Tíminn - 28.10.1969, Síða 9
MUÐJUDAGUR 28. október 1969.
9
TÍMINN
WMm
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
, Framkvæmdastjóri: Kristj án Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarlnsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndrið)
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson Auglýs.
ingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. tnnanlands —
í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Gjaldeyrisvara-
sjóðurinn
StjórnarblöSin hafa nýlega skýrt frá því undir stórum
fyrirsögnum, að gjaldeyrisstaðan hafi batnað stórlega á
þessu ári. Gjaldeyrisvarasj óðurinn hefði ekki verið nema
um 300 millj. kr. í ársbyrjun, en hefði verið orðinn
1535 millj. kr. í septemberlok. Gylfi Þ. Gíslason skýrði
frá þessu sem miklum tíðindum á fundi Verzlunarráðs
íslands og brást sjónvarpið að vonum fljótt við og birti
þetta sem aðalfrétt sína næsta kvöld.
Degi síðar en blöðin og sjónvarpið fluttu þessi tíð-
indi um aulkningu gjaldeyrisvarasjóðsins, barst dagblöð-
unum, sjónvarpinu og útvarpinu hið venjulega mánaðar-
lega yfirlit Hagstofunnar um verzlunarjöfnuðinn. Þar
kom í ljós, að fyrstu 9 mánuði ársins eða fram til
septemberloka, hafi orðið 1274 millj króna halli á
verzlunarviðskiptum við útlönd, þ. e. innflutningurinn
hafði orðið meiri en útflutningurinn, sem þessari upp-
hæð nam. Rétt er að geta þess, að tæp 800 millj. kr. af
innflutningnum, voru vélar og efni til álbræðslunnar,
og mun ekki koma til kasta íslendinga að greiða þær.
En þótt þessi upphæð sé dregin frá, verður hallinn á
verslunarjöfnuðinum samt nær 600 millj. kr.
Hvernig má það ske, að á sama tíma og hallinn á
verzlunarjöfnuðinum er 600 millj kr. eykst gjaldeyris-
varasjóðurinn um 1200 millj. kr.? Þetta er áreiðanlega
spuming, sem margir vildu fá upplýsingar um frá
stjómarblöðunum, sjónvarpinu og viðskiptamálaráð-
herra. Stafar þessi bati á gjaldeyrisstöðunni kannske
fyrst og fremst af því, að erlend lán hafi verið tekin,
sem þessari upphæð nemur? E'kkert kom fram um
þetta í ræðu viðskiptamálaráðherra eða í fréttum stjórn-
arblaðanna eða sjónvarpsins.
Vonandi dregst það ekki, að umræddir aðilar birti
greinilegar upplýsingar um þetta.
Innflutningurinn
Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. var hallinn á
verzluninni við útlönd óhagstæður fyrstu níu mánuði
þessa árs um nær 600 millj. króna, þegar búið er að
draga frá innflutninginn til álbræðslunnar Þessi halli
hefur orðið, þrátt fyrir hagstæðan útflutning á árinu,
óeðlilega mikinn innflutning á síðastl. ári. þegar menn
áttu von á gengisfellingu og kepptust við að flytja inn,
og þrátt fyrlr stórfellda kjaraskerðingu, sem að sjálf-
sögðu hefur dregið úr innflutningnum
Þetta er glögg sönnun þess, að íslendingar em í dag
háðir ofmiklum innflutningi. Fáar þjóðir eða engar þurfa
á eins miklum innflutningi að halda og íslendingar, eins
og atvinnuháttum þeirra er enn hagað.
Sjálfsagt er að reyna að breyta aðstöðu þjóðarinnar
sem bezt í þessum efnum með auknum útflutningi En
það er ekki einhlítt. Við þurfum íafnframt og ekki síð-
ur að auka í landinu fracileiðslu, sem gerir okkur ekki
cins háða miklurn ínnflutningi og nú á sér stað. Við
getum þetta m. a. með því að nota hveravatn og raf-
orku til hitunar í stórauknum mæli. Við getum þetta
með því að efla ýmsan iðnað.
íslenzka þjóðin þarf í enn ríkari mæli að gera sér
ljóst gamla spakmælið, að hollur er heimafenginn
baggi. Þ.Þ.
I
Baldur Óskarsson:
PROFKJOR OG
SKOÐANAKANNANIR
Tilgangur prófkjörs
Fyrir fáum árum hófu ung-
ir Framsóknarmenn öfluga
baráttu fyrir því, að Fram-
sóknarflokkurinn innleiddi
sem meginreglu að prófkjör
eða skoðanakönnun yrði undan
fari ákvörðunar um framboð
til Alþingis. Þær ástæður sem
einkum lágu til grundvallar
þessu stefnumáli eru sem hér
greinir:
1) að laga að einhverju
leyti galla núverandi kjör-
aæmaskipunar, sem leitt hef-
ur til þess að fámennar upp-
stillingarnefndir eða kjör-
dæmisþing velja menn á Al-
þingi um leið og raðað er í
akveðin sæti á lista flokkanna,
án þess að flokksmenn, hvað
þá hinn almenni kjósandi geti
ó neinn hátt haft áhrif á þá
gerð Ákvörðunarvaldið verði
þannig fært úr höndum fá-
mennrar áhrifasveitar til
allra flokksmanna, sem geta
valið frambjóðendur með per-
sónukosningu.
2) að glæða flokksstarfið,
þar sem prófkjör gerir flokks-
menn virkari og eykur gildi
þess að ganga í stjórnmála-
flokk.
3) að veit; þingmönnum
aukið aðhald og stuðla að nán-
ari tengslum þeirra við kjós-
endur sína.
4) að opna nýjan möguleika
til tíðari endurnýjunar á fram-
boðssveit flokksins og þing-
mannaliði
Frumkvæði
Framsóknarflokksins
Þessar prófkjörshugmyndir
fengu strax góðan hljómgrunn
i Framsóknarflokknum og for-
vstumenn hans studdu þær ein
dregið. Á aðalfundi miðstjórn-
ar flokksins var samþykkt á-
skorun til kjördæmissambanda
um að koma á skoðanakönnun-
um til grandvallar framboðs-
ákvörðun. Á hinn bóginn var
kjördæmissambör.dunum gef-
ið sjálfdæmi um þær reglur,
sem um prófkjörin giltu. Nú
þegar hafa fjögur kjördæmis-
sambönd ákveðið að fram-
kvæma prófkjör og í einu
peirra hefur það þegar farið
fram. Allt bendir til að þau
verði einnig viðhöfð f þeim
vjórum kjördæmum, sem eiga
eftir að fjalla endanlega um
málið.
Framsóknarflokkurinn hefur
jannig fyrstur stjórnmála-
'lokkanna stigi'ö mjög stórt
ikref til móts við óskir um
vukið Ivðræði og dreifingu
aldsins. Að minum dómi mun
vetta framkvæði hans metið
ið verðleikum jafnt af flokks-
mönnum sem öðrum. Ennfrem-
ur mun það hafa þau áhrif að
vðrir flokkar telji sig til-
íeydda að koma : kjölfarið.
M. a samþykkti landsfundur
Sjálfstæðisflokksins nú á dög-
uuun („þega? fólkið tók
'öldin“' að settaj skuli regl
ur um prófkjöj til leiðbeining
aj vvtíj kjördæmissambönd
'jálfsitfðisflokksins
Baldur Oskarsson.
ErfiSleikar í framkvæmd
og bætta á aSstöSumun
Nú skyldi enginn halda að
prófkiör hefðu ekki ýmsa van-
kanta. T. d. er ekki endilega
víst að niðurstaða þeirra þurfi
að vera sú bezta fyrir flokk-
inn eða færa honum mest
fylgi. Eiimig er augljóst að
það er allt annað en auðvelt
að ákveða regiurnar sem um
það skuli gilda þegar kjósa á
í einni kosningu um mörg
framboðssæti. Raunin hefur
líka orðið sú, að þau kjör-
dæmasambönd Framsóknar-
flokksins sem þegar áforma
prófkjör, hafa tekið upp nokk-
uð mismunandi prófkjörsregl-
ur, og er út af fyrir sig ekk-
ert við það að athuga, enda
geta aðstæður verið misjafnar.
Ég tel hins vegar, að það sé
fjarri því sama hveinig undir-
búning, prófkjörsins er hátt-
að. Einkum er nauðsynlegt að
skapa sem jafnasta aðstöðu
þátttakenda i prófkjörinu. Ef
prófkjörjn eru framkvæmd
eins og sums sta'ðar er ráðgert,
p.e.a.s. algerlega óbundnar
kosningar án framboða og
framboðsfunda. munu harla
litlar líkur til að endurnýjun
eigi sér stað; nýir menn hafa
með þessu mót; litla mögu-
æika til kynningar í víðáttu-
mildum kjördæmum og hefur
sú framboðssveit sem fyrir er
því yfirburðaaðstöðu og útlit
fyrir að aðalbaráttan verði
um bað. hvernig þingmenn
raðast i efstu sætin.
Framboð og kosninga-
fundir
Það er því megintllgangur
þessara skrifa að benda á að-
feið við undirbúning próf-
kjörs sem ég held að þjóni
þeim tilgangi a? jafna nokkuð
aðstöðn þeirra sem um fram
boðin keppa og þá einnig
auka líkur á endurnýjun. Ég
er að sjálfsögðv ekki einn um
óessa skoðun er, hún er hér
sett fram til athugunar oj um
ræðu, einkum fyrir flokks-
menn í þeim kjördæmum, sem
enn hafa ekki ákveðið próf-
kjörsaðferðir Þessi aðferð er
í meginatriðum þessi:
1. Kjördæmissambandið eða
einhver af þess hálfu auglýsi
eftir ákveðnum framboðum
einstaklinga til prófkjörs. Þátt
takendur í prófkjörinu verði
þeir sem bannig bjóða sig
fram, eða eru boðnir fram, og
hafi meðmæli fáeinna tuga at-
kvæðisbærra manna.
2. Að framboðsfresti lokn-
um auglýsi kjördæmissamband
ið í héraðs- og landsmálgagni
flokksins hverjir séu frambjóð
endur
3. Kjördæmissambandið
gangist síðan fyrir þvi, að
flokksfélögin á svæðinu efni
til sérstakra stjórnmálafunda,
sem opnir eru almenningi og
ætlaðir sem umræðuvettvang-
ur frambjóðenda
4. Þrír til fimm mánuðir
líði frá birtingu auglýsingar
um frambjóðendur og þar til
atkvæðagreiðslan fer fram.
Frambjóðendum séu þannig
sköpuð skilyrði til ferðalaga
og kynningar sem víðast í
kjördæminu.
Ég tel að þessi aðferð eigi
að veita nýjum mönnum tæki-
færi til að Iáta til sín taka i
prófkjörinu og yrði um leið
til bess að auðvelda flokks-
mönnum valið.
Að sálfsögðu eru ýmiss önn-
ur atriði, sem prófkjörsreglur
verða að taka til, svo sem á
hvern hátt skuli meta atkvæð-
in, en ég tel það miklu minna
skipta en sú framboðsaðferð,
sem ég hefi lýst, Samt get ég
mælt með þeirri talingarað-
ferð sem viðhöfð var á Vest-
fjörðum, en hún var þannig
að sá sem fær flest atkvæði í
fyrsta sæti skipar það, sá sem
fær flest atkvæð; samanlagt í
fyrsta og annað sætl skipar
annað sætið o.s.frv. Stigaað-
ferðina álít ég óheppilegri.
Styrkir stöðu
Framsóknarflokksins
Að lokum vil ég geta þess
að ég er sannfærður um að
prófkjörin muni mjög auka á-
huga fólks til þátttöku í stjórn-
málaflokkum og glæða skiln-
ing á gildi þeirra sem nauðsyn
legra baráttutækja almennings
í lýðræðisþjóðfélagi.
Forysta Framsóknarflokks-
ins í þessu máli er því mjög
mikils virði fyrir stjórnmála-
lífið landinu. Flokkurinn hef
ur sannað það mcð þessu að
hann er opinn og óhræddur
við að taka app nýja starfs-
hætti sem betur henta breytt
um tíma og aðstæðum í þjóð-
telaginu. Ég er þess líka full
viss að framkvæði hans í prói
kjörmálinu mur styrkja mjög
stöðu hans í komandi kosniag-
um.
ÞRIÐJUDAGSGREININ