Vísir - 13.09.1978, Page 14
14
Miövíkudagur 13. september 1978 VISIR
„Og þá er þaö Laugardalsvöllurinn, svcinar” gæti Haraldur Sígurösson (helmingurinn af Halla og
Ladda) veriö aöségja viö þá Brimklöarmenn og Ladda á þessari mynd.
„Faraldsfœtur"
og fótbolti
í Laugardalnum
Upp ó það er boðið á Laugardalsvelli í dag. Fyrst skemmta
Halli, Laddi og Brimkló í einn og hólfan tíma — og síðan
leika Valur og Magdeburg í Evrópukeppni bikarhafa
,,Þaö hefur enn ekki veriö
skorað íslenskt mark i leikjum
við erlend lið hér i sumar, og
okkur finnst timi til kominn að
slfkt gerist, þegar við leikum
gegn Mageburg”, sagði Pétur
Sveinbjarnarson, formaður
knattspy rnudeilda r Vals, á
blaöamannafundi i fyrradag.
Valur og a-þýska liðið Magde-
burg leika fyrri leik sinn i
Evrópukeppni á Laugardals-
velli I dag og hefst kl. 18,15. Um
kl. 16.45 hefst þar hinsvegar
„konsert” Halla og Ladda og
Brimklóar. „Faraldsfótanna”
svokallaöra. Þeir skemmta
siöan aftur i hálfleik en annars
veröa þaö leikmenn Vais sem
ætla aö skemmta áhorfendum.
A- þýska liðið er geysilega
sterkt, það sést best á þvi að i
þvi eru 10 landsliösmenn, sem
hafa 227 landsleiki að baki. og
margir þeirra eru i fremstu röð
i heiinalandi sinu i dag og eru
fasramenn i landsliði A-Þjóö-
verja.
Af þeim má nefna Martin
Hoffmann, sem er einn albesti
leikmaður þeirra, en hann á 40
Jandsleiki aö baki og var meðal
annars f gullverölaunaliði
A-Þýskalands á
Ólympfuleikunum 1976 i
Montreal. Af öðrum
leikinönnum má nefna miö-
vallarspilarann Wolfgang Stein-
bach, framlinuinanninn
Jocakim Streich, og Jörgen
Sparwasser. Allt eru þetta
landsliðsmenn meö tugi lands-
leikja aðbaki hver.svo segja má
aö í liöinu sé valinn maöur i
hverju rúmi.
En hvað um möguleika Vals-
manna?.
,,Ég sé að mótherjat okkar
eru reynslumiklir leikmenn og
þetta verður án efa erfiður
leikur. Við erum hinsvegar í
toppformi þessa dagana og
ætlum okkur að leika tQ sigurs i
leiknum á miðvikudag', sagöi
Ingi Björn Albertsson, fyrirliði
Vals á fundinum.
Þá vöktu forráðamenn Vals
athygli á þvi á blaðamanna-
fundinum að Valur hefði aðeins
einu sinni tapað hér leik i
Evrópukeppni. Það var gegn
Glasgow Celtic, en Valur hefur
ekki tapað heima, þótt and-
stæðingarnir hafi verið jafnfræg
lið og Benfica, Standard Liege
og ungverska liðiö Vasas. „Af
þessu erum við stoltir og við
ætlum ekki að tapa fyrir
Magdeburg” sögðu Valsmenn.
A fundinum var mættur
aöalþjálfari Magdeburg, en
hann var hér viðstaddur, er
Vaiur lék gegn 1A um helgina.
Hann sagði á fundinum að Vals-
liðið hefði komið sér á óvart, og
þótt hann væri ekki hræddur við
Valsmenn. þá myndi lið hans
leika af varkárni á Laugardals-
vellinum.
Sem fyrr sagði hefst leikurinn
kl. 18,15 en einum og hálfum
klukkutima áður byrja
„Faraldsfæturnir” að hita
mannskapinn upp.
TILKYNNING
til söluskattsgreiðenda
Frá og með föstudeginum 15. þ.m. fellur
söluskattur niður af ýmsum tegundum
matvæla. Af þvi tilefni vill ráðuneytið
vekja athygli söluskattgreiðenda á nokkr-
um ákvæðum söluskattreglugerðar.
Undanþágur
Frá og með 15. þ.m. fellur niður söluskatt-
ur af öllum þeim matvörum sem ekki eru
þegar undanþegnar söluskatti öðrum en
gosdrykkjum, öli, sælgæti og súkkulaði-
kexi. Með matvörum teljast hvers konar
vörur sem ætlaðar eru til manneldis svo
sem kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkur-
afurðir, fiskur, ávextir, grænmeti og aðr-
ar nýjar og geymsluvarðar matvörur, sbr.
nánar 2. tl. 1. gr. rgl. nr. 316/1978.
Aðgreining viðskipta
Þeir aðilar sem selja bæði söluskattskyld-
ar og söluskattfrjálsar vörur skulu halda
hinum söluskattskyldu og söluskattfrjálsu
viðskiptum greinilega aðgreindum bæði i
bókhaldi sinu og á söluskattskýrslum.
Allir slikir aðilar skulu halda innkaupum
á skattskyldum og skattfrjálsum vörum
aðgreindum i bókhaldi sinu.
Bókhald og söluskattuppgjör smásölu-
verslana
Þeim smásöluverslunum sem ekki hafa
aðstöðu til að halda sölunni aðgreindri á
sölustigi er heimilt að skipta heildarsöl-
unni á hverju uppgjörstimabili eftir hlut-
falli innkaupa af söluskattskyldum vörum
annars vegar og söluskattfrjálsum vörum
hins vegar á sama timabili. útsöluverð
innkaupanna skal þá reiknað á öllum inn-
kaupum og skal heildarsölunni siðan skipt
i sömu hlutföllum og nemur hlutfallinu
milli útsöluverðs innkaupanna i hvorum
flokki fyrir sig. Ekki skal tekið tillit til
birgða við upphaf eða lok timabils.
Söluskattskil fyrir septembermánuð 1978
Þeir aðilar sem selja vörur, sem eru und-
anþegnar söluskatti, skulu skila tveimur
skýrslum fyrir septembermánuð. Skal
önnur skýrslan varða timabilið 1.-14.
september en hin timabilið 15.-30. septem-
ber. Þeir smásöluaðilar, sem nota heimild
til skiptingar á heildarveltu eftir útsölu-
verði innkaupa skulu gera söluskattskil
fyrir 1. til 14. september eftir eldri regl-
um, þannig að frá raunverulegri sölu á þvi
timabili skal draga innkaup söluskatt-
frjálsra vara á timabilinu að viðbættri
álagningu. Sölu á timabilinu 15.-30.
september skal skipt i hlutfalli við skipt-
ingu innkaupa milli söluskattskyldra og
söluskattfrjálsra vara á þessu timabili.
Söluskatt fyrir september skal þvi gera
upp án tillits til birgða við upphaf eða lok
timabilanna.
Sérstök athygli skal vakin á þvi að engar
birgðatalningar þurfa að fara fram vegna
söluskattskila fyrir september. Varðandi
undanþágur frá söluskattskyldu, bókhald
og söluskattskil visast að öðru leyti til
reglugerðar nr. 169/1970 um söluskatt með
áorðnum breytingum, sbr. sérstaklega
reglugerð nr. 316 8. september 1978.
Fiórmólaráðuneytið, 11. september 1978
DREGIÐ EFTIR 2 DAGA
Hjartavernd