Tíminn - 22.10.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1969, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. oktáber 1969. TÍMINN i. Eins og allir vita — og flest ir viðurkenna hafa skotvopnin verið, og munu verða, hættu- legasta eyðingartæki ýmissa fugla og dýrategunda, og þvi fremur, sem þau hafa verið endurbætt í sjálfvirkar marg- skotabyssur og óti-úlega bein- skeytta Mkis-riffla. Það hefur þivi orðið að herða mjög á eftir liti, um að farið væri eftir l'ögum, ef komast ætti hjá al- gjörri eyðimgu sumra fugla og dýrastofna, og þó stundum orð ið of seint. Af framsýnum mönn um var því teMð upp það ráð, að alfriða viss landsvæði þar sem engurn tókst að góma þau dýr. fugla eða jurtir, sem þeir ágirndust mest. Og nú er það staðreynd, að sú ráðstöfun hefur bjargað ýmsum fugla og dýrategundum, frá algerri eyð ingu. Á hina hlið virðast sum dýr og fuglar hafa svo góð lífsskil- yrði — og stundum fyrir aðgerð ir okkar mannanna —, og einn ig búnir þeim hygginöum og varnarhæfileikum, frá móður náttúru, að öll tækni okkar kemur ekM í veg fyrir það, að þau vaxi okkur yfir höfuð, og það jafnvel við sama matborð- ið. Meira að segja flugurnar standa ónotalega uppi í hárinu á okkur, sem af misskilningi og oftrú á eigin óskeikulleik, höf um slegið því föstu, að svo- kölluð „vísindi" gætu knúsað andstæðinginn eftir vild.En — vopnin hafa stundum alveg snú izt í höndum okkar, þannig að náttúran hefur sýnt okkur, svart á hvítu, að á svipaðan hátt leika óvitar sér að eldi og eitri. Það kemur okkur líka stundum, sjálfum í koll, svo heiftarlega, að við eygjum ekki leið út úr ógöngunum. IL Sú tegund fugla, sem nú virðist ofjarl okkur íslending um, er svartbakurinn. Ýmis ráð hafa verið reynd til að fækka honum, en flest orðið tii litils gagns en mikillar mœðu, og vonbrigða. Þar er ýmsu um að kenna, og ef til vill mest því, að hann er alinn svo vel, á viss um stöðum, á okkar landi, ailt árið um kring, af ýmsum úr- gangi, af nægtaborði þjóðarinn ar, að segja má, að hann lifi kóngalífi. Hann er líka gæddur þeim þroska, í nábýli við mann inn, enda víða undir verndar hendi hans, að fullorðnir fugl ar eru ótrúlega fljótir að finna mótleiki við nýjum, dulbúnum hættum, sem beint er gegn honum. En meðan svo er, að ekM tekst að stórfæikka í stofn inum, er vonlaust að nokkuð miði — svo um munar að fækka honum. Það er ekki ætlun mín, að fara hér orðum um þær aðferð- ir, sem reyndar hafa verið til að góma svartbakinn né varnir hans gegn þeim. Þó get ég ekM • stillt mig um að geta þess, að enn virðist það trú sumra, að ekkert sé áhrifaríkara til að eyða þeim, en t. d. stryknineit ur og þá fyrst og fremst, þar sem þeir gera mestan usla í æðarvörpum. Sú staðreynd virð ist aftur á móti oftast gleymast, að þar sem svartbafcur sér fé- laga sína dauða, kemst hann fljótt að raun um, að hyggilee ast er að forðast slíka staði. Þannig er það líka um öll hygg in dýr, eins og t. d. seli, refi og hrafna, og meira að segja um síldina, enda margir fiskar ekki eins „grænir“ og surnir ætla. III. Það sem kom mér tál að hripa þessar línur, er sú full- yrðing ýmissa mætra manna, sem telja að útilokað sé, að skotvopn verði notuð bér — með nokkrum verulegum árangri — við eyðingu svart- baks, og það jafnvel, þótt að þeár sömu menn viðurkenni þau hættulegustu eyðingartæki flestum öðrum fuglastofnum, eins og hún líka óumdeilanlega er. Ég leitaði því nýlega eftir öruggum heimildum hjá lög- reglunni á Húsavík, um svart baksdráp þar, á s.l. ári, (1968), en þar hafa verið — og eru enn — afburða veiði- menn og ágætar sela- og fugla skyttur, þó engin nöfn verði hér nefnd. En þar sem nú er reginmunur á að vera góð skytta og mikill veiðimaður vil ég skýra það örlítdð. Skotfimi lærist venjulega með mikilli æfingu. Veaðimennskan þarf aftur á móti að vera í blóð bor in, þ. e. athyglisgáfan og næm leikirm til að fá greint og skii ið til hlítar eðli og ailt hátt- emi þeirra dýra, sem veiða á. Síðastiðið ár voru skotnir á Húsavík tvö þúsund tuttugu og þrír svartbakar. Ég skriía það með bókstöfum, svo prentvillu púMnn eigi erfiðara með að breyta því. Fyrir hvern svart- bak greiðir ríkissjóður kr. sextán og bæjarsjóður kr. átta. Veiðimaður fær því tuttugu og fjórar krónur fyrir hvera svart bak. Næstum allir þessir fugl- ar voru skotnir við innan- verðan Skjálfanda, þar sem aðaldvalarstöðvar þeirra eru og matanbúr, eða nánar til tekið innan við Lundey. Og því er rétt að bæta við, að nálega allir þessir fuglar voru skotnir af mönnum, sem voru á smábát um, við aðgerð á fisM. Þegar bátar sóttu lengra út, t. d. aust ur í Öxarfjörð og komu fyrir Tjörnes, urðu þeir lítið varir við svartbak fyrr en kom inn- undir Lundey. Þá komu fvrstu hóparnir á móti þeim. A haustin og framan af vetri, sækja ungfuglarnir — frá vor inu — mest í slógið og einnig tveggja og þriggja ára fuglar. En þeir, sem eru komnir í fullan búning — um fjögurra ára og eldri — voru varasamir og hröðuðu sér fljótt burtu, þegar fyrstu skotin dundu. Á vetrum geta þeir aftur á móti eikM varazt góðar skyttur, sem ldggja í leyni á völdum stöðum, þegar brim er við strönd, og þeir eru í leit að æti. Það sann aði bezt hinn snjalli veiðimað ur, Sigurður í Leirhöfn, þegar hann skaut 60—80 á dag, í stórhríð og stórbrimi. En slíkt er ekM heiglum hent. Þegar haft er í huga, að þessir tvö þúsund fuglar, sem áður eru nefndir, voru að- allega skotndr af fjórum til sex mönnum, að vísu af miklum veiðimönnum, með valdar byss ur milli handa, og öllum bar saman um, að svartbak við Skjálfanda, hafi fækkað, svo furðu gegndi s.l. haust, má öllum vera ljóst að takast mætti að minnka svartbaksstofninn, ef unnið væri að því af ein- beitni og nægum sMlningi, í samvinnu við þá aðila sem bezt þekkja varnarhæfileika hans, á aðra hlið og á hina, með aðstoð þeirra, sem e’inhverju vilja fórna, til að verulegHr árangiv náist. Veit ég, að fúsir yrSu að leggja þar lið, eigendur æð arvarpa og félög um iaxa- og silungsrækt, sem allt þendir til að eigi glæsilega framtíð til tekjuauka fyrir þjóðarbúið og ómetanleg tækifæri fyrir þá, sem inni þurfa að sitja mest af árinu, til að kynnast þeim unaði og sálubót, sem aðeins verður fundinn í örmum ís- lenzkrar náttúru, við vatnanið og undir sumarsól. IV. Ef við nú l'ítum um öxl, komumist við ekki hjá að viður kenma, að þegar trú og ósk- hyggja tvímenntu á fáki fljót færninnar, hefur illa farið fyr ir okkur, eins og öðrum þjóð um. Það eru sannarlega viðsjál ir félagar og þó langt um hættu legri foringjar. Ég hef óttazt — og óttast enn — að eiturlyf in geti freistað okkur til óhæfu verka í samsMptum okkar við móður náttúru, eins og stundum áður. Það gladdi mig því ekk- ert smáræði, er ég sannfrétti, að eigendum æðarvarpa yrði leyft að nota „svefnlyf", gegn ágagni svartbaksdns. Um áfleið ingar þeirra er þó margt á huldu. En með þessum fyrirmæl um fær þó hin langþráða von byr undir báða værngi, að nú loks hafi verið tendrað hjá ráða mönnum þjóðarinnar það ijós, sem lýsir, eins og fullur máni, yfir hinn ægilega vígvöll strykn ineitursins, sem ætti að banna með lögum. Sú frétt mundi vekja hjá ýmsum álíka fögnuð og þegar íslendingar sýndu drengskap sinn með því að banna hnefaleika. Að lokum þetta: Ég vil vim- samlega biðja alla, sem þessar iínur lesa, að hafa í huga — að skotvopnunum er aðeins stefnt gegn þeim andstæðingi einum, sem við viljum feigan að vissu marki, án þess að nokkrum öðrum fugli eða dýri, sé þar með bani búinn. Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. VERfllÆKKIM Globus FÓÐURBÆTIR SEM BÆNDUR KAUPA Fóður W W I I II ÍJ w Eins og að undanförnu, bjóðum vér allar tegundir af fóðurblöndum frá hinní vönduðu fóðurblöndunarverksmiðju ELIAS B. MUUS, ODENSE AS. Nú, sem áður, er oss það kappsmál að bjóða bændum sem beztar vörur á sem hagstæðustu verði. Vér höfum náð einkar góðum samningi við dönsku fóðurblöndunarverksmiðjuna og munum bjóða til afgreiðslu úr vöruskemmu vom> KÚAFÓÐURBLANDA-A, köggluð í sekkjum VALSAÐ BYQG - — BYGGMJÖL - — MALAÐUR MAÍS - — kr. 7.860,00 — 5,870,00 — 6,100,00 — 7.200,00 Verzlið þar sem gæðin og verðin eru bezt — það er yðar hagur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.