Vísir - 27.10.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 27.10.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 27. október 1978 VISIR FRA JUGOSLAVIU Ruggustólar þrjár gerðir HÚSGAGNASÝNING Höfum opnað húsgagnasýningu I 1000 ferm. verzlunarhúsnœði okkar að Smiðjuvegi 6 Kópavogi dagana 20. okt. til 29. okt. Opið verður: Föstudaga kl. 9-7 Laugardaga - 9-7 Sunnudaga - 2-7 Aðra daga - 9-6 og 8-10 Sýndar verða ýmsar nýjungar í innlendum og erlendum húsgögnum VERIÐ VELKOMIN \.\í//í/ÍA7:(;/6 .S/.VÍ/ 44544 Sparið EKKM sporin en sparið í innkavpum Drengialeðurjakkar kr. 12.900.00 Sailor jakkar 12.900.00 Kvenpils 4.900.00 Úrval herrabinda 650.00 Peysur ffrá 2.500.00 Skyrtur frá 1.450.00 og margt margt ffleira Allt á útsöluverði Lftið við á lofftinu |||gá|tlf Lofftið Laugavegi 37 þaó borgar sig að gerast áskrifandi, þá kemur blaóiö örugglega á hverjum degi ertu ekki búinn aó kaupa (VÍSI ennþá þorskhausinn þinn. áskriftarsími VÍSISer l 86611 - verkinu verði lokið fyrir I, janúar á nœsta ári Leiðtogar þeirra landa sem eru innan Efnahagsbandalags Evrópu hafa unnið að þvi i langan tima að samræma gjaldmiðla landanna. Staða gjald- miðla hinna ýmsu landa innan Efnahags- bandalagsins er mjög misjöfn gagnvart gjaldmiðlum rikja utan þess. Vestur-þýska markið hefur staðið hvað best, enda verðbólga i landinu litil. ítalska liran hefur átt erfitt uppdráttar og staðið illa gagnvart öðrum gjaldmiðli. Ef gjaldeyrir landanna yrði samræmdur myndi það auðvelda viðskipti landanna til muna. Samræming 1. janúar n.k. A leiötogafundi sem haldinn var i Bremen i Vest- ur-Þýskalandi i jUli I sumar var ákveöiö aö stefna aö þvi aö sam- ræming gjaldmiölanna kæmist á 1. janúar 1979. Þaö eru þeir Helmut Schmidt, kanslari Vest- ur-Þýskalands og Valery Giscard d’Estaing,Frakklands- forseti sem hafa lagt áherslu á aö hrinda þessu I framkvæmd fýrir þennan tima. Hins vegar eru leiötogar annarra rikja inn- an bandalagsins ekki eins áfjáöir i samræmingu gjald- miölanna. Fulltrúar Breta og Itala hafa bent á aö samræm- ingin ein og sér sé ekki nóg, heldur þurfi fleiri ráöstafanir til aö þessi breyting sé raunhæf og hafi einhverja þýöingu. Þeir benda á aö jafnhliöa þurfi aö gera ýmsar efnahagsráöstafan- ir til þess aö staöa landanna inn- byröis veröi jöfnuö. Þau lönd sem standa vel veröi aö hlaupa undir bagga meö hinum svo jöfnuöur náist. Ekki lengur hægt að treysta á dollarann. Staöa dollarans hefur sifellt versnaö undanfarna mánuöi og hefur hann falliö mjög f veröi gagnvart japanska yeninu. Einnig hefur vestur-þýska markiö staöiö vel gagnvart doll- ara, og fariö hækkandi. Viöskipti milli Efnahags- bandalagslandanna hafa oft á tiöum veriö miöuö viö gengi dollarans, en nú ekki lengur hægt aö treysta á hann. Þvi er þaö brýnna aö samræma gjald- miöla landanna tU aö greiöa fyrir viöskiptum. Sem dæmi um erfiöleika vegna mismunandi gengis, má nefna Japan. Gjaldmiöillinn þar I landi hefur styrkst mjög gagn- vart dollara undanfariö. Þvi kemur dæmiö einkenniiega út, þegar reiknað er annars vegar út I yenum og hins vegar dollur- um. Ef bandariskir dollarar eru notaöir, þá er viöskiptajöfnuöur landsins hagstæöur, en ef yenin eru notuö þá er hann óhag- stæður. Meö samræmingu gjaldmiöla landanna innan Efnahags- bandalagsins er verið aö koma i veg fyrir þennan mismun. Hugmyndin hefur verið framkvæmd áður. Samræming gjaldmiöla er ekki ný hugmynd. Hún hefur veriö framkvæmd áöur innan Ef nahagsbandalagsins. Ariö 1972 g.eröu átta lönd meö sér bandalag, sem hefur veriö nefnt snákurinn (snake). Þessi lönd voru Bretland og Danmörk auk sex aöildarrikja aö Efnahags- bandalaginu. Gjaldmiöill land- anna var samræmdur á þann hátt að hann mátti ekki hækka eða lækka miöað viö hina nema innan ákveðins marks, sem var 2,25 prósent. Ariö 1973 var svo ákveöiö aö gjaldmiölar landanna sem voru innan „snáksins” væru látnir fljóta gagnvart dollar. Samkomulagiö innan þessa bandalags hefur ekki veriö gott og á árinu 1973 sögöu Frakkland, Bretland og Italia sig úr „snáknum”. Frakkland gekk svo aftur I bandalagið, en yfirgaf þaö svo á nýjan leik. Þetta bendir til þess að riki sem hafa mismunandi efnahags- ástand og þar sem verðbólgan er misjöfn eigi erfitt meö aö starfa saman af fullri einurð á þessum grundvelli. Tryggingin allt að fimmtiu milljarðar dollara. Sérfræöingar i fjármálum hafa allt frá fundinum I Bremen veriö aö skipuleggja fram- kvæmd samræmingar gjald- miölanna.Sú ákvöröun sem tek- in veröur um framkvæmdina á eftir að skipta miklu um hvernig til tekst. Kröfur Breta og Itala um efnahagskerfi þeirra landa sem verst eru sett, eru ákveönar. Ekki eru likur á þvi aö samkomulag takist nema aö þeim veröi sinnt. Akvörðun hefur ekki veriö tekin um hve hár sá gjaldeyris- sjóöur verður sem settur veröur sem trygging, ef til samræm- ingar kemur. Fulltrúi Breta á fundinum iBremen Roy Jenkins sagði aösú trygging gæti numiö allt aö fimmtiu milljörðum dala, en þaö er hærri upphæö en hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fulltrúar Efnahagsbandalags landanna koma saman í Brussel i byrjun desember og þí) ætti endanlega aö veröa ljóst hvort gjaldmiðlar rikjanna innan bandalagsins veröa samræmdir fyrir þann tima sem ákveöinn hefur veriö. Þrátt fyrir góöan vilja er ekki lfklegt aö þvi takmarki veröi náö sem stefnt er að fyrir 1. janúar. Taliö er aö ágreining- urinn sé þaö mikill um fram- kvæmdaratriöin, aö miklu meiri vin na s é eftir tii að sam kom ulag náist, þvi ekki er mikill tími til stefnu. —KP Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands og Valery Giscard d'Estaing Frakk- landsforseti leggja á það mikla áherslu að samræming gjaldmiðla Efnahags- bandalagsríkjanna nái fram að ganga. Gjaldmiðlar EBE landa verdi samrœmdir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.