Tíminn - 26.09.1969, Blaðsíða 1
i kanpfétogítM
fwtmi
210. tbl. — Föstudagur 26. sept. 1969. — 53. árg._
I haupféUtsfan
Skípuleg gagnasöfnun um
heyfeng á óþurrkasvæðinu
KJ-Reykjavík. fimmtudag.
Á vegum harðærisnefndar
fer nú fram skipuleg gagna-
söfnun á óþurrkasvæðunum,
til þess að komast að raun
um hve heyfengur bænda er
mikill. Er þetta fyrsta skref-
ið til að fá heildaryfirsýn yfir
hve heyfengurinn er mikill,
og þá hvað sé hægt að gera
til að létta undir með bænd-
um í vetur, en með hverjum
deginum sem líður verður
ástandið í heyskaparmálunum
á óþurrkasvæðunum óskap-
legra.
Jón Arnalds formaður harðœris
nefndar tjáði Tímanum í dag, að
harðærisnefnd hefði haldið fund
á Hvoli með oddvitum og forða-
gæzliumönnum fyrir nolckru, og nú
væri unnið að því að fiá náikvæmar
upplýsingar um heyfienginn, og
jafnframt væm gamlar heyforða-
skýrslur teknar fram og kannað
hver hefði verið meðalheyfengur
hjá bændum á undanförnum árum.
Jón sagði að á undanförnum
tveim árum hefði bæradum verið
veittar fjörutíu milljónir í lénum
og óafturícræfum styrkjum vegua
töðubresfe. Óafturkræfir styrkir
hefðu verið veittir til styrktar við
heyflutninga, og hefði sá háttur
verið á hafður, að enginn styrkur
hefði verið veittur vegna flutnings
kostnaðar fyrstu 40—50 km., en úr
því hefði verið greitt ákveðið á
kílómetra, en þó mismunandi eftir
því um hve miklar vegalengdir
hefði verið að ræða. Þanraig hefðu
verið veittar 3 milljónir í slíka
styrki árið 1967 og fimm í fyrra.
Auk þessara flutningastyrkja
hefðu bændur svo fengið fimm ára
vaxtaiaus lán til fóðurbætiskaupa,
og hefðu gilt um þær lánveitingar
vissar neglur. Sá háttur hefði ver
ið á hafður, að bændur hefðu
tekið á sig 20—25% heyvöntun mið
að við eðlilegar aðstæður, en síð
an hefðu verið veitt lán til fóður
Framhald á bls. 10.
Slátrun er nú í fullum gangi í sláturhúsum um allt land. Myndin var tekin í sláturhúsi Sláturfélagsios vi8
Skúlagötu í Reykjavík. Ef ekki raetist úr meS heyskap á næstu dögum má búast viS að enn fleira fé verðl
sett í sláturhúsin en áætlað var. (Tímamynd: Gunnar).
Erfitt
að fá
blóðið
EJ—Reykjavik, fimmtudag.
„Stjóm Rauða kross fslands
er mjög óánægð með, hversu
lítið blóðsöfnunarbifreiðin hef
ur verið notuð hingað tál“, seg
ir í skýrslu stjórnarinnar til
aðalfundar RKÍ, sem haid nn
var á Akranesi 20. septem-
ber.
Segir í skýrslunni, að erfið
leikar hafi verið á blóðsöfnun
Rauða krossins, og stafi það
einkum af þvi, að því er
virðist, að Blóðbankinn hafi
ekki þvf starfsfólki á að skipa,
sem nauðsynlegt er.
Framhald á bls. 10
Þing hefst
10. október
Forseti fslands hefur sam-
bvæmt tállöigu forsætisráðherra
bvatt Alþingi til fundar föstu
daginn 10. október n. k. og
fer þingsetning fram að iok-
inni guðslþjónustu í dómkirkj
unni, er hefist M. 13.30. Séra
Pétur Signrgeirason, vigsiu-
biskup, mun predika.
Frótt frá forsætisxáðuneytinu.
ERU RÚSSAR AÐ EYDA FISKI-
MIÐUM BANDA RÍKJAMANNA ?
NTB-New York, fimmtudag.
Útgerðar- og fiskimenn á
austurströnd Bandaríkjanna,
halda því fram, að erlendir
togarar hafi gereyðilagt fiski
miðin á Norður-Atlantshafi
vestanverðu, undanfarin átta
ár. Haffræðingar hafa bent á
á aðrar orsakir hinnar minnk
andj veiði Ameríkana, til dæm
is gamaldags veiðitækni og
fækkim báta þeirra.
Síðan Rússiar hiófu þarna veið
ar fyrst árið 1961, hefur floti
erlendra togaria sífeilt farið
stækkandi og fœrzt nær 12
málna mörkum Ameríku. í
síðustu viku kannaði skip á
vegum fiskimláfllaráðs fflloitann,
sem þá yar að creiðum á þessu
svæði. í flotanum reyndust
vera 143 sovézkir togarar, 33
austur-þýzkir, 18 vestur-þýzkir,
29 pólskir, 4 spánskir, 4 norsk
ir, einn rúmenskur og anrar
japanskur. Á svæðinu frá
Cape Ann til Montauk Point,
sem er gjöfult veiðisvæði, eru
erlendir bátar allsráðandi og í
ágústmánuði voru taldir þar
um 325 þeirra. Þar af voru
212 sovézkir og um 75 pólskir
eða austur-þýzkir. Þessir bát
ar eru lengur á svæðinu með
hverju ári og flytja sig ár-
lega leragra vestur, í áttina að
Þing Fjórðungssambands Vestfjarða krefst að
Heildsðluverð raforku sé
hið sama um alit landið
EJ—Reykjavík, firnntudag.
Vestfirðingar átelja nú mjög,
að „ekki hefur verio raðizt í nein-
ar raunhæfar 'ramtíðaraðgerðir í
rafmagnsmálum á Vestfjörðum“,
eins og segir í samþykkt þings
Fjórðungssambands Vestfirðiiiga,
sem haltlið var á ísafirði fyrr í
þessum mánuði. Jafnfraint var
átalið mjög að rafniagnsveitur
ríkisjns hafa tekið upp á því að
selja raforku í heildsölu á mis-
háu verði eftir því livar á land
inu er, og bess krafist að heild
söluferð á raforku verði hið sama
alls staðar á landinu.
í samþykktinni er átalið. að
„engar nýjar vatnsaflsvirkjanir
(hafa verið) reistar síðan lokið
var við Mjólkárvirkjun, né heidur
er vitað, að slíkar framkvæmdir
í rafmagnsmálum á Vestfjörðum
séu fyrirhugaðai. í stað þess virð
ist sú stefna bafa verið tekiu, að
„uka við di'eselafl á Vestfjörðum.
m-eð ærnum kostnaði.
í þessu sambandi ítrekar bingið
fyrri samþykktir um áframhald
andi rafvæðingu Vestfjarða og
lýsir vfir þeirri sikoðun sinni. að
sveitarfélögin fáj frekari ákvörð
Framihald á bls. 10.
fisbveiðimörkum Ameríku.
Einnig hefur orðið vart ein-
stakra fiskibáta frá ísrael.
Grikklandi, Kúbu og Búlgaríu
og er álitið, að þeir séu að cil-
ra-umaveiðum, en seinn-a muni
þessi lönd svo senda út fflota
sína. í fyrsta skiptj í fyrra,
fýlgdi sovézki flotinn síldar-
göngunni suður á bóginn t l
Virginíu og er búist við, ið
Pólverjar og Austur-Þjóðver.iar
fiari að dærni þeirra í ár.
Fiskimenn á austurströnd
Bia-n'd-a-rikjanna, vi-lja skeEa allri
Sku-ldinni vegna minnkandi
veiða sinna, á þessi erlendu
veiðiskip, þó að haffræðingar
og ýmsir sérfræðingar hafi
bent á aðrar orsakir. í gami-i-
fiskibænum Cloucester i Ma-ssa
ohusetts, hef-ur tala skráðia
fiskibáta lækkað um 90 síðan
árið 1953 í fyrra bættist að-
eins einn bátur í flotann bar
en t-veir sukku.
Ameríkanar viðurkenna. að
erlendu bátarnir og togara.n
ir séu mun fullkomnari en
þeirra eigin, en ameriskir f'á.
heldur ekki leyfi til að veiða
með sömu möskvastærð og
þeir erlendu, heldur stærri.
Afturkippinn 1 amerísku fis'k
veiðunum er einnig hægt að
Fraxnhald á bls. 10.