Vísir - 09.10.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 09.10.1978, Blaðsíða 7
VISIR Mánudagur 9. október 1978 t Skjóta á flóttafólk f Beirút Óbreyttir borgarar á flótta úr hverfi kristinna manna i austurhluta Beirút mættu vélbyssu- kúlnahrið á leið sinni út úr þessum sundurskotna borgarhluta. Þó átti að heita, að vopnahlé hefði bundið enda á bardaga sýr- lenska friðargæsluliðs- ins (!) og kristinna hægrimanna. Vestrænir fréttamenn, sem sjónarvottar voru aö þessari morbtilraun á saklausu fólki, sögðu, aö það hefði verið á leið yfir bró, sem tengir austurborg- ina við aöalþjóðveginn norður úr höfuðborginni. Var mikill sægur manna á brúnni, þegar skothrfðin dundiá henni úr nálægum háhýs- um, sem eru á valdi Sýrlendinga. ökumenn farartækja vörpuðu sér íána, oghverleitaði sér skjóls fyrir byssukúlunum, eins og hann gat. Linnti ekki skothriðinni fyrr en brúin var mannlaus. Fréttamennirnir sögðu, að það hefði engin vafi verið á því, að við skyttunum hafi blasað, að fólkið væri vopnlaust, venjulegt flótta- fólk, sem ætlaði að nota vopna- hléð til þess að forða sér úr þvi viti, sem hverfi kristinna manna i Beirút hefur verið i stórskota- og eldflaugnahrið Sýrlendinga und- anfarið. — „Þetta var morð að yfirlögðu ráði, og hreint ekkert annað”, sögðu fréttamennirnir. Viöast annarsstaðar i borginni hefur allt verið með kyrrum kjör- um, slðan lýst var yfir vopnahléi. Sýrlandsstjórn og Libanonforseti stóðu að yfirlýsingunni. Elias Sarkis forseti er staddur i Damaskus til viðræöna við Al-Assad Sýrlandsforseta. Sagði Sarkis, að þeir væru að kanna hvernmöguleikatil þess að reyna að koma á friði i Libanon. — Um leið er staddur i Damaskus Jasser Arafat, leiðtogi skæruliöa- hreyfingar Palestinuaraba, og hafa hann og Al-Assad átt nokkra fundi saman. Chamoun, leiðtogi hægrisinna I Libanon, að fyrri reynsla kenndi mönnum að byggja ekki miklar vonir á þessu vopnahléi, sem nú hefði verið komið á. Sagði hann, að tiu sinnum hefði verið gert vopnahlé, og hefðu Sýrlendingar notað þau til þess að sækja sér liðsauka og treysta vigstöðu sína til næsta áhlaups. Chamoun sagði i viðtali við Reuter-fréttastofuna, að til þess að friður héldist i Libanon þyrfti aðuppfylla eittskilyrði. Hverein- asti Sýrlendingur yrði að verða á burt úr Libanon. — Hann gagn- rýndi Sarkis forseta harkalega, kallaði hann Quisling og föður- landssvikara. Sagði hann, aö Sarkis væri ekki fulltrúi eins eða neins i Libanon. MIKIL FLÓÐ í INDÓKÍNA Fljótið Chao Phya flæddi yfir bakka sina i nótt og inn i þau hverfi Bangkok höfuðborgar Thailands, sem lægst standa, eins og til dæmis Kinahverfið. í norður-, norðaustur- og miðhluta landsins eru flóðin i rénun, en þau hafa kostað tæpt hundrað manna lifið. Með þvi að grafa I skyndi frá- veituskurðihlaöa varnargarða og nota öflugar dælur hefur tekist aö verja ýmis helstu hverfi Bangkok svo að þau hafa ekki lent undir flóðinu. Mikil flóð hafa verið i ná- grannaríkinu Kambodiu, og raunar einnig I Vietnam og Laos. Hafa þessi flóö valdið miklu tjóni á hrisgrjónauppskerunni. i Thai- landi lentu 324 þúsund hektarar hrisgrjónalands undir flóði, en ekki liggur ljóst fyrir hve mikið tjónið hefur orðið. Um hálf milljón manna var lát- inflytja burt af heimilum sinum, meðan hættan var mest. Stjórnarflokkarnir héldu velli Stjómarflokkarnir í samsteypustjórn Hel- mut Schmidt kanslara gerðu öllum hrakspá- mönnum skömm til i kosningunum i Hessen. Það var ekki aðeins að þeir ynnu, heldur juku þeir fylgi sitt til muna frá þvi úr siðustu kosningum. Sósialdemókrataflokkur Schm- idts héltstjórnaraðstööu sinni i fylkinu og fékk ásamt frjálslynd- um tæpt 51% atkvæöa. Stjórnarandstöðuflokkurinn, kristilegir demókratar, töpuðu fy.lgi en fengu þó 46% atkvæða og eru sem fyrr stærsti flokkur fylkisins. — Þingmannaf jöldi hélst óbreyttur og hafa stjórnar- flokkarnir 57 en andstaðan 53. Turaunaglasa- barnið þrífst Indverska tilrauna- glasabarnið þrifst vel, orðiðsjö daga gamalt og hefur telpunni verið gef- ið nafnið Durga, eftir einni gyðju hindútrúar- manna. Afi telpunnar skýrði frétta- mönnum stoltur frá þvi að hún væri frek til móðurmjólkurinnar og dafnaði vel. Móðirin sem gekkst undir keisaraskurð er á hröðum batavegi. Afinn sagði fréttamönnum, að það hefði veriö i þriðju tilraun sem visindaxönnunum dr. Saroj Bhattacharya og dr. Subhas Mukherjeetókst að láta móðurina að ganga með fóstrið fullan með- göngutima. Aður hafði hún tvi- vegis misst fóstrið. Dr. Bhattacharya vildi hvorki staðfesta þetta né bera á móti þvi og sagði, að það mundi allt koma fram iskýrslu sem hann og félagi hans munu leggja fram um þess- ar tilraunir þeirra. Þeir félagar segjast hafa fjar- lægt egg úr eggjastokk móðurinn- ar, frjógvað það og siðan fryst i 53 daga, áður en þeirkomu þvi aftur fyrir i móðurlifinu. Óeirðir ó N-írlandi Mótmælaganga kaþólskra i Londonderry á Norður-lrlandi snérist upp i óeirðir þegar mót- mælendur tóku aö grýta göngu- menn á leið þeirra. Um 5.000 manns var i göngunni og snerist fólkið til varnar en lög- regla og nærtækt herlið átti fullt I fangi með að hemja skarann. 1 heila klukkustund glimdi lögregl- an viðgrýtandi ungmenni úr hópi mótmælenda áður en tókst að dreifa mannfjöldanum. Um 70 lögreglumenn hlutu meiðsli i óeiröunum og tuttugu menn voru handteknir. NÝTT A ÍSLANDI SOKKABUXUR SEM PASSA HNJAM. Frábaer teygjan lætur L’EGGS passa bæði að framan og aftan. Hvorki hrukkur í itum pokav á hnjám. PASSA KÁLFUM. L’EGGS fylgja öllum iínum, sama hvernig hné iii- JSé* fw Á MJÖÐMUM. ^ L’EGGS fylgja ^ þ formum þínum íL og falla eins og flís WÍ við rass. KP" L’EGGS PASSA ÞÉR. Frábær teygjan í L’EGGS fylgir formum þínum og fegrar þau. , | AVERAGE STÆRÐ hentar nesturf . en ef þú þarft yfirstærð þá ' L.er hún líka tiL_ I.ATTU \gafi. SJA UM LEGGINA. HÆLUM OG TÁ .’EGGS fylgja lögun itanna og falla þétt að. umiykja öklana og falia kur. L’EGGS passa frá tá í mitti. Þú finnur L’EGGS í sölustandinum í næstu kjörbúð eða apóteki. Einnig í snyrtivörubúðum. L’EGGS HNÉSOKKARNIR eru í einni stærð, sem passar ölium. ‘*"r'c*fonteriókci ? Tunguhálsi 11, R. Slml 82700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.