Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 19. október 1969. 11 TÍMINN MENN OG MÁLEFNI Framhald af bls. 6 bandarÍ9k fyrirtæki, verður það fólk en en ekki iðnaöar- vörur, sem við flytjum til Eftalandanna. Verka lýðsh reyf S ngi n má ekki bogna Sannleikurinn er sá, að við þurfum ekki að halda kaupgjaldinu niðri, ef við skipuleggjum atvinnurekstur- inn á réttan hátt og hindrum ekki nauðsynlega endurskipu lagningu hans með lánsfjár- höftum og öðru siíku. Við þurfum ekki að flytja inn amerísk fyrirtæki, en við þurfum að læra af Banda- ríkjunum og nota okkur þá miklu þekkingu, sem þar og viðar er að fá. En þetta munum við vanrækja að meira og minna leyti, ef nægilega hátt kaupgjald knýr ekki atvinnureksturinn til framtaks og dáða. Verkalýðshreyfingin má ekki láta þann áróður „þeirra þarna uppi“ beygja sig, að það séu einskonar landráð og kollvörpun á þjóðfélaginu, ef hún krefst sæmilegra launa fyrir félagsmenn sína. Hún verður að hætta að vera eins cvg umkoniu'lítil stú'l’ka, sem er lokuð inni á hetrunarhæli, og lætur ýmist hugast af hót- unum eða kjassmálum „þeúrra þarna uppi“. Hún þarf að sýna fulla reisn og ná aftur því, sem hefur tap- azt á seinustu árum. Hitt er eðlilegt, að hún breyti starfsháttum sínum í sam- ræmi við hreytta tíma og er- lend fordæmi, sem vel hata gefizt. T. d. þarf hún í sam- vinnu við atvinnurekendur að leggja vaxandi áherzlu á, að starfsmat verði lagt tií grundvallar við ákvörðun launa, líkt og t. d. Svíar gera, og gefizt hefur þeim vel. Fjaðrafoki Matthíasar lýk- ur á þann veg, að stúlkan sleppur af hetrunarhœlinu. Hún hrauzt sjálf undan hand- leiðslu „þeirra þarna uppi“. Það er full ástæða til að óska verkalýðshreyfingunni þess, að hún reynist ekki kjark- minni en stúlkan hans Matt- híasar. I*. Þ. SÆBJÖRG Framhaiid af bls. 1. skipstjórans gátu verið í bílaleik á dekíkinu, rétt eins og á stofu- gólfinu foeima hjá sér áður, en annars segir bréfritari, að börnin hafi það gott, enda vön að vera á sjónum með föður sínum. Um siglinguna upp til Liverpool segir bréfritari, að mikill straum- ur hafi verið í þrengslunum fyrir neðan h'öfnina, 7—8 mílur, o? vegna þess, að vélin var sein að svara, lenti Sæþjörg utan í staur og síðan á grunni. Var sendur dráttarbátur og.síðan stórt dælu- skip til aðstoðar og var skipið dregið út á fljótið, en ekki í höt'n ina, enda kom ekki leki að skip- inu. Er því skrítið, hvers vegna heimtuð eru bjö'rgunarlaun fyrir þessa eðlilegu aðstoð þarna í þrengslunum og straumnuni. Eitt- hvað mun hafa verið skrifað im þetta í kvöld’blöðin í Liverpooí. Að lokum segir bréfritari, að þau verði í Liverpool fram til heigarinnar, en síðan á að leggja suður á bóginn, en ferðinni er heitið til Kanaríeyja. Vínsali tekinn KJ—Reykjavík, laugardag. í gærkvöldli itók lögreglan á Akra nesi mann nokkurn fyrdr ólöglega sölu áfengis. Maður þessi mun hafa stund- að ólöglega áfengissölu í heirna húsi um notokurt skeið, og viður kenndi hann í gærkvöldi, að hafa selt áfengi. Maðurinn er ekki leigu bílstjóri, en mun hafa akstur að atvinnu. VAKNING Framhaic at bls. 7 og ekki fyrir þær satoir einar, að hann er elzta, auðugasta og ein ágætasta menntastofnun okfcar. Hins ber einnig að miim- ast, að vandi Harvard-hástoó (a er í höífuðdráttum hinn sami og vandi allra fjölptennra háskófa, og við getum ekki látið nægja að ypta öxlum eins og þessir erfiðleikar séu eitthvert auka atriði í samfélaginu. Rúmlega fjórir af hverjum tíu Bandaríkjamanna á aldrin- um 18—20 ára ganiga í einhvern æðri stoóla. Þarna er um að ræða fólto með ríkari ábyrgðar og hluttötoutilfinningu en áður gerðist, hvort heldur eru karl- ar eða konur. Vietnam-styrjöld- in er það mál, sem flest snýst nú urn. Háskólarnir geta í raun og sannleika ekki vænzt friðar fyrri en að þeirri styrjöld létt ir. En enda þótt að Vietnam- styrjöldinni ljúlki geta hvorki hiáskólarnir né við sjálf vikizt undan þeim vanda að fást við kröfuharðan og fjölmennao hóp ungs fólks, sem er sér með- ■vitandi um mátt sinn. HEYIÐ Framhald af bls. 1. væri safnað í ihnærjum 'hreppi, og síðan væru þær sendar til Reykjawítkur, þar sem þær væru bornar saman við skýrslur um meðalheyfeng síðustu ára. Fengist þannig réttust mynd af ástandinu. Sums staðar hafa bændur enn verið að heyja, og er þvi ekki von, að skýrslur um hey feng séu toomnar, en af þeim skýrslum, sem komnar 'eru, má jafnvel draga þá álytotun, að ástandið sé verra en búizt var við, og þeir svartsýnustu höfðu haldið. SKOÐANAKÖNNUN Framhald af bls. 1. í 4. sæti 22 atk., í 5. sæti 34 atk. Jónas Jónsson, Melum, Hrúta- firði: t 1. sæti 3 atk., í 2. sæti 14, í 3. sæti 19, í 4. sæti 20, í 5. sæti 9 atkvæði. Ólafur Þórðarson, kennaranemi: I 2. sæti 2 atk. í 3. sæti 14 atk. í 4. sœti 19 atk., í 5. sæti 22 atk. í skoðanakönnun þessari voru engir lástar eða annað slíkt; þeir sem þátt tóku í könnuninni gótu vaHð hvern sem var. Eitt lá þó fyrir þegar skoðanakönnunin fór fram, og það var að Sigurvin Ein arsson, alþingismaður, myndi ekki ] gefa kost á því að vera í framboði : við næstu alþdngiskosningar. GÆRUR Framhald af bls. 1. 17—1800 mislitt, en síðan voru um 1000 af þv: hvíta, raunvéru- lega hvítt, eða 10.4%, og fór það í fyrsta flokto. í öðrum flófcki lentu 36.8% n.g í þriðja flokki 52.8%. Bændur hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga, og eru yfir- leitt mjög ánæigðir með, að þetta skuli hafa verið gert. Hafa þeir nú mikinn áhuga á að bæta ull- ina og til að byrja með munu þeir verða að gera það með því að fá sér velhvíta hrúta. — Þar sem þetta gæðamat er al gjiörlega á byi'junarstigi, hefur verið farið varlega í greiðslur fyr ir hinar al'hvítu gærur, en nú þeg- ar er borgað 20 kr. meira fyrir hvert kg. af þeim, en hinar fara síðan í sama verðflokk. — Sá auikaikostnaður, sem toem- ur af þessu mati er í rauninni einunigis kostnaðurinn við að hafa mann til þess að meta ullina. Ég mierkti svo hverja gæru, o-g ann- ar kastaði gærunum svo sundur eftir merkjunum, og þær eru að lokum • saltaðar eftir flokkunum. — Ég á sjálfur von á því, að þessi nýjung gefist það vel, að henni verði haldið áfram. Menn sjá það orðið sjálfir, að ekki hef- ur verið huigsað um þessa vöru sem skyldi, og meira verð má fá fyrir hana. Það er átoaflega au'g- ljóst mál, að mikill munur er á giærunum. Sumar eru hreinlega rauðar, og svo aðrar drifhvítar. Matið fer fram eftir reglum, sem Stefán Aðalsteinsson hefiir notað við sinar ullarkynbætur, og ég toynntist hjá honum. KAUPUM GAMLA ÍSLENZKA ROIÍKA, RIMLASTÓLA, KOMMÓÐUR OG FLEIRI GAMLA MUNI Sækjum heim (staðgreiðsla). SÍMI 13562. FORNVERZLUNIN GRETTISGÖTU 31 MALVERK Gott úrvai. Afborgunar- fclör.. Vóruskipti. — Um- boðssala Gamlar bækur og antik- vörurk önnumst innrömmun mál- verka. MÁLVERKASALAN TYSGÖTU 3. Simi 17602. kr 7200 Pjölbreytt úrva) af svefD ! bekkjum og svefnsófum I i tíkrifið eða hringið og biðj- i tð um myndaverðlista j Sendum gegr. póstkröfu ' SVEFNBEKKJA Laufásvegi 4 Sími 13492 ^BIJNAÐARBANKINN 7 cr banki fúlksins IVSikið um óhöpp í umferðinni Bílslys á suöur- og norðurlandi I gær KJ-Reykjavíto, laugardag. í niótt var ekið á tvo kyrrstæ'ða bíla í Hafnarfirði og þeir stór- S'kemmdir, auto þess sem bíllinn sem olli annarri ákeyrslunni stór- stoemmdist. Tveir bílar stór- skemmdust, kona slasaðist og önn ur rotaðist er tveir bílar lentu í árekstri á Atoureyri, en öku- maðurinn flúði af slysstaðnum. í Kóipavogi var stolnum bft úr Reylkjavík ekið út af, óðrum bfl var auik þess stolið í Reykjavílk, og þeim þriðja ekið utan í bffl. í Brautarhiolti’ Fyrir utan húsið Hrinigbraut 7 í Hafnarfirði var ekið aftan á VW 1200, og bíllinn stórskemmd- ur. Volkswagen hálfkassabíl var ekið aftan á bfflinn, og skilinn eft ir á staðnum. Er sá bffll líka stór- skemmdur. Þá var ekið aftan á DKW bif- reið á Reytojavikurvegi í Hafnar- firði, og bfllinn stórskemmdur. Á staðnum fannst hurðarhunn af amerískum bffl, og brot úr nliðar- rúðu, og var greinilegt af hvaða gerð þessir bílahiutar voru. DKW bifreiðin stóð fyrir utan hiúsið nr. 34. Á Barónsstíg í Reykj avik var bíl stolið, og honum síðan ekið út af við SkjúJbraut í Kópavogi. Hafði ötoumaðurinn gleymt að tatoa beygjuna þegar hann kom af Digranesvegipum. Maður nokk ur var handtekinn við Nesti í nótt, skömmu eftir, að bflnum var ekið út af. Var maðurinn öivaður, og grunaður um að hafa stolið bíinum. í Brautarholti var ekið utan í kyrrstæðan bíl, og náðist ötoumað urinrn sem þar var að verki. Norður á Akureyri varð harð- ur árekstur á Glerárbrúnni. Þar miættust tveir fóitosbílar, Merce- dies Benz með U númeri og Toy- ota með A númeri. Mun Benzinn hafa verið á öfugum kanti á leið innan úr bæoum. Kona, sem var í Benzinum s'lasaðist nokkuð, og var lögð inn á sjúkrahúsið, og önnur kona sem var í bílnum mun hafa roitazt við áreksturinn. Ötou- maðurinn, sem er frá Atoureyri, hljóp á brott frá slysstaðnum, en náðist síðar. Grunur var um að ökumaðurinn befði verið ölvaður við aksturinn í gærtovöldi. Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur FUF í Ámes- sýslu verður haldinn í fundar sal KÁ á Selfossi, miðvikudag inn 22. október kl. 21. Venju leg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin. Merkjasala Blindravínafélags íslands verður sunnudaginn 19. okt. n.k. og hefst kl. 10 fh. Söluböm komið og seljið merki til hjálpar blindum. Góð sölulaun Merkin verða afhent í Ingólfsstræti 16 og í and- dyri barnaskóla Reykjavíkur, Kópavogs og Hafn- arfjarðar. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Merkið gildir sem happdrættismiði. BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér vinarhug með heimsókn, gjöfum og heillaskeytum á 85 ára afmæli mínu 8. október s.l. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðmundsdóttir, Berghyl. MóSir okkar, systir, tengdamóðir og amma Theódóra Tómasdóttir, Álfhóisvegi 101, Kópavogi andaðist að Borgarspítaianum, föstudaginn 17. þ. m. Börn, systkin, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.