Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 12
Hann er með dötkt hár nið- ur á herðar og þegar hann bros- ir, skín í brotna framtönn. Allir pekkja þetta andiit af myndum i blöðum og víðar. Þetta er hann Björgvin, sem reyndar er Halldórs son. á heima í Hafnarfirði, og er 18 ára gamall. „Bjöggi“, eins og nnxgiliígarnir kalla hann, var kos mn „Pop-stjarna ársins“ í sumar og síðan hefur hann verið einna frægastur manna hérlendis, eða að minnsta kosti við Faxaflóann. \'ú síðast komst hann í blöðin vegna pop-dansleiks, sem endaði á Miklatúninu. Björgvin er mjög upptekinn maður, hann er í skóla mestallan daginn og auk þess æf- ir hann og syngur á dansleikjum. Þó tókst okkur að kyrrsetja hann smástund og spjalla við hann. — Hvernig er að vera svona frægur? — Ég veit nú ekki, hivort ég er nokkuð frægur, en það getur ver- íð dálítið leiðinlegt, þegar ailir þekkja mann á götu, maður veit ekki hvernig maður á að vera. Ég verð satt að segja stundum dauðfeiminn. En mér finnst bara gaman. þegar fólk, sem er miklu eldra en ég og þekkir mig kanns'ki ekki, snýr sér við til að glápa á mann imeð hneykslissvip. Kannski er ég svona skrýtinn með þetta síða hár og ailt það, ég veit það ekki. en mér er bara alveg sama. Unglingarnir dýrka „Bjögga“, og eins og tíðkast, reyna allir að verða sér úti um minjagripi um ,,goðin“, helzt nógu persónulega. Nýlega hittum við unga stúlku, sem var alsaal yfir því að hafa eignazt hnapp úr jakkanum hans ,,Bjögga“. Þegar við spyrjum Björgvin, hivort mikið kveði að þessu, þá hlær hann. — Uss, það er stundum reynt að slíta allt utan af manni. Þarna um daginn, þegar við heimsóttum Einar Ben., þá var einn í hljóm- sveitinni, hann Biggi, í leður- jateka með kögri. Það var allt í tætlum, þegar samkundunni lauk. Við biðjum Björgvin að segja okkur, bvernig eiginlega stóð á því, að Einar Ben. var heimsótt ur-á Miklatúnið — Við ætluðum ekkert að gera styttunni mein, við ætluðm bara að sikemmta okkur meira, þegar ballið var búið og fórum út á túnið. Þetta er jú almenningsgarð ur. ekki satt. En þegar við ætluð- um að fara að spila, þá vantaði oikkur eitthivað til að standa á, svo við fórum upp á fótstallinn. Það voru nokkrir strákar, sem létu sér ekki nægja að hlusta á okk- ur, og fóru að klifra í styttunni. Löggan kom og bað okkur að vera ekki í styttunni og þá fórum við upp á bekk þarna hjá, en hon- um var strax velt um koll. Það er alltaf verið að tala um. að löggan vilji eyðileggja allt, nn þessi iögga var reglulega ágæt. Hann bað mig bara vingjarnlega að láta krakkana ek'ki vera að hamast á styttunni. Eí hann hefði verið að skammast, eða viljað fara með okkur burt. þá hefðu getað orðið læti, en þetta fór alii vel, þvi löggan var svo kurteis Ég bað krakkana að vera ekki með læti, og þau gegndu því. — Það hefur verið sagt. að þú hafir fólkið gjörsamilega á valdi þínu. Finnst þér það? — Á valdi mínu, ég veit það ekki, en ég held að það sé eng- inn vandi. Krökkunum líkar vel við mig og þegar ég vil að þau geri eitthvað, þá gera þau það. Ég vildi ekki að það yrðu læti þarna á Miklatúninu á sunnudag- inn og stillti hópinn af. Eitthvað verðum við að fá að vita um Björgvin sjálfan. — Þú ert í skóla, er það ekki? —Jú, ég er á námskeiði í Iðn- skólanum í Hafnarfirði og ætla að taika þar inntökupróf. En ég veit ekki ennþó, hvað ég ætla að læra, ég hef ekki áhuga á neinu sér- stöku. Maður er líklega ábyrgðar- laus unglingur, eirts og fullorðna fólkið segir um alla unglinga. Eitt hvað ætla ég samt að læra, því það er ekki víst, að ég geti sung- ið alla ævina, þó gæti ég vei hugs- að mér það. Eins og er, þá lifi ég fyrir að syhgja. — Hefurðu haft áhuga á músik alla ævina kannsiki? — Það held ég bara. Ég hef alltaí verið syngjandi. Annars hef ég alltaf haft mjög mikinn áhuga á leiklist líka og langar mikið til að læra það. — Hefurðu lært að syngja eða spila? — Ég byrjaði að læra á gítar og píanó, en þegar píanókennar inn sagði, að árangur næðist yf- irleitt ekki fyrr en eftir tvö ár, þá gafst ég upp. Mig langar til að læra áð syngja, en það er ekki tími til þess eins og er. Það er miklu meira en nóg að gera, mað- ur er í skólanum til hálftíu á kvöddin. þá er farið inn í Tóna- bæ að æfa og svo reyni ég nú að læra skólabækurnar líka. — Vill popmúsilkin ekiki stela neinu frá náminu? — Kannski gerir hún það, en mér fínnst það ekki vera mikið. Við erum allir í stoóla í Mjóm- sveitinni og reynum að láta þetta ekki stangast á við námið. Ann- ars getur þetta verið erfíitt lff, það er eins og að vinna tvöfalda vinnu. Til dæmis hefur staðið til að taka upp aðra plötu, ern t&n- ann vantar, við megum hremltega e&M vera að því. — En þið ætlið að halda þessu áfram, þrátt fyrir erfiðið? — Já, við ætlum að hatda hóp- inn og fylgja þróuninni í pop- miúsikinni og spila það sem fólk ið vill á hiverjum tíma. Þetta er orðið alilt lífið fyrir manni. Ég sagði einu sinni við vin minn: „Ég ætla einhivern tíma í hljom sveit“ — og ég fór í hljómsveit. það er eina róðið til að reyna. hvort maður getur nógu vel. Ef fólkið vill mann ekki, þá hættir maður. Þetta gekk allt vel, með an ég var í Bendix. Svo hringdu Flowers í mig og ég hef aldrei séð eftir að hafa farið til þeirra Framhald á hls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.