Vísir - 13.09.1978, Page 6
4"'*^
Kveðjuhóf
fyrír Joseph RPirro og frú
verður haldið í GLÆSIBÆ
fimmtudag 14. september
MATUR - SKEMMTIATRIÐI
- HÚLLUM-HÆ!
Forsala aðgöngumiða:
Frakkastíg 14B kl. 16-19 í dag
og 13-15 fimmtudag
og við innganginn
Allt áhugafó/k um áfengis-
má/ meira en ve/komið!
FREEPORT-KLUBBURINN
Lögtaksúrskurður
Sýslumaðurinn i Árnesþingi hefur i dag
kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir ógreidd-
um en gjaldföllnum útsvörum, aðstöðu-
gjöldum og kirkjugarðsgjöldum álögðum i
Selfosskaupstað 1978 svo og vöxtum og"
dráttarvöxtum að gjaldskuldum.
Samkvæmt úrskurði þessum hefjast
lögtök fyrir gjöldum þessum að liðnum 8
dögum frá. birtingu hans.
Selfossi 12. september 1978
Bæjarritarinn á Selfossi.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANOS
Viðskiptavinir athugið að verslanir
félagsins verða lokaðar frá kl. 12 á hádegi
fimmtudaginn 14. september vegna breyt-
inga á söluskatti. Verslanirnar verða opn-
ar á venjulegum tima föstudaginn 15. þ.m.
Félag kjötverslana
Félag matvörukaupmanna
FULLTRÚASTAÐA í
UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI
Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt
iaunakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist utanrikisráðu-
neytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir
25. september 1978.
Utanrikisráðuneytið,
Reykjavik, 8. september 1978.
Auglýsing um nómsstyrki frú Indlandi
Indversk stjórnvöld hafa boöiö fram dvalarstyrki ætlaöa
ungum þjóöfélagsfræöingum, háskólakennurum, blaba-
mönnum, lögfræöinum o.fl. sem vilja kynna sér stjórnar-
tar a lndlandi af eigin raun. Feröakostnaö þarf styrkþegi
að greiöa sjálfur.
Frekari upplýsingar og umsóknareyöublöö eru fyrir hendi
i menntamálaráðuneytinu. 1
Umsóknum óskast skilaö til menntamálaráöuneytisins,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. september n.k.
Menntamálaráðuneytið,
8. september 1978.
r
s.
Miövikudagur 13. september 1978VISXHL
_________________________)
Svíar stinga upp
ó dönskum rithöf-
undi til Nóbels-
verðlaunanna
Danir ala með sér nokkrar vonir um að eignast
kannski Nóbelsverðlaunahöfund þetta árið eftir
fréttsem birtist í blaðinu Berlingske tidende um, að
Nóbelsnefnd sænsku akademíunnar hefði fengið
augastað á rithöfundinum Villy Sörensen.
Nú er farið að styttast í Nóbelsverðlaunaútnefn-
inguna, en hún fer fram í október eða nóvember.
undur danskur sem mestu lofs-
orði hefur veriö lokið á siöasta
áratuginn. Hann fékk bók-
menntaverðlaun Noröurlanda-
ráðs 1974 (fyrir „Uden maal og
med”). Hann deildi bókmennta-
verðlaunum dönsku akademi-
unnar með Knuth Becker áriö
1962, og hefur þar aö auki hlotið
Oehlenschláger-styrkinn, sem
þykir góö viðurkenning.
Bækur hans hafa veriö mikið
þýddar á önnur mál. Hann þykir
njóta áhrifa sem ráögjafi
Gyldendals-útgáfunnar og
virðingar meðal annarra
skálda.
William
Heinesen eða
Sörensen
Berlingske tidende lætur þess
getið i frétt um þessar Nóbels-
•vangaveltur, aö Villy Sörensen
þurfi aö þessu sinni sennilega aö
keppa viö færeyska rithöfund-
inn, William Heinsen (sjötiu og
átta ára orðinn) sem þykir
koma sterklega til greina. Enda
hafa tveir meölimir dönsku
akademiunnar þegar stungið
upp á honum.
Þrir Danir hafa þegar hlotið
bókmenntaverðlaun Nóbels.
Henrik Pontoppidan fékk þau
1917 ásamt Karl Gjellerup. Jó-
hannes V. Jensen var tilnefndur
1944 og veitti þeim viðtöku 1945
(vegna striösins).
í frétt Berlingske tidende
kemur fram að danska aka-
demian hafi á siöasta fundi sin-
um, sem var i maimánuöi rætt
um möguleikana á þvi aö stinga
upp á Villy Sörensen. Engin
ákvöröun var tekin á þeim
fundi, enda kom þar fram á
fundinum, að akademian var
ekki viss um sinn tillögurétt
gagnvart sænsku akademiunni,
Villy Sörensen:
Verður hann
nœsti Nóbels-
höfundur
Dana?
Eftir þvi sem Berlingske
tidende heldur fram, hefur
sænska akademian eöa út-
hlutunarnefnd hennar, beöiö
dönsku akademiuna aö benda á
einhvern veröugan — „til dæmis
Villy Sörensen”. Meðal meö-
lima dönsku akademiunnar er
auövitað litiö á þetta sem vis-
bendingu um, aö sænsku aka-
demiunni þyki þessi danski höf-
undur og heimspekingur vel
veröur Nóbelslauna.
Hefur fengið
fjölda verðlauna
Siðustu mánuöina hefur
Sörensen vakið á sér athygli
fyrir að skrifa bók i félagi meö
tveim öörum höfundum. Þeim
K. Helveg Petersen og Niels I.
Meyer, sem stóöu aö bókinni
„Oprör fra midten”. En áöur en
Villy Sörensen fór aö skrifa i
fleirtölu fyrsta persónufor-
nafnsins („við”) var hann
orðinn kunnur rithöfundur af
bókunum „Sære historier”
(sem út kom-1953), „Ufarlige
historier” (kom út 1955) og skil-
greinunum i ritgerðasafninu
„Digtere og dæmoner”, „Mell-
em fortid og fremtid”, „Uden
maal og med”, „Seneka,
humanisten ved Neros hof” —
ásamt „Formynderfortæling-
er” frá 1964, „Nietzsche” frá
1963, „Kafkas digtning” frá 1968
og „Schopenhauer” frá 1969.
Villy Sörensen er sá rithöf-
og efins I að hún gerði rétt i þvi
aö stinga upp á einungis einum
dönskum rithöfundi.
En i viötali viö Hans Holm-
berg, blaöamann Berlingske,
lögöu meölimir akademiunnar
áherslu á þaö að þeir mundu
fljótir nota tækifæriö til þess aö
mæla meö Villy Sörensen, ef i
ljós kemur aö þeirra sé tillögu-
rétturinn.
Næsti fundur akademiunnar
veröur 19. septeniber, þegar
Inger Christensen verður inn-
limuð i akademiuna, eftir að
hún hefur tekiö viö Kjeld Abell-
verölaununum (25.000 krónur
danskar). Veröur þá væntan-
lega tekin ákvörðun um, hvort
stungið veröur upp á Sörensen
eða Heinesen eða jafnvel
báðum.