Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 12
12 Mánudagur 11. september 1978 vism Þaö eru ekki orðin tóm ætla ég flestra dómur verði að frúrnar prisi pottablóm frá Páli Mich. í Hveragerði. Sýnishorn af verði blóma fró Blómaskóla Michelsen Pólmar 1500 Cróton 1200-1500 Gúmmítré 1200-1500-1800 Burknar 950-1500 Hengiplöntur 1000 Monstera 1500 Diffenbakkia 1500 Koleus 750 Grœnmeti alltaf ó lœgsta verði. Landsins mesta úrval. Mjög gott úrval af spœnskum styttum. Alls konar gjafavörur fyrir alla. OPIÐ fil kl. 6 e.h. alla daga Kjalarnes: rramkvæmdir i nýja hverfinu á Kjaiarnesi Fyrstu íbúarnir fluttir inn í nýja hverfið Vísir rœðir við Bergþóru Einarsdóttur oddvita Kjalarneshrepps Bergþóra Einarsdóttir f Mela- gerfti.Vísismynd: GVA ..Stærsta máliö sem við þurf- um að glima við i hreppsnefnd- inni er þrjú þúsund manna byggðarkjarni sem ætlunin er að risi í Kjalarnesi. íbúar hreppsins eru i dag ekki nema 262,” sagöi Bergþóra Einars- dóttir oddviti Kjala rneshrepps i viðtali við Visi. Bergþóra sagði að fyrstu ibú- arnir væru þegar fluttir i hið nýja hverfi, en i sumar hefði verulegur kraftur komist i byggingar. Grundarhverfi, en það nefnist hin nýja byggð, verður á landi vestan Vestur- landsvegar og sunnan gatna- móta að býlunum Jörfa, Lykkju og Arnarholti. Næst Vestur- landsvegi er gert ráð ráð fyrir 5 lóðum undir snyrtilegan iðnað. Með þvi er fyrirhugað að veita ibúum hverfisins atvinnu og einsað veita nokkurt skjól fyrir umferðarhávaða frá Vestur- landsvegi. „Þaðer auðvitað ekki nóg að sjá um að útvega lóðir, hrepps- nefndin þarf að huga að ýmsu vegna hinnar nýju byggðar. Við höfum neysluvatn við rætur Esju og hefur það þegar verið leitt að nýja hverfinu. Rafmagnsveita Reykjavikur hefur endurnýjað háspennulinu út Kjalarnes. Varanlegt slitlag hefur verið lagt nær alla leiðina aðhinu nýja hverfi, en á siðasta ári var unnið að gatnagerð i hinu nýja hverfi fyrir um 10 milljónir króna.” Bergþóra kvaðst vona að það fólk sem keypt hefði sér lóðir myndi ilendast á Kjalamesi enda væri margt af þvi eitthvaö tengt ibúum hreppsins. Hún sagði að það réðist þó mikið af þvi hvernig til tækist með at- vinnu. —BA. Keflavík: „HITAVEITUMÁUÐ ER MERKAST HJÁ OKKUR" segir Tómas Tómasson, forseti bœjarstjórnar Keflavikurj viðtali við Visi ,,Það má segja að merkileg- asta máiið sem viö erum aö fást við sé hitaveitan. Hitaveita Suðurnesja er sameign 7 sveitarfélaga og rikisins. Hita- 'veitunni fylgir hjá okkur eins og flestum sveita rfélögum mikil nýbygging og endurbygging gatna,” sagði Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar i Keflavik Tómas Tómasson er forseti bæjarstjórnar Keflavikur. Vis- ismynd GVA er Visir innti hann eftir helstu framkvæmdum á staðnum. Hann sagði að Keflvikingar legðu mesta áherslu á gatna- gerð og umhverfismál. Þá væri verið að byggja iþróttahús i Keflavik sem væri orðið vel fok- helt. Kvaðst hannvonast til þess að það yrði tilbúiö i vetur. „Þaðerannað mikilvægt atr- iðisem leiöir af hinu mikla sam- starfi sveitarfélaga á Suður- nesjum, sem er Fjölbrauta- skólinn i Keflavik. Ivorvarhaf- ist handa við að reisa viðbygg- ingu við iönskólann, þar sem skólinnertil húsaog er henni nú lokið. Aöspuröur sagði Tómas að sú samvinna sem ætti sér stað meö sveitarfélögum á Suðurnesjum væri alveg sérstök. „Við litum svo á að við séum að leysa vanda margra sveitarfélaga með þessari samvinnu sem hef- ur tekist. Þessi sveitarfélög eru innan Samtaka sveitarfélaga I Reykjanesumdæmi, en segja má aö þetta sé ákveðinn kjarni. sem viðleggum mikla áherslu á að efla. Við stefnum að sam- eiginlegri sorpeyðingarstöð fyr- ir Suöumesin og þannig mætti áfram telja. —BA— „Keflvikingar leggja mikla áherslu á gatnagerð og um- hverfismál’/ segir Tómas Tómasson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.