Vísir


Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 11

Vísir - 13.09.1978, Qupperneq 11
vism Miðvikudagur 13. september 197g 11 „LÍKLEGT AÐ ÞESSI SKATTUR FÁI STAÐIST" — segir Sigurður Líndai um hina nýju skattheimtu rikisstjórnarinnar „Eg treysti mér ekki til að gefa ákveðið svar við spurningunni, en mér þykir þó líklegra að þessi skattur fái staðist. í stjórnarskránni eru ekki neinar reglur Um afturvirkni laga, svoað dómstólar hafa þar engin ákveðin fyrirmæli við að styðjast, þegar dæma á um álitaefni þar að lútandi. Það er viðurhlutamikið að hnekkja ákvæðum sem löggjafinn hefur sett og dómstólar fara tæplega út í slík stórræði, nema hafa nokkurn vegin ótvíræðan lagabókstaf við að styðjast, eða réttindi manna séu skert mjög gróflega. Því er tæpast til að dreifa í þessum lögum, þótt ýmsum líki þau vafalaust illa”, sagði Sigurður Líndal prófessor við Lagadeild Háskóla íslands, þegar hann var spurður álits á viðbótarskattheimtu samkvæmt nýsettum bráðabirgðalögum. Milli 20 og 30 dæmi um afturvirkni skattalaga. Afturvirk lög eru þau sem ná til atvika sem gerst hafa fyrir gildistöku þeirra. Augljóst er aö afturvirk lög eru óæskileg, þar sem ekki verður ætlast til annars en að menn hagi gerðum sinum i samræmi við gildandi lög á hverjum tima. Þetta á einkum og sér i lagi við refsilög og reyndar einnig önnur, iþyngjandi lög, eins og skatta- lög. ,,I stjórnarskránni er ekkert ákvæði sem bannar að lög séu látin virka aftur fyrir sig, eins og t.d. i norsku stjórnarskránni. Hitt er álitaefni hvort telja eigi, að slik grundvallarregla gildi eigi að siður og þá hversu viðtæk hún sé. Þegar dæma á um það hvort afturvirk lög fái staðist verður að meta tvennt. I fyrsta lagi hagsmuni borgar- anna og i öðru lagi nauðsyn stjórnendanna. Niðurstaðan fer eftir þvi hvort sjónarmiöið telst þyngra á metunum. Ef sett yrðu afturvirk refsilög er ekki vafi á þvi að hagmunir borgaranna yrðu taldir þyngri á metunum og slik lagasetning óheimil. Um annars konar löggjöf gæti hins vegar risið vafi. Sigurður sagði að það hafði margsinnis gerst að skattálögur hefðu verið lögfestar á gjaldári, þ.e. á þvi ári sem skattur er lagður á, en þær tekið til tekna, sem aflað heföi verið árið á undan. Þó muni slikar reglur ávallt hafa verið settar áöur en álagningu hefði veriö lokið, nema ef vera kynnu lög nr. 79/1932, nr. 13/1933 og nr. 55/1934, en þetta sagðist Sigurð- ur ekki hafa kannað til hlitar. Vart fordæmi fyrir svona lagasetningu. Það sem er sérstætt i bráða- birgðalögunum sagði Sigurður vera álagningu viðbótarskatta eftir að álagningu væri lokið og skattskrá birt. ,,Þá er það spurningin hver er munurinn á þvi að leggja skatt á eftir lok álagningar og birtingu skattskrár og svo hinu að gera það áöur, eins og margoft hefur veriö gert og taliö heimilt. Munurinn viröist sá helstur aö viðbótarálagningin alllöngu eftir lok álagningar og birtingu skattskrár, er liklegri til aö raska högum manna t.d. fjár- hagsáætlunum og þannig valda mönnum meiri óþægindum en ella. Þetta getur t.d. átt við fólk, sem er aö byggja og hefur tekið á sig ákveðnar skuldbindingar miðað viö fjárhagsgetu sina. En þá er spurningin sú hvort þetta atriði eigi að ráöa úrslitum. Óvist er að þessi rök eigi við marga gjaldendur úr hópi einstaklinga, en liklegra að þetta geti komiö illa við félög, sem reka atvinnu. Hér ber þó að hafa i huga að viðbótarskattur- inn verður innheimtur að nokkru leyti á næsta ári, þ.e. 1979”. Hagsmunir stjórnenda. „Hagsmunir kjörinna stjórn- enda eru að stjórna i samræmi við stefnu sina. Þetta á ekki sist við þegar kosningar hafa nýlega farið fram. En vegna þeirrar skipunar mála hér á landi, að skattar eru lagðir á áriö eftir að tekna hefur verið aflað og eignir hafa myndast, yrðu hendur stjórnenda harla bundnar, ef þeir gætu ekki gert álagningar- ráðstafanir, sem þeir teldu nauðsynlegar, fyrir þær sakir einar að þær snertu tekju- öflunarárið.— Raunar er spurn- ingin hvort ekki sé hægt að lita á þau tvö ár, áriö sem tekna er aflað og svo árið sem álagningin fer fram, sem eina heild, þegar afturvirkni er metin. Að þvi hefur verið látið liggja að ef þessi lög fengjust staðist væru engin takmörk fyrir afturvirkni. Að minu mati er þetta hæpið: Þótt viðurkennt yrði að heimilar væru nýjar skattálögur á álagningarárinu, sem tækju til ársins á undan er tekna var aflað og þessi tvö ár þannig skoðuð sem ein heild, væri engan veginn viðurkennt að slikar álögur gætu náð lengra aftur i timann”. Lögin stjórntæki viö rekstur þjóðfélagsins. Sigurður sagði að það sem raunverulega hefði gerst i þjóð- félaginu væri að lögin væru aö verða eitt helsta stjórntæki við rekstur þjóðfélagsins. Ekki sist við stjórn efnahagsmála. Hann taldi vafasamt að lögin gætu gegnt þessu hlutverki ef skil- yrðislaust væri fyrirmunað að veita þeim afturvirk áhrif. Þvi er það enginn tilviljun, sagði Sigurður að afturvirkni laga hefur einkum gætt á sviði stjórnsýslu og þá ekki sist skattamála. „Þegar grundvöllurinn var lagður að þeim stjórnskipunar- lögum sem við búum við og gerð voru siöast á 18. öld og þeirri nitjándu, var miðað við allt önnur og minni umsvif rikisins. Þá var vandalitið að hafa i heiðri þá reglu að iþyngjandi lög skyldu aldrei verka aftur fyrir sig. Ef menn hafna þessu nýja hlutverki laganna sem stjórn- tæki við rekstur þjóðfélagsins hvernig vilja menn þá skipa þeim málum og eftir hvaða meginreglum á þar að fara? Liklegt er að dómstólar taki mið af þessum breyttu aðstæöum, þegar þeir meta gildi laganna. Þótt réttur stjórnenda til slikrar lagasetningar sé viðurkenndur merkir það ekki aðhalds- leysi.Þeir hljóta að bera ábyrgð fyrir kjósendum sinum og skattar eru nú aldrei vinsælir, þannig að ég tel aö það aðhald hljóti að mega sin nokkurs. Auk þess má minna á að þjóðfélagiö morar af hvers konar hags- munasamtökum og þrýsti- hópum, sem hafa þá stefnu að gæta réttar umbjóðenda sinna. Þetta allt kemur til viðbótar þvi aðhaldi sem ákvæöi stjórnar- skrárinnar eiga að veita”. Annars stöndum við hér frammi fyrir stjórnskipulegum vanda, sem ekki hefur verið tekist á við. Umræöur um stjórnskipan og stjórnarskrá hafa einkum beinst að heldur efnislitlum yfirlýsingum, að ekki sé talað um slagorð, sem ýmsir telja nauðsynlegt að lög- festa sem flest i stjórnarskr- anni. Er hér átt við ýmsar jafn- réttindayfirlýsingar og annars konar réttindayfirlýsingar sem enginn ágreiningur er um t.d. réttinn til vinnu. Ég vil að lokum taka það fram að hér hefur eingöngu verið talaö um lagalegar heimildir löggjafans og stjórnvaldshafa, en ekki verið lagður neinn dómur á efni þessara laga, hvort þau séu réttláteða ranglát, heppileg eða óheppileg”. KP. Sigurður Lindal prófessor. Visismynd Jens. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar: 2000 milljónir vantar út árið „Greinargerð ólafs er stað- festing á þvi að Reykjavikur- borg á við hrikalega greiðslu- erfíðleika að striða um þessar mundir. Nauðsynlegt er að brúa þá fjárvöntun að upphæð 2000 milljónir kr. sem nú blasir við eftir viðskilnað fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta. Vegna fyrri fjárskuldbindinga er íjóst, að útgjöld munu fara verulega fram úr áætlun. Með itrasta aðhaidi og sparnaði i rekstri borgarinnar og fyrir- tækja hennar verður þó stefnt að því að bæta fjárhagsstöðu borgarsjóðs eftir þvi sem tök eru á,” segir meirihluti borgar- ráðs um greinargerð um úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkur- borgar 30. júnf 1978. Greinar- gerðin var kynnt á blaðamanna- fundi i gær. en það var ólafur Nilsson endurskoðandi sem framkvæmdi úttektina. 1 greinargerðinni kemur fram að handbært fé borgarsjóðs þann 30. júni nam aðeins 112 milljónum en skammtima- skuldir 2 milljörðum og 341 milljón króna. Veltufjármunir borgarinnar námu alls 6 milljörðum 992 milljónurh króna 30. júni en endurskoðandinn telur þá of- metna og þá einkum útistand- andi eftirstöðvar opinberra gjalda. Verulegur hluti veltu- fjármunanna eða 2 milljarðar 437 milljónir króna eru útistand- andi kröfur á rikissjóð. Bók- færðar eftirstöðvar opinberra gjalda eru 4 milljarðar 199 milljónir króna. A almennum viðskipta- reikningi rikissjóðs er hann tal- inn skulda borgarsjóði 1 mill- jarð og 79 milljónir. A þennan lið er m.a. færður hlutur rikissjóðs i rekstrar- kostnaði skóla, stofnkostnaöi skóla og stofnkostnaði sjúkra- stofnana. i Eignfærður halli ) Borgar- spitala og annarra sjúkrastofn- ana nemur nú 406 milljónum króna. Reiknað hefur verið með að hann fengist bættur með halladaggjöldum. Daggjalda- nefnd hefur hins vegar lýst þvi yfir að hluti af hallanum verði ekki bættur að svo stöddu. Endurskoðandinn segir að það hggi þvi ekki ljóst fyrir að hve miklu leyti umræddur halli verði bættur. Fjárvöntun 2000 millj* Samkvæmt nýgerðri greiðslu- áætlun er reiknaö með að yfir- dráttur á hlaupareikningi i Landsbanka íslands og önnur fjármagnsútvegun þurfi að nema 917 milljónum króna til 1402 milljóna króna i lok hvers mánaðar fram til áramóta. Þetta er staðan. enda þótt tekið hafi verið 500 milljón króna lán nýlega. 1 septembermánuði er reiknað með til dæmis að yfir- dráttur þurfi að vera 1376 milljónir króna en var 995 milljónir króna i sama mánuði i fyrra. „Miðað viö hinar miklu sveifl- ur, sem verða á greiðslu- stöðunni er ljóst, að fjárvöntun borgarsjóðs mun nema alls um 2000 miUjónum króna innan hvers mánaðar fram til ára- móta og er þó ekki tekið tillit tíl verðbreytinga á þegar geröum verksamningum og annarra útgjalda borgarsjóðs og fyrir- tækja né óhjákvæmilegs rekstr • arhalla SVR og BÚR” segir i greinargerð meirihluta borgar- ráðs. Hann bendir ennfremur á það að tU að geta lokið sa m n i n g sb u n dn um og áætluðum verkefnum vegna byggingarframkvæmda hefði þurft að hækka fjárhagsáætlun um 250 milljónir króna. Einnig er bent á það að pantaðar og ógreiddar-vörur á vegum Inn- kaupastofnunar Reykjavikur- borgar hafi numið 623 miUjón- um i lok júni. Vörur fyrir 250 miUjónir Uggi þegar á hafnar- bakkanum. „Samkvæmt þvi sem áður segir um greiðslustöðuna og greiðsluáætlun tU ársloka 1978 virðist hún fylgja hliöstæöum sveiflumoggreiðsluáætlun 1977. Ljóst er að greiöslustaða borgarsjóðs verður m jög erfið á árinu 1978 og gæti hún raskast frá þvi sem áætlað er...” eru lokaorð Ólafs NUssonar. —BA—

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.