Vísir - 13.10.1978, Page 10

Vísir - 13.10.1978, Page 10
10 Föstudagur 13. október 1978 VISIR VtSIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrln Páls dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinssón, AAagnúsOlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Slmar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-^4 slmi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2«oo kr. á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 120 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Gamlar aðferðir duga ekki Kosningarnar síðastliðið sumar mörkuðu óneitan- lega veruleg þáttaskil í íslenskum stjórnmálum. Við búum nú við annað valdakerfi en áður. Þar vegur þyngst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst meiri- hlutann í Reykjavik og dottið út úr ríkisstjórn. Samtímis hefur Alþýðubandalagið náð þeirri stöðu að verða valdamesti flokkurinn i landinu, og Alþýðu- flokkurinn skiptir orðið máli á ný. Framsóknar- f lokkurinn, sem áður vóg upp á móti valdastöðu Sjálf- stæðisflokksins, er nú minnsti flokkurinn í þinginu. Við þessar breytingar hef ur hin hefðbundna pólitíska þráskák ruglast. Áður léku menn hefðbundna og þekkta leiki í þessari skák. Nú þarf nýjar leikf léttur tef li menn til vinnings. Ólafur Jóhannesson skildi það og gat hagnýtt sér mesta kosningaósigur, sem um getur, til þess að lyfta sjálfum sér upp i forsætisráðherrastól. Benedikt Gröndal gekk á hinn bóginn bláeygur til viðræðna við Lúðvik Jósepsson og Ólaf Jóhannesson eins og Vilmundur Gylfason komst að orði. Af leiðing- in er sú, að Alþýðuflokkurinn er fastur í skrúfstykki eftir mesta kosningasigur i sögu lýðveldisins. Það er ekki nóg að fá upp góða stöðu ef menn kunna ekki að leika hana áfram. En stjórnarsamvinnan gerir það að verkum að flokkarnir, sem að rikisstjórninni standa, þurfa ekki að glíma við alvarleg forystuvandamál á næstunni. Óðru máli gegnir hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn. Forystumenn hans þurfa að snúa tapstöðu til sóknar. Það er hægt i pólitík. Óánægjan með forystu Sjálfstæðisflokksins hefur ekki farið leynt síðustu mánuði og kom m.a. fram á nýafstöðnu aukaþingi ungra sjálfstæðismanna. En þrátt fyrir það má segja að Geir Hallgrímsson haf i á þeim vettvangi snúið vörn í sókn og styrkt stöðu sína. Ófarir Sjálfstæðisf lokksins eiga m.a. rætur að rekja til óeiningar i forystunni þar sem Geir Hallgrímsson og dr. Gunnar Thoroddsen hafa lengi verið höfuð stríðandi af la, og á allra síðustu árum hefur Albert Guðmundsson skotist upp á stjörnuhimin flokksins eins og púðurkerling og velgt ýmsum undir uggum. Endurnýjun er Sjálfstæðisflokknum nauðsynleg. Hann hefur á að skipa þreyttum og fremur átaka- litlum þingflokki. En það vitlausasta, sem sjálf- stæðismenn gera í núverandi aðstöðu, er að efna til frekari átaka milli Geirs og dr. Gunnars. Flokkurinn styrkist vissulega ei með því að gera meira úr helsta veikleika hans. Ýmsir þingmenn Sjálfstæðisf lokksins vilja nú hef ja endurreisnarstarf ið með því að sparka dr. Gunnari úr stöðu þingf lokksformanns. Nú er ráðherraferill hans vissulega umdeilanlegur, en með þessu myndi úlf úðin aukast og í stað endurnýjunar kæmi aðeins þreyttur þingmaður i staðinn fyrir þreyttan. Ef Sjálfstæðisflokkurinn léki þannig af sér myndi staða yngri þingmanna Alþýðuflokksins styrkjast. Þeir eru í samkeppni við þingmenn Sjálfstæðisf lokks- ins um frjálshyggjustjórnarandstöðu á Alþingi. Af- leikir þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru eins og sakir standa fyrst og fremst vatn á mylluhjól ungra alþýðuf lokksþingmanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa beðið lægri hlut í hinu nýja valdataf li. Það er augljós afleikur í stöðu Sjálfstæðisflokksins að sparka dr. Gunnari,af því að sundrungin er fyrsta vandamálið, sem flokkurinn þarf að ráða fram úr. Gömlu leik- Hétturnar duga ekki lengur til vinnings. —ÞP Hver er afstaða Á að heimila sölu áfengs öls á islandi? Þessari spurningu hafa menn lengi velt fyrir sér, og sýnist sitt hverjum. Oft hafa risið miklar deilur um mál þetta, einkum ef fram hafa komið á Alþingi tillögur í einhverju formi í þá átt að heimila sölu bjórs. Slíkar tillögur hafa oft komið fram á Alþingi, en þeim iafnoft verið hafnað á einn eða annan hátt, — oftast svæfðar í nefndum. Á Alþingi sem nú hef ur hafið störf er rúmlega þriðjungur þingmanna nýliðar. Visi þótti þvi við hæfi að kanna afstöðu þingmanna til þessa máls, og lagði fyrir hvern Agúst Einarsson: „Ég er fylgjandi þvl af) sala bjórs verði heimiluð”. Bragi Sigurjónsson: „Ég hef alla tið verið á móti bjór og verð það þar til ég dey!’ k Einar Agústsson: „Ég hef alltaf verið þvi meðmæltur að leyfa sölu bjórs, og er það enn”. til að taka afstöðu til frumvarpa sem kæmu fram um breytingar i þessu efni”. \ og sala annars áfengis.” Alexander Stefánsson: „Ég hef hingað til verið á móti bjór. Ég tel þó að núverandi ástand i þessum málum sé fjarri þvi aö vera ákiósanlegtli Bragi Nlelsson: „Ég er á móti þvi að sala á bjór verði leýfð.” Arni Gunnarsson: „Ég e r eindregið á móti þvi að bjór verði leyfður hér á landi. Ég held að bjór- neyslan kæmi til viðbótarl’ Eðvarð Sigurðsson: „Ég hef verið á móti bjórnum og afstaða min er óbreytt. í Danmörku er talsvert um ölvun á vinnu- stöðum vegna bjórsins og ég tel að við séum heppnir að vera 1 a u s i r v i ö hann”. Eiður Guðnason: „Ef slikt frumvarp eða tillaga kemur fram á Alþingi mun ég taka afstöðu til þess þar, þegar og ef að þvi kemur. Hins vegar hef ég aldrei séð að á þvi væri neinn eðlismunur að útsölur Afengis- verslunar rikisins, sem nú selja bæði létt vin og sterk, seldu einnig áfengan bjór”. Garðar Sigurðsson: „Afstaða min til þessa máis hefur breyst. „Ég hef hingaö til verið á móti heimilun á sölu bjórs, en með tilliti til þess hve nú er mikið bruggað af öli i heimahúsum tel ég bugsanlegt aö rétt sé að gera breytingu á áfengislög- gjöfinni og heimila sölu bjórs.” Oddur Ólafsson: „Ég held ég yrði á móti bjórnum. Ég hef hálfgert antipat á bjór, og tel að áfengisvanda- málið sé nógu mikið fyrir”. Kjartan Jóhannsson: „Ég hef ekki hugleitt það mál ennþá og get þvi ekki tekið afstöðu til þess”. Matthias Bjarnason: ,Ég e r e k k i spenntur fyrir bjór og tel fráleitt að selja sterkan bjór i almennum verslunum. Það gæti komið til greina að selja örlitið sterkari bjór, en nú er gert, en þá a ð e i n s i á f e n g i s - útsölum’’ | Finnur Torfi Stefánsson: „Ég er ihald i þessu máli. Ég er þvi mót- fallinn að leyfð verði sala bjórs hér á landi”. Lúðvik Jósepsson: „Ég hef ætið verið á móti bjórnum og afstaða min e r a 1 d r e i harðari en einmitt nú”. ■II 4. . Ól a f u r G . Einarsson: „Ég er fylgjandi þvi að leyfð verði sala á áfengu öli hér á landi, - og hef alltaf verið það”. Karl Steinar Guðnason: „Ég myndi greiða atkvæði gegn þvi. Ég held að það verði ekki til þess að bæta á s t a n dið i áfengismálum þjóöarinnar frá þvi sem það er i dag”. Friðjón Þórðarson: „Ég e r smeykur við af- leiðingarnar af heimilun á sölu bjórs. Ég kæmi ekki til með að samþykkja bjórfrumvarp nema verulegar hömlur yröu settar á sölu hans.” Kjartan Ólafsson: „Ég tel þetta ekki neitt stórmál til eöa frá og hef ekki hug á þvi að beita mér fyrir breyt- ingum i þessum efnum frá þvi sem nú er. Ég er andvigur þvi að leyfa sölu á bjór i almennum verslunum. En áskil mér rétt Benedikt Gröndai: „Ég hef alltaf verið andvigur þvi að s a 1 a y r ð i heimiluð á bjór, og ég myndi greiða atkvæði gegn slikri til- lögu ef fram kæmi”. Magnús Magnússon: „Ég tel aö bjórinn sé s k á r r i e n brennivin. Ég myndi þvi sam- þykkja bjór- frumvarp með þvi skilyrði að sala bjórsins yrði háð sömu takmörkunum Eggert Haukdal: ,,,Ég myndi greiða atkvæði á móti bjór- frumvarpi”. Jósef H. Þor- geirsson: „Vil ekki tjá mig um málið”. NIÐURGREIÐSLA A FLOKKSMALGOGNUM Það er undarleg sú tilhneiging stjórnmálamanna, og þó einkum ráðherra, að vilja með öllu móti búa til tvennskonar kjör og tvennskonar rekstursaðstöðu dagblaða með þvl að tryggja hópi þeirra rikisforsjá undir þvi yfir- skyni að verið sé aö efla upplýs- ingamiölun á vegum flokka, en hindra jafnframt eftir mætti út- komu þeirra blaða, sem telja sig fyrst og fremst útgefin fyrir til- styrk og með stuöningi hins almenna blaðalesanda. Þetta gengur jafnvel svo langt, aö almenningi er meinað að greiða það verð, sem hann lystir fyrir eintök af dagblöðum, sem hann trcystir frekar en flokksblöðum til að flytja óbrenglaðar fréttir. Hinn augljósi þáttur málsins er sá, að flokkakerfið vill gera óháð- um blöðum erfitt eöa ómögulegt að koma út, og beitir við það röksemdafærsium, sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár um rétt hins prentaða máls. Vilja knésetja óháðu blöðin. Það er I rauninni timanna tákn, að sóslalistastjórn, ný—sezt að völdum, skuti með þessum hætti vilja svipta almenning óháðri upplýsingu, bæði hvað snertir fréttir og málatilbúnað. Þegar vitaö er hver framlög til pólitlsku blaðanna verða á næsta ári, og þau hafa þegar notið góðs af ríf- lcgu framlagi á árinu sem er að liða, þykir fulltrúa ráðherra i verðlagsnefnd hæfa aö ákvaröa hækkun á áskrift um helming af þvi sem óskað var eftir, án þess að blöð á borð við Þjóðviljann, Timann og Alþýöublaðið hafi nokkuð við það að athuga, eða i 1 lOkr. eintakið. Vísir og Dagblað- ið hafa hins vegar hækkað verð á eintakinu upp I 120 krónur og hafa fært að þvl fullgild rök, að vegna nýrra hækkana á sumrinu veröi ekki hjá minna komizt. Aðfarir sósialistastjórnarinnar eru þvi augljósar. Það á að knésetja óháðu blööin I útgáfustarfsemi þarsemhverkróna gildir, hversu léttvæg sem hún er, og gera þeim erfiðara fyrir að gegna þvi hlut- verki að halda almenningi upp- lýstum um það, sem er að gerast I þjóðfélaginu hverju sinni. Ofvaxinn sósíalismi Það er alkunna aö eftir þvl sem sósialistastjórnir eflast verður þrengra um alla óhlutdræga upplýsingu, unz svo fer, að hún er engin fyrir hendi. Sivaxandi rikisafskipti hér á landi á undan- förnum áratugum, hlutu fyrr eða siðar að beinast að flokkastarf- seminni og blaðaútgáfu þeirra Barátta fyrir hlutlausri upplýs-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.