Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 15
19 VTSIR Mánudagur 11. september 1978 t------------------ D Guð lofoði góðu veðri! — Og Fœreyingar fá að halda nœstu C-keppni í handknattleik Eitt fjörugasta máliö á ráð- stefnu Alþjóða handknattleiks- sambandsins sem fram fór á Hótel Loftieiðum um helgina var ósk Færeyinga um að fá að halda næstu C-keppni i hand- knattleik 1980. Atti að greiða at- kvæði um málið i gær sam- kvæmt dagskrá, en þar sem fulltrúi Færeyja þurfti að fara heim i gærmorgun, var málið tekiöfyrirá laugardaginn og af- greitt þá. Tækninefnd Alþjóða hand- knattleikssambandsins vildi ekki leggjablessun sina yfir.að við ósk Færeyinga yrði orðið fyrren veðurhorfur i Færeyjum á þeim tima sem keppnin á að fara fram á.lægju fyrir. Var lagt til að málinu yrði visað til stjórnar IHF. Á þetta féllust þingfulltrúar ekki og sam- þykktu að málið yrði tekið á dagskrá og afgreitt. Þá steig fulltrúi Færeyja i ræðustól og flutti snjalla ræðu. Sagði hann m.a. að hann hefði fengið staðfestingu um það frá vissum manni (guði) að engin þoka yrði i Færeyjum og veður gott 1980, þegar keppnin á að fara fram. Var slðan gengið til atkvæða- greiðslu um máliö, og lauk þvi svo að Færeyingar fá sina C-keppni til Færeyja, og það þýðir e.t.v. að þeir fá tvö ný iþróttahús fyrir keppnina. Þess má geta að sjálfsögðu, að is- lensku fulltrúarnir studdu Fær- eyinga i þessu máli. Mörg önnur mál og tillögur voru afgreidd á þinginu. Meðal málanna má nefna að i úrslita- keppni HM 1982 i V-Þýskalandi taka þátt 6 efstu liðin frá Olympiuleikunum i Moskvu 1980, gestgjafarnir, þrjú lið frá Asiu, Afriku og Ameriku, og sið- an 5 lið úr B-keppni sem haldin verður. Þá var ákveðið að i næstu HM-keppni komist 3 efstu lið úr hverjum riðli áfram i milliriðla, en ekki tvö eins og verið hefur. Þá var.rætt um að koma á fót Evrópukeppni landsliða. Greinilega kom fram á fúndin- um að hinar sterkari þjóöir Evrópueruekki hrifnaraf þess- ari hugmynd vegna þess hversu verkefnin fyrir landslið þeirra eru þegar gifurlega mikil. Var samþykkt að visa málinu til stjórnar til nánari umfjöllunar. Fram kom tillaga á þinginu um að banna leikmönnum að nota „klistur”. Það má var eiginlega „svæft”, þ.e. það var sent til nefndar til nánari um- fjöllunar. Margir þeirra sem tóku til máls i þessu sambandi bentu á að handboltinn væri betri vegna „klistursins” sem leikmenn bera á fingur sér, þeir hafi betra vald á boltanum. Fulltrúar á þinginu voru tals- vert á annað hundrað frá 41 þjóð. gk—. Það var fjölmennt á þingi Alþjóöa handknattleikssambandsins eins ogsjámá. Visismynd Friðþjófur Fðtunum stolið Ekki komu þeir allir jafn glæsilegir til þings Alþjóða- handknattleikssambandsins, fulltrúarnir sem þar mættu. Sumir komu finir og flottir eins og nýkomnir út úr tisku- blaði, en svo var ekki um ónefndan vin okkar sem kom alla leið frá Chile. Hann varð fyrir þvf óláni i Bandarikjunuin á leiðmni hing- að að öllum farangri hans og yf- irhöfnum var stolið, og segja má að hann hafi mætt á skyrt- unni. Var farið með kappann i verslunarferð, en það kom siöan upp úr kafinu að gjaldeyrisforði mannsins nægði aöeins til að kaupa eina skyrtu! Kór Langholtskirkju í söngferðalagi um Finnland: Kór Langholtskirkju hlaut mjög vinsamlegar viðtökur I Finnlandi og lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir flutning sinn bæði á gömlum og nýjum islenskum tónverkum. Hlaut frábœra dóma Kór Langholtskirkju er ný- kominn heim úr söngferðalagi um Finnland. Kórinn söng á norræna kirkjutónlistarmót- inu i Helsinki, en þar voru söngvarar og hljóðfæraleik- arar viða af Norðurlöndum. Tónleikar kórsins voru i Gömlu kirkjunni i Helsinki og hlaut hann afburðaviðtök- uráheyrenda. Meðal verka sem voru á efnisskránni voru gömul islensk sálmalög i út- setningu Dr. Róberts A. Ottó- sonar, þrjú verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og verk eftir Jón Ásgeirsson. Frábær hópur Blöð i Finnlandi birtu um- sagnir um kórinn og i út- Helsingin Sanomat sagði m.a.: „Þetta er frábær höpur, iýri'skt mjúkur,tær og i játn- vægi og hreinhljóma. Aðeins sóparanröddin virtist á stund- um ögn þreytuleg, en i sjálfu sér hrein og berandi. I kórnum eru djúpar og mjúkar bassa- raddir. Sérstaklega eru minnistæðar fallegar bassa- raddir i verki Jóns Asgeirs- sonar.” Söngstjórinn stjórnaði af kunnáttu og ná- kvæmni 1 blaðinu Kansan lehti segir að efnisskráin hafi i alla staði verið vel valin og finslipuð. „Ekki virtist kórinn eiga I erfiðleikum með að koma þessu til skila. Söngvarnír liðu átakalaust af öryggi og festu. Bæði hraðabreytingar og erfiðustu hljóðfallsvt mál voru flutt án aðfinnsiu. Ungur söngstjórúJón Stefáns- son stjórnaði kórnum af ná- kvæmniog kunnáttu. Hann gaf greinileg merki um innkomur og hélt uppi spennu hljóðfalls. Heimsókn kórsins var fýrsta flok.ks og honum til sóma,” segir i' blaðinu. Ósvikinn tónlistar- ákafi Blaðið „Aamulehti” segir um kórinn eftirfarandi: „Besta hlið kórsins var ósvik- inn tónlistarákafi. Hann reyndi virkilega að flytja tón- list og ekki aðeins fylgja nót- um. Breytingar i styrk voru dregnar fram af hugrekki. í hljóðfalli var spenna og jafn- vel einfaldir kóralar voru túlkaðir liflega. Stjófh Jóns er örugg og ræður hann vel við kórinn. Milli kórs og stjórn- anda virðist rikja einhuga samband og söngvarar fylgdu bendingum stjórnanda sins af áhuga’.' Hljómleikar i þrem borgum Að lokinni þátttöku sinni i mótinu hélt kórinn i þrem borgum, Turku, Tampere og Jyvaskyla. Um miðjan þennan mánuð hefjast æfingar á ný hjá kórn- um og fyrirhugaðir eru nokkr- ir tónleikar á vetri komanda. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Jón Stefánsson. —KP. Látið okkur sjá um að smyrja bílinn reglulega Derby Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6 HEKLAh Smurstöð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.