Vísir - 13.09.1978, Síða 5
VTSIR Miðvikudagur 13. september 1978
5
Strœtisvagnar Reykjavíkur:
200 MILLJÓNIR VANTAR
40% fargjaldahœkkun eða
aukið borgarsjöðsframlag?
„Samkvæmt fjárhagsáætlun
borgarinnar eru Strætisvögnum
ætlaöar 271 milljönir kr. t»að
liggur hins vegar ljóst fyrir að
rekstrarniðurstaðan er sú, að.
framlagið þarf að Vera 471
milljónir króna út árið. Það skal
þó tekiö fram að þetta aukna
framlag hefur ekki verið
afgreitt. Strætisvagnarnir eru
hins vegar ein af stofnunum
borgarinnar og við höfum ekki í
önnur hús að venda með að fá
fé,” sagði Eirikur Ásgeirsson
forstjóri Strætisvagna Reykja-
vikur er hann var i morgun
imitur eftir rekstrinum.
,,Það liggur ekki ljóst fyrir
hvernig rekstrarafkoman er, en
likur virðast fyrir þvi að
farþegum fari enn fækkandi.
Útreikningarsýna hins vegar aö
svo virðist sem rekstrarkost-
naðurinn sé um 200 miUjónir
króna umfram áætlun sem gerð
var haustið 1977. Byggist þetta
fyrst og fremst á hækkun launa
og launtengdra gjalda.”
Aðspurður sagði Eirikur að
Strætisvagnarnir hefðu þurft að
fá 40% fargjaldahækkun um
slöustu mánaöamót. „Stjórnin
hefur hins vegar ekki tekið
ákvörðun um hækkun.”
—BA—
Jarðfrœði
Vatnsness
rannsökuð
Hópur jarðfræöistú-
denta frá Háskóla ís-
lands hefur undan-
farna tíu daga unnið að
rannsóknum á jarð-
fræði Vatnsness. Hóp-
urinn hefur haldið til í
grunnskólanum á
Hvammstanga.
Athuganir þessar eru liður
i þjálfun jarðfræðinema i
gerð jarðfræðikorta og mæl-
ingu jarðlagssniða og beind-
ust aðallega að könnun á
fornum jarðlögum og setlög-
um. En einnig að jökulmenj-
um og gömlum sjávarhjöll-
um.
Jarðfræðirannsóknir á
Vatnsnesi eru skammt á veg
komnar og hefur litið verið
sinnt siðan Jakob heitinn
Lindal á Lækjamóti ferðaðist
um Vatnsnes á fjórða áratug
aldarinnar.
Það sem helst kom á óvart
var hve útbreitt lipalrit er á
nesinu og einnig hversu
marga bergganga er þar að
finna en hvort tveggja bendir
til að á Vatnsnesi séu leifar
kulnaðrar megineldstöðvar.
Rannsóknum þessum verð-
ur sennilega haldið áfram á
næstu sumrum á vegum Há-
skóla Islands. Leiðangurs-
slióri var Jón Eiriksson.
SHÞ, Hvammstanga-KS
' Frœðslu- og leiðbeiningorstöð \
\ I
< Ráðgefandi þjónusta fyrir: ?
í Alkóhólista, í
í aðstandendur alkóhólista
2 og vinnuveitendur alkóhólista. ;
í 6 5
' Lágmúla 9. simi 82399. 5
e4íAl
SAMTOK AHUGAFOLKS
UM AFENGISVANOAMAUO
Kræftslu- IriAbcininsarstnA
AMERISKU
HÁSKÓLA BOURNIR
KOMNIR AFTUR
LAUGARDALSVÖLLUR
(Aðalleikvangur)
EVRÚPUKEPPNI BIKARHAFA
VALUR - MAGDEBURG
( KVÖLD KL. 18.15. BRIMKLÓ, HALLI OG
LADDI VERÐA í STUÐI FRÁ KL. 17.00. VALUR '