Tíminn - 22.10.1969, Qupperneq 3

Tíminn - 22.10.1969, Qupperneq 3
MTÐVIKUDAGUIt 22. október 1969. 3 TIMINN Á myndinni eru Páll P. Pálsson, stjórnandi, og einleikararnir Gunnar Kvaran, Jón SigurSsson og Lárus Sveinsson. (Tímamynd — Gunnar). Ólafur Jóhannesson og fl. leggja fram frumvarp á Albingi um Ríkisútgerð togara á erfiðleikatímum — og aðstoð við útgerðarfélög, sem stofnuð eru fyrir forgöngu sveitar- félaga. - Höfuðmarkmiðið er hráefnismiðlun til fiskiðjuvera og til að bæta úr atvinnuástandi einstakra staða ISLENZKT VERK FRUMFLUTTÁ SIN- FÓNÍUTÓNLEIKUM ÞriSju tónleikar Sinfóníuhljóm-1 sveitar íslands á starfsárinu verða lialdnir í Háskólabíói fimmtudag inn 23. október og hefjast kl. 21. 00. Stjórnandi verður Páll P. Páls son en einleikarar Gunnar Kvaran cellóleikari og trompetleikararnir Jón Siguiðsson og Lárus Sveinsson Á efnisskrá eru verkin: Sjöstrengja Ijóð eftir Jón Ásgeirsson, Celló- konsert í D-dúr eftir Haydn, Kon sert fyrir tvo trompeta eftir Vi- valdi og Sinfónía nr. 5 eftir Si- belíus. Sjöstrengjaljóð, eftjr Jón Ásgeirsson er nýtt verk og verður frumflutt á þessum tónleikum. Ennfremur verður Sinfónía nr. 5 eftir Sibelíus og Konsert fyrir 2 trompeta eftir Vivaldi flutt í fyrsta sinn hérlendis. Cellóleikarinn Gunnár Rvaran leikur á einleikshljóðfærið í Cellió konsert í D-<Mr eftir Haydn. Gunn ar Kvaran er fædidur í Reykjavík árið 1944 og lærði cellóleik fyrst hjá Dr. Heinz Edelstein og síðan ! hjá Einari Vigfússyni. Frá ára mötum 1964 hefur hann stundað nám við konunglega tónlistarskól ann í Kaupmannalhöifn hjá Erling Blöndal Bengtsson. Jón Sigurðsson og Lárus Sveins son flytja Konsert fyrir tvo trom peta eftir Vivaldi. Jón Sigurðsson er fæddur í Axarfirði 1927. Fyrstu kennarar hans voru Karl O. Run ðlfsson og Wiihelm Lanzky-Otto á Akureyri. Árið 1960 stundaði Jón framhaldsnám hjá Bernad Brown og Ernest Hall í Lundiúnum og síð an hefur hann verið fyrsti trompet leikari Sinfóníuhljómsveitarinnar. Lárus Sveinsson er fæddur á Norðffirði árið 1941. Fyrsti kenn ari hans var Haraldur Guðmunds son á Norðffirði og síðan lærði hann hjá Páli P. Pálssyni. Lárus fór til Vínar árið 1901 og stund aði nám hjá prófessor Leivora í Tónlistarháiskólanum í Vfn. Lárus hom heim 1967 og toeffur verið ffastráðinn trompetleikari í Sin- fóníutoljómsweitinni síðan. LL-Reykjavík þriðjudag. Ólafur Jóhannesson og aðrir þingmenn Framsóknarflokksins í efri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp til laga um Togaraútgerð ríkisins og stuðning við útgerð sveitarfélaga. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að ríkið setji á fót útgerð tog ara en eins og allir vita hefur togaraflotinn minnkað gífurlega á undanfömum árum en nú á at- vinnuleysistímum hefur það sýnt sig að þeir eru hvað afkastamesta hráefnisöflunartækið sem nú er í notkun við fiskveiðar. Einnig gerir frumivarpið ráð fyr ir því að ríkissjóður ffái að kaupa hluti í útgerðarfyrirtækjum sem sveitarfélög heita sér fyrir enda eigi ríkið og sveitarfélögin meiri hluta í þeiim. Frumivarpið hljúðar svo: I. KAFLI Um Togaraútgerð ríkisins. 1. gr. Sett sfcal á stofn og starfrækt útgerð fiskisfcipa undir nafninu Togaraútgerð ríkisins. Ríkisisjóðúr leggur útgerðinni til 100 miljónir króna sem óaifturkræft stofnfjár framlag. Ríkissjóður ber einung is ábyrgð á skuldbindingum Tog- araútgerðar ríkisins með stofnfjár framilagi sínu eða samkvæmt því sem heimilað er sénstaklega í lög uim. 2. -gr. Heimilt er ríkisstjórninni að ábyrgjast lán allt að 300 milljón um króna, sem Togaraútgerð ríkis ins tekur til þess að standa straum af kostnaði við hy-ggingu skipa útgerðarinnar. 3. -gr. Togaraiútgerð ríkisins lætur byggja togara eða önnur fiskiskip, og ákveður stjórn útgerðarinnar fj'ölda þeirra, stærð og gerð, að fengnu samþykki sjávarútvegsmála ráðtoerra. Skulu þau, eftir því sem unnt er, byggð i-nnanlands. 4. gr. 'ötgerðin heldur skipum sínum til veiða í því skyni að hagnýta sem bezt fiskimiðin og stuðla með því að öfl-un hráefnis fyrir fisk iðnað landsmanna. Við ákvörðun um, hvar afla skuli landað, skal höfð hliðsjón af atvinnuástandi ein stakra byggðarlaga, sem til greina koma. 5. igr. Heimilt er stjórn Togaraútgerð arinnar að taka skip á leigu til bráðabirgða og gera út til hrá efnisöflunar fyrir tiltekna staði. 6. gr. Stjórn útgerðarinnar skal skip uð 7 mönnum: Fjóru-m, sem Al- þingi kýs. Tveim, sem skipshafnir á skipum Togaraútgerðar ríkisins tilnefna, og skal annar vera frá yfirmönnum, en hinn frá öðrum skipwerjum. Ráðherra setur nán- ari reglur um þessa tilnief-ningu. Sjlöunda stjórnarmianninn skipar sj'áiv'arútvegsmiálará'ðtoerra án til- nefningar, og er hann formaður. Ráðherra setur stj. erindisbréf og ákveður laun hennar. Umboð stjórnarinnar skal vera til 4ra ára í senn. Stjórnin ræður fr-amkv.stj. til þes-s að hafa á hendi daglega stjórn útgerðarinnar. Heffur hann prókúruumhoð, en hlíti að öðru leyti ákvæðuim erindisbréfs, sem stjórnin setur honum. Til þess að skuldtoinda útgerðina þarf undir skrift fjögurra stjórnarmannæ 7. gr. Verði rekstrartoagnaður tojá Tog araútgerðinni, skal hann allur lagð ur í framfcvæmdasjóð fyrirtækis ins. 8. gr. Stjórnin skal gera reikningsskil fyrir hvert ár svo fljótt sem auðið er, og skulu reikningar endurskoð aðir af tveim endurskóðendum, sem sjávarútvegsmiálaráðherra skip ar til tveggja ára í senn. Að henni lokinni skulu reikningar, uudir ritaðir af stjórn og framkvæmda stjóra og með áritun endurskoð enda, sendir ráðherra til staðffest ingar, en síðan birtir í B-deild Stjórnartíðinda. 9. -gr. Nú tel-ur stjórn Togaraútgerðar innar ei-gi lengur þörf á því, að hún geri út togara til hráefnisöfl unar og avinnumiðlunar, og er henni þá toeimilt, að fengnu sam þykki sjiávarútvegsmálaráðherra, að selja fiskverkunarstöðvum og félagssamtökum, sem stofnuð eru fyrir forgöngu sveitarfélaga, tog- ara sína, enda skuldtoindi kaup andi sig til að leggja upp afla hjá tilteknum fiskvinnslustöðvum. Þá sfcal togaraútgerðin jafnan eiga og gera út a.m.k. 4 togara. Framnaia a 12. síðu. HR KRISTJÁNSSDN H.F. II M B 0 fl H SUÐURLANDSBRAUT SIMI 3 53 00 Njótið sérstakra kjara Ford verksmiðjanna og fáið Kr. 46,000,00 afslátt af Cortina 1970. Pantið bílinn strax, og afgreiðsla getur farið fram á tímabiiinu til apríl n. k., eftir því hvað hentar yður. Verð kr. 261.000.00. (Til öryrkja kr. 188.000.00). Með hiífðarpönnu undir vél, styrktum rafgeymi ásamt styrktum fjöðrum og dempurum. Munið að panta strax.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.