Vísir - 09.10.1978, Page 10

Vísir - 09.10.1978, Page 10
10 Mánudagur 9. október 1978 vism VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritst jórnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdóttir, Katrln Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. útlitog hönnun: JónOskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2«« kr. á mánuöi innanlands. Verö í lausasölu kr. 120 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Auðveldasta en óvin- sœlasta leiðin Ólaf ur Jóhannesson. forsætisráðherra, skýröi frá því, er hann svaraði spurningum á beinni línu Vísis síðastliö- inn f immtudag, að enn vantaði 10 til 20 milljarða króna í tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins sem rikisstjórn hans mun leggja fram á alþingi innan skamms. Þarna vantar fé til þess að vega upp á móti niður- greiðslum, tekjutapi vegna afnáms söluskatts og aukn- um launagreiðslum. Forsætisráðherra kvaðst búast við að þessum auknu útgjöldum yrði mætt með aukinni skattheimtu f remur en niðurskurði framkvæmda. Þó benti hann á, að í raun væri um að ræða talsverðan niðurskurð verklegra f ram- kvæmda. Þótt krónutalan sé svipuð og á yfirstandandi fjárlagaári væru framkvæmdirnar umfangsminni. En vandinn verður leystur með því að auka skatt- heimtu f rá þvi sem verið hef ur á vegum þessarar ríkis- stjórnar. Hún hefur verið iðin við að skattleggja landsmenn.en nú má búast við að enn lengra verði gengið í skattheimt- unni, þar sem viðbótarskattarnir, sem nýlega voru ákveðnir, duga ekki til þess að brúa bilið, þótt þeir verði framlengdir allt næsta ár. Og hverjir verða svo látnir borga? Þeir sömu, sem fram að þessu hafa skilvíslega greitt skatta sína, og hafa enga möguleika á að hagræða tölunum. Þeirra byrði verður enn þyngd. En þetta var ekki það sem „sigurvegarar kosning- anna" lofuðu mönnum að yrði gert í skattamálum, ef þeir fengju ráðið. Alþýðuflokksmenn sögðust mundu gangast fyrir því að þeir, sem lifðu í vellystingum pragtuglega án þess að greiða nokkurt umtalsvert fé til samfélagins yrðu látnir finna fyrir kostnaði rikis og bæja af ýmissi þjónustu sem þeir notuðu. Alþýðuf lokks- menn töldu sig hafa f undið eins konar neðanjarðarhag- kerf i sem um streymdu stórar upphæðir er aldrei kæm- ust upp á yfirborðið. Það var skerfur rikisins af þessu fé, sem yngstu Alþýðuf lokksmennirnir, sem f ram komu i f jölmiðlum fyrir kosningarnar, ætluðu sér að ná tökum á. Aftur á móti hefur ekkert slíkt gerst ennþá og þessi nýja ríkisstjórn fer inn á flestar hinar troðnu skatta- slóðir, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafði notað og hækkar einungis skattana á alþýðu manna. Hvernig væri nú að Alþýðuf lokksmenn dustuðu ryk- iðaf öllum helstu tillögum sínum í skattamálum og varð- andi upprætingu spillingarinnar í þjóðlífinu almennt og reyndu að hafa áhrif á stefnumótun rikisstjórnarinnar? Hver veit nema samstaða og skilningur gæti komið fram hjá hinum ríkisstjórnarflokkunum, ef þeim væru kynnt málin af skynsemi og hugmyndir Alþýðuf lokksins varðandi lausn þeirra gætu orðið að raunveruleika. Mjög stór hluti þeirra sem lögðu spurningar f yrir Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra á beinni línu Visis fyrir helgina spurði um ýmsa þætti skattamála. Sá mála- flokkur er landsmönnum ofarlega i huga um þessar mundir og þykir ýmsum þegar hafa verið gengið full- langt varðandi skattheimtuna. Enn frekari aðgerðir á því sviði munu mæta verulegri andstöðu ef með þeim verður enn höggvið í sama knérunn, það er enn aukin skattbyrði þeirra, sem þegar gjalda ríki og sveitarfélög- um það sem þeim aðilum beraf tekjum sínum. Ef ríkisstjórnin telur sig alls ekki geta skorið niður framkvæmdir meira en fyrirhugað er eða minnkað um- svif báknsins með öðru móti verður hún auðvitað að ná sér í viðbótartekjur, sem þarf til þess að fylla í eyður tekjuhliðar fjárlaganna. AAeð þvi að afhjúpa „neðan- jarðarhagkerfið" og taka sinn toll af þeim f jármunum, sem þar streyma milli manna gæti stjórnin unnið þarft verk. Það að í alvöru hefur verið rætt um stofnun varn- arsamtaka skattgreiðenda í landinu er glöggt merki um, að gengið hefur verið fulllangt í skattheimtunni gagn- vart þeim sem stöðugt greiða sinn skerf af hinum sam- eiginlegu útgjöldum. Gæta þarf þess, að skattheimtan verði ekki stærri hluti af heildartekjum þjóðarinnar en nú er og ef hætta er á hækkun þess hlutfa.lls verður að hægja á siglingu þjóðarskútunnar hagræða hlutum eða endurskipuleggja þá, jafnframt því sem markvisst yrði unnið að því að draga úr umsvifum ríkiskerfisins. ísland var aldrei nýlenda Dana Fyrir nokkru flutti Benedikt Gröndal, utanrikisráBherra ræðu á þingi Hinna sameinuöu þjóða. t þessari ræðu sagði hann m.a.: „tslenzka þjóðin bjó lengi við nýlendustjórn. Við vitum af eigin reynslu, að frelsi og sjálf- stæði valda ekki af sjálfu sér breytingum á aöstæðum og út- rýma ekki þegar i stað fátækt. En á hinn bóginn vitum við, að sjálfstæði vekur þjóðerniskennd og gefur þjóðunum nýjan og áður dulinnstyrk til framfara.” (Tilv. i Dagbl. 4 okt. 1978) Mér þykir furðulegt, að utanrikis- ráðherra tslands skuli láta hafa annað eins eftir sér erlendis. Þessi inálsgrein og sú skoðun, sem þar kemur fram, striðir gegn öllum hugmyndum, sem tslendingar héldu fram t sjálf- stæðisbaráttunni. island var aldrei nýlenda. Benedikt fullyrðir i upphafi, að Islendingar hafi búið við nýlendustjórn. Nýlenda merkti upphaflega land, sem numiö var úr fjarlægu landi eins og t.d. Nýja England frá Englandi, innflytjendur brutu landið og ræktuðu það og komu þar á siðum heimalandsins og lutu lögum þess. Siöar fer orðið ný- lenda að merkja stjórn Evrópu- búa á löndum i Asiu, Afriku og Ameriku. tsland haföi aldrei þessa stöðu, eða svo vitnað sé til Einars Arnórssonar, dr. juris, þá segir hann i riti sinu Réttar- staða Islands (bls. 329): „En þegar tslendingar tóku að rannsaka hina sönnu réttar- stöðu sina á 19. öld, þá kemur þeim ekki til hugar, — beztu mönnum þeirra — að viður- kenna það, að Island sé „Provins”, „Koloni” eða þvi um lfkt. Jón Sigurðsson viður- kennir, aö Island hafi verið hluti konungsveldisins — en þar með á hann viö allt þaö land (territorium), er konungi iaut— jafnsnjallur Danmörku, en það hafi ekki verið partur úr Noregs eöa Danmerkurriki, heldur alveg sérstakt land”. Rök Dana tekin upp helst til seint Danskir stjórnmálamenn voru annarrar skoðunar en tslend- ingar i þessu máli. Þeir héldu þvi fram, að Island væri hluti af Danmörku , „provins”, „koloni”, „nýlenda”. Hluti af sjálfstæöisbaráttu tslendinga og sá sem mestu skipti snerist um þetta atriöi. tslendingar héldu þvi fram, að konungur hefði orðið einvaldur á íslandi 1662 meðsérstökum hyllingareiðum. Þessir eiðar voru svarnir kon- ingieinum og niðjum hans. Þeg- ar konungur afsalaði sér einveldi á 19. öld tók aftur viö sama ástand og 1662. tslend- ingar héldu þvi fram, aö þeir ættu aöeins aö ræða þaö mál viö konung sinn en ekki Dani. Af þessum ástæðum hleypti kon- ungsfulltrúi Þjóöfundinum upp. Af þessum ástasðum tókst aldrei að ná samkomulagi milli kon- ungs og tslendinga um stjórnar- skrá. Af þessum ástæðum setti Þjóðþing Dana Stöðulögin 1871, — lög sem aldrei voru gild á tsiandi og var mótmælt kröftug. lega af Alþingi. Aö lokum hjó konungur á hnútinn og gaf tslendingum stjórnarskrá 1874, Um þá leið gátu menn orðið sammála, þvi aö konungur var einvaldur á tslandi og réöi vissulega hvern- ig hann gaf völdin til baka, þótt skemmtilegra hefði veriö að gera það með samningi. A þessum árum áttu sjónar- miðin um nýlendustjórn ekki upp á pallboröið hjá tslending- um, enda dönsk sjónarmið. Finnstmérfullseintað taka þau upp nú. Crtrýma ekki þegar i stað fátækt „Við vitum af eigin reynslu, að frelsi og sjálfstæði valda ekki af sjálfu sér breytingum á að- stæðum og útrýma ekki þegar I stað fátækt” er næsta setning ráðherrans. Ekki býst ég viö, að ráðherrann telji að fátækt hverfi i einu vetfangi sé réttra aðferða gættjeins og þegar disin góða töfraði fram farkost ösku- busku. Orðin „þegar i stað” hljóta þvi aö merkja eitthvert Utanrikisráðherra ætti að vera kunnugt um, að þá urðu framfarir minnstar og fátækt mest, þeg- ar minnst var frelsi og sjálfstæði i land- inu, og að framfarir landsins héldust •' hendur við frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar, segir Haraldur Blöndal, lögfræðingur. 1 y stutt tímabiljt.a.m. kjörtimabil eöa áratug, — og raunar meira t.d. aldarfjóröung, ef rætteraf skynsemi. Og sé þannig lögð rétt merking i orð ráðherrans verða þau aö ósannindum. Ég geri ráð fyrir þvi aö utanrikis- ráðherrann þekki það vel til sögu tslands, aö hann viti um mestu blómatima þess og hnignunarskeið. Honum ætti þvi aðvera kunnugtum, aö þá urðu framfarir minnstar og fátækt mest, þegarminnst var frelsi og sjálfstæði i landinu. Honum ætti lika að vera kunnugt um, aö framfarir landsins héldust i hendur við frelsi og sjálfstæöi lands og þjóðar, og haföi hver réttarbót i för með sérbreytingu á aðstæðum þegar i stað, — og i kjölfar þess var fátæktinni útrýmt á Islandi. Sjálfstæði vekur þjóðerniskennd: „En á hinn bóginn vitum við, að sjálfstæði vekur þjóöernis- kenndog gefur þjóðunum nýjan og áður dulinn styrk til framfara.” Liklegast þykir mér, að ráðherrann hafi ætlað að vera frumlegur i þessum hluta ræðunnar. A.m.k. visar hann þarna til vissu, sem enginn tsiendingur kannast við. tslend- ingarfengu ekkiþjóðerniskennd meðsjálfstæði sinu, heldur urðu þeir sjálfstæðir vegna þjóöerniskenndar sinnar. tsland farsælda frón og hagsælda hrimhvita móðir var ekki ort að fengnu sjálfstæði heldur til þess að fá sjálfstæði. Og íslendingar, kannast heldur ekki viö, að þeir hafi fengið „nýjan og áöur dulinn styrk” til framfara. Þvert á móti var það eitt af megin- atriðum i kenningum Jóns Sigurössonar af tslendingar hef- •ur bæði afl og styrk til framfara —• þeir þyrftu aðeins frelsið til að veita kröftum sinum útrás. Þetta hefur sagan sannað, svo að ekki verður um deilt. Skiptirþetta málinú? Menn kunna að velta þvi fyrir sér, hvort það skipti máli nú, eftir að sjálfstæði tslands er fengið, hvort við vorum nýlenda eða ekki, — hvort við bjuggum við einveldi til 1874 eða ekki. Sjálfsagt finnst mörgum þetta tíigangslaus deila, og væri saga okkar meiri, ef hér hefðu dáið menn fyrir máistaðinn. En við megum aldrei gleyma þeim grundvelli, sem feður okkar börðust á né þeim réttindum, sem Islendingar töldu sig ætiö eiga. tslendingar eru sjálfstæð þjóö í dag vegna þess að þeir viðurkenndualdrei að þeir væru próvins eða nýlenda. Þeir voru ekki undir Dönum heldur jafn- snjallir þeim. Það var þessi vit- und og þessi þjóðerniskennd, sem bjargaði þjóðinni þegarall- ar plágur þessa heims að við- bættum forsjármönnum úti I Danmörku ætluðu að ganga af þjóðinni dauðri. Ég get vel fyrirgefið dönskum mönnum að gleyma Gamla sáttmála, — en mér finnst helviti hart að islenskur utan- rikisráðherra skuii vera búinn að gleyma þessu. Benedikt Gröndal, utanrikisráðherra, ræðir viö Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóöanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.