Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 2
14 TIMINN SUNNUDAGUR 19. október 1969. I menningarbyltingunni var Volsky neyddur til að læra rauða kverið hans Maos. Þegar hann var frjáls á ný, brendi hann orð formanusins. „Þetta hef ég lengi þráð að gera“ sagði hann. Nú fór yfiriheyrzlan að taka á sig nokkuð annan blæ. „Hlustið á góð ráð Volsky. Þér vitið hivar þér eruð og það er eins gott að segja okbur sann- leikann. Við höfum fylgzt með yður um langan tíma og vitum allt um yður. Ef þér eruð hreinskilinn við okkur, getum við- hjálpað yður. Það er ein- göngu undir yður sjálfum fcom ið, hvort þér farið héðan á morgun, eftir tíu ár, eða alls ekki framar." Hann hélt áfram. „Þér eruð sovézkur ríkishorgari, en yður er betra að gleyma því. Hér inni eruð þér ekkert. Hér eru Ameríkanar, Frakkar, ítalir og Rússar." Hann sveiflaði hand- leggjunum í stóran hring. „Hér höíum við alls konar fólk, þvd að stjórn fólksins í Nýja-Kína hræðist ekki Rússa, Ameríkana, eða nokkra aðra." Meðan Kínverjinn talaði, blés hann út úr sér þykkum reykjarbólstrum. Það var vond lykt af tóbakinu, Á borðinu fyrir framan hann lá stór sjálf virk skammbyssa. Næst ásakaði hann mig um njósnir fyrir Bandaríkin. Ég svaraði, að það væru alls engir Ameríkanar hér. „Það skiptir eikki máli,“ sagði hann, „hvers vegna farið þér þá í rússneska senidiráðið?“ Ég sagði honum, að ég færi þangað, vegna þess að ég væri rússneskur, og til að sjá rússneskar kvikmyndir og hitta vini mína. Þá spurði hann, hvers vegna ég hefði heimsótt brezku ræð ismannsskrifstofuna og óg út- skýrði, að ég hefði verið að fá vegabréfsáritun, ef ég skyidi þurfa að fara til Hong Kong i verzlunarerindum. Spurningarnar héldu áfram. Kínverjinn spurði mig um vini mína. „Þér hafið framið glæpi gagnvart kínverskri alþýðu, og þér viljið ekki vera okkur sam vinnuþýður. Vinir yðar eru glæpamenn líka. Segið okkur það, sem við viljum vita.“ Ég svaraði aftur, að ég vissi ekki, hvað þeir vildu vita, og að ég hefði ekki gert Kín- versku fólki neitt mein. En Kínverjinn var ósveigj- anlegur. „Ef þér látið undan, eruð þér frjáls maður, en ef þér haldið áfram að þráast, getið þér átt á hættu að dvelj- ast hér næstu 25 árin. Leysið nú frá skjóðunni, Volsky.“ Ég hrópaði í örvæntindu: „Guð minn góður, óg skal tala, ef þið spyrjið einihvers, sem ég geta svarað. Ég veit ekkert um njósnir, eða glæpi gagnvart kínverskri alþýðu. Þið spyr.úð um tóma vitleysu.“ Þá tók hann upp byssuna og nú var óg einn í herberginu. Skyndilega heyrði ég smell. dyrnar opnuðust aftur og tveir verðir komu inn. Þeir drógu og eftir löngum gangi, með klefum á báðar hliðar. Klefa- hurðirnar voru úr traustum viði, járnslegnar og á hverri hurð var lítið kringlótt gægju- gat. Fyrir ofan gatið var renni loka fyrir stuttri, mjórri rifu. Rafmagnsljós loguðu í' gangin- um og vörpuðu gulri birtu á hvítþvegna steinveggina. Verðirnir fóru með mig í klefa númer 17, sem var á neðstu hæðinni, næst stigan- um. Þeir opnuðu dyrnar og ýttu mér innfyrir. Ekki kom mér þá til hugar, að hér yrði ég auðmýktur, barinn og kval- inn í 21 mánuð, án þess a'ð mál mitt yrði tekið fyrir. Ég féll á klefagólfið og vörð urinn benti í mig einhverju af fötum og handklæðum, svo og tannburstanum mínum, sem tekinn hafði verið í íbúðinni minni. Síðan skellti hann aft- ur ihurðinni. Klefinn var lítill, um það bil fjórir metrar á lengd og þrír á breidd. 1 Þarna voru tvö rúmflet, sitt við hvorn hliðarvegginn og voru teppi á þeim báðum og ég sá fljótlega, að teppin vora morandi af rauðum lúsum eðar pöddum. Veggirnir voru hvn- ir, en loftið var úr timbri. Uppi undir lofti vinstra meg- in var rafljós í járngrind og uppi í horninu var lítil glugga bora, en glerið var hvítmálað. í einu horni klefans stóð postulínsskál á gólfinu og lá frá henni rör upp í gegnum loftið upp í klefann fyrir of an. Seinna komst jg að því, að skálin þjónaði tilgangi bæði sem salerni og þvottaskál. Þegar ég gat reist mig upp, komst ég að raun um, að ann ar ma'ður var í klefanum. Hann sat á fletinu vinstra megin við dyrnar. Hann ávarp aði mig á ensku og kvaðst heita Ling. Ling kvaðst hafa unnið í amerískum banka, áður en kommúnistarnir komu. Þá hefði hann verið handtekitin og varpað í þennan klefa án nokkurra skýringa eða spurn- inga. Hann vissi ekki, hve mörg ár bann hafði verið þarna. Næstu sex mánuði vorum við Ling saman þarna í klef- anum. Til matar fengum vi'ð hrísgrjón og kál á hverjum degi. Auk þess litla skál af vatni, sem við áttum bæði að nota til drykkjar og þvotta. Fangelsið stóð á mýrlendu svæði og þegar rigndi, seytl- aði vatn upp gegnum gólfið og oft sivo mikið, að fletin blotnuðu. En þetta var ekkert hjá því, sem hrelldi okkur of- an frá. Salernisskálarn'ar í klofahornunum voru tengdar við eina pípu, sem lá milli allra þriggja hæðanna í hús- inu, Oft stíflaðist pípan á hæð- unum fyrir ofan, og þegar verð irnir hreinsuðu hana, fylltist skálin hjá okkur af öllum óþverranum og iðulega flóði út um allt gólf. Ekki var hreinsað fyrr en eftir nokkra daga stundum og daunninn var ólýsaniegur. Á hverjum morgni í dag renning opnaði vörðurinn rennilokuna á hurðinni og ýtti inn fyrir hrísgrjónáskálinni. Síðan var ég sóttur og farið með mig í lítið herborgi í út- álmu byggingarinnar, til yfir- heyrslu. Allan daginn var ég spurð ■ ur og aðeins var stutt .hlé um /tvöleytið. en þá fékk ég aft.ur , þrísgrjón. Klukkan átta um . kvöldið var aftur fanð með ' mig í klefann. Yfirheyrslura- ar voru tvenns konar. annan daginn „betri“, en hinn dag- inn „verri“. Annan daginn fékk ég „betri“ meðferðina, þá smjöðruðu þeir og virtust blíðir, lofuðu mér steik og eggjum í hádegisverð, ef ég segði þeim það, sem þeir vildu vita. Einnig átti ég að fá frels ið þegar í stað. „Verri“ meðferðina fékk ég svo næsta dag, með hrottaskap. höggum og slögum og ægileg- um lýsingum á því, sem ætti fyrir mér að liggja í Nan-Tao, það sem ég ætti eftir ólifað Þannig var skipzt á „betri". „verri“ „betri“. . . Allt í allt munu 40 manns hafa reynt að fá mig til að tala og sumt af því voru konur. Fyrir kom, að ég var leiddur fyrir fagra, kin verska stúlku í æsandi klæðn- aði. Hún gekk um gólfið og gætti þess, að ég sæi sem mest af henni, og sagði: „Ég veit, að þið Rússar elskið lífið og þið viljið lifa því út í yztu æs- ar. Segðu mér bara allt, sem þú veizt og þú verður í Shang- hai á morgun.“ Eitt af því versta var að lenda í yfirheyrslu hjá kven persónu einni, feitri og ljótri, um fimmtugt. Hús hljóðaði og óskapaðist og jós yfir mig skömmum, barði mig og kvaldi, ef ég svaraði ekki einhverju. Ég hafði meiri viðbjóð á ógeðs legum áhlaupum hennar, held- ur en öllum báðsyrðum og glósum, höggum og nálarstung um, sem karlmennirnir beittu mig í „verri“ meðferðinni. Annan daginn, sem ég fór til yfirheyrslu, sagði vörðurinn mér frá reglunum í Nan-Tao. Meðan hann leiddi mig frá klefanum og út í álmuna þar sem ég var yfirheyrður, sagði hann: „Ég veit, að 1 Shanghai ertu kannski merkileg per- sóna, en. hér í Nan-Tao ertu bara einn af hópnum og þú átt að hlýða reglunum. Þú mátt aldrei líta til hægri eða vinstri, þegar þú ert leiddur til yfirheyrslu, heldur horfa beint í þá átt, sem þú geng ur.“ Hann útskýrði fyrir mér skipunarorðin „Meakun Shi- an“ (andlitið að veggnum) og sagði. að þegar ég heyrði þetta kall, ætti ég að snúa mér upp að veggnuni og þrýsta andlit- inu upp að honum. Síðar skildi ég hvers vegna. í hverjum gangi voru fjögur ljós fyrir ofan útgöngudyrn- ar. Hvítt. grænt, rautt og blátt. og merkti hvert ljós vissan gang. Þegar ljós var kveikt, vissu verðirnir, að verið var að leiða fanga eftir viðkomandi gangi. Ef vörður var með fanga í rauða ganginum og grænt ljós kviknaði, vissi vörð- urinn, að annar fangi var á ferðinni í græna ganginum og þeir myndu mætast, þar sem gangarnir komu sarnan. Þá kallaði vörðurinn „Meakun Shian“. Fanginn hljóp þá að veggnum, þrýsti andlitinu að honum, þar til hinn fanginn var farinn hjá. Þetta var gert til að ekki væri mögulegt fyr- ir fangana að þekkja hvorn annan. Mjög vandlega var farið eft ir þessum reglum, og það var mikilvægt fyrir Kínverjana, því alltaf var verið að koma og fara með fangana eftir göngunum. Ef einhver óhlýdd- ist, var hann handjárnaður og sveltur í þrjá daga. í þrjá mánuði eða meira voru yfirheyrslurnar nákvæm- lega eins. Sömu spurningarn- ar. sömu svörin, upp aftur og aftur. „Segðu okkur bað, sem við viljum vita.“ „Ég veit ekki, hvað þið vilj ið vita.“ „Ertu njósnari?“ „Nei, ég er ekki njósnari " „Játaðu þá glæpi þína gegn kínverska fólkinu og segðu okk ur frá vinum þínum. sem eru líkaglæpamenn.“ „Ég hef ekki framið neina glæpi." Loks rann það upp fyrir Kínverjunum, að ág vildi ekki. eða gæti ekki svarað spurning- um þeirra. Þá hófst kvalræðið fyrir al- vöru. (Einkaréttur Tíminn.) Næsti hluti birtist sunnudag ínn 28. okt. BIKARKEPPNIN í dag kl. 15.45 leika KR — Í.B.V. á Melavelli. Framlengt verður, ef jafnt verður eftir 90 mín. MÓTANEFND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.