Vísir - 13.09.1978, Page 2

Vísir - 13.09.1978, Page 2
Hvernig fer leikurinn Valur: Magdeburg í kvöld i Evrópukeppni bikarliafa? Gunnar Finnsson, nemi: ,,Ég segi aö hann fari 1:0 fyrir Val. Ég ætla aö sjá leikinn ef ég get vegna skólans.” Gunnar S. nemi: ,,Ég held aö þeir i Magdeburg hljóti aö vinna. Þeir eru miklu betri. Leikurinn fer 2:1 fyrir þá.” Stefán Þ. Stefánsson, hástökkv- ari: „Valsmenn hafa kannski smá séns og ég spái þeim sigri hér heima 1:0. Útileikurinn verður hins vegar erfiöari. Þar tapa þeir 3 til 4 eitt og komast ekki áfram.” Þorsteinn ólafsson, verkamaöur: „Þaö er nú ekki gott aö segja. Ætli maöur segi ekki bara jafn- tefli 1:1. Og svo vona ég bara aö þeim gangi vel úti.” Kári Halldórsson, vaktmaöur: „Ég fylgist ekki meö knatt- spyrnu. Þar af ieiöir aö ég hef enga skoöun á þessu. Ég vissi ekki einu sinni aö þeir ættu aö leika á morgun.” < ■ Miövikudagur 13. september 1978 VISIR „HITAVEITAN ER LANGSTÆRSTA VERKEFNIÐ" „Af einstökum verkefnum er þaö hitaveitan sem er lang- stærsta viöfangsefniö i dag. Viö reiknum meö þvi aö 50% af húsum á Akureyri eigi mögu- leika á tengingu i vetur”, sagöi Helgi Bergs bæjarstjóri á Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri. MYND : GVA — segir Helgi Bergs, bœjarstjóri ó Akureyri Akureyri er rætt var viö hann um hvaö væri helst aö gerast. „Viö ætium okkur aö ljúka framkvæmdum viö dreifikerfiö á næstu tveimur árum.” Aöspuröur sagöi Helgi aö alitaf væri mikiö byggt á Akureyri og ætlunin væri aö reisa nýtt hverfi fyrir noröan og vestan núverandi byggö i Glerárhverfi. „Þaö er þegar búiö aö samþykkja hluta af skipulaginu fyrir þetta svæöi. Þetta veröur væntanlega um 3000 manna byggö. Gatnagerö er aö Ijúka viö þær ibúöargötur, sem þegar hafa veriö sam- þykktar”. Helgi sagöi aö at- vinnuástand væri og heföi veriö gott. „Ullariönaöurinn hefur aö visu átt viö mikla erfiöleika aö striöa aö undanförnu. Þaö hefur hins vegar engu fyrirtæki veriö lokaö. Eitthvaö munu þó verk- smiöjurnar hafa haldiö aö sér höndum i sambandi viö manna- ráöningar.” Aöspurður sagöi Helgi aö nú væri verið að vinna aö skipuiagi miöbæjarins. „Ég vænti þess aö þaö veröi samþykkt i vetur. A næstu tveimur árum er fyrir- hugaö aö leggja hitaveitu i miö- bæinn og þá væri mjög æskilegt aö skipulagið lægi Ijóst fyrir þannig aö unnt væri aö vinna þetta á hagkvæman hátt. t kjöl- far þess að skipulagið verði samþykkt koma ýmsar fram- kvæmdir.” —BA— Sifeildar breytingar veröa á svip Akureyrarbæjar þar sem ný hverfi bætast stööugt viö i þessum höfuðstað Noröurlands. HAUSTFUGLAR ERU FLOGNIR í GARÐ Þá eru haustfuglarnir komnir á kreik, sem ólikt öörum fuglum hafa sig mest I frammi aö sumarlokum. SEPTEM-sýning- in i Norræna húsinu og sýning örlygs á Kjarvalsstöðum voru opnaöar um siöustu helgi, og notaöi fólkiö góöa veöriö á sunnudaginn til aö sjá af- raksturinn af erfiöinu, en eins og einhver góöur maöur sagöi, þá er listin 99% vinna og 1% hugljómun. Hvaö sýningu ör- lygs viövíkur ætti betur viö aö segja aö formúlan væri 69% vinna, 30% vino rosso og svo þetta eina prósent, sem hengt er utan á ósköpin. Sýning stefnumanna i Nor- ræna húsinu er um margt falleg og áhrifamikil sýning. Orkar varla tvimælis aö þeir Þorvald- ur Skúlason og Karl Kvaran bera af á sýningunni, en hinir kunna eitthvað aö gjalda þess sumir hverjir, aö þeir eru aö reyna aö finna milliveg innan hins uppleysta forms fyrir- mynda og líkinda og lenda meö helming á himnum og helming á jörö. Yfirburöir hinna ákveönu stefnumanna eru augljósir, þeg- ar verkum þeirra er blandaö innanum hálf-figúrativar myndir. Kannski hefur þetta alltaf veriö spurningin um ann- aö hvort eöa. Hvaö sem þessu liöur þá er gaman aö koma á sýninguna i Norræna húsinu og sjá þau þróttmiklu og föndur- lausu handtök sem menn hafa þar á listinni. Sýning örlygs á Kjarvalsstöö- um stendur eflaust mikið nær fólki, enda er hún figúrativ I besta lagi — örlygsk meö þeim dæmum, aö þar veröur engum blandað saman viö. örlygur varö snemma afburðamaður viö tvennt, aö nota munninn og nota pensilinn. Akureyri bók- staflega skalf og nötraöi, þegar þessi sonur skóiameistara brá undir sig betri fætinum og geröi ýmiskonar huglæga og efnis- læga úttekt á margháttuðu borgarasiekti. Og minnisstæöur er hávaöinn og angriö sem hinn gamli og grandvari skólameist- ari haföi af nasistateppinu, sem örlygur teiknaöi eitt sinn fyrir kosningar yfir þau Brynleif Tóbiasson og Elisabetu Eiriks- dóttur og átti aö lýsa einhverju samkrulli i pólitikinni. Kortiö var selt á eina krónu tuttugu oe fimm og var rifiö út. Og enn sækir örlygur fyrir- myndir sinar til Akureyrar milli þess sem hann er á Grænlandi eöa I Suöur-Frans aö gjóa aug- unum upp á strandmeyjar og Cézanne hinn eyralausa, að svo miklu leyti sem einhver lykt er eftir í vinnustofu hans. Sýningin á Kjarvalsstöðum ber þess mik- inn keim, aö örlygi lætur enn vel aö segja sögu i mynd af ein- stöku mönnum, og eflaust er þaðan sprottin ástæöan fyrir þeim mikla mannamyndafjöida sem örlygur hefur gert, og sumar hverjar eru alveg frá- bærar, enda ekkert sparaö til aö velta sálinni út i svipbrigöum augnabliksins. Teikningar hans munu eflaust þykja öllu forvitnilegri en mál- verkin. Þó er þaö ánægjuefni, aö þau eru oröin bjartari en þau voru, kannski vegna þess aö þrátt fyrir alit er örlygur tekinn aö eldast, en þá vilja litir fara aö lýsast, þótt ekki veröi vis- indalegar forsendur þess raktar frekar. t teikningum fer hann á kostum, sem eru alveg hreinnar örlygskrar ættar. A konurnar i Suöur-Frans horfir hann eins og viö hinir sem hreinræktaöur „male chauvinist pig”, og bregöur jafnvel fyrir sig þeirri Hitchcock-aöferö aö vera aö kyssa eina þeirra i aftursæti á Peugeot, svona til staöfestingar á þvi aö hann hafi veriö á staön- um f eigin persónu. Já, örlygur hefur svo sannarlega veriö á staönum okkur til uppörfunar hinum.sem stundum missum af allri kátinunni. Þaö er einna helst ef menn eiga afmæii, aö þeim finnst syrta I álinn. ööru máii gegnir um minningar- greinar. Þær getur örlygur skrifað af sinni sérkennilegu hjartahlýju, enda er þá enginn um eftirmálin. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.