Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 19. október 1969. TIMINN 9 Aðgerðir nauðsynlegar Eins og sagt var fra á ilþrótta- síðunni í síðustu vi'ku, lítur illa N út með f járhagsafkomu knatt- spymumóta sumarsins. Sáralít- ill hagnaður af Reykjaivíkur- móti, halli á bikarkeppni KSÍ að öllum líkindum, og minni hagnaður af 1. deildar keppn- inni en nókkurn tkna áður. Þegar svo er fcomið, að knatt spyrnumótin bera sig tæplega lengur, einu íþróttamótin, sem skilað hafa verulegum hagnaði á undanförnum árum, er vá fyrir dyrum. Víst er um það, að knattspyrn'uforu'stan getur ekki . og má ekki horfa aðgerðarlaus á, hvernig aðalteikjuiindir knatt- spyrnufélaganna þorna upp og verða að engu. Lítið þýðir að treysta á aðstoð opinberra aðila, enda verður líka knattspyrnan að standa á eigin fótum að mestu leyti. Hvað er til ráða? Sfcipuiag knattspyrnumótanna þarf að vera miklu betra en það er í dag, t. d. er ljóst, að koma verður á svæðakeppni í undanrásum bikarkeppninnar til að lækka ferða'kostnaðinn. Slífc tillaga er í undirbúningi og verður að öllurn líkindum lögð fyrir næsta KSÍ-þing. End- urskoða verður fjölda liða í 1. d'eild, en eins og kunnugt er, hefur liðunum verið fjölgað úr 6 í 8, þótt bent hafi verið á, að tæplega væri fjárhagsgrundvö'll ur fyrir slikri fjölgun, þar sem ferðafcostnaður myndi aukast j.gífurlega og gleypa þá tefcju- aukningu, sem verður af fleiri leikjum. Einnig þarf að hækka aðgangseyri að leikjum eitt- hivað og skera boðsmiða enn frekar niður. Þessar leiðir eru tæplega vin- sælar, en er ekifci betra að spyrna fótum við á meðan það er 'hægt? Þeir, sem börðust ákaf ast fyrir fjölgun í 1. deild eiga sjálfsagt erfitt með að kyngja þeim bita, að samiþykkja fækk- un í deildinni aftur. Vonandi verða þeir menn til þess, nema þeir kjósi heldur að synda í sfculdaflóði, sem stofnað er til að ástæðulausu. Um hœkkun aðgöngumiðaiverðs þarf lítið að ræða. Auðvitað kemur það sér illa fyrir hina fjölmörgu knatt- spyrnuunnendur, sem sækja völlinn, en þeir munu S'kilja, að vegna aukins tilkostnaðar við knattspyrnuleiki, er óhjálkvæmi- legt að hækka verðið lítillega. Og boðsmiðana verður að skera niður um helming. Ef til vill leysa þessar tillög- ur ekki allan vandann, en það eru ýmsar aðrar leiðir til. Það væri til að mynda góð fjáröifl- unarleið flyrir Reykjaví'kurfélög in, ef Knattspyrnuráð Rieykjaivifc ur efndi til vetrarknattspyrnu- móta á Melavellinum í janúar eða febrúar með þátttöku Reykjaivíkurfélaganna, og selja inn á leifcina. Það sýndi sig á síðasta vetri, að fólk sœkir knattspyrnu'leiki, hivernig sem viðrar. Auðvitað verður aðsókn Ln aldrei eins mikil og ef um sumarleiki væri að ræða, en því ekki að nota þennan árstíma til mótahalda, auk þess sem félögin hefðu gott af æfing- unni? Utanbæjarliðin gætu lika efnt tií vetrarleikja, þó að að staða þeirra sé ekki eins góð. Tími aðalfunda og ársiþinga í knattspyrnunni eru framundan. Vonaodi leiða forustumenn knattspyrnumála þetta mikia vandamál ekki hjá sér, heldur taka þau föstum tökum. Annað væri ábyrgðarleysi. — alf. Síðari lands- leikurinn er í dag Síðari landsleikur íslendinga og I ið fer snemma í prentun á laugar- Norðmanna í handknattleik fer dögum, er því miður ekki hægt að fram I Laugardalshöllinni f dag og geta um úrsliti f fyrri leiknum. hefst kl. 14. Vegna þess, hve blaðl iÓN ODDSSON hdl. MáLflutnlngsskrifstofa. Sambandshúsinn við Sðlvhóisgótu. Siml 1 30 20. Gudjon Styrkársson HA5TARÉTTARLÖCMADUR AUSTURSTRÆTI • SlMI II3U HEF FLUTT LÆKNINGASTOFU MÍNA á Laugavegi 43, 2. hæð. Sími 21262. Stofutími: Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 10—11.30. Á þriðju- dögum kl. 5—6,30. Símatími í eina klukkustund á undan stofutíma. Guðsteinn Þengilsson, læknir. ý.'-.yýy.: Njótið sérstakra kjara Ford verksmiðjanna og fáið Kr. 46,000,00 afslátt af Cortina 1970. Pantið bílinn strax, og afgreiðsla getur farið fram á tímabilinu til apríl n. k., eftir því hvað hentar yður. Verð kr. 261.000.00. (Til öryrkja kr. 188.000.00). Með hlífðarpönnu undir vél, styrktum rafgeymi ásamt styrktum fjöðrum og dempurum. Munið að panta strax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.