Tíminn - 10.09.1969, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1969, Blaðsíða 16
SAKA UM „STULD A RÆKJUMIÐUM! SB-Reyífjavík, þriðjudag. Deila út af rækjumiðunum i Reykjarfirðí er nú sprottin upp fyrir vestan. Þar hafa ís- firðingar veitt vel af rækju ' sumar en Hólmvíkingar telja miðin sín og hafa mótmælt veiðuiu'.m. ísfirzkur bátur fann þarna rækju i vor og leyfi var veitt ísfirðingum til veiða pania til 1. september, en þessi rækjumið hafa ekki verið rýtt áður. Hans Sigiurðsson, oddviti á Hólmavík sagði í viðtali við biaðið í gær, að þetta mál væri litið alvariegium auigum á staðnum. Hólravíkin,gar hefðu vdtiað urn þessi mið áður. — Mér skilst, saigði haom, — á mönnum, sem voru á þessum tveim bátum sem reru héðan frá Hölmavík, að öll rækjan hafj verið upp urim í firðin- urn, þegar leyfi ísfirðinganna til veiðanna var útruinmið. Þeir voru barna með 10—12 báta. ísfirðingar töl'du sig finna þessi mið, en það er mesti misskilningujr, vð vissum um bau. Við lítum þamnig á, að ís- íirðingar eigi ekki að fá að veiða við Húnaflóa, nema að sýslumörkuraum mili Stranda- sýslu og N.-ísafjarðarsýslu. en Framhald á bls. 14 Heybrunar haustsins að byrja Þegar haustar að, er þa'ð segin saga að svo til daglega fáum við fréttir af heybrunum víða að af landinu. Þótt lítið hey sé víða komið í hlöður, þá er það þó nóg til þess að i dag kviknaði í heyi á Korpúlfsstöðum við Reykjavík. Á hlaðinu á Korpiilfs stöðum er gamalt bárujárnshús, og það var í þessu gamla húsi, sem heyið var í. Slökkviliðið í Reykjavík fór á staðinn og tókst á klukkutíma að slökkva eldiun, en eins og venjulega, leynist glóð lengi í heyinu, og voru slökkviliðs menn enn að störfum á Korpúlfs stöðum um kvöldmatinn. Skemmd- ir urðu þarna bæði á heyi og húsum, en heyið var í eigu Aðal- steins Þorgeirssonar bústjóra á Korpúlfsstöðum. — Myndina tók ljósmyndari Tímans, Guðión Ein arsson, skömmu eftir að slökkvi- starfið hófst á Korpúlfsstöðum. Rússneskir vísindamenn hér: Ekkert sérstakt er að gerast í Tékkóslóvakíu! Ný tófugí eni á Reykjanesskaga SB-Reykjavík, þriðjudag. Ellefu manna hópur frá Sovétríkjunum er um þessar mundir í heimsókn á íslandi, en þarna er um að ræða eins konar kynningarför á vegum félagsins Sovétríkin — ísland. Fólkið hefur m.a. farið norður til Akureyrar og skoðað ýmsa merkisstaði á landinu. í hópn- um eru læknar, hagfræðingar, nokkrir jarðfræðingar og tón- listarfólk. Blaðamönnum gafst tækifæri til að hitta hluta hópsins að máli. Framkvæmdastjóri Is- landsvinafélagsins í Sovétríkjun um, Sorokin að nafni, kvað félagið nú vera 10 ára gamalt og félagar þess í Sovétríkjun Heitavatns- flóð við Slökkvistöð KJ-Reykjavík, þriðjudag. Um klukkan hálf sjö í morg un urðu slökkviliðsmeiin i Slökkvistöðinni við Hafnarfiarð arveg, varir við að heitt vatn rann í stríðum straumum nið- ur Hafnarfjarðarveginn og inn á lóð slökkvistöðvarinnar. — Reyndist hér vera yfirfallsvatn frá hitaveitugeymunum i Öskju hUð. Um klukkustund eftir að clökkviliðsmenn urðu vatnsins varir, jókst það mjög, og urðu þeir að dæla því burtu með tveim kraftmiklum dælum liðs ins. og gátu þannig forðað hús um og tækjum frá tjóni vegna Framhaiu á bls. 14 um fjölmarga, þ.á.m. væru heiil fyrirtæki aðilar að þvi, svo sem fiskverksmiðja, olíu- hreinsunarstöðvar og margir skólar. Sagði Sorokin, að mikil kynningarstarfsemi um ísland færi fram á vegum félagsins, til dæmis sagði hann að hjá þeim væri 17. júní jafnan hald inn hátíðlegur svo og ýmis ‘ merkisafmæli, núna væri verið að undirbúa 70 ára afmæli Jó- hannesar úr Kötlum. Jafnframt kvaðst hann vona, að 100 ára afmælis Lenins yrði veglega minnst á íslándi af vinafélag- inu hér. — Þessi ferð okkar mun hafa mikil áhrif á kynn- ingarstarfsemi okkar heima á næstunni, þar sem okkur hefur gefizt kostur á að kynnast mönnum og málefnum persónu lega, sagði Sorokin að lokum. Ts.ieprakof, en hann er hag- fræðiprófessor i Moskvu, sagði að félagsmenn hefðu gert tals vert af því að kynna sér íslenzk ar bókmenntir og sögu, en það væri vissulega ánægjulegra að koma hingað og kynnast fólk- inu og áhugamálum þess, af eigin reynslu. — Við komum hérna þegar ráðstefnu utanrík- isráðherra Norðurlanda var að ljúka og þar var samþykkt að kalla saman ráðstefnu um ör- yggismál Evrópu. Við erum að sjálfsögðu hlynntir þessari ráð stefnu, en afleiðingar heims- styrjaldarinnar hljóta að verða henni þrándur i götu Þeir. sem andvígir eru ráðslefnu um ör- yggismál Evrópu myndu alltaf leita að einhverju. sem þeir gætu komið í veg fyrir hana með. t.d. Tékkóslóvakiu. en þar er ekkert sérstakt að gerast, sem ætti að standa í vegi fyrir slíkri ráðstefnu Sem hagfræð ingi, fannst mér mjög fróðlegt Framhald á bls. 14 SB-Reykjavík, þriðjudag. Allmörg ný tófugreni hafa fund izt á Reykjanesskaganum, en hins vegar hcfur tófu fækkað mikið á Vesturlandi. Mest ber nú á dýr- inu á Norðausturlandi. Veiðzt hafa árlega undanfarin ár um tvö þúsund dýr. — Töluvert veiddist af tófu í vetur, sagði Sveinn Einarsson, veiðistjóri, í viðtali við Tímann í gær. — Síðan vetrarveiðarnar færðust í vöxt, hefur komið í ljós, að á þeim stöðum, sem þær eru stundaðar, finnast mun færri greni á vorin. Fyrir nokkrum ár- uiu var álitið, að tófunni væri að verða útrýmt á Reykjanesskaga en nú í sumar hafa fundizt þar nokkur ný greni. Upp um Borgar fjörð og Dali hefur hins vegar gengið mjög á stofninn. Nákvæm ar tölur um veiðina í sumar, liggja ekki fyrir en ég hygg, að hún sé svipuð og undanfarin ár. Síðustu árin hafa veiðzt um tvö þúsund tófur árlega og meirihlut inn eru dýr á fyrsta ári. Nú er ekki lengur eitrað fyrir tófuna og þarf að herða sóknina ef henni á ekki að fjölga, einkum á það við á Norðausturlandinu, í Norð ur-Þingeyjasýslu og Norður-Múla sýslu, þar er mest af tófumni rtúna. Ekki er nóg að fara eima ferð á vori í grenjaleit, það þarf að vera að allan veturinn, ef vel á að vera. Sveinn kvað grenjaileit fara fram á hverju vori og sagði, að greni þau, sem vitað væri um á landinu, skiptu þúsundum. Bæj ar- og sveitafélög hafa fastráðo ar grenjaskyttur, sem mörgum hefur orðið vel ágengt í sumar. — Ef einhver finnur. tófu á förn um vegi og drepur hana, fær hann greiddar 700 krómur fyrir skottið. sagði Sveinn Einarsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.