmunir félagsins eru mjög viöa og vega þungt. Opinberir aöilar veröa með aðgerðum sinum að sjá til þess að samkeppni haldist uppi, segir Vilhjálmur Egils- son, hagfræðingur, f þessari siðari grein sinni um skipa- félögin og opinbera aðila. Fyrri greinin birtist i VIsi 22. ágúst. að fyrirgefa forráöamönnum félagsins, þótt þeir hugsi um hag þess og vilji ekki leggjast upp i loft eins og afvelta rolla, þegar þeir fá samkeppni, heldur taka þátt I henni af fullum krafti. Og samkeppnisaðilar Eimskips geta náttúrulega ekki veriö neitt aö kveinka sér út af sliku I sjálfu sér, þvi varla er nokkur aðili á þessum markaði i neinum hugsjónarekstri. Það sem máli skiptir i þessu sam- bandi, er náttúrulega fyrst og fremst, að hið opinbera mis- muni ekki aðilum, þannig að samkeppni geti verið með virk- um hætti. Samvinna Þó' nokkur samvinna er miili skipafélaganna, og stjórnendur þeirra tala alla vega saman til þess að ákveða óformlega, hvaö eigi að hækka mikiö tilboð i stórflutningana. Þessi ðform- legu samtöl eiga sér helst stað eftir að nýbúið er að hækka flutningsgjöld á stykkjavörum. En hin vegar er allmikið um að sllkt óformlegt samkomulag sé litils virði, þegar á hólminn er komið og undirboð eru tiö. Þannig tekur það alltaf tölu- verðan tima að hækka almennt flutningsgjöldin i stórflutning- unum til jafns við stykkjavör- una. Svo kemur oft og iðulega fyrir, að skipafélögin flytja hvert með öðru og er Samband- ið þar efst á blaöi. Eins og áður hefur komið fram. Eigið hlutafé Eimskip. A næsta ári munu ganga i gildi reglur þær, sem banria, að stjórnarmenn i hlutafélögum fari með atkvæði fyrir eigið hlutafé þeirra. Munu stjórnar- menn Eimskips þá missa hin geysisterku tök, sem þeir hafa haft á félaginu þótt aðalfundir þess undanfarin ár gefi ekki til- efni til þess að búast megi við byltingu þar á næstunni. Velta menn þvi nú fyrir sér, hvað verði um þessi bréf, hvort lifeyrissjóður félagsins verði látinn kaupa þau, en meö þvi héldi stjórnin áfram völdum sinum i félaginu. Þess má geta, að i Bandarikjunum eiga lif- eyrissjóðir mjög mikið af hluta- bréfum, þótt reglur séu um, að lifeyrissjóðir eins og Lifeyris- sjóður Eimskips megi ekki eiga bréf i viðkomandi fyrirtæki. Þá muna menn einnig eftir þvi að siðast, þegar stórútboð var á hlutafé hjá Eimskip fór Verslunarmannafélag Reykja- vikur fram á að fá að fjárfesta fyrir lifeyrissjóð sinn i félaginu en fékk ekki jafn mikið hlutafé og þaö vildi kaupa. Var talið óeölilegt, að einn aðili eignaðist of stóran hlut i félaginu. Menn velta þessu máli lika fyrir sér vegna þess, að höfuð- stóll félagsins er mjög stór og skip þess eflaust vanmetin i efnahagsreikning. Það þýðir, að aðili, sem kaupir hlutabréf á nafnverði i félaginu, er að gera reyfarakaup og fær miklar eignir fyrir litinn pening. t grein þessari hefur verið fjallað um málefni skipafélag- anna frá mörgum hliðum og drepið á það, sem fyrst kemur i hugann, þegar þessi mál eru skoðuð. Annars er þessi mark- aður ákaflega skemmtilegur að þvi leyti, að hér eru hin mannlegu samskipti svo áber- andi þáttur. Menn eru alltaf að reikna hvern annan út og enginn getur farið rólegur að sofa tvær nætur i röð. Aðaláhyggjur manna þessa daganna eru þó vegna hins gifurlega styrks Eimskips. Aðstaöa þess er það miklu betri en annarra, og hagsmunir félagsins eru mjög viða og vega þungt, en opinber- ir aöilar verða með aögerðum sinum að sjá til þess, að sam- keppni haldist uppi. Reyndar telja sumir þess ekki langt aö biða, að keppinautar félagsins gefist upp, og sú hætta er vissu- lega ekki óveruleg. Ef sam- keppnin i stykkjavöruflutning- unum, sem nú virðist vera að koma upp veröur veruleg, og flutningsgjöldin þrýstast niöur, þá er nauðsynlegt aö jafna að- stöðu skipafélaganna i landi. Annars er svo gott sem útilokað að keppa við félagið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.