Tíminn - 22.10.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1969, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. október 1969. TIMINN Hanites J. Magnússon, fyrrv. skólastjéri: Bókin og bör Til þe-ss aS ala upp bókelska og bó'khneigða þjöð, þarf að byrja á börnunum. Það þarf í byrjun eða svo sncmma, sem hægt er, aö rækta með þeim heiibrigðan bókmeuntasmekk, þótt það sé varla fyrr en í efstu bekkjum barnaskólans og í gagnfræðaskól- unum'. Það er ágætt að þær séu skemcntilegar til að örfa börnin til lestrar, en þær þurfa helzt einnig að orka á tilfinningalífið. Ég man alltaf eftir því, að ég táraðist, þegar ég las Vistaskiptin eftir Einar H. Kvaran, eða Stjörnu, eft.ir Þorgils Gjailanda, og um örlög hennar á öræfum í-lands. Þau áhrif, sem ég varð fyrir við iesíur þessara bóka og annsrra af svipuðu tagi, hafa enzt mér ævilangt. í fyrstu þykir börnunum mest gaman af ævin- týrum allskonar. Það .gerir ekk- ert tii þóít þau :séu með hinum mestu ólíkindum. Það er góður og hollur lestur fyrir visst ævi- skeið og ’örvar ímyndunarafl barnanna, en það er nauðsynleg forsenda fyrir þroska síðari ára og gerir tilveruna fjölbreyttari og fegurri. Börn geta því með tenynd unarafli sínu séð það, sem full- orðnir sjá efcki. Þeirra líf er því að mörgu leyti auðugra en hinna fullorðnu manna, sem ekkert sjá nema veruleikann. Seinna læra börnin svo að gera greinarmun á skáldskap og ósannindum. Enda spyrja þau oft við lestur ævin- týra og annars skáildskapar: „Er þetta satt?“ Böm geta í ævintýr- um hrifizt inn í aðra heima, þar seen dýr og blóm geta talað. Þar eru engar toríærur á leið þeirra og þar ræður fegurðin ríkjum. Svo kemur að því, að bömin vaxa frá þessum ævintýraheim- um og gera sig ekki náægð með annað en raunveruleikann, en sögu og skáldskaparbúningurinn verður þeim þó alltaf kærkom- inn. Það má bara ekki halda áfram með hann of lengi fram eftif aldrinum. Það er afar sjald gæft, að börnin vilji lesa svokali aðar fræðibækur, nema þau megi til. Barnabókaútgáfa hefur verið fremur fátækleg, allt frarn á síð- ustu ár. En á síðustu árum hefur húr aukizt gífurlega, einkum þýdd ar barnabækur, sem einoig geta verið góðar. Aðeins örfáar hafa fram að þessum tíma verið frum- samdar. Orsökin til bessarar miklu aukn ingar er sú. að bað mun hafa verið talinn gróðavegur að gefa þæi' út, þótt höfundar hafi ekki. notið mikils af þeim i''grö^á.' 'Þó að gert só ráö íyrir að hinar þýddu bækur séu sæmilegar að efni og máli, og sumar góðar, verður það þó að teljast skaði, að ekki skuli fleiri frumsamdfir barna- 02 unglinigabækur kotna á markaðinn. Það er vandi að velja bækur handa börnum, og ég óttast, að það hafi ekki alltaf tekizt sem skyldi, þegar úr svo miklu er að velja í þessu bóka- flóði, sem er veitt nálega, eða aiveg, skipulagslaust og af hinu mef/ia handahófi inn á markað- inn, í því trausti að nógu margir verði til að kaupa bæikumar. Þarna kennir auðvitað margra grasa, en yfirleitt munu þær bæk ur seljast bezt, sem hægt er að auglýsa sem „spennandi" og æsi- legar. Þetta viðhiorf getur verið freistandi fyrir höf.undana. En ís- lenzk börn þurfa margt frekar við en æsandi áhrifa í ætt við kvik- tnyndir, popplöig oig annað slíkrar ættar, af því er nóig í nútímalífi ofckar. En mér er ekki grunlaust um, að þær bækur, sem valdar eru til þýðingar, fiski verulega í þessum sjö. En hvernig stendur á því, að svo lítið kemur út af innlendum barnabóikum? Til þess liggja vafa- laust ýmsar orsakir. Miðvikudag-* inn 15. október skrifaði Ármann Kr. Einarsson ágæta grein í Morg unblaðið, setn hann nefndi: Nokk ur orð um barna- og unglinga- bækur. Þar gerir haan mieðal ann- ars grein fyrir því, hvers vegna svo fáir rithöfudar taka sér fyrir hendur að skrifa fyrir börn og unglinga og bendir á hættuna, sem ílfiaf því getur stafað. Eina ástæð- ’una telur hann þá, hve barna- og íunglingabókahöfundur er -itítilli sómi sýndui' hér, og Iitla uppörfun þeir hljóta af samtíð sinni. Ein ástæðan er sú, að höfundar fá mjög lítið greitt fyrir slík hand- rit, og það má yfirleitt segja, að það sé hvorki vegur til fjár né frama að skrifa fyrir börn og unglinga. Höfundiar fá litla upp- örvun frá esamtíð sdnni til slíkra ritverka. Það er á tak- mönkunum að barna- og ung- lingabækur séu taldar með bók menntum, og höfundar þeirra í lægri gráðu rithöíunda. Ég man t.d. ekki að barna- og unglinga- bókahöfundur hafi nofckru sinni fengið úthlutað fé úr sjóði þeim, sem ætlað- ur er skáldum og tístamönn- um. Það er kannski til of mik- ils mælzt að úthlutunarnefnd- in, sem skipuð er mönnum frá st.fórnm'álaflofckunum lúti svo lágt, en þegar rithöfundarnir sjálfir hafa eignazt sinn rithöf undasjóð, mætiti búast við ein- hverjum straumhvörfum. Stjórn sjóðsins hefur nú úthiutað 900 þúsund krónum á tveimur ár um, en enginn barna- og ungl ingabókahöfundur nefur hlotið þaðan nokkra krónu. Sjóðstjórn in gerði aftur á móti annað. Hún tók þá litlu þóknun, sem rithöfundar eiga að fá fyrir lánuð eintö'k bóka þeirra úr bókasöfnum og bætti þeirri upp hæð við nokkra toppmenn 1 rit höfundiastétt, og gildir þetta í þrjú ár. Vafalaust hafa sumir þessara manna verið vel að þessum krónum komnir. En . hefði það nú verið til of mikils inælzt, að af þessum .900 þús- und krónum, hefði verið varið svo sem 50—100 þúsund krón- um til einhvers barna- og ung- lingabókahöfundar? Það er ekki féð, sem skiptir þarna öllu máli, heldur viðurkenningin á því, að bai’na- og unglingabóka höfundiar væru einhvers virði, þeir legði einndg sinn skerf Hannes J. Maguússon til bókmennta þjóðarinnar. Slík uppörvun hefði verið vel þeg in og réttmæt, og ég skil ekki í, að sjóðstjórnin hefði hlotið nokkurt ámæli fyrir þá ráðstöf un. Þá er komið að þætti blað anna í mati á íslenzkum barna- og unglingabókaihöfundum. Hann er ekki á marga fiska. Blöðin geta að nafninu til um bækur bama- og unglingabóka höfunda, en þó ekki neitt svip að því, sem annarra bóka, A3 á þeim sé sagður kostur og löstur. Yfirleitt bera þær um sagnir vott um að „ritdómar- inn“ hafi ekiki lesið umgetna bók, en látið sér oft nægja, að endiunsegja þau fáu orð, sem staðið hafa á kápusíðu bókar innar. Þessi meinlausu, ©g marklausu orð bafa því kannski hvorki gert illt né gott. A með Framhald á bls. 12 Gu&tnundur Gunnarsson, verkfræðingur: BORGARMÁL Raunhæfar áætlanir (í umræðutn um atvinnumál á síðasta borgarstjórnarfundi Reykjavíkur, flutti Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, eftirfarandi ræðu, sem vakti athygli. Tillögum þeim sem til umræöu voru frá Alþbl. og Alþýðufl. var vísað til borgarráðs). Góðir borgarfulltrúar. Það er ef til vill all bíræfið af mér varafulltrúa í borgar- stjórn að ætla að leggja til málanna nokkur orð. En þar sem ég tel að tillöguflutningur bæði Alþ.b. og Alþýðufl. lýsi alve því ástandi er hér ríkir í dag get ég ekki orða bundizt. Ástandið í dag er að mínum dómi ástand stjórneysis eða ölliu heldur ofstjórnar, sem leitt hefur if sér stjórnleysi og á- byrgðarleysi. Hvert sem litið er má sjá stjórnir og nefndir. Yfir alla forstjóra bæði ríkis- og bæja og flestar stofnanir eru settar stjórnir og nefndir, og að sjálf sögðu pólitískar. Málin eru Iögð fyrir nefndir þessar og stjómir, meira eða minna undir búin, oftast nær minna. Þár eru síðan hrossakaup um þau, og oft samþykkt eitthvað alit annað en það, er þeir menn sem athugað hafa málin leggja til að gert verði. Þegar svo málin snúast á þann veg að halli verð ur á öl'lu saman, þá er þagað þunnu hljóði og reynt að bjarga öllu á bak við .tjöldin, með styrkjum og nýjum hrossakaup um. Það er nefnilega enginn á- byrgur fyrir þessum mistökum nema hro&sakaupin, og ráða- menn eru hræddir við ábyrgð ina. Og nú er svo komið að ef talað er um raunverulega stjórn un á hlutunum þá er hrópað hömlur, og einræði, samanber ummæli forsætisráðherra í sjón varpsþætti, þar sem þeir raedd ust við hann og Ólafur Jóhann esson formaður Framsóiknar- flokksins. Þetta virðist mér í fljótu bragði vera meginatriði í stjórnarstefnu stjórnarfl. í dag. Að mínum dómi á mál- in að bera þannig að: Þegar fram koma góðar hug myndir á að leggja þær fyrir viðkomandi forstjóra. Þeir gera eða láta gera áætlanir, raunhæf ar áætlanir um hlutina, og taka sér til ráðuneytis. Að því búnu eru málin lögð fyrir æðstu yfirvöld, sem þá gjarnan mega láta aðra sérfræðinga endur- skoða og yfirfara áætlanirnar. Ef þar kemiur fram rökstudd- ur grunur um, að eitthvað megi betur fara skal það athugað nánar. Síðan skal tekin álkvörð un um hvort farið skuli í fram- kvæmdir eða ekki. Þegar reynsla er síðan komin á fram kvæmdina og bún tekst vel er allt gott. Ef miður tekst til skrifast það á skuldalista við komandi forstjóra og hans sér- fræðinga, og þá er að meta hvort yfirsjónin eða vanmatið er svo stórt að það vegi upp á móti þvi sem betur hefur farið. Sem sagt framkvæmdarstjór arnir standa og falla með verk- um sínum, en þeir eiga einnig að fá að stjórna. Þá er sú hlið in er snýr að stjómmáiamönn unum eða er ekki réttara að kalla þá pólitíkusa. Til þeirra verðu rað gera þær kröfur að þeir geti formað tillögur sínar þannig að gagn sé að, og efcki sé kastað fram óleysanlegum vandamálum án nokkurs röl: stuðnings. Ég hefði því talið æskilegra að tillögur Alþ.b. og Alþ.fl. hefðu verið fyllri og ekki ein- göngu lýst stefnumiði, heldur verið fastmótaðri þannig að þær hefðu getað verið upphaf að beinum framkvæmdum t. d. eitthvað á þá leið að: 1. Forstjórum Bæjarútgerðar Reykjavíkur væri falið að gera athuganir á rekstri fyrirtækis ins og að gera tillögur til úr- bóta, þeim væri heimdlt að kalla til þá sérfræðinga er þeim þætti þurfa þannig að athugun þessi ætti að ná yfir reksturinn frá því hráefnis er aflað og þar ti’l varan er send úr landi. 2. Ennfremur tel ég eðlilegt að Borgarstjórn Reykjavíkur geri tillögu til ríkisstjórnarinn ar um að veitt verði fé til þess að útgerðar- og iðmaðarfyrir- tækjum verði gert kleift að end urhanna fyrirtæki sín með það fyrir augum að rekstrarafkoma þeirra verði athuguð og vaxtar möguleeikar kannaðir. 3. Varðandi uppbyggingu hafnarinnar (þ. e. a. s. gömlu hafnarinniar) sem fram kemur síðari greinum tillögu Alþýðu bandalagsmanna, þá tel ég eðlilegast að hafnarstjóra verði falið að hraða fullnaðarhönnun Reykjavíkur hafnr, og fái hann aðíráða .til þess þá er hann telur þörf á. Fari svo að dómi hafnarstjóra að hann telji að sú starfsemi sem höfninni er ætl- Guðmundur Gunnarsson að að annast, rúmist ekki nú- verandi hafnarsvæði skal hann láta gera frumáætlun um sta'ð setningu, fyrirkomulag og kostn aðaráætlun um þær fram- kvæmdir er hann telur nauðsyn legar, utan núverandd hafnar- svæðis (gamla höfnin). Aætlun þessi þyrfti að miðast við t. d. næstu 10 ár. Ég tel ennfremur nauðsynlegt að hraða syo áætlunum þessum að framkvæmdir er af þeim leiða komi áð gagni til útrým ingar yfirvofandi atvinnuleysi á næsta ári.> watr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.