Vísir - 09.10.1978, Qupperneq 2
Mánudagur 9. október 1978 VISIR
Hér sjáum viö Feilan (XFeilan, aöalmanninn i Silfurtunglinu, slá
um sig.
„Silfurtunglið er örugglega með þvi viðamesta
i dagskrárgerð, sem Sjónvarpið hefur ráðist i. Og
örugglega viðamesta stúdióframleiðslan.
Stúdióupptökur stóðu yfir i þrjár vikur, en hingað
til hefur eitt verk aldrei verið þar nema hálfan
mánuð” sagði Jón Þórarinsson dagskrárstjóri
Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins er rætt
var við hann um leikrit Halldórs Laxness,
Silfurtunglið.
Upptaka fór fram á verkinu i
stiidiói frá og meö 10. ágúst og út
þann mánuö. Undirbúningur aö
þessu hófst hins vegar strax i
fyrrahaust er höfundurinn og
Hrafn Gunniaugsson settust við
aðsemja þá gerð sem notuö hefur
verið við upptökurnar. Upptök-
unni stjórnaði Egill Eövarösson.
Sýningardagur hefur ekki verið
endanlega ákveðinn.
Jón sagöi að þegar væri búið aö
ákveða hvaöa upþtökur ætti aö
nota varöandi hvert atriði. Næsta
skrefiö væri samsetning leikrits-
ins, en það mun taka eitthvaö á
þriðja klukkutima að sýna það.
Silfurtunglið verður
sjónvarpsþáttur
„Ein aöalbreytingin frá Silfur-
tunglinu eins og þaö var sýnt á
leiksviði er sú að i sjónvarpinu
verður Silfurtunglið sjónvarps-
þáttur. A leiksviðinu var þaö hins
vegar skemmtistaður.
Leikritiö er einnig brotið mikið
meira upp en unnt var að gera á
einu leiksviði áður. Þannig var til
dæmis eitt og sama sviöið i öllum
fyrsta þætti, en I sjónvarpinu gát-
um við breytt út af þessu.”
Jón sagöi að tekið heföi verið
fullt tillit til þess að leikritiö yrði
Silfurtunglið:
PRJALVEROLD OG
HVERSDAGSTILVERA
„Viðamesta innonhúsupptaka til
þessa" segir Jón Þórarinsson
Hér er augsjáanlega allt komiö á fulla ferð og dömurnar f Silfur-
tunglinu eru framúrskarandi glæsilegar.
sýnt i lit, en þess þó gætt að þeir
sem heföu svart-hvit tæki gætu
einnig notið þess að horfa á verk-
ið.
„Viö urðum að sérpanta ýmis-
legt og meira en oft áður, bæði i
leikmynd og búninga.
Þetta urðum við að gera til aö
undirstrika betur þessa
prjálveröld, ef nota má þaö nafn.
Við geröum ýmislegt til að kalla
fram hinar miklu andstæður sem
koma fram i verkinu. Við höfum
annars vegar stúlkuna sem kem-
ur úrhinni hversdagslegu veröld,
sem er stundum jafnvel subbuleg.
A hinn bóginn höfum viö
„sterilíseraðan” plastheim.
Við sérpöntuöum til dæmis glit-
efni sem notuð eru i búninga leik-
ara i þessu skyni.”
Leikarar I Silfurtungii eru ekki
margir. Mað helstu hlutverkin
fara þau Sigrún Hjálmtýsdóttir
(Diddú) en hún leikur Lóu, og
Egill Ólafsson sem leikur Feilan
Ó. Feilan. Þau voru bæði i Spil-
verki þjóðanna.
Þórhallur Sigurðsson leikur
óla, mann Lóu. Steindór
Hjörleifsson leikur fööur Lóu, en
hann kemur aldrei i Silfurtungliö.
1 leikgerð Sjónvarpsins er hins
vegar lagt meira upp úr þvi sem
1. DESEMBER
KOSNINGAR
STÚDENTA:
Kosið
verður
21.
október
Kyrsta desemberkosningar
stúdenta fara fram á stúdenta-
fundi i veitingahúsinu Sigtúni við
Suðurlandsbraut 21. október n.k.
Kosin veröur hátiðarnefnd , en
hún skal skipuö 7 mönnum er
kosnir skulu leynilegri listakosn-
ingu.
Framboði ásamt meðmælum 10
stuðningsmanna og tillögum um
markmið og tilhögun hátiöahald-
anna skal skila kjörstjórn fyrir
klukkan 12 mánudaginn 16.
október.
Kosningafundurinn mun standa
frá klukkan 14.30-17.30.
íslenskar samþykktir í Leníngrað
{ Llr*aittij>«tr lókti |*»l« i 21.
i v<'tlalýf5»»áAt<t< |n« Ky<d<tt»ah»rikjáiuvá,
j N>■>, LlaixK. firttu lúr i Þfi-
t«ífirt>l 11 lil I > fúiii «1. WilalýðxiáA.
*«eitt<ttt It.f.ir Itiui-i.ð «i1 milt It.tUir,
k'jt.t t H.-xt.x k i Þý,U .,lj,yA,,lýf»v,:W.
irn. »•« ut, Ik-Iui it'iiA ctkveðitl áS l»ii>
f:,ri ftlttti líi »!><plis i lolfliikjll.iuilutttlttt,
Í'áiiii ij- iittiii aíÍiiiiiíi „A haklx haria
«:<»?:, „ I I‘«IWhIí. I>:,m.,l»-||<l<l< <-»»
lr:< r>ý.k» „Ij.ýAuKAo blíttu, IWtm-.ti.il,
(élttttli. N<:o-::i. r\,l!;.i«ti, S..t,1iii>jui.
um, finulatuli, S,„,(,l>;u«l»ii<>v<-I,littt,
l*ýxUI<m<li l>v S> <|<ji>S, 1MI }<■»««
l;,W<-i„!„r í >ii.
VíAlitttfíxt-fiii ,<tS«lef„ttii,:j< <tA j«t'x*u
xjuui ut á -Í,»««i li»li vwlttljlWii^í-
fytil f,iÁ<- ;,fvi>)„uu: <>:: f<-la«;sfe)irUW,
liánilötuiii. Fj.JttiatRai rrSu, v<>rú
flullar <<ut j><-x», iii.il Vttttt' |<;« mctrgi
í,<>A!:>d fr-UC \ <-<l.:<)' S-t,r<-< (i„y
;<!!:„
<!<>:
<-Ui
>iA:i, r,ki*xtj„„,i, lirlnixitt*, ftamn.t
fyrir |>vi Itry,ia i<-»kefni <iA tvyna a<\
*íi>At;i iiíj«í„í,A;trk;,|»>l:f.<::J>iS »s Wrfjtt
«<tt„J>»'f»t aAx-rAÍ< í ;»ít .>i>iiiii>.>«itt,tlti ->
\,<\i,».j;.<-t:„ veiUIVAvféfaxa i fi'mma
ý„i.xí, foixitttt, (iktaiSast ,x't :t! ‘IrUor-
k'fr.ttttt »S»f;t'A„„>. vf«.,fi:«gv!i>;:,< l>vy'X-
illgll ■>;'. „ðiuttt siih fSttllt l' llgú <„' stS-
t.i lctír, w-tiÁ <-„, itfll.ii fyrír
'ltrrxf, „kv.Aút „,.,!. ví,,.,l>., .|, ;•». frf.<x<
!<>•* <>j? S é;i!;tleyx vAí<» v.-rn lt>«
Lokaáilyktun
<X-?<t<f»XRt<4:
< s;>v :»:<*<(.«■
!&4a. i
Ekki er langt um liðið siðan
islensk verkalýöshreyfing tuldi
sig vera aö heyja kjarabaráttu i
kjörklefum. Nokkru áður en sú
kjarabarátta var háð tóku fjór-
tán islendingar þátt i 21. verka-
lýðsráöstefnu „Eystrasalts-
rikjanna”, sem haldin var I
Leníngrad 13. til 15. júni s.l.
Þátttakendur voru frá Þýska
alþýðulýðveldinu, Danmörku,
islandi, Noregi, Póllandi, Sovét-
ríkjunum Finnlandi, Sambands-
iýðveldinu Þýskalandi og Svi-
þjóð, eða 340 manns alls.
Eystrasaltsrfkin sjálf eru ekki
sundurliðuö sérstaklega i frétt
af þessari ráðstefnu, enda heyra
þau undir Sovétrikin nema átt
sé viö Danmörku, Sviþjóð og
Finnland, sem væntanlega eiga
að standa að friöun Eystrasalts,
sem bar á góma á ráöstefnunni.
i lokaályktun er þvi m.a. lýst
yfir að andstaða þeirra, sem
vilji vinna gegn slökun spennu i
heiminum, sé oröin sterkari en
verið hafi og voldug öfl innan
vopnaiðnaöar og hers muni
hefja nýtt vigbúnaöarkapp-
hlaup, sem leiði til verulegrar
aukningar hernaðarútgjalda Að
sjálfsögðu er hér átt við vopna-
iðnað og herafla Vestur-Evrúpu
og Bandarikjanna.
i frétt af ráöstefnunni segir
énnfremur að sænski fulltrúinn,
Ingemar Noren, hafi nefnt mjög
fróðlegar töiur i ræðu sinni, sem
sagt I þá veru, að ef þeir 128
milljarðar bandarikjadala, sem
Bandarikin veita til hermála
væru lagðir I friðsamlegri fram-
leiöslugreinar, mundi það veita
1.357.000 mönnum atvinnu. t
hergagnariðnaðinum veita
þessir fjármunir hins vegar
100.000 mönnum atvinnu, segir I
fréttum af ráðstefnunni i mál-
gagni verkalýösins, Vinnunni.
i simskeyti, sem ráðstefnan
sendi frá Leningrað tU Alls-
herjarþings S.þ. segir einnig
frá vigbúnaðarkapphiaupinu,
án þess að Bandarikin séu til-
greind þar sérstaklega. i
skeytinu segir aö þátttakendur i
ráöstefnunni vilji aö fjármunir
sem renni tU vopnabúnaðar
verði notaðir til að mæta þörf-
um sérhvers lands á félagslegu
og fjárhagslegu sviöi. Væntan-
lega er þar fólgin i friðun
Eystrasalts og Noröur-Atlants-
Itafs og annarra hafa, sem
Sovétmenn hafa ekki einkaleyfi
á.
t rauninni er ekki nema gott
eitt um það að segja að fjórtán
fulltrúar frá islandi skuli sitja
verkalýðsráðstefnu. En ó-
neitanlega hefur heimilisfang
ráðstefnunnar ráðið nokkru um
framgang hennar, umræður og
áiyktanir, enda virðist af frétt-
um i Vinnunni, að fyrst og
fremst hafi verið rætt um her-
búðarkapphiaup Bandarikj-
anna. Tölur þaöan um herkostn-
að liggja á lausu. öðru máli
gegnir um vlgbúnaöarkostnað
Sovétrikjanna.Hann var ekki til
umræðu á þessari ráðstefnu.
Þau geta eytt stórum hluta af
þjóöartekjum sinum árlega i
vigvélar og manndrápstól án
þess að ráðstefna verkalýös i
Leningrað þurfi nokkur orð um
það að hafa. Enginn Svíi
stendur þar upp til að tiunda töl-
ur i ráðstefnugesti um eyöslu
Sovétmanna á sviði hermanna.
Aftur á móti gleymdist ekki aö
álykta um Chile eða
Suður-Afríku. Kambodfa var
hins vegar ekki á dagskrá og
ekki Vietnam, sem stendur nú i
þvi að ofsækja Kinver ja búsetta
i landinu. Þá var ekki minnst á
friðlýsingu Barentshafs.
Það er óhætt að segja að
islensk verkalýöshreyfing hafi
liaft nóg að gera á liðnu sumri.
Fyrir utan velheppnaða baráttu
I kjörklefunum, tókst hún á við
hergagnaframleiðslu i Banda-
rikjunum, stóð að ávitum á
Chile og samþykkti meö þögn-
inni þjóðarmorö i Kambodlu og
hergagnaframleiðslu Sovét-
manna. Það er eðlilegt að þann-
ig verkalýöshreyfing telji sér
skyldara en öðrum samtökum
aö fara með rikisstjórn á
tslandi. Hún á sinar stóru póli-
tisku stundir, einkum þegar hún
kemst i bland við , ,Eystrasalts-
rikin” austur I Leningrað. Aftur
á móti hefur þess áreiöanlega
verið gætt aö hleypa ekki hinum
fjórtán fulltrúum verkalýðsins i
bland við vinnandi sovéskan
verkalýð, heldur hefur veriö
látið nægja að kynna þá fyrir
hinum rikislaunuðu „verka-
mönnum”, sem hafa að atvinnu
aö standa að svona alþjóðlegu
sjói I hinu sextiu ára gamla riki
öreiganna.
Svarthöfði.