Vísir - 13.10.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 13.10.1978, Blaðsíða 7
Rœflarokkstjarnca ákœrð fyrir morð Sid Vicious, bassaleikari Sex-pístálanna, handtekinn efftir að vinstúlka hans ffannst stungin til bana í herbergi hans Sid Vicious, ein aðal- stjarna ræflarokksins i Bretlandi, var hand- tekinn i gær, kærður fyrir morð, eftir að vin- stúlka hans fannst stungin til bana i hótel- herbergi. Vicious leikur á bassagitar með Sex-pistólunum, hinni umdeildu ræflarokk- hljómsveit. Hann heitir réttu nafni John Ritchie. Lik stúlkunnar fannst I hótel- herbergi i Chelseahotel, en þaö er staöur mikiö sóttur af list- málurum, rithöfundum og hljóöfæraleikurum. Kom í ljós, aö þetta var Nancy Spungen tvitug ljóska frá Bandarikjun- um.vinstUlka Vicious, og höföu þau tvö deilt herberginu á Chel- sea-hotel. Vicious var handtekinn i hótelinu skömmu eftir aö moröiö var framiö. Haföi hann sést hlaupa út úr herberginu meö irafári nokkrum minútum áöur en komiö var aö stúlkunni i blóöi sinu. Sex-pistólurnar á sviöinu, en Sid Vicious sést ekki á myndinni Vicious og Sex-pistólurnar riöu hæst á öldu ræf larokksins 1 fyrraog gengu fram af mörgum gestum á tónleikjum sinum meö ýmis konar uppátækjum, eins og meö þvi aö spýta á aödá- endur sina og bölva þeim i sand og ösku. Flutningur á ýmsum lögum þeirra var bannaöur I breska Ut- varpinu og sjónvarpinu og plötualbúmin voru dæmd klám. — Mörgum plötusnúöum diskó- tekanna þóttu textar laga þeirra of ógeöfelldir og sniögengu plöt- ur þeirra. Samt voru Sex-pistolurnar taldar æöstu- prestar ræflarokksins og lög þeirrakomust á lista „Top 20” i Bretlandi, þótt þau heyröust aldrei i' Utvarpi eöa sjónvarpi. Aödáendur ræflarokksins tóku Sex-pistólurnar sér til fyrirmyndar. I dagfari sinu. Gekk þetta fólk um meö háriö litaö grænt, bleikt eöa einhverj- um öÖrum afkáralegum hárlit- um. Klætt hinum undarlegustu leppum og skreytt hárnælum og nálum sem stungiö var i gegn- um kinnar, nef eöa varir. Se x-p is t ólu r na r sem myndaöar voru 1975 uröu fræg- ar að sinum endemum eftir sjónvarpsþátt, þar sem hljóm- sveitin var kynnt og viðhafði þá sinn alræmda munnsöfnuð. Spreng- ing í slipp Mikil sprenging varð i oliuskipi i slippnum i höfninni i Singapore í gær og geisar i skipinu mikill eldur. 25 manns fórust i þessu slysi. 91slasaðist ogþaraf liggja 25 milli heims og helju af völdum bruna- sára. Ullsten fer með minni- hluta- stjórn Ola Ullsten, leiðtogi hins litla Frjálslynda flokks Svia, verður að likindum næsti forsætis- ráðherra Sviþjóðar— að undangenginni atkvæðagreiðslu í sænska þinginu i dag. Honum er ætlað að fara með minnihluta- stjórn fram að næstu kosningum, sem verða að tæpu ári. Svo fremi sem meirihluti þingsins samþykki tilnefningu hans i forsætisráðherra- embættið. Tveir stærstu flokkarnir, sósialdemókratar (með 152 þingsæti) og Miöflokkurinn (meö 86 þingsæti), segjast munu sitja hjá viö atkvæöagreiösluna og þykir þvi vist, aö Ullsten fái meirihlutasamþykkt. Gösta Bohman, leiötogi hins . hófsama Sameiningarflokks (thaldsflokks Svia, meö 55 þing- sæti), sagöi I gærkvöldi, aö flokk- ur sinn mundi greiða atkvæöi gegn Ullsten. Sagöi hann þaö hrapallegt, aö svo litlum flokki skyldi faíin stjórnarmyndun. Taldi hann, aö sllk pinuminni- hlutastjórn yröi alltof háö stjórn- arandstööunni, sósialdemókröt- um, og kvaöst reiöubUinn aö starfa áfram aö myndun borg- ararlegrar samstarfsstjórnar sem sitja mundi fram aö næstu kosningum. Tilkynning þingforsetans, Henry Allard, i gær, aö Ullsten yröi falin stjórnarmyndunin, bar að eftir vikulangar viöræöur og samningaþóf, sem staöiö hefur frá þvf aö rikisstjórn borgaralegu flokkanna féll. Olof Palme, leiötogi sósial demókrata og fyrrum forsætis- ráöherra, bauð sig strax fram til stjórnarmyndunar, en aö þvi var ekki gengiö. Þorbjörn Falldin, leiötogi Miðflokksins, reyndi aö hafa milligöngu um aö mynduö yröi stjórn Frjálslyndra og Sameiningarflokksins, en Ullsten mætti öflugri andstööu innan sins eigin flokks gegn samstarfi viö Sa m e in i nga rf lokk inn. Sprenging varö i þessu 35.676 tonna oliuskipi, sem skráö er undir Liberiufána. skömmu eftir að starfemenn slippsins hófu störf aö liðnu hádegisveröarhléi. Um 150 manns voru viö störf I vél og ketilrými skipsins, þegar sprengingin varö. Einhverjir hinna látnu og slös- uðu voru konur og saknaö er nokkurra úr 32 manna áhöfn skipsins. Rannsókn hefur veriö fyrir- skipuö á tildrögum slyssins og grunur leikur á aö gas hafi lekiö meöan unniö var aö logsuðu. Sjónarvottar lýstu þvi hvernig brak Ur skipinu hafði þeyst 100 metra vegalengd og stórt stykki kom niður á nærstatt skip þar sem tveir slösuöust. Strax eftir sprenginguna braust út eldur og starfsmenn sem hlaupiö höföu til hjálpar hinum nauðstöddusum borð komust hvergi að fyrir log- unum. Fljótlega tókst þó aö ráöa niðurlögum eldsins. — Það var lán i óláni, aö oliugeymar skips- ins voru galtómir. Mugabe vill ekki afskipti USA Robert Mugabe, einn leiðtogi þjóðernissinna blökkumanna i Ródesiu og skæruliða þeirra, krefst þess, að Banda- rikjastjórn verði fram- vegis haldið algerlega utan við samningavið- ræður i framtiðinni um lausn Ródesiudeilunnar. Segir hann aö meö þvi aö leyfa Ian Smith aökoma til Washington hafi Bandarikjastjórn brugðist hlutverki sinu með meðalgöngu- aðili. Þaö hefur raunar alla tiö veriö krafa Mugabe aö samningar um framtiö Ródesiu eöa Zimbabwe eins og þjóöernissinnar kalla landiö veröi geröir beint við Bret- land sem hann og fleiri álita lög- legan stjórnanda landsins, þótt stjórn Smiths hafi rofiö sam- bandið við þaö meö sjálfstæðis- yfirlýsingunnil965, —En Mugabe hefur fallist á aö Bretar gætu boðiöBandarikjastjórn þátttöku i viðræöunum. Síams-tvíburar skildir Siamstvíburarnir, telpur sem fæddust fyrir níu dögum, voru skildir að með skurðaðgerð i gær á sjúkrahúsi i N-Karólina, og segja læknamir að telpunum liði vel eftir aðgerðina. Fjórir skurðlæknar unnu aö þessari aögerð, sem tók fimm og hálfa klukkustund á skurðarborð- inu. Fyrst skildu þeir i sundur lifrar tviburanna og hjörtu, en hvort tveggja var samgróiö. Tviburamir voru fastir saman á brjósti og niður aö nafla. Báöir áttu við hjartagalla að striöa og hafði liðan þeirra hrakaö i gær, þegar ráðist var i aögerðina aö samráði við foreldrana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.