Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 19. október 1969. „Þeir þarna uppi” og verkalýðshreyfingin Úr sýningu Þjóðleikhússins á FjaSrafoki. Fjaðrafok Sá, setm þetta ritar, eyddi fyrir nokkru kivöldstund á sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Mattihíasar Joihannes- sen, er ber nafnið Fjaðrafok. Þeirri fcvöldstund var ekki illa varið. Vafalaust Qná finna ýmsa galla á þessu sfcáld- verki, eins og komið hefur fram í 'hinum ómildu dómum um það, en sitthvað er líka laglega gert. Það bendir til þess, að leikritið hefði getað tekizt mun betur, ef Matt- hías hefði haft meiri tíma til að 'hefla það og endur- bæta. Ég hef þá trú, eftir að hafa séð Fjaðrafok, að Matthías eigi eftir að . ná betri árangri, ef hann gefur sér rýmri tíma til að helga sig skáldgyðjunni og vinnur þau verk ekki af sama hraða og b-laðamenn eru neyddir til að fylgja í daglegum störfum sínu-m. En þrátt fyrir ýmsa galla, er Fjaðrafok leikrit, sem vert er að sjá og vekur menn til umhugsunar um þjóðfé- lagsástand nútímans. Margt af því, sem ke-mur frá hinum yngri höfundu-m, er slitið úr sambandi við viðfangsefni samtíðarinnar, enda tízka að telja það gamaldags og stæl- ingu á fyrirstríðshöfundum að vera að g-Iíma við sjiálf- stæðisbaráttu, réttindabar- áttu og brauðstrit. Þau skáld- verk haf-a þó lifað lengst, þegar skáldin hafa kennt til í storm-um sinnar tíðar. Leikrit Matthíasar Johann- essen hefu-r þann stóra kost frá minum bæjardyru-m séð, að það ber þess g-löggt merki, að Matthias kennir til í stormum sinnar tíðar. Hann er á móti valdinu — „þeirn þarna uppi“, — en með þeim, sem eru beittir ofríki og órétti. Amnað mál er svo það, hvernig þetta samræm- ist h-já sfcálidinu Matthíasi Johannessen og stjórnmála' manninum, sem ber sama nafn. Bjargsmálið Því hefur verið haldið all- mijög á lofti, að Matthías Jo- hannessen hafi haft hið svo- kallaða Bjargsmál -mjög i huga, þegar hann samdi Fjaðrafok. Ég dreg það í efa. Ég beld, að Matthías noti stúlkuna, sem er lokuð inni á hælinu, aðeins se-m tá-kn og reyndar hælið líka. Þess vegna getur hann hafa haft hin margvíslegustu þjóðfé- lagsfyrirbrigði í huga, en aðalh-ugsun hans hafi þó verið að draga u-pp mynd af valdinu anna-rs vegar og þeim, sem eru minnimáttar og reynt er að beygja til und- irgefni við valdið hins veg- ar. Ég held, að það sé álíka vafasamt að telja Matthías hafa eitthvað sérstakt þjóð- félagsf-yrirbæri í huga, og það er vafasamt að reyna að túlka Kri-stnihald undir Jökli á þann veg. Meiginatriðið er, að Fjaðrafok og Kri-stnih-aM undir Jö-kli veikja menn til umhugsunar um rnörg fleiri þjóðfélagsl-eg fyrirbrigði og vanda-mál en þau, sem höf- undar umræddra venka kunna að hafa verið að velta fyrir sér. f þessu felst sér- sta-kt gil-di þessara tveggja verka, se-m annars eru ólí-k. Stúlkan á hæiinu Mér varð t. d. hugsað til verka-lýðshreyfingarinnar, er ég h-orfði á annan þáttinn í lei-kriti Matthíasar, en senni- lega hefur hann ekki verið að hugsa um hana, þegar hann sa-m-di verk sitt. Mér finnst staða verkalýðshreyf- ingarinnar í dag — og þó ein-kum eftir seinustu kaup- samninga — minna á stúlku, sem -er getulíti-1 og munaðar- lítil, hefta á eins -konar betrunarhæli, þar se-m „þeir þarna uppi“, fors-ætisráðherr- ann og efnahagsimálaráðher-r- ann, eru að leitast við að ala hana upp í guðsótta og góð- um siðum, svo að hú-n koll- varpi ekki hugsj-ón þeirra um fra-mtíðarríkið. Þeir h-afa að visu talsvert aðrar aðferðir en forstöðukonurnar í Fjaðraf-oki. Þeir s-etja stúlk- una m. a. í fínar nefndir og reyna að vekja hjá henni það álit, að hún s-é talsverð mann- eskja. Þetta er að mörgu leyti fcænlegri . uppeldisað- ferð en sú, sem er beitt í Fjaðraf-o-ki, og reynist líka oft betri til árangurs. Hnignun verka- lýðshreyfingarinnar Það er staðreynd, sem get- ur ekki d-ulizt neinu-m, sem í-hugar það óhlutdrægt, að íslenzka verkalýðshreyfin-gin er í dag áh-rifaminni og um- komuminni en hún hefur verið um margra áratuga skeið. Gleggsta sönnunin um þetta er það, að hér var kaup- gjald f-yrir fáum árum mjög áþekkt og 1 nágrannalöndum ofckar, þegar miðað var við verðlag, en nú er munu-rinn orðinn stórkostlegur. í sum- um ti-lfellum er kaupið hér orðið al-lt að því helmingi lægra en þar. Haft er eftir forstöðumönnum Álbræðsl- unnar, að kaupið, sem þeir greiða h-ér, sé um 40% Iægra en annars staðar. Þessi mikla breyting hefur aðallega gerzt tvö seinustu árin. Með ka-up- samningunum, se-m voru gerð ir 1968 og 1969, hefur tapazt að efcki óverulegu leyti sá árangur, sem verkalýðshreyf- ingin var búin að rá -með löngu og mifclu starfi. Þess vegna hefur skapazt sá mikli munur, sem er orðinn á lífs- kjörum hér og í nágranna- lönd-um okfcar. Verkalýðshreyfingin minn- ir þannig á stúlku, sem hefur verið hálfbrotin niður og á vissan hátt lokuð inni, þar sem va-ldhafarnir reyna að innræta henni „góðar“ dyggð ir og verja hana „fyrir undir- heimum“, eins og kornizt mun að orði í 1-eikriti Matt- híasa-r. Ræðan,sem Mbl.dáir Nýlega flutti ungur maður, Otto Schopka, ræðu á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Ræða þessi virðist hafa hlotið mjög góð- ar undirtektir, því að Mbl. hef-ur stöðugt verið að vitna í hana. Ræða þessi er ekki sízt athyglisverð fyrir þá sök, að þar kem-ur óbeint fraim, hvaða hlutverk „þeir þama uppi“ ætla verkalýðs- hreyfingunni á fcomandi ár- u-m. í ræðunni sagði m-eðal annars: „Margt bemdir tál þess, að með aðl'd íslands að Fríverzl unarbandalaginu opnist ýms tækifæri til nánari tengsla og samstarfs við erl-end iðnfyr- irtæki. Efcki er óláklegt að erlend fyrirtæki mundu vilja leggja frarn fjármagn til iðn- rekstrar á fslan-di í því skyni að notfæra sér þá aðstöðu, sem ísland gæti boðið. Það hefur færzt mjög í vöxt eft- ir að Efnahagsbandalagið og Friverzlunarbandalagið voru stofnuð, að bandarísk fyrir- tæki hafa komið upp eigin verk9miðjum í rífcjum banda- laganna til þess að losna við að greiða innflutningstolia, sem að öðrum kosti hefðu skert samkeppnisaðstöðu þeirra á þessum mörkuðum. Með þetta atriði í huga á- samt þeirri staðreynd, að hér e-r hægt að fá -mikla orfcu mjög ódýrt og að vinnulaun em hér ennþá tiltölulega lág miðað við það, sem gerist í Vestur-Evrópu, er e-kki ólík- legt að fyrirtæki vestan hafs mundu haf a áhuga á að ko-ma hér upp verksmiðjum með út- fdutning til Fríverzlunar- bandalagsins í huga“. Hér er dregin upp mynd af því, hvernig „þei-r þarna uppi“ hugsa sér að leysa van-da þjóðarinnar. Þeir 'hafa misst trúna á íslenzka at- vinnurekendur og ísl-enz-kt framtak. Vandann á því að leysa með því að fá hingað am-erísk fyrirtæki og tryggja þeim tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Fríverzlunar- bandalagsins eftir að ísland er gengið í það. En ei-gi þetta að ta-kast, verða vinnulaun að vera hér „tiltölulega lág mið- að við það, sem gerist í Vest- ur-Evrópu“. Til þess að það geti orðið, verður verkalýðs- hreyfingin að haga sér í sam- rœmi við áform „þeirra þarna uppi“. Hún má ekki vera óstýrilát og heimtufrek. Vei-kleika hennar nú ætla „þeir þarna uppi“ að nota sér til að kenna henni rétta siði og rétt vinnubrögð. Kenning Fords „Þeir þarna uppi“ halda nú þeirri kenningu fast að foringjum verkalýðshreyfing- arinnar, að lágt kaupgjald sé höfuðskilyrði þess, að at- vinnuvegirnir þrífist. Það land, sem þeir vitna oftast til, er þó löngu búið að af- sanna þá kenningu. Kaupið er hvergi hærra en í Banda- ríkjunum, enda óvíða eða hvergi öflugri verkalýðshreyf ing. Það er háa kaupgjaldið, sem hefur knúið bandaríska atvinn-u-rekendur til að auka tæknina og hagræðinguna í atvinnurekstrinum. Háa kau-p ið hefur jafnframt skapað vaxandi markað fyrir fram- leiðsluvörurnar. Ef til vill er gamili Ford mesti byltingar- maður þessarar aMa-r. Kenn- ing hans var þessi: Höfum fcaupið eins hátt og við get- um, verðlagið eins lágt og við getum, og leggjum aRt kapp á tækni, hagræðingu og góða verfcstjóm. Þannig sfcöpum við markað fyrir fjöldaframleið9lú. Það er þessi ikenning og fram-kvæmd hennar, sem sameiginlega hatfa gert Bandaríkin að lang mesta iðnaðarvel-di heimsins. Það er líka óumdeilan-l-eg staðreynd, að þar sem kaupið er iægst, er hagrœðjng og tækni í atvinnurekstri skemmst á veg komin. Vegna lága kaupsins hafa atvinnu- rekendur minni áhuga fyrir að bæta refcsturinn en ella. Það er hrein falskenning, að íslenzkir atvinnuvegir geti efcki risið undir hærra kaupgjaldi en nú er greitt, ef þeim er hjálpað til aukinn ar tækni og hagræðingar með því m. a. að létta af þeim Oánsfjárhöftunum. Eðli- legt kaupgjaM myndi flýta fyrir þeirri þróun, en efcki hið gagnstæða. Bjarni og Eðvarð sammála Sá miifcli samdrátfur í ýmsum atvinnurekstri, sem hefur orðið hér að undan- förnu, rek-ur að verulegu leyti ræt-ur sínar tíl þess, hve mikið hin almenna kaup- geta hefur minnkað. Þetta gildir ekki sízt um samdrátt- inn í byggingariðnaðinum. Menn ráðast ekki í bygging- a-r einfaldlega vegna þess, að þeir hafa efcki efni á því, jafnvel þótt skapieg ián fengjust. Ungt fólk, se-m er að stofna heimi-li, hefur nú miklu lakari aðstöðu í þess- um efnum en verið hefur um langt skeið. Það er ein höfuð- orsök samdráttar byggingar- iðnaðarins. í timræðum, sem nýlega fóru fra-m á Alþingí, lýsti Bjarni Benediktss-on sig líka innilega sammála þeim skoð- unum Eðvarðs Sigurðssonar, að minnkandi kaup-máttur ætti verulegan þátt í því að dregið hefði úr íbúðabygg- in-gunu-m. En hver halda menn að þróunin verði, ef ungt fclk á íslandi getur ekki eignazt eigin íbúðir og n-otið á þenn- an og annan hátt sambæri- legra kjara og ungt fólk ann- ars staðar í Vestur-Evróou' Afleiðingarnar verða bær. að fól-ksfióttinn úr landinu mun aukast með sívaxandi hraða Ef við h-öldum kaupgjald- inu niðri til að lokka hingað Pramihiald á bls. n,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.